Morgunblaðið - 15.06.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.06.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNl 1975 Dögum saman var tvísýnt um líf hans. Jon Lungren, tæknir Nixons, sagði eitt sinn: „Alltaf var hún glaðleg, hjálpsöm og hafði fullkomna stjórn á skapi sinu og framkomu. Aðeins einu sinni missti hún stjórn á sér. Það var þegar hún heyrði að blaðamaður hefði spurt mig eins og af tortryggni: „Er hann raunverulega veikur?" Hún vissi, hve alvarleg veikindi hans voru. og þegar hún heyrði þetta, brast hún i grát." Þegar Nixon gat farið af sjúkrahús- inu og sneri aftur til San Clemente, tók hún að sér að annast hann. Varðandi mataræði hans voru sett ströng fyrirmæli. sem miðuðust við sem minnst Cholesterin-magn — maturinn skyldi vera ósaltur og með lágmarks sykurinnihaldi, enda þótt hann hefði lagt mjög af og þyrfti að afsökunar og gekk með áhaldið inn I húsið og bað einhvern starfsmann fyrir það. ÍÞRÓTTAÁHUGI FYRIR FRAMAN SKERMINN Þegar Nixon talar um konuna slna, gerir hann það með sýnilegu stolti. „Bara það, að hún skuli vera hjá mér," sagði hann, „það er bezta meðalið mitt i dag. Þegar ég finn til sársauka, finnur hún helmingi meira til. Liggi ég vakandi að nóttu i nokkr- ar minútur, þá vakir hún miklu leng- ur og hefur áhyggjur af mér." Eftir öll ár þeirra i opinberu lifi. „Hefði hann bara tfr- brennt segulböndin...” Richard M. Nixon, sem til 9. ágúst 1974 var forseti Bandarikjanna, hefur i fyrsta skipti frá þvi er hann var neyddur til að segja af sér emb- ætti veitt blaðaviðtal. Hér segir Trude B. Feldmann frá þvi, hvernig Nixon brást við auðmýkingunni og hver sé afstaða fjölskyldu hins fyrr- verandi forseta til málanna. „Það er bezta ákvörðun, sem ég hef tekið i lifinu, þegar ég bað Pat að verða konan mín." sagði Richard Milhous Nixon. „Ég hef notið álits, haft völd og átt peninga — en það eru fallvölt verðmæti. Það hef ég reynt. En Pat hefur staðið óhaggan- lega við hlið mér i bliðu og striðu. Er hægt að vænta sér neins meira?" j viðtali okkar rifjar Richard M. Nixon upp stormasamt ár. Þetta er i San Clemente, þar sem fyrrverandi forseti Bandarikjanna er að jafna sig eftir þungbær veikindi. Bæði afsögn hans i ágúst 1974 og veikindin i október, sem nær höfðu dregið hann til dauða, heyra, til þessu ári. En hann hlakkar til að halda hátíðlegan 35. brúðkaupsafmælisdag þeirra Thelmu Catherine Ryan i júní næst- komandi. Erfiðasta stund. sem kona hans hefur lifað þessi 35 ár. var 29. októ- ber 1974, þegar hann féll i dá eftir uppskurð. I marga daga var tvísýnt um lif hans. Pat Nixon bjó þá i sjúkrahúsinu og beið þeirra fáu mínútna, sem hún mátti vera hjá manni sinum á gjörgæzludeildinni. Hann var tengdur lækningatækjum með rörum og slöngum, og oft. þegar hann gat ekki talað. sat hún hjá honum, hélt í hönd hans og fullvissaði hann aftur og aftur um, að honum myndi batna. „ÁST HENNAR HÉLT í MÉR LÍFINU." „Þegar ég vaknaði til meðvitundar — nær dauða en lífi, eftir þvi sem ég síðar fékk að vita — þá sat Pat hjá mér," segir Nixon. „Þér getið ekki imyndað yður, hvað mér var það mikils virði: bara að vita, að hún væri hjá mér. Ég held, að ég hefði ekki lifað af næstu vikur án hennar Það var hennar ótrúlegi hæfileiki til að sefa og uppörva, sem bjargaði mér — ég er sannfærður um það. Ást hennar hélt i mér lifinu. Ást hennar, þróttur og huggun, trú henn- ar á mig sem mann og eiginmann sótti mig til baka frá hinum dimmu dyrum." Fyrstu mánuðirnir eftir afsögn hans voru, eins og Nixon sagði, timar mikillar likamlegrar og and- legrar þolraunar. Sá, sem þekkti Pat Nixon vel, hlaut að álita, að allt hennar líf fram til þessa hefði verið undirbúningur að þessum tima, að þeirri umhyggju, sem hún myndi geta sýnt honum á erfiðustu stund- um ævi hans. Pat fæddist i Nevada sem dóttir gullgrafara og ólst upp á bóndabæ. 