Morgunblaðið - 15.06.1975, Page 1

Morgunblaðið - 15.06.1975, Page 1
44 SlÐUR 133. tbl. 62. árg. Hrvllings- morð í Angóla Lissahon 14. júní — Heuter ANGÓLSKUR leiðtogi hefur ásakað eina af frelsishreyfingum landsins um að hafa myrt 45 borgara í Luanda, með því að skera af þeim útlimi og kynfæri. Dr. Hendrik Vaal Neto, leiðtogi FNLA, einnar þriggja hreyfinga, sem barizt hafa fyrir sjálf- stæði Angóla sagði á blaða- mannafundi i gær að hópur vopnaðra manna, undir vernd „hreyfingar, sem telur sig eiga stuðning þjóðarinnar“, hafi framið morðin. Átti hann hér við frelsishreyfingu marxista, MPLA. Fórnarlömbin 45 höfðu leitað skjóls i skrifstofum þriðju frelsishreyfingar- innar, UNITA, fyrr í þess- um mánuði en „voru drepin á hinn hryllilegasta hátt“, sagði dr. Neto. Norðmenn vilja ekki ein- hliða útfærslu Osló 14. júni — NTB ÞEIR Norðmcnn, sem vilja ein- hliða útfearslu norsku fiskveiði- lögsögunnar eru í aigjörum minnihluta, samkva>mt Gallup- skoðanakönnun, sem gerð var fyrir Aftenposten. Sýnir könnun- in, að aðeins 11% þjúðarinnar eru hlynnt einhliða útfærslu f 50 sjó- mflur en 8% f 200 sjómílur. Eins og búast mátti við eru fylgismenn útfærslu flestir i Þrændalögum, en þar á einhliða útfærsla fylgi 15% íbúanna. 36% Norðmanna vilja að samið verði við aðrar þjóðir um 50 mílna lögsögu 32% um 200 mílur og 11% vilja halda 12 mílunum óbreyttum. SUNNUDAGUR 15. JUNl 1975 Prentsmiðja Morgunbiaðsins. __________________ Ljósmynd: Snorri Snorrason. FÆREYJAR — eða hluti þeirra. Myndin er tekin úr lofti og sýnir vel hinn tignarlega eyjaklasa. 'litstjóri lézt í sprengingu París 14. júní — Reuter. MIKLAR deilur, sem ógnað hafa allri blaðaútgáfu f París, blossuðu af auknum krafti upp f gær þegar sprengja varð >ekktum blaðamanni að bana og önnur sprakk við heimili verkalýðsleiðtoga. Bernard Cabanes, aðalritstjóri frönsku fréttastofunnar AFP, lézt af sárum sem hann hlaut þegar sprengja sprakk f fbúð hans f úthverfi Parfsar. Um sama leyti sprakk önnur sprengja á heimili aðalritara verkalýðs- samtaka, sem lent hefur saman við félag prentara, sem stjórnað er af kommúnistum. Hann slapp ómeiddur. Lögreglan álftur að Cabanes hafi orðið fórnarlamb mistaka. Sprengjan hafi verið ætluð al- nafna hans, sem er ritstjóri dagblaðsins Le Parisien Libre, sem nú á í verkfalli. Símahlerun í V-Þgzkalandi Bonn 14. júni £ Reuter. OPINBER rannsókn hefst f dag á hugsanlegri hlerun á sfmtali tveggja leiðtoga stjórnarandstöðuflokksins. Kristilegra demókrata. Símtalið átti sér stað i október sl. á milli formanns flokksins, Helmut Kohl, og aðalritarans, prófessors Kurt'Biedenkopf. Eftirrit af samtalinu var sent í pósti til vikublaðsins Stern, sem ætlar að birta texta þess í næstu viku. Vietnamar köst- uðu sprengjum Washington 14. júní — Reuter. VIETNAMSKAR hersveitir hafa lagt undir sig eyjaklasa f grennd við þann stað þar sem Kambódíumenn tóku banda- ríska flutningaskipið Mayag- uez fyrir mánuði, að sögn bandarfskra embættismanna. Er einnig álitið að Vietnamar hafi varpað sprengjum á svæði meðfram landamærum Vietnam og Kambódíu, en þar hafa þeir átt i auknum bardögum við her- menn Rauðu Khmeranna. Við cyjarnar, sem eru 10 og eru vart annað en sker f Thailandsflóa. er talið að olfu sé að finna undir sjávarbotni, og að hún sé undirrót hernámsins. Óvæntur fundur með Kissinger