Morgunblaðið - 15.06.1975, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNl 1975
41
VELV/AKAIMC3I
Velvakandi svarar I síma 10-100
kl. 1 0.3Q — 1 1.30, frá mánudegi
til föstudags.
% Kvennadagur —
kvennavika
— kvennaár.
Viö skulum byrja á þvi aö
sjá, hvað ,,Karl“ hefur að segja:
„1 ár er kvennaár. Gott og vel,
við skulum segja að það sé allt í
tagi (þótt það sé það ekki). En svo
vaknar maður upp við það einn
góðan veðurdag að ein vika þessa
ágæta árs er kvennavika og
hápunktur þeirrar viku er
kvennadagur.
Hvað með hinar vikurnar 51 að
tölu? Eru þær ekki kvennavikur á
kvennaári? Og þessi eini sérstaki
kvennadagur í kvennavikunni...
Er nema von, að menn ruglist
svolitið í ríminu?
Ég er orðinn dauðhræddur við
þetta alltsaman og þori í hvoruga
löppirra að stiga, sjái ég kven-
mann í mílu fjarlægð. Ég veit
ekki nema hapn fari að skeyta
skapi sinu á mér fyrir allar mis-
gerðir, sem konan hefur orðið að
þola af hendi karlmannsins í 1101
ár, ef trúa má hennar orðum. — Á
kvennadaginn i kvennavikunni á
kvennaárinu loka ég mig hrein-
lega inni. Gott að vera ekki gift-
ur.“
£ Karlavika?
„Mér hefði þótt sann-
gjarnara að efnt hefði verið til
karlaviku á kvennaári. Það versta
við það er þó, að konan gæti þá
fundið upp á því að fara að
heimta sérstaka kvennaviku öll
hin árin. Einn dagur er nóg fyrir
hana. Þá vil ég heldur þrauka
þetta ár og fá að njóta gömlu,
góðu karlaáranna aftur. Maður
verður svo sannarlega að gæta
þess að fá henni ekki vopn upp i
hendurnar. Hún verður að afla
þeirra sjálf
Ég
hafði ekkert
misskilið
„Þegar ég bar mig upp und-
an kvennaárinu við kunningja
minn á góunni, sagði hann, að ég
hefði misskilið allan galskapinn.
Konurnar væru að berjast fyrir
því að fá að vinna fyrir karl-
mönnunum, en karlmennirnir
væru þvílikir apakettir, að þeir
vildu heldur þræla sjálfir.
Ég tók vin minn trúanlegan,
enda grandvar maður, og nagaði
mig í handarbökin fyrir að vera
ekki kvæntur. Ég ákvað að bæta
úr því og verða mér úti um kven-
mann. — Það virtist allt ætla að
ganga vel þar til ég spurði þá
útvöldu, hvaða vinnu hún ætlaði
að fá sér. Bezt væri að hún byrjaði
Gamall maður ýtti vagninum yfir
ójafna stéttina eftir krákustigum
og yfir vindubrúna og enginn
lagöi í aö elta þá. Guli hundurinn
andaói með erfiöismunum og
teygði frá sér skankana í
þjáningu sinni.
Fyrir utan Hotel de l’Amirel sá
Maigret bíl sem hann kannaóist
ekki viö. Þegar hann hratt upp
huröinni fann hann samstundis
að andrúmsloftiö var breytt.
Maöur ýtti honum til hliðar,
kom auga á hundinn á vagninum
og beindi m.vndavél að honum og
sniellti af. Annar sem var klædd-
ur gallabuxum og rauóri pevsu
stóö með blokk í höndunum og
bar fingurna upp að gagnauganu
í kveöjuskyni.
— Maigret lögregluforíngi.
Komió þér sælir. Ég heiti Vasco
frá Le Journal... Ég var aö koma
og hef þegar verið svo heppinn aö
hitta þennan herramann, sem
þarnasitur.
Hann benti á Michoux, sem sat
í horninu og hallaöi sér upp aó
stólhakinu.
