Morgunblaðið - 19.04.1975, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.04.1975, Qupperneq 18
 18 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1975 UMSJÓN: Bergljót Halldórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir, Lilja Ólafsdóttir. uTelur þú, að sérfélög karla og kvenna eigi réttásér?” Erlingur (ííslason Konur og karlar hafa sem betur fer kynferðisleg áhrif hvert á annað. En í hverri konu blundar nunna og i hverjum karli leynist munkur. Því er svar mitt — já. Enda þótt sumum reynist erfitt að finna munkinn og nunnan eigi það til að steinsofa. Erlingur Glslason. Indriði G. Þorsteinsson Samfélagið ætti að vera nóg- ur félagsskapur körlum og konum. En auðvitað felst í spurningunni grunur um að karlar og konur séu stríðandi kyn. Væru karlar kúgaðir al- mennt i launum, barneignum og öðru atlæti, myndu þeir ef- laust stofna félag, efna til hringborðsfundar, halda al- þjóðaþing og kynmálaráð- stefnu í Genf, þar sem vanda- málum yrði skipt snyrtilega niður á nefndir. Eflaust eiga valkyrjur samtímans eftir að gera eitthvað af þessu, þótt ekki væri til annars en borga fyrir að hafa ekki fengið kosn- ingarétt fyrr en það var orðið hlægilegt að hafa hann ekki, vera sjálfkjörnar til ræstinga og uppþvotta, og vera af nátt- úrunni skapaðar til að útvega heiminum fallbyssufóður. “a þrátt fyrir þetta getur samfélag karla og kvenna ekki verið tviskipt, ög ekki orðið að striðandi félagafylkingum. Samfélagið hlaut að gera kon- una jafna manninum, en ekki undirgefna samkvæmt trúar- setningum og frumstæðum lög- málum skógarins, auk þess höfund allrar syndar og óskír- lífis. Hafi kosningarétturinn komið of seint og sé önnur lejðrétting enn ekki fengin, gætu karlar svo sem stofnað félag. En þá í þeim einum til- gangi að loka öllum bókum og kveða niður allar kennisetn- ingar, sem enn halda við þeirri villutrú að konan sé annað en félagi mannsins, jöfn honum að virðingu, fremri honum að heilbrigði og þolgæði, og jafn rétthá á öllum sviðum, einnig þeim er taka til skúringafötu og uppþvottar, barnauppeldis og embætta. Slíkt félag karla kynni að geta bætt eitthvað fyrir hindurvitni og galdra- brennur liðins tíma. Við þurfum hvorki félag um karla né félag um konur. Konan hefur allan rétt, þótt hann sé misjafnlega efndur. Ofsafenginn áróður um rétt- leysi konunnar tryggir ekki efndir. Það gerir aðgeróarleys- ið ekki heldur. Stærstur hluti þess, sem færður er til rétt- indaleysis kvenna er hið sam- eiginlega ok beggja kynja. Þess vegna heyrir lausnin und- ir sameiginlega baráttu fyrir betra lifi, réttlátari sjónarmið- um og færri hindurvitnum. Þetta má ekki gleymast og heldur ekki hitt, að konur geta verið konum verstar, þegar fundahöldum sleppir. Indriði G. Þorsteinsson. Sólveig ólafsdóttir I þessu sambandi þykir mér rétt að skipta slíkum félögum i þrennt: 1. Félög, sem hafa menningar- og líknarmál á stefnuskrá sinni (kvenfélög og ýmsir ,,karlaklúbbar“). 2. Félög stjórnmálaflokka. 3. Stéttarfélög. 1. I sjálfu sér sé ég ekki nein augljós rök fyrir því að menn, sem vilja vinna að menningar- og Iiknarmálum, skiptist i fé- lög eftir kynjum. Hins vegar finnst mér það ekki skipta megin máli, þegar einhverjir einstaklingar ákveða að stofna félag til að vinna að ákveðnum málum eða málaflokkum, hvers kyns þeir eru. Það hefur sýnt sig, að mörg félög hafa unnið gífurlegt starf til hjálp- ar og aðstoðar á ýmsum sviðum þjóðlífsins, og tel ég ekki ástæðu til að amast við kyn- ferði félagsmanna. 2. Ég tel kvenfélög stjórn- málaflokka ekki eiga rétt á sér. Taki menn þá ákvörðun að starfa í stjórnmálaflokki, hljóta þeir að ætla að vinna að stefnumálum flokksins. Eg get því ómögulega fallist á, að slikt starf vinnist á nokkurn hátt betur með þvi gð skipta flokks- félögum eftir kynferði, nema síður sé. 3. Félög verkakvenna eru yngri en félög verkamanna og voru á sínum tima stofnuð af brýnni þörf. Þróunin hefur orðið sú, að víðs vegar i smærri byggðarlögum hafa verka- kvennafélög verið sameinuð verkamannafélögum og tel ég þá þróun mjög æskilega og vona að áður en langt um líður verði engin stéttarfélög