Morgunblaðið - 15.06.1975, Side 20

Morgunblaðið - 15.06.1975, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JUNl 1975 Jafnrétti kynja — í orði en ekki á borði - segja niðurstöður rannsöknar námsbrautar í þjóðfélagsfræðum við Háskóla íslands Erich Arnulf Stegman, stofnandi og forseti samtaka fót- og munn- málara — vinnur hér að einu verka sinna. Samtök Fót- og munnmálara kynnt hér á landi 9 .. ÞÓTT karlar og konur búi við sama lagalega rétt til menntunar, atvinnu, launa og stjórnmálalegra áhrifa, skortir i raun mikið á, að jafnrétti kynjanna riki á þessum sviðum. Konur hafa almennt minni menntun en karlar. Þær sækja færri skóla og temja sér einhæfara náms- val. Atvinnulíf landsins greinist i ákveðin karlastörf og kvennastörf. Karlar eru ríkjandi við aðalatvinnu- vegi þjóðarinnar, tæknistörf og stjórnun. Konur sinna heimilis- verkum, barnagæzlu og ýmiss konar þjónustustörfum. Kvennastörf eru yfirleitt verr launuð en störf karla og tekjumunur karla og kvenna er á flestum sviðum allverulegur. Þjóð- félagsleg forysta — á Alþingi og i sveitarstjórnum, í embættiskerfi, stjórnmálaflokkum og hagsmuna- samtökum — er nær algerlega t höndum karla. Þrátt fyrir lagalegan rétt skipa konur þannig á fæstum sviðum sama sess og karlar." 0 Þessar eru í megindráttum niður- stöður skýrslu námsbrautar i þjóð- félagsfræðum við Háskóla Íslands um jafnrétti karta og kvenna að þvi er varðar menntun, atvinnu, launa- kjör og forystu í íslenzku þjóðlifi. Aðdragandi skýrstu þessarar er sá, að árið 1971 samþykkti Alþingi til- lögu um rannsókn á jafnrétti þegn- anna I íslenzku þjóðfélagi á áður- nefndum fjórum sviðum. Árið 1972 fól félagsmálaráðuneytið námsbraut- inni að framkvæma þessa rannsókn. Upphaflega fólst einnig í tillögu þessari könnun á hugsanlegum breytingum á gerð þjóðfélagsins sem stuðlað gætu að auknu jafnrétti. Kennarar námsbrautarinnar töldu óhjákvæmilegt að takmarka rann- sóknina við rannsókn á raunveru- legu jafnrétti karla og kvenna. Sú skýrsla sem er árangur þessarar rannsóknar er því fyrst og fremst lýsing á ástandinu eins og það er og eins og líkur benda til að það muni verða, en ekki skýring á þvl, eins og þrlr að aðstandendum skýrslunnar, dr. Ólafur Ragnar Grimsson prófess- or, Þorbjörn Broddason lektor og Haraldur Ólafsson lektor sögðu á blaðamannaf undi I gær þar sem skýrslan var kynnt. Samantekt efnis vegna rannsóknarinnar var hins vegar að mestu I höndum eins af nemendum námsbrautarinnar, Guð- rúnar Sigriðar Vilhjálmsdóttur B. A. Skýrslan kom út i gær sem fyrsta rit nýrrar ritraðar af rannsóknarverkum um islenzkt þjóðfélag, sem náms- brautin og bókaútgáfan Örn & Örlyg- ur hafa tekið höndum saman um að gefa út. í skýrslunni er gerð itarleg grein fyrir athugunum á hverju fyrrnefndra fjög- urra sviða með töflum og línuritum, niðurstöður dregnar saman og úr- dráttur á ensku birtur í rannsókninni er jafnrétti skýrgreint sem jöfn hlut- fallsleg skipting karla og kvenna og i samræmi við það voru fyrst og fremst tekin til athugunar fjöldi og dreifing kynjanna á hinum ýmsu menntastig- um, í atvinnugreinum og launaflokkum og í ýmsum helztu forystustöðum þjóð- félagsins Aðstandendur rannsóknar- innar sögðu að þótt hún væri kannski ekki tæmandi lýsing á ástandinu í þessum efnum þá veitti hún