Morgunblaðið - 19.04.1975, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.04.1975, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðaistræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands í lausasölu 40,00 kr. eintakið Borgarstjórn Reykjavík- ur hefur nú sam- þykkt allverulegan nióur- skuró á áöur samþykktum útgjaldaáformum borgar- innar á þessu ári. Til þess að mæta þeim kostnaðar- hækkunum, sem orðið hafa frá því aó fjárhagsáætlun fyrir þetta ár var sam- þykkt, hefur reynzt óhjá- kvæmilegt aó grípa til þessa sparnaðar í rekstri og nióurskurðar á fram- kvæmdum. Viö þessar að- stæður var óhjákvæmilegt aö skjóta á frest mörgum æskilegum og nauðsynleg- um framkvæmdum. Ljóst er, að það er ekki vinsælt verk að ákveða frestun á þörfum og brýnum verk- efnum, sem borgararnir hafa vænzt. Það er á hinn bóginn frumskylda opin- berra stjórnvalda aö taka ábyrga afstöðu í samræmi við fjárhagslega getu. Það hefur borgarstjórn nú gert og er full ástæóa til að gefa því gaum og virða. Ljóst var, að útgjöld Reykjavíkurborgar hefðu farið 700 millj. kr. fram úr heildartekjum að öllu óbreyttu. Þessi röskun á fyrst og fremst rætur að rekja til verðhækkana í kjölfar gengisfellingarinn- ar, nýrra kjarasamninga og lækkunar útsvara. Hér kemur einnig til, aö fram- log borgarsjóðs til Strætis- með auknum álögum á at- vinnufyrirtækin. Hverjum manni er ljóst, að það myndi veikja mjög stöðu launþega til þess að ná fram raunhæfum kjarabót- um, ef fjármagn yrði nú tekið út úr atvinnufyrir- tækjunum til þess að standa undir opinberum framkvæmdum. Fulltrúar þessara tveggja minni- hlutaflokka í borgarstjórn hafa lagt til, að nærri 1.000 millj. króna yrðu lagðar á atvinnufyrirtækin í þessu skyni. Meirihluti borgar- stjórnar hefur ekki viljað fallast á þessa kröfu þar eð hún teflir atvinnuöryggi í tvísýnu og dregur jafn- framt úr möguleikunum á þegar var hafizt handa um endurskoðun hennar í sam- ræmi við breyttar aðstæð- ur. Hér hefur því verið tek- ið af ábyrgð og festu á þeim vandamálum, sem fylgt hafa í kjölfar breyttra aðstæðna. Vitaskuld kemur það ávallt illa, þegar óhjá- kvæmilegt reynist að skjóta mikilvægum og áður samþykktum framkvæmd- um á frest. Borgarstjóri hefur hins vegar lagt áherzlu á, að reynt hafi verið að halda áfram með þau verkefni, sem líklegust eru til þess aó veita mesta atvinnu. 1 þessu sambandi hefur hann t.d. bent á, að við niðurskurð á gatna- Kostnaðarhækkunum mætt með aðhaldi vagna Reykjavíkur munu aukast um 170 millj. kr. umfram það, sem fjárhags- áætlun gerði ráð fyrir. Þessum breyttu aðstæðum var ógerlegt og óskynsam- legt að mæta með auknum lántökum, og ekkert svig- rúm er nú fyrir opinbera aöila til að afla aukinna tekna. Hjá því varð þess vegna ekki komizt, að mæta þessum breyttu að- stæðum með því að fresta framkvæmdum og auka sparnað í rekstri. Borgarfulltrúar Alþýóu- bandalagsins og Alþýðu- flokksins hafa lagt til, að þessum vanda yrði mætt raunhæfum kjarabótum. Þegar slíkir fjárhagserfiö- leikar steðja að, er rétt að skjóta framkvæmdum á frest og miða útgjalda- áformin viö raunverulega fjárhagsgetu. Það er á þessum grund- velli, sem borgarstjóri og meirihluti borgarstjórnar hefur unnið. Þegar í byrj- un þessa árs lagði borgar- stjóri bann við því, að framkvæmdir yrðu hafnar á vegum borgarinnar fyrr en greiðsluáætlun hefði verið gerð. í lok febrúar var svo sýnt, að grundvöll- ur fjárhagsáætlunarinnar myndi raskast verulega. Þá gerðarframkvæmdum, sé gert ráð fyrir að halda áfram með þau verkefni, er helzt tryggðu byggingar- iðnaðinum atvinnu. Mikils- vert er, að þetta sjónarmió skuli vera haft til hliðsjón- ar við mat á því, hverju eigi aó fresta. Sú ákvörðun, sem nú hef- ur verið