til, sem ekki rúmi bæði kynin. Sólveig Olafsdóttir. Ásgeir Magnússon, frfmúrari, framk. BÚR. Já, ég tel það svo sjálfsagt og tvímælalaust eðlilegt, að um það þarf ekki að hafa mörg orð. Þessar tvær persónur: kona og karl, eru um margt lik, en einnig um margt ólik. Það er þvi eðlilegt að þau hasli sér völl á þeim sviðum, sem hvoru um sig hæfa best. Þótt á þessu hafi á sj'ðari tímum orðið nokkur breyting, og karlar farið inn á verksvið, sem áður voru talin kvenna einna, og öfugt, breytir það ekki þvi, að sérfélög kvenna og karla eiga rétt á sér, enda eru mörg mál þannig vaxin, að betra er að ræða þau opinskátt í slíkum sérfélögum en blönduðum félagsskap. Reynslan sýnir okkur einnig að svo sé, og minni ég þá t.d. á það mikla sjálfboóastarf, sem unnið hefur verið á undanförnum áratugum í kvenfélögunum á sviði mannúðar-, líknar- og uppeldismála. Sama er og að segja um þau félög, sem körl- um einum eru opin, og vinna að sama markmiði, en kannske með öðrum aðferðum. Þessi félög, og það eru lík- lega þau, sem fyrirspyrjandi á fyrst og fremst við, hafa að mínu mati einmitt náð þeim árangri, sem raun ber vitni, vegna þess að þau eru sérfélög kvenna og karla. Þau hafa átt fullkominn rétt á sér og munu einnig eiga það í framtíðinni. Asgeir Magnússon. Geirþrúður Bernhöft Ég tel, að sérfélög kvenna eigi sér fullan tilverurétt. Astæðan til þess er ef til vill fyrst og fremst sú, að konur virðast ennþá almennt fúsari til að vinna í sérfélögum kvenna en félögum, þar sem bæði eru karlar og konur. I sérfélögum taka konur virkan þátt i öllum umræðum og skipuleggja og framkvæma þauverkefni sem biðaúrlausn- ar hverju sinni, alveg óhik- andi. Enda hafa kvenfélög hér á landi unnið ómetanlegt starf í þágu fræðslu-, menningar- og mannúðarmála í fleiri tugi ára. Á meðan konur eru fúsari til að vinna í kvenfélögum en i sameiginlegum félögum karla og kvenna, — er augljóst, að kvenfélög eiga rétt á sér. Aftur á móti tel ég, að stofnun kvennadeilda eða kvenna- nefnda innan sameiginlegra félaga til þess að láta konurnar vinna að fjáröflun, — en ætla konunum siðan að afhenda karlmönnunum söfnunarféð til ráðstöfunar — verði óvin- sælli meðal kvenna með hverju ári. Með timanum tel ég þó, að þróunin hljóti að vera sú, að karlar og konur vinni meira saman að sameiginlegum áhugamálum sinum. En það bíður þess tima, að annars vegar konur hafi sigr- ast á minnimáttarkennd sinni og öðlast meira sjálfsöryggi bæði i hópi karla og kvenna og hins vegar, aó karlmennirnir hafi almennt sætt sig við að viðurkenna og umgangast kon- ur sem jafningja. Geirþrúður Hildur Bernhöft. Adda Bára Sigfúsdóttir Fólk skipar sér í félög til þess að vinna að sameigin- legum hagsmunum eða öðrum áhugamálum sínum og mér finnst óeðlilegt að fólk sem vill vinna að sama málefni fari að skipa sér í tvö félög eitt fyrir karla og annað fyrir konur. Slíkt fyrirkomulag stuðlar að því að viðhalda því ástandi sem nú ríkir, að karlar hafa nokkurn veginn fyrir sig eina þau félög sem eru mikils megandi og áhrifarík í þjóð- félaginu en kvenfólkið haldi sig í einskonar hjálparfélögum til hliðar. Það á ég ekki sist við félög stjórnmálaflokkanna og kvenfélög þeirra. Menn tala oft um að kvenfólk sé ófram- færið á fundum og kvenfélög því nauðsynleg sem eins konar þjálfunarstöðvar þangað til konur geti farið að láta til sín taka i sjálfum aðalfélögum karlmannanna. Mér finnst að þetta uppeldis- starf hafi staóið nægjanlega lengi án árangurs til þess að óhætt sé að fara að leggja það á hilluna. Þetta sjónarmið varð ofaná við stofnun Alþýðu- bandalagsins og þar starfar ekkert kvenfélag. Hitt er annað mál,að konur eru hópur þjóðfélagsþegna sem á margan hátt býr við erfiðari kjör en karlar og því er eðlilegt aó til séu félög sem'hafa það mark- mið að berjast fyrir rétti kvenna, og starfið i þeim félögum hlýtur framvegis sem hingað til að byggjast fyrst og fremst á konum en karlmenn eiga að sjálfsögðu að vera velkomnir í þau félög. Þannig hafa Rauðsokkar starfað frá upphafi og þannig starfar K.R.F.I. nú. Adda Bára Sigfúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.