býsna greinilega heildarmynd af ríkjandi einkennum þess Þessi lýsing miðast I höfuðatriðum við árabilið 1970—73, en verulegur hluti talna og annarra upplýsinga er byggður á Hagstofu- skýrslum og öðrum könnunum á þessu sviði sem áður hafa farið fram. Skýrsla ná msbrautarinnar er 287 bls að stærð, en hér á eftir verður drepið á nokkur dæmi um ástandið á þeim fjórum sviðum sem rannsóknin beind- ist að 0 Menntun: í rannsókninni kemur fram að nokkrar breytingar séu að verða á menntun kvenna Fleíri konur ganga mú mennta- veginn og þeim fjölgar hlutfalls- lega meir en körlum I mennta- skólum (nú um 40% nemenda; 32% árið 1966—7), verzlunarskólum (58% 1971—2, 50% 1966—7), kennaraháskólanum (hafa verið um og yfir 60% undanfarin ár), og háskólanum (nú tæp 30%, 25% 1961, 20% 1951) í iðn- og tækni- skólum fjölgar konum hins vegar ekki teljandi (innan við 10% I Tækni- og Velskólanum, iðn-, flug-, sjómanna- og bændaskólum) Skólaárið 1972-—3 voru 60 konur i Iðnskólanum í Reykja- vik (7,5%), þar af 51 I hárgreiðslu. Námsvalið er því mjög kynbundið, bæði er varðar skóla og deildir innan skóla Konur fara fremur í bóknáms- greinar og hugvisindi en verknám og raunvisindi Þess mS geta að konur stunda fullorðinsfræðslu meir en karl- ar, og voru t d. 67% nemenda i öld- ungadeild M H sem tóku próf vorið 1973. 0 Atvinna: Hið kynbundna vaf á skólum og deildum er í nánum tengsl- um við hina hefðbundnu hlutverka- skipan kynjanna i þjóðfélaginu, eink- um í atvinnulífinu, þar sem þróazt hafa karlastörf og kvennastörf, segir I skýrslunni. Konur gegna litið sem ekk- ert tæknistörfum, vísindastörfum, stjórnun, sjómennsku, samgöngustörf- um, varðstörfum og ýmsum iðnaðar- og verkamannastörfum. Varðandi heildarþátttöku kynjanna I atvinnu- llfinu kemur fram að 1 960 voru 87% allra karla 15 ára og eldri virk við atvinnustörf, en aðeins 33% kvenna. Á meðan starfsferill karla er yfirleitt sam- felldur einkenna miklar aldursskeiðs- sveiflur atvinnuþátttöku kvenna. Hins vegar kemur fram að 1 963—70 eykst atvinnuþátttaka giftra kvenna með ein- hverjar launatekjur úr 37% í 52%. 0 Laun: Fram kemur i skýrslunni að þrátt fyrir launajafnréttislög frá árinu 1961 er margvislegt launamisrétti en við lýði. T.d kemur fram að laun kvenna i fiskvinnu voru árið 1966 95,9% af launum karla, en 1971 var hlutfallið 97,5%. Timakaup kvenna i verksmiðjuvinnu var 1966 80,3% af karlakaupinu 1972 var hlutfallið 82,7%. Laun kvenna við afgreiðslu- störf voru 1967 73,8% af launum karla. 1971 var hlutfallið óbreytt Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að lagalegur réttur, sami starfsaldur eða lengri, jöfn menntun og sams- konar starfsheiti duga konum ekki i reynd til sömu launa og karlar. 0 Forysta: Forystuhlutverkíð í Islenzku þjóðfélagi er nær eingöngu i höndum karla. Konur hafa á undan- förnum árum skipað um 1/5 allra sæta á framboðslistum stjórnmála- flokkanna við þingkosningar, og flestar hafa verið í svokölluðum uppfyllingar- sætum. Siðustu tvö kjörtimabil hafa konur verið aðeins 5% alþingismanna Á siðasta kjörtlmabili voru konur 2,4% allra sveitarstjórnarmanna, en við kosningar 1974 hækkaði hlutfallið i 3,6%. Stjórnendur embættiskerfisins eru allir karlar, nema hvað tvær konur eru deildarstjórar í ráðuneytum f mikl- um fjölda stjórna, nefnda og ráða á vegum ríkisins eru konur aðeins 3,2%. Mun færri konur en karlar eru félagar í stjórnmálaflokkunum og örfáar eiga sæti í yfirstjórnum þeirra. 