tekin um endur- skoðun fjárhagsáætlunar- innar hefur i för með sér frestun á brýnum fram- kvæmdum í skólamálum, félagsmálum, heilbrigðis- málum og æskulýðsmálum svo nokkuð sé nefnt. Ýmsir stjórnmálamenn telja það bezt til vinsælda fallið að flytja tillögur um þarfar framkvæmdir, sem allir eru sammála um, án tillits til fjárhagsaðstæðna. Það mun þó vera sanni nær, að kjósendur sjái alla jafnan í gegnum slíkan málflutn- ing. Tillögur af þessu tagi leysa engan vanda og stuðla þvi fyrst og fremst að ringulreið. Þegar Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri gerði grein fyrir þessum breytingum á fundi borg- arstjórnar sagði hann m.a.: „Okkur borgarfulltrúum er öllum jafnljóst, að þær tillögur, sem hér liggja fyr- ir til afgreiðslu, fela í sér umtalsverðan niðurskurð á framkvæmdaáætlun borg- arsjóðs á þessu ári. Við hefðum að sjálfsögðu allir kosið, aó til þessara að- gerða hefði ekki þurft að korna. Þróun efnahagsmála hefur hins vegar orðið á þann veg, að undan aðgerð- um verður ekki vikizt, og þá kröfu verður að gera til okkar, að við bregðumst við vandanum á raunhæf- an hátt.“ Vissulega er það krafa borgaranna, að stjórnvöld, hver sem þau eru, mæti fjárhagserfiðleikum með skynsamlegum aðgerðum, en láti ekki allt reka á reið- anum til þess að komast hjá stundar óvinsældum vegna erfiðra ákvarðana. Þess vegna ber að fagna því, að borgarstjórn Reykjavíkur skuli hafa tek- ið á fjárhagserfiðleikunum með markvissum aðhalds- og sparnaðaraðgerðum. Sffln íslenzk stálbræðsla og fram- leiðsla steypustyrktarjárns Því miöur veröur þess of oft vart í okkar litia þjóðfélagi, að hin mikilvægustu framfaramál, sem allir virðast sammála um að hrinda beri i framkvæmd sem fyrst, séu látin daga uppi eða ,,svæfð“ á einhverri þar til- gerðri „vöggustofu" ríkisbákns- ins. Oft kunna að liggja á bakvið slika málsmeðferð auðskildar ástæður, en oftar hygg ég þó, að svo beri við, að hinn almenni borgari geti ekki áttað sig á orsökum tregðunnar, sem kann þó, ef að er gáð og í of mörgum tilfellum að tengjast þröngum sérhagsmunasjónarmiðum ákveðinna einstaklinga, eóa fá- mennra hagsmunahópa. Er hér um að ræða einn af leiðari fylgikvillum lýðræðisins. Ég mun nú leitast við að rifja upp í stórum dráttum sögu eins þeirra mála, sem varðar heild- ina, en ber nú greinilegan svip tregðu og langtímameðferðar hins opinbera fyrirgreiðslu- valds í landinu. Árið 1960 var fyrst gerð at- hugun á hagkvæmni stál- bræðslu hér á landi. Var Iðnaðarmálastofnun ís- lands falið þetta verkefni. Sú athugun var framkvæmd af bandarískum sérfræðingi, sem komst að þeirri niðurstöðu, að 8—10 þús. tonna stálver væri þaó minnsta sem gæti bor- ið sig miðað við íslenzkar að- stæður. Á þeím tíma var ekki talið fyrir hendi nægilegt magn af brotajárni i landinu, og því ekki talið fært að setja stál- bræðslu á laggirnar þá. Allt benti þó til, að brotajárn félli til í mjög vaxandi mæli sökum aukinnar notkunar landsmanna á hvers konar tækjum úr málmi, svo sem skipum, bílum, vélum og úrgangs frá verkstæð- um og verksmiðjum. Nú liðu ein 5 ár, án þess að nokkuð gerðist í málinu, brota- járnið fór stöðugt vaxandi, og hefur til þessa að hluta til verið flutt úr landi, stundum varla fyrir flutningkostnaði að sagt er, enn hinn hlutinn hefur ýmist verið grafinn í jörð eða látinn grotna niður. Flestir hygg ég kannist við óþrifnað- inn, sem svo víða getur að líta út um alla landsbyggðina, jafnt í sveit sem við sjó þar sem hvers konar brotamálmur ligg- ur eins og hráviði og veldur spjöllum á umhverfinu. Næst var, að árið 1967 var fenginn hingað til lahds sænsk- ur sérfræðingur á vegum Sveinbjörns Jónssonar for- stjóra. Þeir kynntu sér enn að- stæður, og komust að