Morgunblaðið - 15.06.1975, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNl 1975
3
Sigrfður Ólafsdóttir og Sigurður Guðmundsson. Myndin er tekin við
heimili þeirra á Selfossi fyrir fáum árum.
Þau hafa verið
70 ár í hjúskap
Sennilega eru það ekki mörg
hjón hér á landi, sem verið
hafa f hjónabandi f 70 ár. En á
morgun, mánudaginn 16. júnf,
eiga 70 ára brúðkaupsafmæli
hjónin Sigrfður Ólafsdóttir og
Sigurður Guðmundsson fyrrum
bankaritari á Selfossi. Á þess-
um langa hjúskaparferli hafa
þau hjón eignazt samtals 68 af-
komendur, sem allir eru á lífi.
Sigurður Guðmundsson var
kaupmaður á Eyrarbakka fyrr
á öldinni og hafði einnig með
höndum sparisjóð, er þar var
starfræktur. Fyrir um það bil
30 árum fluttust þau hjónin að
Selfossi og starfaði Sigurður
þar f útibúi Landsbankans.
Hann er fæddur á Eyrarbakka
26. nóvember 1878, sonur Guð-
mundar Guðmundssonar
bókara, sem kallaður var.
Sigurður er þvf á 97. aldursári.
Sigríður kona hans fæddist á
Eyrarbakka 5. marz 1886 og er
þvf 89 ára að aldri. Faðir henn-
ar var Ólafur Bjarnason tré-
smiður. Þau gengu sfðan f
hjónaband 16. júní 1905.
Þau hjónin hafa eignazt 10
börn. Barnabörnin eru 30' og
barnabarnabörnin 28. Alls hafa
þau þvf eignazt 68 afkomendur,
sem allir eru á lffi.
Góð nýting hótelanna
— en lítið að gera þessa daganna
TILTÖLULEGA mjög lítið er að
gera á hótelum borgarinnar þessa
dagana, vegna mikilla afpantana
er komu f kjölfar verkfallsboð-
ana. Hins vegar mun væntanlega
verða góð nýting á hótelunum út
júlí og ágúst. Sá órói sem verið
hefur á vinnumarkaðnum að und-
anförnu getur hinsvegar haft
margvfslegar afleiðingar f för
með sér fyrir hótelin eins og t.d. í
sambandi við ráðstefnuhald á
næstu árum, þar sem ráðstefnur
eru yfirleitt skipulagðar með
2—4 ára fyrirvara.
Erling Aspelund hótelstjóri á
Loftleiðum sagði i viðtali við
Morgunblaðið í gær, að rekstur
hótelsins hefði dottið niður sfð-
ustu vikurnar vegna fyrirhugaðra
verkfalla. Nýting á hótelinu hefði
litið vel út, en júni alveg dottið
niður vegna ástandsins hél-.
Svona nokkuð kæmi harðast á
ráðstefnum og t.d. hefði verið
ákveðið að hætta við ráðstefnu á
hótelinu, sem ákveðin hefði verið
1969. Erlendis væri farið að huga
að ráðstefnum fyrir árin
1976—79, en þar væru menn
hræddir við óróann á vinnumark-
aðnum á Islandi, þyrðu þvf ekki
að ákveða ráðstefnur þar. — Já,
þetta getur haft áhrif allt fram til
1980, sagði Erling.
Konráð Guðmundsson hótel-
Saksóknari krefst niðurrifs
bílskúrsins við Gnitanes
GEFIN hefur verið út ákæra á
hendur eiganda hússins nr. 10 við
Gnitanes f Reykjavík til þess að
brjóta niður bflskúr, sem stendur
við húsið. Skv. upplýsingum Har-
alds Henryssonar, sakadómara,
kemur fram í ákæruskjali, að
bygging bflskúrsins brýtur að
mati rikissaksóknara f fjórum
atriðum gegn byggingarsamþykkt
Reykjavfkur og skipulagslögum.
I ákærunni, sem birt var húseig-
anda sl. þriðjudag, er krafizt
niðurrifs bflskúrsins en ekki refs-
ingar. Atvik þessa máls eru þau,
að byggingarnefnd Reykjavfkur
veitti leyfi til byggingar hússins
nr. 10 við Gnitanes 14. maí 1970.