0 Litlar likur á skjótum breytingum: I skýrslunni kemur fram að litlar líkur eru á meginbreytingum þessa ástands innan tveggja áratuga miðað við nú verandi þróun. Aðstandendur rann- sóknarinnar sögðu á blaðamannafund- inum að það hefði komið þeim einna mest á óvart að þrátt fyrir allt tal um aukið jafnrétti kynja undanfarið þá virt- ist breytingin vera afskaplega lítil, þróunin hæg. Veruleg breytíng krefðist kennski fyrst og fremst uppstokkunar hefðbundinna viðhorfa almennings Megin gildi skýrslunnar ætti að vera umræðugrundvöllur fyrir opinbera að- ila og áhugafólk um þessi mál, en einnig væri þörf á að fylgja henni eftir með framhaldsrannsókn, —könnun á Framhald á bls. 24 I NÆSTU viku er væntanlegur hingað til lands dr. Erich Arnulf Stegmann, en hann er forseti og stofnandi einstæðs hóps lista- manna, er allir eiga það sameigin- legt að geta ekki notað hendur eða handleggi sfna en hafa til- einkað sér að nota pensil með þvf að halda honum milli tanna sér eða með tánum. Sumt af þessu fólki fæddist bæklað en annað er fórnarlömb lömunarveiki, styrjalda eða slysa. Núna eiga listamenn frá 29 löndum aðild að samtökum fót- og munnmálara, en það var stofnað árið 1956 í Liechtenstein í Sviss. Einungis þeir sem mála með tönn- um eða tám geta orðió félagar í samtökunum, en sérstök dóm- nefnd listgagnrýnenda sker úr um hvort umsækjendur ráði yfir nægilegu listfengi til að geta orð- ið félagar að samtökunum. Stegmann sjálfur lamaðist 3ja ára að aldri og missti allt afl í handleggjum. Mjög snemma kenndu foreldrar hans honum að skrifa með því að halda á penna mjlli tannanna. Stegmann stund- aði síðan nám í ýmsum skólum en lauk námi frá myndlistarskóla. Allt síðan hefur hann helgað líf sitt málaralistinni og jafnframt haft það að leiðarljósi að aðstoða aðra sem álíka er komið fyrir til að endurheimta trú, hugrekki og nægan styrk til að komast í raðir skapandi listamanna. Þess vegna skipulagði hann árið 1955 Association of Mouth and Foot Painting Artist á alþjóðlegum grundvelli. Hingað kemúr Stegmann til að kynna samtök sín fyrir íslending- um með fundi að Hótel Loftleið- um hinn 19. júní, en þar mun hann m.a. sýna hvernig hann mál- ar með því að halda á pennslinum milli tannanna. Isamtökunum eru ýmsir þekktir listamenn, en hér- lendis er þó liklega þekktastur írski rithöfundurinn Christy Brown, sem reit fræga skáldsögu — My Left Foot“ með tánum á ritvél sina en upp á siðkastið hef- ur hann einnig fengizt við list- málun með umtalsverðum árangri. Paul Keres látinn Paul Keres er látinn. Fyrir nokkrum dögum barst þessi fregn um allan heim, og hvar- vetna hörmuðu skákmenn og skákáhugamenn hinn horfna snilling. Með Paul Keres er genginn einn mesti skáksnill- ingur allra tíma. Hann varð aldrei heimsmeistari, tefldi ekki einu sinni um titilinn. Því olli óheppni og tilviljun. Hér er hvorki staður né stund til þess að rita minningargrein um Paul Keres, en engu að siður skulu talin upp helztu atriðin í löngum skákferli hans. Paul Keres fæddist í borginni Narva í Eistlandi hinn7. janúar 1916 og var þvi á sextugasta aldurs- ári er hann lézt. Hann