Morgunblaðið - 15.06.1975, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JUNl 1975
Piltur og stúlka
Eftir Jón Thoroddsen
Jú, það er því betra sem fleiri eru, og
ég hef líka mikla trú á, að þér munduð
gefa einhver góð ráð; og látum okkur þá
halda af stað eða má ég ekki vænta þess,
að þér veitið mér þá ánægju?
Það sýnist mér, sagði Guðrún og hvísl-
aði um leið að Sigríði: Æ, hvað á nú þessi
tepruskapur lengur að þýða, að láta hann
vera allajafna að ganga á eftir sér um svo
lítið?
Er það nú skjótt af að segja, að þær
stallsystur gengu af stað með Möller.
Hús það, sem Möller átti heima í, var
ekki mjög stórt, en allsnoturt, að því sem
gjöra var í Reykjavík. Því var skipt í tvo
hluti; I öðrum endanum var sölubúðin,
það var allur nyrðri helmingur hússins.
Á ny'rðri húshliðinni voru dyr og anddyri
inn af, næstum því svo langt sem húsið
var breitt til. Til hægri handar úr and-
dyrinu var gengið til gestastofu Möllers;
stofan var ekki breiðari en svaraði hálfri
breidd hússins, en svo löng sem vestari
húsendinn var til. Aðrar dyr lágu úr
anddyrinu, samsíðis við stofudyrnar;
þessar dyr Voru að skrifstofu Möllers.
Innar af skrifstofunni var aftur herbergi
það, sem Möller svaf í, og mátti úr því
bæði ganga í skrifstofuna og fram í gesta-
stofuna, og sneru gluggarnir á því og
skrifstofunni út að dálitlum kálgarði, er
lá baka til við húsið og skildur frá stræt-
inu austanverðu með rimagarði. Yfir
þessum enda hússins var og loft og
nokkur herbergi f, en ekki voru þau
notuð til annars en að Kristján búðar-
maður Möllers svaf í einu þeirra og pilt-
ur einn, sem Möller hafði sér við hönd til
smávika; og ekki voru þar fleiri í húsinu
en þeir þrír, því Möller fékk að mat og
alla þjónustu. Möller leiddi þær stall-
systur inn í stofuna, og stóð þar ljós á
borði.
Hérna sjáið þér nú híbýlin, jómfrú góð!
Ég vildi óska þess, að yður litist vel á
yður; sjáið þér, þetta er gestastofan;
hérna innar af er herbergi, sem ég hef
haft til að sofa í; en nú hef ég hugsað mér
það svona: Hérna á hliðinni, sem snýr út
til kálgarðsins, læt ég gjöra dyr og setja
þar fram af dálítið trébyrgi og læt svo
Stúfur litli
tröllið, en ekki var hann nú eins hugaður
og hann hafði sagt, því þegar niður í
hvamminn kom, klifraði Rauður riddari
strax upp í tré eitt, sem stóð uppi í
brekkunni, og faldi sig þar á milli grein-
anna, eins vel og hann gat. Konungsdótt-
ir grét og bað hann að hjálpa sér, en
Rauður var nú ekki að láta það á sig fá.
„Það er betra að einn missi lífið, en
tveir“, sagði hann.
Meðan þessu fór fram, bað Stúfur litli
eldabuskuna um að lofa sér að skreppa út
og leika sér svolítið.
„Æ, ég held þú hafir ekki mikið út að
gera svona seint“, sagði eldabuskan.
„Ó, góða, bezta, lofaðu mér að skreppa
snöggvast“, sagði Stúfur þá, og gerði sig
eins blíðan og hann gat. „Heldurðu ekki
að mig langi til að skemmta mér svolítið
með hinum piltunum“.
„Æ, farðu þá“, sagði eldabuskan, „en
mundu mig um það, að koma með fullt
fangið af eldiviði, þegar þú kemur aftur“.
Þessu lofaði Stúfur litli, og hljóp svo
niður í hvamminn.
En um leið og hann kom þar að, sem
konungsdóttir sat, kom tröllið þjótandi
svo hvein og brakaði í öllu. Það var svo
stórt og digurt, að það var ógurlegt að
sjá, og fimm hausa hafði það.
„Eldur og brennisteinn", æpti tröllið.
Maigret og guli hundurinn
Eftir Georges Simenon
Þýðandi Jóhanna
Kristjönsdóttir
12
aó boróinu. Gestgjafinn kom úr
eldhúsinu, en Maigret var enn
tregur til aó hlusta á umkvartanir
hans.
Um háiffimmleytið kom Ernst
Miehoux nióur, f inniskónum.
Silkiklútur um háisinn var votur
af svita.
— Svo að þér eruð enn hérna.
iögregluforingi.
Þaó virtist hafa sefandi áhrif á
hann.
— Og aðstoðarmaður yðar?
— £g sendi hann út f bæinn...
— Og hundurinn?
— Hann hefur enginn séð sfð-
an f morgun...