Washington 14. júni — Reuter. FORSÆTISRÁÐHERRA Israels, Yitzhak Rabin, fór í gær til New York eftir þriggja daga viðræður við Ford og Kissinger i Washington. Hafa viðræðurnar aukið á bjartsýni manna um að samkomulag náist í Mið-austurlöndum. Rabin átti óvæntan fund með dr. Kissinger stuttu fyrir brottför sína. Engin yfirlýsing var gefin að þeim fundi lokn- um, en dr. Kissinger sagði að viðræðurnar hefðu „fært okk- ur nær nýrri þróun mála í Mið- austurlöndum." Tilraun norska fjölskylduráðsins: Samskipti irman fjölskyldnanna bötnuðu er hjónin skiptu með sér vinnudeginum NORSKA fjöiskylduráðið hefur frá því árið 1969 staðið fyrir tilraun f samvinnu við sextán fjölskyldur, í öllum til- fellum hjón með börn, sem byggist á þvf, að foreldrarnir hafa unnið úti til skiptis, hluta úr degi hvort hjónanna um sig, og sinnt búi og börnum til skiptis, meðan hitt var úti að vinna. Fyrsta skýrslan um þessa tilraun hefur nú verið birt og kemur þar fram, að þetta fyrirkomulag reyndist yfirleitt mjög til bóta bæði fyrir foreldra og börn. Samkvæmt skýrslunni töldu flest hjónanna, sem þátt tóku i tilrauninni, að þau hefðu öðlazt betri skilning en áður á aðstæð- um og þöríum hvort annars. Eingöngu í hjónaböndum, þar sem samband hjónanna hafði verið mjög slæmt, áður en til- raunin hófst, varð enginn bati við tilraunina. Hjá flestum hjónanna batnaði einnig veru- lega sambandið miili foreldra og barna. Allar fjölskyldurnar komust að þeirri niðurstöðu, að þegar á málið væri litið í heild, hefði það ekki valdið teljandi vand- ræðum i starfi að vinna ein- ungis hluta úr degi. Og flestar fjölskyldurnar voru ánægðar með hvernig verkaskiptingin varð heima fyrir. Tilraunin leiddi ennfremur i ljós, að sú staðhæfing, að eiginmaður gæti Framhald á bls. 24 A"""/a' Fulltrúar frelsissamtak- anna þ*iggja hefja fund 1 dag Luanda 14. júní Reuter FULLTRUAR frá þeim þremur frelsishrcyfingunum í Angola, sem hvað ákafast hafa barizt um völdin í landinu, munu hittast f Nairohi f Kenýa f dag til við- ræðna sem miða að þvf að binda enda á hinn langvinna ófrið f landinu, sem hefur nánast fært landið á barm ringulreiðar og istjórnleysis. Mannvig og óeirðir hafa verið meiri i Luanda og fleiri borgum og bæjum i landinu nú upp á síðkastið en meðan nýlendustríð- ið geisaði, en það var til lykta leitt fyrir ári, eftir byltinguna í Portú- gal. Fyrir ári var efnahagur i land- inu blómlegri en i flestum öðrum Afríkuríkjum, en síðan hefur alger stöðnun og kyrrstaða orðið á öllum sviðum framleiðslu og efna- hagslifs vegna innbyrðis tog- streitu og átaka frelsissamtak- anna þriggja. Verkföll og skemmdarstarfsemi hafa leitt til alvarlegs vöruskorts í landinu og sakir þess að spjöll hafa verið unnin á vegum og sam- göngutækjum hefur gengið erfið- lega að koma hráefni til iðnaðar- ips i landinu, svo og vörum og varningi frá Angola. Þá hefur gripið um sig mikið vonleysi og vantrú á framtíðinni en um það leyti sem sjálfstæðis- samkomulagið var gert i janúar sl. rikti mikil bjartsýni bæði meðal svartra manna og hvítra um að framundan væru fagrir framfaradagar og sérstaklega voru bundnar vonir við fram- þróun í landbúnaði, en Angola er ákaflega hagstætt landbúnaðar- land. Samkomuíagið gerði ráð fyrir að formlegu sjálfstæði yrði Iýst Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.