lærði barnungur að tefla, en vakti fyrst athygli í heimaborg sinni, sem þá var Párnu, er hann sigr- aði I hraðskákmóti borgarinnar árið 1929. A næstu árum tefldi Keres mikið á heimavettvangi, og sömuleiðis tefldi hann bréf- skákir í stórum stíl. Er sagt, að hann hafi stundum teflt allt að 150 bréfskákir i einu. Arið 1934 varð Keres skák- meistari Eistlands i fyrsta skipti og árið eftir tefldi hann á 1. borði fyrir Eistland á Ólym- píumótinu í Varsjá. Þar vakti hann heimsathygli fyrir mjög skemmtilega taflmennsku og frábæra frammistöðu. Hann hlaut 66% vinninga. Á næstu árum tefldi Keres feikimikið og árið 1938 vann hann glæsilegan sigur á AVRO-mótinu svo- nefnda í HoIIandi. Þá þótti hann sjálfsagður áskorandi heimsmeistarans, A. Aljekín. Aljekín samþykkti að tefla við Keres u-m titilinn, en áður en frekari ákvarðanir voru teknar brauzt síðari heimsstyrjöldin út og ekkert varð af einviginu. Styrjaldarárin léku Paul Ker es grátt. Föðurland hans, Eist- land var mjög illa úti í stríðinu og sjálfur flæktist hann um Evrópu og tefldi í þeim mótum sem haldin voru. Eftir styrjöld- ina var Keres orðinn sovézkur þegn, og þá kom í ljós, að hann var ekki samur og áður. Hann hóf fljótlega þátttöku í skák- mótum innan Sovétríkjanna, en árangurinn lét á sér standa. Ár- ið 1948 tók Keres þátt í keppn- inni um heimsmeistaratitilinn, en náði „aðeins“ 3.—4. sæti. Eftir 1950 fór Keres að ganga betur. Þá sigraði hann í mörg- um öflugum skákmótum innan Sovétrikjanna og utan. Árið 1959 stóð Keres sennilega á há- tindi frægðar sinnar, er hann varð 1 öðru sæti á eftir Tal i áskorendamótinu í Júgóslaviu, aðeins hársbreidd frá sigri. Eft- ir þetta fór heldur að halla und- an fæti hjá honum, þótt enn ætti hann eftir að vinna marga glæsta sigra. Siðasta stórmótið, sem Keres sigraði á, var skák- þingið í Tallinn í vetur sem leið. Keres tefldi á fleiri Ölympíu- skákmótum en nokkur annar, eða alls 10, og hin siðari árin var hann stundum fyrirliði sov- ézku sveitarinnar. Hann var af- kastamikill rithöfundur um skák og skrifaði m.a. bækur um spánska leikinn og franska vörn. Með Paul Keres er mikill snillingur horfinn af sjónar- sviðinu, en minning hans mun Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR lifa í fjölmörgum meistaraskák- um, sem hann tefldi um ævina. Þegar velja skal skák frá hendi Keresar til birtingar er manni nokkur vandi á höndum. Fjölmargar skákir koma til greina. Sjáifur hef ég lengi haft mikið dálæti á skákinni, sem hér fer á eftir. Hún var tefld á skákmóti í Noordwijk í Hol- landi árið 1938. Hvítt: P. Keres Svart?JH. Euwe. Réti-byrjun 1. Rf3 — d5, 2. c4 — d4, 3. e3 — Rc6, 4. exd4 — Rxd4, 5. Rxd4 — Dxd4, 6. Rc3 — Bg4(?), 7. Da4 — c6, 8. d3 — Rf6, 9. Be3 — Dd7, 10. d4 — e6, 11. f3 — Bf5, 12. 0-0-0 — Bd6, 13. g4! — Bg6, 14. h4 — h5, 15. g5 — Rh7, 16. c5 — Be7, 17. d5! — 0-0, 18. dxc6 — Dxc6, 19. Dxc6 — bxc6, 20. Hd7 — Hfe8, 21. Ba6 — e5, 22. Hc7 — Rf8, 23. Bb7 — Hab8, 24. Bxc6 — Re6, 25. Bxe8 — Rxc7, 26. Bd7 — a5, 27. c6 — Hb4, 28. b3 — f6, 29. Kb2 — fxg5, 30. hxg5 — Bf7, 31. Hdl — Ilh4, 32. IId2 — Hhl, 33. f4! — Bb4, 34. fxe5 — Bg6, 35. a3 — Bxc3, 36. Kxc3 — h4, 37. e6 — Hel, 38. Kd4 — Kf8, 39. Bf2 — Rxe6+, 40. Kd5 — Rc7+, 41. Kc5 — gefið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.