Akvörðun byggingarnefndar var
samþykkt í borgarstjórn 21. maf
sama ár. Síðla árs 1970 hófu eig-
endur hússins nr. 8 við Gnitanes,
Þóra Árnadóttir og dr. Bjarni
Jónsson, upp mótmæli gegn bygg-
ingu bflskúrs við húsið nr. 10 og
munu þau hafa annazt allan mála-
rekstur sjálf f máli þessu. Eftir
viðræður og bréfaskipti milli
þeirra og borgaryfirvalda var
þeim tilkynnt í nóvember 1971,
að ákvörðun byggingarnefndar
yrði ekki breytt.
Eigendur hússins nr. 8 skutu
þessari ákvörðun borgaryfirvalda
til úrskurðar félagsmálaráðu-
neytisins. Ráðuneytið kvað upp
úrskurð í málinu 16. ágúst 1972 og
felldi með honum úr gildi leyfi
byggingarnefndar að því er varð-
aði byggingu bíiskúrsins við
Gnitanes nr. 10. 1 úrskurði félags-
málaráðuneytisins var kveðið á
um, að tilskildum breytingum
framundan
stjóri á Sögu sagði þegar Morgun-
blaðið ræddi við hann, að mikil
lægð væri í rekstrinum þessa dag-
ana, t.d. hefði hópur sem pantað
hefði átt pláss á hótelinu í gær,
flogið áfram án viðkomu og mætti
segja að töluverðar afpantanir
væru allt fram til 25. júnf, en eftir
það væri allt með felldu, og
bókanir f júli og ágúst væru svip-
aðar og í fyrra. Þá sagði hann að
útlitið í haust væri svipað og áður.
Björn Vilmundarson forstjóri
Ferðaskrifstofu ríkisins sagði, að
aðalbókanir á Edduhótelin væru i
hópferðum og bókanir væru
heldur fleiri en í fyrra. Annað-
hvort væri fólk heldur fyrr á ferð,
eða þá að áhugi á íslandsferðum
væri núna meiri. Þátttakendur í
Framhald á bls. 24
skyldi lokið innan 6 mánaða frá
uppkvaðningu úrskurðarins.
Með bréfi félagsmálaráðu-
neytisins dags. 16. júlí 1973 er
málið sent til Sakadóms Reykja-
vikur og óskað eftir að hann sjáí
svo um, að úrskurði félagsmála-
ráðuneytisins verði framfylgt, þar
eð byggingarnefnd Reykjavíkur
hafi ekkert aðhafzt í þvi efni.
Sakadómur Reykjavikur sendi
málið til umsagnar ríkissaksókn-
ara. Með bréfi dags. 8. mai 1974
óskaði ríkissaksóknari síðan eftir
því, að Sakadómur Reykjavíkur
léti fram fara dómsrannsókn, þar
sem kannað yrði, hvort brotið
hefði verið gegn byggingarsam-
Oswald Dreycr-Eimbckc*.
ÞESS VERÐUR MINNZT 1 Ham-
borg á þessu ári, að 500 ár eru nú
liðin frá því að fyrsta Islandsfarið
lagði af stað þaðan. Formaður Is-
landsvinafélagsins í Hamborg,
Oswald Dreyer-Eimbeke, sem
einnig er ræðismaður Islands í
borginni, er væntanlegur hingað
til Reykjavíkur um þessa helgi og
ætlar að flýtja á vegum félagsins
Germaniu erindi í Norræna hús-
inu um samskipti Þýzkalands og
Islands.
Erindið verður flutt annað
kvöld (mánudag) og hefst kl.
Messur
VEGNA mistaka féllu messu-
tilkynningar niður f blaóinu f
gær og er beðizt afsökunar á
þvf. Þær eru á bls. 33 f blaðinu
f dag.
þykkt Reykjavíkur og skipulags-
lögum. Þessi dómsrannsókn fór
fram síðla árs 1974, en að henni
lokinni voru niðurstöðurnar send-
ar ríkissaksóknara.