Gólfið var grátt, hvftar
marmaraplöturnar höfðu bláar
æðar. Út um gluggana sást f upp-
lýsta bæjarklukkuna sem vantaði
tfu mínútur f fimm.
— Er enn ekkert vitað um hver
skrifaði greinina?
Greinin lá á borðinu og að iok-
um sáu þeir aðeins þessi orð:
„Hver verður næsta fórnar-
lambið?"
Sfminn hringdi. Emma tók tól-
ið.
— Nei. Ekkert... Ég veit ekk-
ert...
— Hver var það? spurði
Maigret.
— Aftur eitthvert blað í
Parfs... Blaðamennirnir fara vfst
að koma f strfðum straumum.
Hún hafði varla sleppt orðinu,
þegar aftur var hringt.
— Það er til yðar, lögreglu-
foringi.
Doktorinn var náföiur og fylgdi
Maigret með augunum.
— Maigret lögregiu-
foringi... Við hvern tala ég?
— Það er ég. Leroy. Ég er í
ferjustaðnum f gamla bænum.
Það var skothrfð. Skósmiður hafði
séð gula hundinn út um gluggann
og skaut...
— Er hann dauður?
— Nei, en særður. Hann dregst
varla áfram. ..fólk þorir ekki að
koma í námunda við hann... Ég
hringi frá kaffistofu... hundur-
inn liggur úti á miðri göt-
unni... ég sé hann út um glugg-
ann... hann ýlfrar og kveinkar
sér af sársauka... Hvað á ég að
gera?
Leroy reyndi að hafa vald á
rödd sinni, en hann var óstyrkur
hvort sem það stafaði af þvf sem
hafði komið fyrir hundinn eða af
því að hann leit á hann sem
yfirnáttúrlega veru.
— Það er fólk að glápa f hverj-
um glugga. Eigum við að skjóta
hann, lögregluforingi?
Að baki Maigrets stóð iæknir-
inn fölur sem lfk og spurði með
andköfum:
— Hvað er að? Hvað segir
hann... ?
Lögregluforinginn sá Emmu
standa við afgreiðsluboiðið með
f jarrænan glampa í augum.
4. kafli
LIÐI SAFNAÐ
Maigret gekk yfir vindubrúna
og áfram milli kastaiamúranna.
kom sfðan inn í bugðótta og illa
lýsta götu.
Og lögregluforinginn, kom inn
f svo djúpa þögn að það var engu
lfkara en allir hefðu verið slegnir
sprota og gætu hvorki hrært legg
né lið.
Einstakar raddir heyrðust þó
frá unglingum, sem töluðu digur-
barkalega.
Maigret ruddist gegnum mann-
þröngina. Þarna voru aðaliega
unglingar. Tveir þeirra héldu
áfram að kasta steinvöium að
hundinum. Félagar þeirra
reyndu að fá þá tii að hætta. En
geta mátti sér til um hvað sagt
var:
— Gættu þfn nú.
Einn þeirra, sem hafði verið að
kasta steinum, roðnaði út að eyr-
um, þegar Maigret ýtti honum til
liliðar og gekk að helsærðu dýr-
inu. Þögnin hafði breytzt. Sú
óhugnanlega æsing sem hafói rfkt
hjá viðstöddum fyrir augnabliki
hafði breytzt. Gömul kona
hrópaði úr giugganum sfnum:
— Þetta er viðbjóðslegt... Þér
ættuð að handtaka þá alla.
lögregluforingi... Þeir kvelja
veslings dýrið.. Og ég veit fullvel
hvers vegna... Þeir eru hrædd-
ir... skítlogandi hræddir.
Skósmiðurinn sem hafði skotið
á hundinn hvarf vandræðalegur
inn f vinnustofu sfna. Maigret
beygði sig niður og klappaði
hundinum vinalega og dýrið leit á
hann og virtist undrandi að fá
blíðuhót. Leroy lögreglumaður
kom út úr kaffistofu. þar sem
hann hafði fengið lánaðan síma.
Fólk hörfaði frá staðnum en ekki
fúst.
— Við verðum að ná f vagn til
að fl.vtja hann á...
Gluggarnir lokuðust hver af
öðrum, en bak við gluggatjöldin
mátti greina forvitin andlit.
Hundurinn var skftugur og feld-
urinn ataður blóði. Þegar hann
fann nú umhyggju á ný varð hann
rólegur og fullur af trausti og
reyndi ekki að dragast áfram
eftir jörðinni, þar sem voru ótal
steinar, sem að honum hafði verið
kastað.
— Hvert eigum við að fara með
hann, lögregluforingi?
— Til gistihússins... Farið var-
lega... setjið voð undir hann...
1 aðra röndina var þessi skrúð-
ganga hlægileg, en yfir henni
hvfldi einhver dularfullur blær
sem kannski mátti Ifkja við helgi,
vegna þeirrar hræðslu sem hafði
skotið rótum í allra hugum.