Morgunblaðið - 15.06.1975, Page 42

Morgunblaðið - 15.06.1975, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JUNl 1975 Bankaránið if ir The Heist, bandarískt, gerð 1971. Leikstjóri: Richard Brooks. Miðað við gómsæti kvik- myndahúsanna þessa dagana (sem virðist i einhverjum öldu- dal) verður Bankaránið að telj- ast mjög þokkaleg mynd. Richard Brooks leikstýrði á sín- um tíma In Cold Blood og The Professionals, sem báðar sönn- uðu, að Brooks er mjög fær leikstjóri einkanlega í atriðum sem gerast i náttúrulegu um- hverfi (location). Bankaránið er öll tekin þannig og af ótrú- legri elju beitir Brooks hundr- uðum mismunandi myndvinkla og örstuttum myndskeiðum (shots) til að halda uppi spennu og hraða í óvenjulegu bankaráni. Sönnunin fyrir því að honum tekst það, er sú stað- reynd, að áhorfendur sitja negldir i sætum sínum fram á siðustu mínútu. Og í rauninni er það nokkurt afrek, þvi sagan er anzi brokkgeng og skiptist milli nokkurra ólikra persóna, sem til að byrja með virðast á engan hátt tengdar saman. En Brooks tekst að halda forvitni áhorfandans vakandi, unz lín- urnar fara að skýrast og megin- þráðurinn fer að síast í gegn. Andstætt myndinni In Cold Blood er persónusköpun hér engin (Warren Beatty og Goldie Hawn eru einungis leik- brúður í spottum) enda er myndin öll byggð upp mekanískt og gengur eins og vel smurð vél allt til þess, að tjaldið er dregið fyrir. SSP. Tataralestin ir Caravan to Vaccares, bresk/frönsk, gerð 1974. Leik- stjóri: Geoffrey Reeve. Sögur Alistair MacLean hafa þótt góður efniviður í kvik- myndir á síðustu árum, epda gefa sögurnar mikla möguleika til myndskreytingar og eru bæði lifandi os spennandi. En eins og sögur MacLean hafa yf- ir sér ákveðinn blæ, hafa áhorf- endur myndanna krafizt ákveð innar uppbyggingar og ákveð- innar stöðlunar i útfærslu efn- isins. Samkvæmt þeim staðli hefur ávallt verið lagt nokkuð mikið í þessar myndir og frægir leikarar fengnir í höfuðrullurn- ar. í Caravn to Vaccares er þessu hvorugu fyrir að fara svo útkoman verður ekkert lík neinni „Alistair MacLean- mynd“. Afraksturinn er ósköp venjuleg njósna mynd í Bond- stíl, sem úir og grúir af. Auk þess er myndin allt að því sýnis- horn úr mörgum myndum, því hvergi er verið að leyna mynd- stuldinum (stæling á II Con- formista, þegar Charlotte Rampling er rænt, tekið gegn- um bílglugga, — auk þess sem mörg önnur atriði bergmála ai eftiröpun). Hins vegar virðist þessi stíll svo meðvitaður aé það er líkt og leikstjórinn noti sér hann til skemmtunar og víst er um það, að ýmsar tilvitnanii í textanum, eins og „A mar must do what he has to“, sem er undirstaða amerískra hetju- mynda, er tekin beint upp úr kvikmyndamálinu. Einnig er setning Croytors í Iokin, er hann svarar aðspurður, eftir að hafa drepið nautið, „að það hefði ekki verið dramatískt rétt að skjóta það fyrr“, aðeins at- hugasemd um leikræna upp- byggingu í atriði, sem var að Ijúka. Þarna bregður allt í einu fyrir stil Brechts upp úr þurru, að gera áhorfandann meðvitað- ann um það að hann sé aðeins að horfa á sjónleik. En þrátt fyrir léttvægt háð, sem fylgir þessum tilvitnunum, er útkom- an aðeins fremur grautarleg njósnamynd án spennu eða frumlegra hugmynda. SSP. BRÉFADÁLKUR Þrátt fyrir Itrekaða ósk um, að þessi bréfadálkur starfaði sem einhvers konar grundvöll- ur fyrir skoðanaskipti, bæði millum bfógesta, forráðamanna kvikmyndahúsanna og skrifara sfðunnar, hefur þessi dálkur þróast nær eingöngu í spurn- ingar og svör. Það er í sjálfu sér ekkert að þvf að svara ýmsum þessara spurninga, sem margar hverjar eiga fullan rétt á sér og varða fleiri bfógesti en bréfrit- ara einan. Það verður hins veg- ar ávailt mat skrifara sfðunnar hverju sinni, hvort slfk fyrir- spurnarbréf verða birt. llins vegar mun ekki verða skorazt undan því að birta hvert það bréf, sem felur í sér skoðanir bréfrítara á einhverjum þeim málum, sem snerta kvikmynd- ir, kvikmyndasýningar eða kvikmyndahúsin f landinu, og raunar er- óskað eftir slfkum hréfum sérstaklega. En hér kemur þá eitt fyrir- spurnarbréfið enn: „Háttvirta siða, Ég ætla nú að byrja á því að þakka fyrir gott efni en meira mætti gera af því að kynna bæði leikstjóra og leikara. Svo eru það spurningarnar: 1) Það eru 3 frábærar mynd- ir, sem mig og örugglega fleiri langar til að sjá aftur. Þetta eru „Catch 22“ (Háskólabió), „Rómeó ogJúlia" (Háskólabió) og „Zabriskie Point" (Gamla Bíó). Er nokkur von til þess að þessar myndir verði endur- sýndar? 