Morgunblaðið - 19.04.1975, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRIL 1975
Piltur og stúlka e-
Og heldur en ekki, og nú erum við þegar hjá
tveimur, það er hvort sem þú vilt heldur hérna undir
skipsíðunni eða við búðargaflinn þarna; þó get ég
ekki ábyrgzt, að það sé ekki nein óværa í rekkju-
voðunum, af því hér koma svo margir.
Já, ekki ligg ég þar; en án gamans að tala, getum
við hvergi fengið aö liggja inni?
Ekki er það allra, en hitt er það, að ég á hér einn
kunningja, og þar skulum viö reyna fyrir okkur.
Sigurður átti kunnugt þar í húsi nokkru ekki langt
frá skytningi; þar átti heima íslenzkur maður, sem L.
hét og var eitthvað riðinn viö verzlunarstörf. Þang-
að fóru þeir Indriði og voru þar um nóttina. Ekki
voru húsakynni þar stór, og voru gestir látnir sofa í
sama herbergi sem þau sváfu í, hjónin, og sváfu þau í
rúmi, sem stóð nær gluggunum, en gestir báðir í
einu rúmi ekki langt frá dyrum. Um morguninn
vaknar Indriði snemma og lítur upp; sér hann þá, að
húsmóðir er staðin úr rekkju og situr naumlega
hálfklædd við gluggann, sem til strætis vissi, og
togaði með annarri hendinni sokkinn upp á hægra
fótinn, en með hinni hendinni lyftir hún upp glugga-
skýlunni og lítur út. Indriði vildi ekki, að konan yrði
vör við, að hann væri vaknaður, meðan hún klædd-
ist, og togaði hægt yfirsængina upp yfir höfuðið á
sér; en í sama bili æpir húsfreyja upp yfir sig
ámótlega og svo hátt, að nötraði i hverjum rafti, sem
var í húsinu. Sigurður svaf fast og vaknaði ekki, en
Indriða þótti bezt ráð að bæla sig betur I fötunum, því
HÖGNI HREKKVÍ3I
Varðandi 20.000 króna bótatjónið af völdum
Högna?
hann hugsaði hálfvegis, að sú væri orsökin, að konan
mundi hafa orðið vör við, að hann leit upp.
Bóndi húsfreyju lá allsber í rúminu og var ekki
farinn að hreyfa sér, en vaknaði nú við skrækinn og
hrökk með andfælum fram á stokk, en rankaði þó
bráðum við sér og gaut augunum á konu sína og
mælti:
Guð náði þig kona! Hvað gengur að þér?
Húsfreyja varpaði mæðilega öndinni og sagði:
Söde L.! Vil du bare se, vilt þú bara sjá!
Hvað á ég að sjá?
Hvorledes det styrter ned, hvernig það sturtar
niður.
Guði almáttugum sé lof og dýrð fyrir það! sagði
bóndi og fór að hnyssa aftur að sér rúmfötunum, sem
hann í fáti hafði kastað ofan af sér, þegar hann tók
viðbragðið, en við þau orð, sem honum urðu síðast af
munni, brá húsmóðursvo, að hún æþir í annað sinn:
Ih! Þú frelsins guð! Tal dog kristelig, menneske!
Talaðu þó kristilega,maður! — Þannig mælti hún og
lyfti um leið augun tárvotum upp í loftið, rétt eins og
hún vænti þess, að guðs réttlætandi reiði mundi þá
Undrahesturinn Skjóni
Hann var skjóttur líka. Þessi og svo líkur Skjóna, að
erfitt var að þekkja þá sundur.
Piltur settist svo á bak skjótta hestinum, sem hann
hafði náð og reið aftur heim í konungsgarð, en
Skjóni hljóp laus með honum. Þegar hann kom að
höllinni, stóð konungur úti.
„Geturóu sagt mér hvorn hestinn ég átti áður og
hvorn ég kem nú með í fyrsta skipti?“ sagði piltur.
„Getirðu það ekki, þá sýndist mér dóttir þín helst
ætti að verða konan mín fljótlega.
Konungurinn fór og leit á báða hestana og athug-
aði þá gaumgæfilega svo langt sem hann náði, en
ekki var nokkurn minnsta mun að sjá á klárunum.
„Nei,“ sagði kóngur, „það get ég ekki sagt þér, og
fyrstu þú hefir nú útvegað dóttur minni svona
myndarlegan brúðarhest, þá skaltu fá hana fyrir
konu. En eitt veróum við að reyna fyrst; og það er nú
svona: Nú skal hún fyrst fela sig tvisvar og svo skalt
þú fela þig tvisvar og ef þú getur fundið hana, þegar
hún felur sig, en hún þig ekki, þegar þú felur þig, þá
skaltu fá hana fyrir konu.“
„Ekkert var nú um þetta samið,“ sagði piltur, „en
maður verður víst að reyna, úr því þetta á svona að
vera,“ og svo átti konungsdóttir að fela sig fyrst.
Gerði konungsdóttir sig þá að önd og fór að synda á
tjörninni rétt hjá höllinni. En piltur fór bara út í
hesthúsið og spurði Skjóna hvað hún hefði gert af
sér. „Æ, taktu bara byssuna þína, farðu niður að
tjörninni og miðaðu á þenan andarræfil, sem er þar á
sundi,“ sagði Skjóni, „þá finnurðu kóngsdóttur
fljótt.“
Piltur sótti byssuna og hljóp niður að tjörninni.
mcötnorgunhofíínu
Storken
landede
i Island
Kunnasti fuglateikn-
ari Dana, Falke Bang,
sem teiknar fyrir stór-
blaðið Berlingske
Tidende, segir frá komu
storksins hingað til
lands hinn 11. þessa
mánaðar og lætur hann
teikningu fylgja af
storkinum í hinu ís-
lenzka umhverfi. — Við
látum klausuna og teikn-
inguna fylgja hér.
Kennari einn í Bret-
landi var fyrir skömmu
dæmdur til sjö ára
fangelsisvistar, en hann
hafði ráðist á 14 ára
gamlan nemanda sinn,
sem kært hafði hann fyr-
ir skólastjórninni, en
skóli þessi er fyrir
fatlaða unglinga. Hafði
kennarinn notað barefli
er hann lamdi drenginn
með og þurftu læknar að
taka hvorki meira né
minna en 120 spor í
höfuð drengsins vegna
áverka er hann hlaut af
barsmíðinni.
Mamma! Sjáðu hérna.
Ég bjó til fuglahús eins
og sýnt var í sjónvarp-
inu í gær.