Morgunblaðið - 19.04.1975, Side 29

Morgunblaðið - 19.04.1975, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, UAUGARDAGUR 19. APRlL 1975 29 37 hafið náttúrulega séð uppruna- legu verkin? — Eiginkona mín hefur ómæld- an áhuga á sögu, sérstaklega sögu Egyptalands, skaut ofurstinn inn i og brosti út i annað munnvikið. — Þér mynduð veita henni mikla gleði, prófessor, ef þér segðuð henni undan og ofan af þvi starfi sem þér eruð að vinna þegar þér dveljið i Egyptalandi. Ef það er eitthvað sem þarf ekki að hvetja föður minn til er það að tala um starf sitt. Og í þessari miðaldra smábæjarfrú nieð bláu sakleysislegu augun hafði hann fundið áfjáðari hlust- anda en nokkru sinni hjá stúdent- um sínum í Uppsölum og áður en tíu mínútur voru liðnar voru þau Margit bæði alsæl. Þau byrjuðu á súlunum og obeliskunum i Karnak og síðan var áfram haldið, svo að ég hef ekki i annan tíma séð föður minn segja fjálglegar frá ... og ég verð að játa að ég gafst algerlega upp á því að fylgjast með. Einar og Wilhelm Holt höfðu fært sig yrir í annað horn á ' stofunni og þar ræ^du þeir ákaf- lega óspennandi mál — starfsemi skotfélagsins á staðnum og því næst um tímarit sem gefið er út af hernum og ofurstinn var að skrifa greinaflokk i timáritið um ýmsar gerðir vopnabúnaðar. Ég sat og horfði áhugalaus á gamlar fjöl- skyldumyndir. .. svo gekk ég út úr stofunni og inn i bóka- herbergið. En ég efast um að nokkur hafi tekið eftir því. Ég sá Agnetu bregða fyrir frammi i ganginum og þar sem mér fannst nú kominn timi til að hún hætti að snúast með kaffi og gosdrykki og ávexti stakk ég upp á því við hana að við gengjum út í garðinn. Hún leit hikandi i áttina að dagstofudyrunum. — Ég veit ekki nema það sé eitthvað sem mamma vill að ég geri.... — Mamma þín er sem stendur stödd i Dal konunganna eða á einhverjum viðlíka stað. Hún hef- ur engan tima til að gefa fyrir- skipanir. Komdu nú með mér! Við gengum út undir linditren og ég hef aldrei á ævinni átt eins erfitt með að halda uppi samræðum við nokkra manneskju. Ég fékk þó togað upp úr henni, að hún hefði verið fimm ár í barnaskóla. Þegar foreldrar hennar fluttust að Skógum virtist ekki annað koma til greina en hún hætti i skólanum og flytti þangað með þeim. Og ég hugsaði með mér að ef hún hefði hegðað sér þannig i skólanum sem hún gerði nú — að svara aldrei nema eins atkvæðis orði, þá væri nánast kraftaverk að hún skyldi komast i gegnum fimm bekki barnaskóla. — Og hvernig kanntu við þig hér? Finnst þér ekki dálítið einmana- legt hérna? — Jú — kannski. En ég hef mikið að gera. Ég leit á vinnulúnar hendur hennar og minntist þess hvernig Margit Holt ráskaði með hana og ég efaðist ekki um að hún hefði lög að mæla. — Nú, en þú hefur nú mömmu þína, sagði ég vinalega. Agneta kinkaði kolli og virtist einlægnin uppmáluð, þegar hún sagði: — Það er ekkert nýtt að frétta af.. . Lou? — Nei. Lögreglustjórinn er að vísu búinn að koma aftur og tala við mig, en hann harðneitaði að ræða handtökuna. — Hvað þá? Var Löving hjá þér? Ofurstinn hrukkaði ennið og var illúðlegur á svip. — Hvað vildi hann? — Hann spurði mig spjörunum úr. Hvenær ég væri fædd, skírð, bólusett og fermd, hvað ég græddi mikla peninga, hvers vegna ég hefði aldrei gift mig og hvaða skoðun ég hefði á vinum mínum og nágrönnum. .. Ofurstinn fnæsti fyrirlitlega og mig langaði að fara að dæmi hans. En Elisabet bætti við með sinni lágu en stillilegu röddu: — Ég svaraði náttúrlega eftir beztu getu. .. ef það gæti orðið Lou til einhverrar hjálpar. Við gengum heim að Arbökkum og Einar ásakaði mig fyrir að vera bæði önug og ókurteis. Þegar Hulda tilkynnti okkur í sömu andrá að gestur kæmi til kvöld- verðar, fullvissaði ég eiginmann minn um það í snatri að ég skyldi verða enn ókurteisari og önugri, ef það kæmi í ljós að það væri