Morgunblaðið - 15.06.1975, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNl 1975
■MEGRUNARFÆÐI—'
Nýtt sex daga námskeið (dag og kvöldtimar) hefst fimmtudaginn 19.
júni.
Kennt verður:
1. Grundvallaratriði næringarfræði.
2. Gerð matseðla. Ahersla er lögð á næringarrikt, Ijúffengt og
hitaeiningarýrt fæðí.
3. Sýndir verða grænmetis-, ávaxta- og baunaréttir.
Forðist skaðlegar megrunaraðferðir
Innritun og upplýsingar í sima 86347
Kristrún Jóhannsdóttir
manneldisfræðingur.
■ SÝNIKENNSLA
*** Felagsmalastofnun Reykjavikurborgar
Vonai^tmet^^ím^5500 ^^^^^l
' Félagsstarf eldri borgara
Dagskrá f. ferðir í júní og júlí 1975.
Fimmtudagur 19. júní Akranesferð
Fimmtudagur 26. júní Skoðunarferð að Kjar- valsstöðum
Fimmtudagur 3. júlí Keflavíkurferð
Mánudagur 7. júlí Skoðunarferð í Norræna húsið
Fimmtudagur 10. júlí Skoðunarferð í kirkjur t Hafnarfirði og Kópavogi
Mánudagur 14. júlí Skoðunarferð í Þjóðminjasafnið
Fimmtudagur 17. júlí Kjós, hringferð um Kjósarskarð að Meðalfellsvatni
Mánudagur 21. júlí Ferð um Heiðmörk og Álftanes
Fimmtudagur 24. júlí Laugarvatn, hringferð um Mosfellsheiði, Grimsnes
Mánudagur 28. júli Skoðunarferð um
Vinsamlegast ath. Reykjavík
Lagt verður af stað frá Alþingishúsinu í allar
ferðir. Nauðsynlegt er að panta far með góðum
fyrirvara, í síðasta lagi 2 dögum fyrir hverja
ferð.
Þátttaka tilkynnist og upplýsingar veittar í síma
18800 hjá
Félagsstarfi eldri borgara, kl. 10.00—12.00 alla virka
daga. Geymið auglýsinguna.
Samfestingar — Mussur — Kjólar
— Buxur — Pils — Jakkar.
Nýjar vörur daglega.
Miðbæjarmarkaðurinn,
Austurstræti 9, sími 14470.
FRÁ
BORGAR-
r
Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri:
Framkvæmdir geta
hafist við 760íbúðir
STJORN
VIÐ umræður í borgarstjórn si.
fimmtudag um tillögu Björgvins
Guðmundssonar um úthlutun
fjölbýlishúsalóða upplýsti Birgir
lsleifur Gunnarsson borgarstjóri,
að á þessu ári yrði sennilega unnt
FÉLAGSFUNDUR
Félag íslenzkra stórkaupmanna heldur almenn-
an félagsfund mánudaginn 16. júní kl. 12 að
Hótel Sögu, hliðarsal.
Dagskrá: Samningarnir.
Félagsmenn fjölmennið.
Stjórn F.Í.S.
Húsbyggjendur
Einangrunar-
plast
Getum afpreitt einangrunarplast á Stór-
Reykjavikursvæðið með stuttum fyrirvara.
Afhending á byggingarstað.
HAGKVÆM VERÐ.
> GREIÐSLUSKILMÁLAR
Borgarplast hf.
Borgarnesi sími: 93-7370
Kvöldsími 93-7355.
Tilboð óskast
í eftirtaldar bifreiðar, skemmdar eftir árekstur:
Fiat 127 1974
Ford Cortina 1 971
Bifreiðarnar verða til sýnis að Trönuhrauni 1,
Hafnarfirði mánudaginn 1 6. júní 1975.