þeirri niðurstöðu, að góður rekstrar- grundvöllur væri fyrir hendi varðandi stálbræðslu hér, en í Sviþjóð hafa verið starfræktar stálbræðslur um áraraðir af sömu stærð og hér er rætt um með mjög góðum árangri, og eingöngu notað brotajárn, sem safnað er víðsvegar að í land- inu. Árið 1968 gerði svo Haukur Sævaldsson verkfræðingur samskonar athugun, og reynd- ust niðurstöður hans einnig mjög jákvæðar. Um svipað leyti skrifaði ung- ur vióskiptafræðingur, Ragnar Einarsson, kandídatsritgerð sina um stálbræðslu og vals- verk, það er að segja fram- leiðslu á steypustyrktarjárni úr brotajárni, og taldi að fyrirtæk- ið gæti þá skilað 9% arði. Þann 29. nóv. 1970, var svo af nokkrum áhugamönnum stofn- að hlutafélagið Stálfélagið h.f., og skyldi tilgangur þess á fyrsta stigi málsins vera að láta gera ítarlega rekstrar- og kostnaðar- áætlun fyrir stálverk er fram- leitt gæti að lágmarki 10 þús. tonn af steypustyrktarjárni úr brotajárni, og nýtt með þvi allt tilfallandi járn i landinu. Félag- ið réði Hauk Sævaldsson verkfr. sem framkvæmda- stjóra. Samið var við Hagvang h.f. um að vinna að umræddri áætlunargerð, sem var fullunn- in í júní 1971. Einnig var gerð ítarleg könnun á árlegu tilfall- andi brotajárni í landinu. Áætlunin var fullunnin í júní 1971. Þar kom meðal annars eftirfarandi fram: t) Heildarfjárfestingarkostn. kr. 451 millj. (miðað við verð- lag 1.5. 1971). 2) Hlutafjárframlög kr. 118 millj. 3) Lánsfé með stuðningi hins opinbera kr. 333 millj. sem að verulegu leyti þyrfti að taka erlendis, með ríkisábyrgð. 4) Gert var ráð fyrir að rekst- ur fyrirtækisins gæti hafizt 1. 7. 1973, og yrði staðsett á svæði norðan Straumsvíkur, sam- kvæmt vilyrði Bæjarstjórnar Hafnarfj. En svæði þetta er einkar vel fallið með tillit til góðrar aðstöðu til orku- flutnings og greiðra samgangna frá sjó og landi. Vart er það óeðlilegt þótt þeir aðilar, sem nú höfðu sýnt þessu máli afgerandi stuðning með nokkurri fyrirhöfn og fjár- framlögum, teldu sig vera að flýta fyrir framgangi þess með umræddri áætlun, enda voru þá liðin 10 ár frá því málinu var fyrst hreyft. Þegar hér var komið sögu, mátti þvi ætla að hinir opinberu fyrirgreiðslu- aóilar viðkomandi rikisstjórna sýndu málinu aukinn stuðning. Er skemmst frá að segja að sú von hefur brugðizt til þessa, en þess i stað beitt hinni marg þekktu „tregðu“-aðferð hinna opinberu aðila með tilheyrandi málatilbúnaði. Menn leyfa sér þó enn að spyrja: Er þetta fyrirtæki of íslenzkt? Er ef.t.v. ekki nægi- legur „stóriðjusvipur“ á þvi? Er verið að ganga of nálægt þeim, sem eiga hagsmuna að gæta varðandi innflutning steypustyrktarjárns, og einnig þeim sem selja brotajárnið úr landi i verulegu magni, og fá það oft fyrir lítið sem ekki neitt. Þessu mætti svara með eftir- farandi: Sú ítarleg áætlun, sem nú liggur fyrir, sýnir aó fyrirtækið hugsast einvörðungu byggt upp og rekið með íslenzkum starfs- kröftum og í formi almennings- hlutafélags, notar innlenda orku, og nýtir innlent hráefni, það er því um al-islenzkt fyrir- tæki að ræða. Á mælikvarða okkar ís- lendinga mætti telja, að hér sé um stóriðju að ræða, þótt ekki þoli stærð þess samanburð við t.d. álverið eða fyrirhugaða málmblendiverksmiðju. Fyrir- tækið mundi veita nálægt 60 manns fasta vinnu, og orku- notkun þess gæti orðið um allt að 15000.000 kwst. á ári, sem kynni að verða að minnsta kosti að hluta til afgangsorka. Vonandi verður afstaða nú- verandi ríkisstjórnar til máls- ins jákvæð. Við íslendingar erum nú tæp- ast það þykkir í roðinu fjár- hagslega séð, að við getum ekki látið okkur muna um að spara 7—800 millj. kr. árl. í gjaldeyri með því að nýta sjálfir okkar Framhald af bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.