iögreglustjórinn. — Vertu nú ekki ósanngjörn, Puck, sagði Einar og var hneykslaður á mér og með oró hans í eyrum mínum gekk ég út á veröndina. Og á þeirri stundu hvarf mitt fúla skap eins og dögg fyrir sólu. Því að á miðri grasflötinni stóó maður með hátt enni og dökkblá augu og reykti pípu sina hugsandi og þegar ég hrópaði upp yfir mig af fögnuði greip hann utan um mig og kyssti mig hjartanlega á kinnina. Einar tók undir fagnaðaróp min. Það var aðeins faðir minn sem var hlédrægari i viðmóti. Christer Wijk og hann höfðu að- eins hitzt í örfá skipti og síðast i brúkaupi minu og Einars, en þeim hafði engan veginn tekizt að kynnast, enda hafði faðir minn fyrirfram mótaðar skoðanir á iög- reglumönnum. Hann viðurkenndi þetta fúslega sjálfur. En eins og staðan var i dag gat ekkert dregið úr fögnuði mínum að sjá óvænt þennan góða vin okkar. — Æ, Christer, sagði ég og and- varpaði af gleði. — Mikið lifandis skelfing er ég fegin að þú komst. Hér er allt svo flókið og vonlaust. En nú gengur þú i málið og sérð um að þeir láti Lou lausa og að réttur morðingi verði tekinn, svo að við þurfum ekki að lifa i þess- ari óbærilegu spennu öllu lengur... Christer teygði makindalega úr sér i stól á veröndinni og brosti dauflega en þó stríðnislega: — Ég er djúpt snortinn af þeirri miklu trú sem þú hefur á hæfileikum mínum, en ég veró því miður að valda þér vonbrigð- um. Sjáðu til, i þetta skipti ætla ég ekki á morðingjaveiðar... Hann bandaði frá sér með píp- unni og hélt áfram, áður en ég gat skotið inn orði: — Það er ýmislegt sem ég verð að biðja ykkur að hafa hugfast. Fyrst og fremst þetta: ég starfa við morðdeildina i Stokkhólmi, en viðkomandi mál er i höndum lögreglunnar i Örebro. I öðru lagi er ég í frii... og ég hef hugsað mér að nota þetta fri enda er ég Tímarnir breytast, maður minn, nú rífa gestirnir kjaft þegar ég skamma þá. VELVAKAIVIDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 10.30 — 11.30, frá mánudegi ^til föstudags. 0 Lokastef við barnalag Sigrfður Magnúsdóttir, Kársnesbraut 22, Kópavogi, skrifar: „Get ekki fundið hjá mér orða- lag, sem bendir til að ég sé að verja Hljómsveit Ölafs Gauks gegn árásuin, enn síður að ég sé móðguð. Lítið má nú í þessu þjóð- félagi, ef ekki má skrifa gagnrýni og svör, án þess að það teljist til árása eða inóðgana. Ég er sam- mála Guðriði Gísladóttur uin allt, sein hún skrifar í blaðið 17. apríl, nema það, sem að mér snýr. Beztu kveðjur. Sigríður Magnúsdóttir." % Hitaveita í nágrannabyggðir Reykjavíkur Theódóra Sigurjónsdóttir hringdi og kvaðst vera inótfallin því að Reykvikingar væru látnir bera kostnað af hitaveitu annarra byggðarlaga. Hún sagði, að auð- vitað þyrfti að greiða kostnað við þessar framkvæmdir sem aðrar, en sér þætti ósanngjarnt að taka hann úr vasa Reykvíkinga. # Skeytin ganga landshorna á milli Fyrir stuttu birtum við kviðling Guðríðar B. Helgadóttur í Húna- þingi til Herdísar Hermóðsdóttur á Eskifirði. Þess var ekki að vænta, að Herdis léti eiga hjá sér, og hér eru tvær vísur hennar til Guðriðar: „Við Guðriði ég gerist kvitt. Gott má lofið þykja mitt. Enga hef ég áður hitt svo ánægða með pundið sitt. Sig í ættir Sölva sver. Séð það getur einn og hver. Gáfnafarið afbragð er að eigin inati. • Kveð svo hér. Herdís Hermóðsdóttir. Velvakandi leggur til að penna- vinir hans geri meira af því að senda orðsendingar í bundnu máli. Þetta er rainmíslenzkur sið- ur (og þar af leiðandi auðvitað til fyrirmyndar), en því miður er nú minna um þetta en áður fyrr. Hér er þó að sjálfsögðu ekki verið að bjóða upp á birtingu á hvaða leir- burði sem er, heldur verður skil- yrðið að vera það, að visurnar séu rétt kveðnar og einhvers virði. # Friðarviljinn Húsmóðir skrifar: „Ég les hér i blaði, sein er ekki gefið út af kommúnistaflokknum, hin fjálglegustu skrif um þennan