2) Hvernig er það með „Let it Be“, bítlamyndina, sem flest- ir telja beztu mynd The Beatl- es? Á hún aldrei að sjást hér? Ég veit um marga, sem beðið hafa lengi eftir þeirri mynd. 3) Hvaða myndum hefur Dustin Hoffman leikið í (þarf ekki að telja með statistahlut- verk, ef þau eru nokkur)? Með þökk fyrir birtinguna. H." 1) „Rómeó og Júlfa verður ekki endursýnd, en hinar myndirnar báðar eru núna til sýninga úti um landsbyggðina og þegar þær koma aftur verð- ur „Cateh 22“ endursýnd en enn þá er óráðið um „Zabriskie Point“. 2) Þvf miður verða þeir, sem beðið hafa eftir þessari mynd að bfða nokkuð lengi. United Artists dreifir þessari mynd, sem þýðir að Tónabfó átti kost á myndinni til sýningar. Tónabfó hafnaði hins vegar m.vndinni og eru cngin áform uppi um að sýna myndina hér á landi. 3) Dustin Hoffman skauzt upp á stjörnuhiminn í The Graduate, en sfðan hefur hann m.a. leikið í Midnight Cowboy, John and Mary, Little Big Man, Who Is Harry Kellerman and Why Is He Saying Those Terri- ble Things About Me?, Straw Dogs og PapiIIion, sem allar hafa verið sýndar hér og nú sfðast f Lenny Bruce. SSP. Visconti hefur nú gert sína fjórtándu mynd, sem nefnist Conversation Piece, en hér er hann ásamt Dirk Bogarde við upptöku á Dauðinn í Feneyjum. fjölskyldu, móður og elskhuga, dóttur og kærasta hennar, sem leigja íbúð fyrir ofan kennar- ann. Andstætt betri samvisku flækist hann inn í líf þessara persóna, án þess að það veiti honum nokkra lifsfyllingu. Hann berst gegn sinni eigin niðurlægingu en uppgötvar, að tilraunir hans til að taka þátt i nútímanum geta ekkert frek- ar Iosað hann undan yfirþyrm- andi tilfinningu hans um eigið gagnsleysi en flótti hans fyrr inn í fortíðina. En það er ein- mitt þessi skilningur eða viður- kenning á eigin getuleysi sem að lokum veitir honum frið. Kjarninn i boðskap Viscontis virðist þannig vera sá, að þrátt fyrir pólitískár blekkingar eða sjálfsblekkingar getur einstakl- ingurinn litlu breytt i sínu eigin lifi og engu breytt um framtíð heimsins. Burt Lancaster leikur kennarann, en Lancaster leikur hér svipað hlutverk og hann lék fyrir Visconti i „The Leopard" (Hlé- barðinn), og er nú einnig í svip- uðu hlutverki hjá Bertolucci í myndinni „1900“. Samtalsbrot er einnig mynd um kynslóðabil, hið óbrúanlega bil milli elli og æsku en um þetta segir Visconti: „Hinir eldri geta vel reynt að skilja þá yngri og reynt að elska þá, en bilið milli kynslóðanna er að sýna samband þeirra i öllum sínum dapurleik. Ég reyni að sýna heiminum í spegil. Hinir gömlu eru annað hvort settir til hliðar eða hafa horfið aftur að fasisma. Hinir Ný mynd eftir Visconti Luchino Visconti hefur ný- lokið við að gera sina fjórtándu mynd, en þrettánda myndin var Dauðinn í Feneyjum, sem hér hefur verið sýnd. Heitir þessi mynd „Conversation Piece“ (Samtalsbrot) og gerði Visconti hana eftir alvarleg veikindi og varð hann að stjórna myndinni úr hjólastól. Allar myndir Visconti hafa að meira eða minna leyti fjailað um örlög einstaklingsins, sem lendir í andstöðu við þjóðfélagið, og spegla á vissan hátt stöðu Visconti sjálfs. 1 Dauðinn i Feneyjum verður einmanaleik- inn mjög áberandi og svo virðist sem reynsla hans sjálfs myndi hinn tilfinningalega grunn í myndinni en hann sé ekki sprottinn upp úr efninu. „Sá sem reynir að deila hug- mynd með öðrum getur ekki gert það nema gegnum eigin reynslu,“ segir Visconti. Sam- talsbrot segir frá öldnum kennara, sem reynir að endur- skoða líf sitt og endurmeta við- horf sín til umheimsins til þess að geta lifað i sátt við veröldina. 1 upphafi myndar- innar er kennarinn niðursokk- inn í gamlar minningar, en þessi afmarkaði heimur hans er truflaður af fjögurra manna ungu er spilltir eða mæta spill- ingu við hvert fótmál. Á sama tíma eru hinir ungu fallegir og aðlaðandi og spilling þeirra er ekki meðvituð. Lifið er stutt, maður verður að lifa því án blygðunar. Það getur endað innan fárra mínútna." Tekið saman úr Take One. SSP. Ýmsir hafa furðað sig á þvl, hvað myndin Brother Sun, Sister Moon var sýnd stutt, aðeins I fjóra daga eftir hvftasunnuna, og nokkrir kvartað yfir því við sfðuna. Friðfinnur Ólafsson f Háskólabfó veitti hins vegar þær upplýsingar, að lftið þýddi að kvarta, þar eð svo fáir hafi mætt á sýningarnar, að nánast sé hægt að segja að sýningarmaðurinn hafi mætt einn. Myndin verður þó tekin aftur til sýningar f haust og óhætt að hvetja þá, sem misstu af myndinni núna til að vera þá viðbúnir að taka á móti henni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.