Morgunblaðið - 15.06.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNI 1975
31
hin höfðinglegasta í framkomu
með einkennum dugnaðar og
festu.
Þau Ingibjörg og Pétur
eignusust fjórtán börn en með
fyrri konu sinn hafði Pétur eign-
ast ellefu. Á sinu tíma varð Pétur
þjóðkunnur maður vegna síns
fjölmenna barnahóps en þó eink-
um vegna þess að einn af merk-
ustu stjórnmálamönnum þjóðar-
innar, Skúli Thoroddsen, fyrr
bæjarfógeti og sýslumaður, beitti
sér fyrir því á Alþingi 1907 að
honum væri veittur fjárstyrkur
úr rlkissjóði, eða eins konar
heiðurslaun, sem Skúla tókst að
nokkru og með meiri stuðningi
alþingismanna en haldið var
fyrirfram. Vildi Skúli veita 800
krónur í eitt skipti en varð að
sætta sig við helming þess er til
úrslita dró. En tímarnir breytast
og mennirnir með. Nú á timum
þykir mörgum að þjóð okkar það
ofætlun að foreldrar annist af eig-
in rammleik framfærslu eins
barns, hvað þá ef fleiri eru. Mann-
kærleiki og nærgætni eru búin að
taka á sig margar myndir í vel-
ferðarríkjunum.
Að loknu námi í
Verslunarskólanum hvarf
Guðmundur aftur heim I átt-
hagana en færði sig fljótlega til
Isafjarðarkaupstaðar og gerðist
bæjargjaldkeri og fátækrafulltrúi
og hafði þau störf á hendi um
i nokkur ár en tókst siðar á hendur
útibússtjórn fyrir Afengisverslun
ríkisins og gegndi því starfi I tvo
áratugi. Á þessum tima rak hann
einnig verslun á Isafirði og hafði
þá allmiklum störfum að gegna
fyrir sjálfan sig og aðra. Eftir
þrjátíu ára starf í Isafjarðarkaup-
stað fluttist hann til Reykjavíkur
og átti heima hér það sem eftir
var ævinnar. Hann hóf versiunar-
rekstur eftir komuna til Reykja-
víkur og stundaði þvi verslunar-
störf meðan heilsan leyfði. Hann
var alltaf áhugamaður í störfum
hvort sem hann var sinn eigin
húsbóndi eða annarra þjónn og
var ætíð fjarri þvi að bregðast þvi
hlutverki er hann hafði að sér
tekið eða honum hlotnast. Ég
hygg að hann hefði með fullum
Aðalfundur
hjá bygginga
fræðingum
NÝLEGA var haldinn aðalfundur
Byggingafræðingafélags Islands.
Á fundinum var Leifur Blumen-
stein endurkjörinn formaður
félagsins, en aðrir i stjórn voru
kjörnir: Asmundur Ölason vara-
formaður og meðstjórnendur
Magnús Ingi Ingvarsson, Lúðvík
Leoson, Trausti Leoson, Sveinn
Þorvaldsson og Jón Kaldal.
Ekið á bíl
A TlMABILINU klukkan
17—17.20 sl. fimmtudag, var
ekið á bifreiðina S‘1172 þar sem
hún stóð fyrir framan Vörumark-
aðinn við Ármúla. Þetta er
Citroén Safari, græn með gráan
topp, og var hurð hægra megin
allmikið dælduð og lakk rispað á
hægri hlið og bretti. Þeir sem
einhverjar upplýsingar geta gefið
I máli þessu eru beðnir að hafa
samband við rannsóknarlögregl-
una í Reykjavík.
rétti og sanni getað tekið sér i
munn hin alkunnu orð Kolskeggs,
er Njála segir frá, „Hvárki skal ek
á þessu níðast og engu öðru því er
mér er tiltrúað," — við skilnað
þeirra bræðra á Markarfljótsaur-
um, hans og Gunnars á Hlíðar-
enda. Svo trúr var Guðmundur
málstað sínum og hlutskipti.
Guðmundur kvæntist 1918
eftirlifandi konu sinni, Þorgerði
Bogadóttur, bónda á Uppsölum og
hefur hún með dugnaði og fyrir-
hyggja staðið við hlið manns sins í
blíðu og stríðu og áttu þau aðlað-
andi og myndarlegt heimili á
Brávallagötu 16 hér I borginni.
Börn þeirra eru þrjú á lífi:
Magnús, húsgagnasmiður, kvænt-
ur Guðriði JÓnsdóttur frá
Skutulsfirði, Erlingur, einnig
húsgagnasmiður, ókvæntur, og
Sigrún, gift Kristjáni Ágúst
Jóhannessyni stórkaupmanni.