17 ára gömul missti hún foreldra sina, sem hún hafði lengi stundað i veikindum þeirra. Siðan sá hún fyrir bræðrum sinum, vann ýmis störf. meðal annars vann hún 11 mánuði á berklahæli og gekk síðan f mennta- skóla. Nám sitt kostaði hún sjálf. Hún útskrifaðist frá háskóla Suður- Kaliforniu árið 1937 með góðum vitnisburði. Á þessum árum jókst henni þróttur og þolgæði, sem kem- ur skýrt fram i einni af þeim fáu setningum, sem eftir henni hafa ver- ið hafðar um hana sjálfa: „Þótt ég lægi fyrir dauðanum, mundi ég ekki tala um það." i Kaliforníu býr ein af nánustu vinkonum hennar, Helene Drown, sem hún hittir oft. Hún segir um hina tvisýnu daga á siðasta ári: „Það voru fjórar til fimm klukkustundir, sem maður hennar var mjög nærri dauðanum. í þau 37 ár, sem ég hafði þekkt Pat, var þetta í fyrsta sinn, sem ég sá hana hjálparvana. Hún er ekki i neinum kirkjusöfnuði, en er þó mjög trúuð, og þá sagði hún við mig: „Ég get ekkert annað gert en að biðja til Guðs og treysta læknun- um." Og þegar hann var kominn úr hættu, sagði hún: „Guði sé lof. Án Guðs og hæfni læknanna væri hann dáinn." „Sjálf var Pat einnig eins og hún hefði fengið taugaáfall," bætir frú Drown við. „Þegar tvisýnan var af staðin, fórum við einu sinni eða tvisvar á göngu um ströndina. Hún talaði um árin sin í Hvita húsinu og um það, sem maður sinn hefði feng- ið áorkað sem forseti. Mér komu tár i augu. Einu sinni sagði hún: „Oft var ég nærri því orðin reið yfir þvi, hvað hann hefði litinn tíma fyrir fjölskylduna, en þá sagði ég við sjálfa mig, að nú væri starf hans hið allra mikilvægasta — við gætum beðið. Og ég dáðist að honum. Eng- inn getur gert sér i hugarlund. hvað forsetar verða á sig að leggja — menn verða að hafa séð það og kynnzt því náið: hinar erfiðu ákvarð- anir. hin ógurlega ábyrgð. hinn enda- lausi vinnudagur, hringingar um miðja nótt, óregulegar máltiðir. . AÐEINS EINU SINNI MISSTI HÚN STJÓRN Á SÉR Út á við lét Pat aldrei bera á þeirri streitu, sem rikti í lifi hennar. Dr. endurheimta nokkuð af þyngd sinni. „Pat er alltaf i návist minni til að fullvissa sig um, að ég borði nóg," segir Nixon. „Þó að hún sé sjálf ekkert svöng, sezt hún hjá mér og borðar með mér, svo að ég borði eitthvað." Jack Drown, eiginmaður Helene, segir frá nýlegri heimsókn sinni hjá Nixon-hjónunum: „Forsetinn og ég horfðum á iþróttaþátt í sjónvarpinu, og Pat kom með matarbakka handa hvorum okkar. Á bakka hans var miði, sem á stóð: „Mjög hollt, sagði læknirinn." Á mínum bakka var líka miði: „265 hitaeiningar — nákvæm- lega eins og á að borða . " Dóttir Nixons, Patricia Cox, segir: „Mamma er einstaklega vel skapi farin — glaðlyndi hennar er sannar- lega smitandi, það hrifur alla. Og fyrir pabba er hún alveg óviðjafnan- leg — sérstaklega á timum eins og þessum." Gestur, sem nýlega var i heimsókn 1 „La Pacifica" i San Clemente, húsi Nixons, staðfestir ummæli dóttur- innar. Margt er nú horfið úr um- hverfi Nixons frá forsetatið hans. Yfir flötina, þar sem þyrilvængjur settust og lyftust áður fyrr, er nú strengt boltanet, illgresi er farið að gera vart við sig umhverfis litla golf- leikvöllinn og yfir öllu er fremur vingjarnlegur en formlegur blær. Ný- lega var forsetinn fyrrverandi á gangi þarna ásamt gesti, þegar frú Nixon kom út úr húsinu með rafmagnstæki i hendi, en það hafði greinilega bilað. Óhreinindi á hendi sýndu að hún hefði sjálf reynt að gera við það. Nixon tók upp vasaklút og nuddaði blettina burt, baðst svo sem reyndu mjög á þau bæði, eru þau nú nær hvort öðru en nokkru sinni. Þau eiga fleiri stundir saman, þau borða og synda daglega saman og horfa á boltaleiki I sjónvarpinu. „Ég er um það bil að verða mikil áhugamanneskja," segir Pat, „nú á ég mér mína eftirlætisleikmenn og lika uppáhaldsfélög." Hið eiginlega áhugamál hennar er garðurinn, þar sem hún á margar stundir. „Hér hef ég mikla ánægju af þvr að vinna f garðinum," segir hún. „í garði Hvíta hússins gat ég aldrei fengið að gera neitt að ráði sjálf, þvi að hann þurfti alltaf að vera tilbúinn handa gestum að skoða." Pat Nixon hefur alltaf verið bjart- sýnismanneskja