— Þaö er von á fleirum fljót-
lega. Það sprakk hjá þeim, svo aö
þeim seinkaói dálítió.
Émma spurði lögregluforingj-
ann.
strax á puðinu svo við gætum
farið til Mæjorku i brúðkaups-
ferð.
Þá stuttu rak i rogastanz, spurði
hvilikur durgur ég væri eigin-
lega, hvort ég vissi ekki, að það
væri karlmaðurinn, sem ættj að
vinna fyrir konunni. Mér gafst
ekki kostur á neinni skýringu —
um kvennaár og svoleiðis — þvi
hún var rokin.
Ég hafði ekki misskilið neitt,
heldur vinur minn.“
% Viðverðum
að þrauka
„Nú vona ég bara að við
karlmennirnir þraukum þetta
kvennaár. Við megum ekki láta
neinn andbyr buga okkur, heldur
reyna að þræða á milli skerjanna
með sem minnstri ágjöf. Eða eins
og segir í Stjörnuspánni minni I
dag: „Vertu þolinmóður, fram-
undan eru bjartari dagar“.
Ég er þegar farinn að hlakka til
þeirrar stundar, er ég stend í hópi
kynbræðra minna næsta gamlárs-
kvöld og syng við raust „Nú árið
er liðið...“ — Það verður
dimmraddaður en hljómfagur
kór. Karl''
I
0 „Ó, bernsku vorr-
athvarf...“
Þá er hér bréf frá „Br.“ um
Austurstræti:
„Öhætt er að segja, að vel hafi
tekizt til með Austurstræti sem
göngugötu. Komið hefur í ljós, að
ómögulegt er að hafa gras á upp-
hækkuðum reitunum, og min
vegna má það hverfa. Tilvalið er
að koma listaverkum fyrir á þess-
um reitum. Tilraunin, sem gerð
var i fyrra, er í rétta átt. Annars
kæmi vel til greina að þekja reit-
ina með stórum, marglitum
mósaik-hellum.
Þá skora ég á borgaryfirvöld að
koma upp i austurenda götunnar
brjóstmynd af Brynjólfi Jó-
hannessyni, þeim ástsæla leikara.
Sú stytta gæti verið I reitnum
fyrir framan Utvegsbankann. Þar
starfaði hann i áratugi, þótt hans
verði fyrst og fremst minnzt sem
framúrskarandi leikara. Fer vel á
þvi að þar skipi virðulegan siss
borgarskáld og borgarleikari. —
Br.“
0 Bílstjórum Kópa-
vogsvagna þakkað
Kona, sem ferðaðist mikið
með Kópavogsvögnunum síðast-
Iiðinn vetur, kom á máli við Vel-
vakanda og bað um að bílstjórun-
um yrðu færðar sérstakar þakkir
fyrir tillitssemi og sérstæða fyrir-
greiðslu. „Ég er sannfærð um að
fleiri eru mér sammála, hvað það
snertir", sagði hún, „og taka
örugglega undir það þakklæti.
Það er ósk min að sem flestir
bílstjórar taki þá sér til fyrir-
myndar".
0 Gúmbjörg-
unarbátar
Velvakanda hefur borizt
bréf þar sem lagt er til að gert
verði að skyldu, að i öllum litlu
'trillunum, sem til dæmis eru
gerðar út á grásleppuveiðar, verði
gúm-björgunarbátar. Hann bend-
ir á hvílikt öryggi það er þeim
mönnum, sem veiðar stunda á
slikum fleytum.
Ötaldir eru þeir sjómenn, sem
bjargazt hafa eingöngu vegna
þess að gúmbátar voru í skipum
þeirra, en við vitum ekki, hve
margir hafa farizt vegna þess að
þeir voru þar ekki. Trillurnar róa
sjaldnast langt frá landi og ekki
almennt i slæmu veðri, en slysin
gera ekki boð á undan sér. Þess
vegna er rétt að vera við öllu
búinn.