Rikissaksóknari hefur nú gefið
út ákæru á hendur eiganda húss-
ins nr. 10 við Gnitanes til að sæta
brottnámi bílskúrsins, en til vara,
að honum verði breytt í löglegt
horf. I ákæruskjalinu segir, að
flatarmál bilskúrsins sé 32,80 fm
og lofthæð sé 2,70 m. Brjóti hvort
tveggja i bága við byggingarsam-
þykkt, þar sem flatarmál bílskúrs
er takmarkað við 30 fm og loft-
hæð við 2,50 m. 1 öðru
lagi segir, að bílskúrinn nái
2,50 fm lengra tii vesturs en
byggingarreitur hans sé mark-
aður á skipulagsuppdrætti.
í þriðja lagi segir, að bíl-
skúrinn sé aðskilinn frá íbúð-
arhúsinu með 2,40 m breið-
um gangi, er brjóti í bága við
skilmála á skipulagsuppdrætti af
þessu svæði. 1 fjórða lagi er tekið
fram að bílskúrinn sé á lóðar-
mörkum aðeins 3,50 m sunnan við
þegar reist hús nr. 8. Stæró og
staður skerði rétt þess húsráð-
anda til sólar og birtu á þann veg
er varði við ákvæði skipulagslaga
og byggingarsamþykktar.
8.30. Einnig verður sýnd kvik-
mynd, sem fjailar um Hamborgar-
höfn.
Afhenti konungi
málverk að gjöf
STEFAN Jónsson, listmálari frá
Möðrudal á Fjöllum, afhenti Svía-
konungi málverk að gjöf þegar
hann var hér á landi í opinberri
heimsókn i s.l. viku. Er þetta oliu-
málverk af Akrafjalli. Stefán
hugðist afhenda konungi mál-
verkið sjálfur fyrir utan Kjarvals-
staði s.I. fimmtudag, en að eigin
sögn meinaði íslenzka lögreglan
honum að nálgast konung. Varð
það að ráði að Stefán afhenti
sænska sendiráðinu verkið þann
sama dag.
Fyrsta íslandsf ar-
ið frá Hamborg
vikuferðir.
Brottför
5. júlí,
9 23 ágúst,
6 sept
Verð frá kr. 59.900.
Júní: 22 og 29
Júlí 6 , 13. 20 og 26
Verð með vikugistingu
og morgunverði frá
kr. 43.000,-
Dvöl á góðum hótelum
eða íbúðum á skemmtileg-
asta sumarleyfisstað Spánar
— LLORET DE MAR —
Ódýrar ferðir við hæfi
unga fólksins. 16. júní —
uppselt. 30. júni — fáein
sæti laus.
Verðfrá 27.500.-
TORREMOLINOS
BENALMADENA
Næsta brottför 29. júní,
Verð með 1. flokks
gistingu í 2 vikur
frá kr. 32.500.-
Allir mæla meö Útsýnarferðum
Grikkland
Vika i sögufrægri Aþenu og
vika á baðströnd við Korintu-
flóann. Heillandi sumarleyfi.
Brottför um Kaupmannahöfn.
20. ágúst,
2. og 16.
september.
kr. 89.900.-
Þýzkaland
Mosel — Rin
Vika i Kaupmannahofn.
í hugum flestra leikur sér
stakur rómantískur töfra-
Ijómi um Rinarbyggðir,
nátengdur söngvum og j
riddarasögum.
Brottför: 10. júlí.
Verð i 15 daga með
gistingu og fullu fæði j
k k,, kr. 59.900.- >
Gullna
ströndin
Lignano
Bezta baðströnd Italíu.
Fyrsta* flokks aðbúnaður
og fagurt, friðsælt um-
hverfi. Einróma álit far-
þeganna frá i fyrra
„PARADÍS Á JÖRÐ"
Næsta brottför 1 8. júní
Fáein sæti laus.
Verð með fyrsta flokks
gistingu frá
’kr. 34.300.-
Ítalía
Gardavatniö
2ja vikna dvöl í heillandi
umhverfi Gardavatnsins.
Brottför 7. ágúst.
Verð með gistingu
og fullu fæði
kr. 61.900.
FERÐASKRIFSTOFAN UTSYN AUSTURSTRÆTI 17 SIMAR 26611 OG 2010Ö AMERICAN EXPRESS OG TJÆREBORG EIIVKAUMBOÐ Á ÍSLANDI