og er ánægð með Iff sitt núna, eftir því sem vinir hennar segja. „Ég elska manninn minn, ég trúi á hann og er viss um, að hann var mikill forseti." Að þvf leyti hefur ekkert breytzt, og ef það er eitthvað, sem veldur henni áhyggjum í þvf efni nú, þá er það tilhugsunin um það, að í sögu Bandaríkjanna kunni að verða hlaupið yf ir afrek Richards Nixons og yfirleitt það, sem hann lét gott af sér leiða. Hún talar helzt ekki um þá atburði, sem leiddu til afsagnar hans, en hún er sannfærð um það, að þegar málið allt liggur Ijóst fyrir og verður rétt skilið, muni menn verða sammála um það, að Nixon hafi aldrei sótzt eftir persónulegum ávinningi. „Eins og sérhver maður hefur hann að líkindum gert skyss- ur," segir hún, „enginn er óskeikull, en hann hefur fengið miklu áorkað fyrir land sitt og heiminn allan." Hún talar ógjarna um sjálfa sig og hefur þó fengizt til að viðurkenna. að San Clemente: Margt er nú öðruvtsi en fyrrum. Pat Nixon: Glaðlyndi hennar er smitandi, segir dóttirin. hún haidi, að sér hafi tekizt að „gera einhverja gagnlega hluti á undan- förnum árum. Dætur mfnar hafa Ifka látið margt gott af sér leiða, en þó myndi ég aldrei geta sagt opinber- lega: Ég er svo stolt yfir manninum mfnum og dætrunum — slfkt myndi aldrei hvarfla að mér." Á ferðalögum með Pat Nixon heima og erlendis hef ég oft dáðst að þreki hennar og þolgæði og hæfi- leika hennar til að heilsa frægu fólki með falslausri hlýju — en fötluðu barni heilsaði hún nákvæmlega jafn- innilega og einhverjum forsætisráð- herra. Á ferðum sfnum heimsótti hún fyrst og fremst skóla og sjúkrahús, og meðan maður hennar sinnti stjórnmálaerindum sfnum, var það dæmigert að sjá hana meðal barna, hvar sem hún var á ferð. „Mér þykir svo vænt um það, þegar ég heyri born kalla til mfn „hæ, Pat". Það hljómar svo hlýlega og elskulega." LÍTIL DAGBÓK ÚR HVÍTA HÚSINU Við móttökur og f opinberum veizl- um hefur hún vakið furðu gestanna fyrir að muna smáatriði, sem höfðu gerzt mörgum árum áður, sem og fyrir að muna eftir fólki með nafni, þótt hún hefði aðeins hitt það sem snöggvast áður. Sendiherra frá Zam- bfu var svo hrifinn af henni, að hann skýrði dóttur sína f höfuðið á henni. Pat Nixon er staðráðin f þvf að stuðla að þvf, eins og henni er frek- ast kleift, að Nixon-tfmabilið fái virðulegan stað á spjöldum sögunn- ar. Hún er mjög regluföst og hélt stöðugt litla dagbók yfir hið ýmis- lega, sem hún hafðist að f Hvfta húsinu. Það gæti reynzt gagnlegt við samningu endurminninga Nixons. Hingað til hefur hún heldur ekki misst neitt af baráttuhug sfnum. FEIMIN, EN ÞÓ GÆDD JÁRNVILJA_______________ Það er að vfsu rétt, sem maður hennar segir: „Pat er ! rauninni feim- in og mjög hæversk", en bak við hæverskuna leynist járnvilji og vak- andi hugur. Skömmu eftir afsögn Nixons f fyrra sagði hún einni vin- konu sinni, að hún harmaði það. að maður hennar skyldi ekki hafa eyði- lagt segulböndin í stað þess að af- henda þau til hlustunar og birtingar. „Þau voru þó aðeins sama og einka- dagbók," sagði hún. „Ég vildi, að hann hefði brennt þeim." En hún er ekki að eyða tfmanum f að hugsa um, „hvernig væri nú, ef. . ." Hún hefur mjög jákvæða lífs- skoðun. „Ég horfi fram á við, ekki til baka," segir hún." Ég hef engan tfma fyrir hugarvfl. Það er fásinna að leggja hendur f skaut og grufla — það leiðir aðeins til sjálfsmeðaumk- unar." Skömmu eftir að hún var komin aftur til San Clemente, var hún kjör- in aðdáunarverðasta kona Bandarfkj- anna af kvennasamtökum þar. Þegar hún var spurð, hvað henni þætti um það, svaraði hún þvf til, að hún kynni vissulega að meta þann heiður, en bætti þvf við, sem er einkennandi fyrir hana: „Ef ég mætti velja á milli, þá vildi ég heldur, að menn heiðruðu mig minna og kveldu manninn minn minna. Ég vildi, að menn gerðu sér meira far um að dæma manninn minn réttlátlega og leggja sanngjarn- an dóm á störf hans sem forseta Bandarikjanna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.