mikla friðarvilja Rússa. Öllu má nú nafn gefa. Ekki einu sinni Willy Brandt kom auga á hann. Hins vegar gæt- ir alls staðar i heiminutn ásælni Rússa. Löngu eftir að Japanir voru búnir að fá Okinawa frá Bandaríkjainönnuin, þá fór sjálf- ur forsætisráðherra Japans til Rússlands til að fá aftur Kúrileyj- ar frá þeim, en fékk auðvitað blá- kalt nei. Japanir áttu þó sannar- lega hönk upp í bakið á Rússum, því að þeir notuðu sér striðið til að taka stórar sneiðar af Kína, og Kúrileyjar í ofanálag. Allir þekkja hvernig Rússar nota sér löndin, sein svikin voru í hendur kommúnismanum. Þar haga Rússar sér eins og selstöðu- kaupmenn forðum. Þeir stjórna alveg út- og innflutningsverzlun- inni og nota líka þessi lönd á vixl til þess að kúga þjóðirnar, sein eru i Varsjárbandalaginu. Við ís- lendingar þekkjuin aftur á móti Atlantshafsbandalagið, þar sem allar þjóðirnar eru frjálsar. Friðarvilji Rússa er kannski fólg- inn í því að láta rússneskan al- tnenning sjá fáinennustu skæru- liðahópum hvar sem er fyrir næg- um vopnuin, Rússnesk vopn eru smiðuð til manndrápa, ekkert sið- ur en önnur vopn, ekki satt? Verst af öllu er þó það, að Rúss- ar skirrast ekki við að beita sjálf- stæðar þjóðir þrýstingi hvar sem er. Almenihgur á íslandi virðist fylgjast miklu betur með friðar- vilja Rússa en sumir blaðamenn, sem betur fer. Húsmóðir" # Reykingavarnir Maður, sein kallar sig „fórnar- lamb likkistunaglanna" skrifar: „Ágæti Velvakandi. „Uin þessar mundir fer fram inikil herferð gegn tóbaks- reykingum, og nú er svo koinið, að maður þorir varla að opna fyrir útvarpið, því að þá er eins vist að yfir inann dynji hinn ægilegasti reiðilestur þeirra, sem að herferð- inni standa. Að loknum lestrinum er það svo á minu heimili — við reykjutn bæðí hjónin — að börnin líta á okkur ásökunar- og vor kunnaraugum, setn eru sterkari en nokkur orð. Ég verð nú að játa það, að þessi herferð fer óskaplega i taugarnai á inér. Mér finnst nú ekki of mik ið þó inaður megi láta þessa ómerkilegu nautn eftir sér í friði. Hitt er svo aftur annað mál, að inér er fullljóst, að reykingar eru ósiður og ég vona að krakkarnir minir eigi eftir að bera gæfu til að detta ekki i sömu súpuna og við foreldrar þeirra. Þess vegná finnst inér rétt að láta það koma fram, að þessi her- ferð er áreiðanlega gagnleg, þótt ég dragi 1 efa, að þeir reykinga- menn séu mjög margir, sem láta skipast við hana. Það eru þeir sem enn hafa ekki byrjað að reykja, sem hafa gott af þessuin uinvöndunuin, og við reykinga- sóðarnir verðuin bara að þola þennan pirring tneð þolinmæði sakborningsins." — Mynt Framhald af bls. 12 falur fyrir 100 sterlingspund. Spink kaupir einnig og selur austurlenzka listmuni, enskar teikningar og málverk, enskt silfur, ensk húsgögn og margt, margt fleira. Reyndar minnir mig að geirfuglinn okkar hafi verið keyptur þar, um árið, og væri það sannarlega ekkert óeðlilegt, því eins og fram hefir komið hér að ofan, er þarna höndlað með hina óllklegustu hluti. Þarna er margt starfs- fólk, mjög mikið af ungu fólki, og þarna eru einhverjir færustu sérfræðingar, sem völ er á I heiminum, til að fjalla um þau verkefni, sem firmað tekur að sér. Það er hægt að vera þar tímunum saman og fræðast, það er oftast hægt að gera hjá þeim góð kaup, en 50 kallinn frá 1973 höfðu þeir, því miður, ekki til sölu. SUMARBÚSTAÐA- EIGENDUR OG AÐRIR SEM ÆTLA AÐ FÁ ÞENNAN VINSÆLA OLÍUOFN AFGREIDDAN FYRIR SUMARIÐ. VINSAM- LEGAST PANTIÐ SEM FYRST ÞAR SEM MARGIR ERU Á BIÐ- LISTA. Rafborg RAUÐARÁRSTÍG 1. Sími11141. s Hl Electrolux Frystikista 310 Itr. ¥ Electrolux Frystikista TC114 310 lítra Frystigeta 21,5 kg á dag. Sjálfvirkur hita- stillir (Termostat). Öryggisljós. Ein karfa. Útbúnaður til að fjar- lægja vatn úr frystihólfinu. Seg- ullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.