Og gúm-bátar ættu ekki aðeins
að vera i þeim smábátum, sem
notaðir eru til veiða, heldur einn-
ig hinum, sem fólk á sér til
ánægju og skreppur í á sjó dag og
dag. Einhverjum finnst það ef til
vill sýna óþarfa hræðslu að vera
með svo viðamikinn björgunarút-
búnað i smákænu. Slíkt er ekki
hræðsla heldur raunsæi.
HOGNI HREKKVISI
© 1975 6-/o
McNaught
Syndkmte, Inc.
Amma — amma: Gáðu oní tepottinn, — skriðkvikindið
hans Högna slapp frá honum.
fvwy ömcyou mt«l« jeut#ywki"gs
ofháBfe.
kwiMiMhim
Uk y«w m Bnow éem*. wm 1.500
tabwteiigtxnar-xwdfedtfth'irmedwt
híd I<vcn up *noUn| «»ti«n ihfy
gm up moUns when you’r*
Þetta gerðist líka..
Slagurinn við tóbakið
Ef sóknin sem nú er hafin I Sviþjóð. ber tilætlaðan árangur, þá verða
landsmenn orðnir svo frábitnir tóbaki innan nokkurra ára, að þeim mun
þykja hver sá maður skritinn i kollinum, sem þeir sjá svælandi.
Herferðinni er einkum' beint að þeirri kynslóð, sem nú
er •»’**ú/ 9™si. með stóraukn- isitfairtofbrceyourbaby
um aróðri i skólum gegn hvers- , , . f
konar tóbaksnotkun. en að auki | tOSmOKe ClgaretteSí
verður hert verulega á ákvæðum
um allar tóbaksauglýsingar og
verðið á tóbakinu hækkað stig af
stigi með auknum sköttum, þó að
sigarettupakkinn kosti Svíann
raunar nú þegar á þriðja hundrað
króna. Þá eiga reykingamenn von
á þvi, að þeir verði gerðir útrækir
með löst sinn af opinberum stöð-
um, og ennfremur er í ráði að hið
opinbera auki hjálparþjónustu
sina við það fólk, sem af einlægni
vill losna við ávanann. Norðmenn
eru raunar lika að skera upp
herör gegn tóbakinu um
þessar mundir og ætla að banna tóbaksauglýsingar með öllu frá og með 1.
júli næstkomandi. — Loks er hér mynd af bresku áróðurspjaldi gegn
tóbaksnotkun, en könnun leiddi i Ijós, að 10% barnshafandi kvenna, sem
sáu það, gengu þegar i tóbaksbindindi. Yfirskriftin segir: Er réttlátt að
þvinga barnið þitt til þess að reykja sigarettur?
Hinir fáránlegu frelsisboðar
i grein um þann óskiljanlega hugsjónagraut, sem á að heita undirstaðan
undir tilveru nær allra hryðjuverkasamtaka, tekur breskur maður, sem
hefur sérstaklega rannsakað þessa starfsemi, dæmi af hinum svokallaða
„rauða her" í Japan, sem „afrekaði" það með öðru fyrir þremur árum að
myrða yfir þrjátiu saklausa borgara á flugvelli i ísrael, þar af 24
ferðalanga frá Puerto Rico. Greinarhöfundur upplýsir, að JAPANIR hafi
hlotið þjálfun sina i NORÐUR-KÓREU, aflað sér fjárhagslegs stuðnings i
VESTUR-ÞÝSKALANDI, haft morðtól sin frá öfgamönnum á ITALIU, notið
framhaldsþjálfunar i SÝRLANDI og loks framið hryðjuverkið á þeirri
forsendu, að þeirværu að berjast fyrir „frjálsri PALESTÍNU"!