Aðra dóttur áttu þau, Ingibjörgu
Geirþrúði, sem nú er látin.
Við Guðmundur vorum saman í
Verslunarskólanum veturinn
1913—14! Næsta vetur hvarf ég
frá námi en Guðmundur hélt
skólagöngu áfram og lauk burt-
fararprófi vorið 1915 og átti þvi 1.
maí siðast liðinn sextiu ára burt-
fararprófsafmæli.
Guðmundur var skemmtilegur
skólafélagi og þótt leiðir okkar
skildi um langt skeið vorum við
minnugir þeirra daga er við
kynntumst fyrir sextiu árum og
fengum tækifæri til að endurnýja
I huga og samtölum liðna atburði.
Guðmundur átti við mikla van-
heilsu að stríða allmörg siðustu
árin og varð hann þá að hafa
langar vistir á sjúkrahúsum.
Seinustu vikurnar var hann á
Landakotsspítala, stundum þungt
haldinn, og lést þar 7. þessa mán-
aðzar.
Hann var bókamaður mikill og
las mikið góðra bóka, einkum á
efri árum er vinnuþrekið var
þorrið.
Ég votta konu hans, börnum og
öðrum vinum hans innilegustu
samúð og bið þeim farsældar um
framtið alla.
Jón lvarsson.
Laugardalsvöllur 1. deild
í kvöld kl. 20.00 leika Fram og K.R. Fjölmenn-
um á völlinn og sjáum spennandi leik.
Knattspyrnudeild Fram.
Stofnfundur
Stofnfundur Foreldrafélags barna með sérþarfir í
Hafnarfirði og Garðahreppi
verður haldinn miðvikudaginn 18. júní n.k. kl.
20.30 að Suðurgötu 71 í Hafnarfirði.
Undirbúningsnefndin.
Aðalfundur
Barnavinafélagsins Sumargjafar verður haldinn
í hliðarsal á Hótel Sögu 2. hæð föstudaginn
20. júní 1975 kl. 18.00. Dagskrá.
Venjuleg aðalfundarstörf
Stjórn Sumargjafar
Hagkvæm húsgagnakaup
Eigum örfáa hvildarstóla með skammeli og stillanlegum fæti í góðu
áklæði. á aðeins kr. 48.800.— (staðgreiðsluverð).
Höfum einnig hentugt áklæði (blómamunstur) á sumarbústaða- og
varnahúsgögn á kr. 900.— metrinn og blátt dralonpluss á kr.
1.600.— metrinn.
Tökum eldri húsgögn i klæðningu.
Sendum í póstkröfu.
Bólsturv. Guðmundar og Bjarna,
Laugavegi 52,
sími 32023.
óskar eftir starfsfólki:
■ ■
SEYÐISFJORÐUR
HVERAGERÐI
INNRI NJARÐVIK
ÓLAFSVÍK
Umboðsmenn óskast til að sjá um dreifingu og
innheimtu. Mbl. uppl. hjá umboðsmönnum og á afgr.
í sima 10100.
^—^mmmmmm—mmmmmmmm^
PENIIMGAMANN,
VANTARLÁN.
Vantar R. 1.000.000 að láni til 5 ára. Góð trygging, þagmælsku
heitið. Tilboð auðkennt: Traust—6963 sendist afgr. blaðsins fyrir 23.
júní n.k.
Jörð til sölu.
Hluti af jörðinni Fagridalur i Norður—Múlasýslu, ásamt hluta í
Bjarnarey, er til sölu. Hlunnindi: Æðarvarp og selalátur.
Tilboð sendist Garðari Garðarssyni, hdl., Tjarnargötu 3, Keflavik, sem
gefur nánari upplýsingar.
íbúðaskipti
Til sölu 3ja herbergja íbúð í Kopavogi í skiptum
fyrir stærri íbúð. Upplýsingar í síma 4001 6.
17. júní -hátíðahöld
að Skálatúni, Mosfellssveit
17. júní hátiðahöidin 1975 hefjast með skrúðgöngu kl. 14.30. Að
henni lokinni verða ýmis skemmtiatriði. Kaffiveitingar á staðnum.
Foreldrar, vandamenn og velunnarar vistfólksins eru boðin velkomin til
hátiðahaldanna.
Vinafélag Skálatúnsheimilisins.
SUMARSKÓR
Litir:
Svart og hvítt
Verð 6.515. — .
Litir:
Riðrautt og
drappað
Verð 6.515.-—
Litir:
Rautt og
millibrúnt.
Verð 3.935. — .
Litir:
Svart og rautt.
Verð 6.155. — .
PÓSTSENDUM
SKÓSEL
Laugavegi 60,