Tilboð skilast á skrifstofu Almennra Trygginga
fyrir kl. 5 miðvikudaginn 1 8. júní 1 975.
að hefja byggingarframkvæmdir
við 760 íbúðir I Reykjavík. Hér
væri um mjög svipaðan fjölda að
ræða eins og á sfðasta ári. Þá
sagði borgarstjóri, aó sú stefnu-
breyting hefði orðið, að reynt
hefði verið að úthluta meira af
lóðum undir einbýlishús og rað-
hús en gerl hefði verið á undan-
förnum árum.
Björgvin Guðmundsson mælti
fyrir tillögu sinni, en þar segir, að
með því að fyrirsjáanlegt sé, að
mikill skortur verði á lóðum und-
ir sambýlishús i Reykjavík á
þessu ári, samþykkti borgarstjórn
að hraða sem mest öllum undir-
buningi að úthlutun sambýlis-
húsalóða, einkum þeirra, sem
unnt verður að úthluta i sumar án
mikils kostnaðar. Sérstaklega er
lagt til, að borgarstjórn samþykki
að flýta undirbúningi að uthlutun
lóða undir fjölbýlishús á Eiðs-
granda.
Birgir tsleifur Gunnarsson upp-
lýsti, að hann hefði þegar ritað
skipulagsnefnd bréf, þar sem
hann hefði óskað eftir því, að
undirbúningi við Eiðsgranda-
svæðið yrði hraðað. Þá tók borgar-
stjóri fram, að sá niðurskurður á
útgjöldum borgarinnar, sem ný-
lega hefði verið samþykktur,
hefði ekki i för með sér fækkun
fjölbýlishúsalóða frá því, sem
reiknað hefði verið með.
Borgarstjóri sagði ennfremur,
að á árinu 1970 hefði verið úthlut-
að 739 íbúðum, árið 1971 hefði
verið úthlutað 1017 ibúðum, árið
1972 hefði verið úthlutað 1366
íbúðum, árið 1973 1146 ibúðum og
árið 1974 hefði verið úthlutað 756
ibúðum. Lóðir sem úthlutað yrði í
ár, væru heldur færri en í fyrra.
En þar kæmi á móti, að verulegur
hluti þeirra lóða, sem úthlutað
hefði verið 1974 yrði fyrst tilbú-
inn á þessu ári. Borgarstjóri
sagði, að á árinu 1970 hefðu verið
hafnar framkvæmdir við 685
íbúðir, árið 1971 við 664 ibúðir,
árið 1972 við 895 íbúðir, árið 1973
við 1133 íbúðir, árið 1974 við 786
ibúðir og á þessu ári yrði væntan-
lega unnt að hefja framkvæmdir
við 760 íbúðir.
Á árunum 1972 og 1973 hefði
um 80 til 90% af íbúðunum verið
i fjölbýlishúsum. Sú stefna hefði
komið niður á einbýlishúsum og
raðhúsum. Borgin hefði verið
gagnrýnd fyrir þetta. Af þeim
sökum hefði verið reynt að snúa
þessari þróun við.
Tillögunni var vísað til borgar-
ráðs með 13 samhljóða atkvæðum.
Könnun á
flugvallargerð
Á FUNDI borgarstjórnar sl.
fimmtudag var til umræðu tillaga
frá borgarfulltrúum Framsóknar-
flokksins um að mælast til þess
við Alþingi, að það veitti þings-
ályktunartillögu um könnun á
flugvallargerð á svonefndum
lönguskerjum i Skerjafirði
jákvæða afgreiðslu.
Kristján Benediktsson mælti
fyrir tillögunni. Einnig tók til
máls Markús Örn Antonsson. Til-
lögunni var með samhljóða
atkvæðum vísað til athugunar
skipulagsnefndar og borgarráðs.
• •
Okukennsliisvæði
Á FUNDI borgarstjórnar sl.
fimmtudag var til umræðu tillaga
frá Kristjáni Benediktssyni um
úthlutun á athafnasvæði fyrir
ökukennarafélag Islands til nota
við kennslu byrjenda í bifreiða-
akstri.
Auk flutningsmanns tók Davíð
Oddsson til máls um tillöguna,
sem vísað var til athugunar
borgarráðs.