Friðarórar stríðsmannsins
Mönnum sem hafa gaman af sagnfræði kann að þykja það forvitnilegt,
að í nýútkominni bók um prússneska marskálkinn Blúcher, sem átti m.a.
mikinn þátt I sigrinum yfir Napoleon við Waterloo, upplýsir höfundur, að
marskálkurinn hafi löngum þjáðst af svo heiftarlegu þunglyndi, að hann
hafi verið fjarri þvl að vera heill á sönsum þegar myrkrið var mest yfir
honum. Honum hundleiddist á friðartímum en komst í essið sitt i stríðum.
Einhverntíma á friðarskeiðinu eftir Waterloo var svo af kempunni dregið,
að hann varð sannfærður um, að hann væri óléttur! Og ekki nóg með það.
Hann stóð á þvf fastar en fótunum, að hann gengi með ffl!
Kviksyndið kvikmyndað
Nú eru Hollywood-menn byrjaðir að búa til kvikmyndir, sem er byggð á
hinu alræmda Watergate-máli. Þeir hafa verið að mynda i Washington
upp á siðkastið og þurftu að sjálfsögðu að heimsækja ritstjómarskrifstofu
Washington Post, sem átti drýgstan þátt i því að Ijóstra upp um
hneykslið, að öðrum fjölmiðlum ólöstuðum. Þá var að sjálfsögðu óspart
myndað f hinni frægu Watergate-byggingu, þar sem þetta byrjaði allt-
saman nótt eina fyrir
löngu, þegar blökku-
maðurinn Frank Willis,
sem var öryggisvörður i
byggingunni, stóð út-
sendara frá Hvíta húsinu
að innbroti í hana. Willis
leikur sjálfan sig i Wat-
ergatemyndinni, en þeir
Robert Redford og Dust
in Hoffman fara með
... ^... __ hlutverk blaðamann-
-v anna tveggja, sem
voru í „fremstu viglínu" (ef svo mætti að orði komast) hjá Washington
Post, allt þar til uppljóstranir þeirra og annarra fréttamanna afgreiddu
Nixon að lokum úr forsetastólnum. — Redford er lengst til vinstri á
myndinni, Hoffman lengst til hægri.
Sitt lítið af hverju
Striðsöxi, sem kinverskir fornleifafræðingar hafa fundið, þykir sanna
að Kinverjar hafi verið byrjaðir að búa til járn fyrir að minnstakosti 3.000
árum. . . Refsifangi í Michigan komst undan i siðastliðinni viku þegar
félagi hans tók þyrlu traustataki, neyddi flugmanninn til þess að lenda
henni á lóð fangelsisins, kippti kunningjanum upp I farartækið og hvarf
siðan upp i himinblámann. . . Sovésk stjórnvöld hafa boðað nýja skatta á
peningasendingar, sem sovéskir borgararfá frá útlandinu. Þessari ákvörð-
un er einkum talið beint gegn þeim Gyðingum, sem hafa þraukað á
erlendri aðstoð, eftir að hafa verið sviptir vinnunni fyrir þá „sök" að vilja
flytjast úr landi . . . Að mati yfirvalda í Bandarikjunum kostar eiturlyfja
vandamálið landsmenn nú sem svarar 1.400.000 milljónum króna á ári
— naumt reiknað. . . Þritugur kaupsýslumaður i Houston i Texas hefur
verið fundinn sekur um að myrða átta ára gamlan son sinn til fjár. Barnið
var liftryggt fyrir rösklega 30.000 dollara, og samkvæmt ákærunni kom
faðirinn bráðdrepandi eitri í sælgæti, sem hann gaf þvi
S2P S\GeA V/öGPk £ \iLVZ%AK
tóitoR \
\ WRR4-
m\9 /
w wow ÁmwmGQ ölu
owo og sfcwsKA
tR V/sT ALWG &&SGA FLon?
0%9om% HAFA GPNG\V £/ NS OG V^RÁ'
Wi vp\k '05® vf/T mi
y&m GEKr rnm i\í gj\9a á tönáinM
íg ætla
49 VONA DS) V/9
VÁOW W)Ó'dWbf\-
omj. kassvasa-
ORPOK \/L)ÓTA A9
V£R4 ÓVTGh
LEGAtf