Morgunblaðið - 15.06.1975, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 15.06.1975, Qupperneq 44
Jr ALLTÁEINUM STAÐ <9B> 83155 iM 83354 ________________iBOLHOLTI 4 BYGGINGAÞJÓNUSTA REYKJAVÍK Fékkst þú þér TROPICANA ■ í morgun ? SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1975 -v Jarðir á 10 — 20 milljónir kr. Sumarbústaður á eina Ljósmynd Sv. Þorm. VA-Á — Þeir eru ekki bangnir strákarnir I Álftamýrinni. Þeir hafa búið sér til stökkpall og þeysa þar fram af á hjólunum sínum. Engum sögum fer þó af því hvernig þetta fer með blessuð hjólin. Samningaviðræður syðra og nyðra: Verkfalli við Sigöldu frestað? Júgóslavneski verktakinn mun að öllum líkindum krefjast skaðabóta af Landsvirkjun SÁTTAFUNDIR voru haldnir í gær milli deiluaðila norðanlands, þar sem sex verkalýðsfélög innan Alþýðu- sambands Norðurlands hafa hafið verkföll, og einnig milli deiluaðila í Rangárvallasýslu, þar sem verkföll hafa einnig hafizt og meðal annars leitt til þess að öll vinna hefur lagzt niður við Sigölduvirkjun. Eftir þvf sem Morgunblaðið komst þó næst í gær höfðu forsvarsmenn stéttarfélaganna í Rangárvallasýslu gefið vilyrði fyrir því að verkfallinu uppi við Sigöldu yrði a.m.k. frestað seinnipart dags í gær eða eftir að sáttafundur deiluaðila hafði byrjað í Tollstöðinni í Reykjavík um 2-leytið f gær. Ekki tókst þó Morgunblaðinu að fá þetta staðfest hjá forsvarsmönnum verkalýðsfélaganna áður en blaðið fór í prentun. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér f gær mun staða verktakans á Sigöldu — júgóslavneska fyrirtækisins Energo Project nokkuð óljós í þeim viðræðum sem voru að hefjast í gær. E.'tir því sem Morg- unblaðið komst næst munu for- svarsmenn stéttarfélaganna eystra vilja meina að þær séu fyrst og fremst við vinnuveit- endur f byggð og Energo project eigi þar ekki aðild að. Hins vegar hefur Energo project nýlega gerzt aukafélagi í Vinnuveitendasam- bandi íslands, og sagði Einar Árnason, fulltrúi hjá Vinnuveit- endasambandinu, að hann teldi augljóst að Energo project ætti að fá að eiga aðild að þeim viðræðum er voru að hefjast í gær, þar eð málið snerti fyrirtækið beinlínis. Virðist því sem það hafi komið í hlut Torfa Hjartarsonar, rfkis- sáttasemjara, að skera úr um þetta atriði í gær. Pétur Pétursson, sem er yfir- maður starfsmannahald. Energo project, kvað hvern dag sem glat- aðist af völdum verkfallsins vera dýrmætan og valda verktakanum verulegu tjóni.-m.a. vegna þess að við Sigöldu væri töluverður hóp- ur Júgóslava er ekki mætti vinna en væri þó á launum. Taldi Pétur vfst að júgóslavneska fyrirtækið myndi gera skaðabótakröfu á hendur Landsvirkjun af þessum sökum. Pétur sagði ennfremur að hvað sem liði aðild Energo project að viðræðum þeim sem hófust milli deiluaðila í gær væri aug- ljóst og strax og samkomulag hefði tekizt þar yrðu hafnar samningaviðræður við stéttarfé- lögin um vinnuna á Sigöldu sér- staklega, þar eð þar væri um ýmis sératriði að ræða. Samningaviðræður milli vinnu- veitenda og Alþýðusambands Norðurlands hófst kl. 10 í gær- morgun og stóðu enn þegar Mbl. fór í prentun. Að því er Baldur Guðlaugsson frá VSI tjáði Morgunblaðinu voru viðræður í fullum gangi og ýmislegt í athug- un milli samningsaðila, m.a. varðandi sérkröfur og kröfur um staðbundin atriði, sem Alþýðu- sambandsmenn nyðra vildu fá inn í samninginn auk almenna sam- komulagsins milli ASÍ og VSl. Nefndi Baldur í þessu sambandi kröfur um breyttar reglur varðandi veikinda- og slysadaga og greiðslur í sjúkra- og orlofs- sjóði, svo að eitthvað sé nefnt. Baldur kvaðst þó vonast til að hægt yrði að komast langt með samningsgerðina um helgina, ef ekkert óvænt kæmi upp á. Verkfallið nær sem kunnugt er til sex staða nyrðra. Á Raufarhöfn var gefin undanþága til vinnu við fiskverkun í frystihúsinu fram að miðnætti á mánudagskvöld, en á öðrum vinnustöðum verkafólks þar var verkfall. Á Siglufirði, Hofsósi og Sauðárkróki lá vinna BIRGIR Daníelsen, framkvæmda- stjóri Fisksölu Færeyja, sagði f gær I viðtali við fréttaritara Mbl. f Færeyjum, Niels Juul Arge, að það hlyti að vera misskilningur, ef forráðamcnn Sölusambands fs- lenzkra fiskframleiðenda héldu því fram, að Færeyingar undir- byðu Islendinga f saltfiskverði f Portúgal með fiski, sem veiddur væri innan 50 mflna landhelgi Islendinga. Birgir heldur því fram, að ógerningur sé að bera saman verð á þeim fiski, sem Færeyingar selji í Portúgal, og þeim fiski, sem íslendingar selji þar, þar eð Is- lendingar seiji allan sinn fisk í MORGUNBLAÐINU í gær voru auglýst til sölu annars vegar sumarbústaður við Þingvallavatn og hins vegar jörð í Borgarfirði, sem talin var mjög heppileg fyrir félagssamtök. Morgunblaðinu lék forvitni á að vita um verð á þessum eignum og hafði því sam- band við seljendur. Seljandi sumarbústaðarins sagði, að bústaðurinn væri á góðum stað i Miðfellslandi, ný- byggður, á 1600 fermetra lóð, sem gæti orðið eignarlóð, og honum fylgdi bátaleyfi og veiðiréttur fyrir tvær stangir. Hann taldi verðið mundu verða rétt innan við eina milljón og talsvert marg- ir hefðu hringt og forvitnast um bústaðinn. Seljandi jarðarinnar sagði, að hún væri falleg, skógivaxin og um hana rynni laxveiði á eins kíló- metra kafla. Hann kvað félaga- samtök og einstaklinga hafa leit- að upplýsinga um jörðina með áhuga á kaupum og kvaðst ekki geta gefið upp ákveðið verð við niðri í frystihúsunum almennt en verkföllin þar höfðu ekki komið mjög að sök þar eð enginn fiskur var þar til vinnslu i bili. í FYRRINÖTT tókust samningar milli Bandalags starfsmanna ríkis og bæja annars vegar og fjármálaráðherra fyrir hönd rikissjóðs hins vegar. Samning- arnir eru gerðir með hliðsjón af ákvæðum i 7. grein Kjarasamn- pakkaðan í srigapakkningar, en Færeyingar selja fiskinn ópakk- aðan í lest. Sem dæmi nefnir Birg- ir Danielsen það, að við pökk- unina hækki verðið um 7% eða um 50 til 60 færeyska aura hvert kíló, pakkningin sjálf kosti 75 færeyska aura og flutningskostn- aður, trygging og fleira hækkar fiskinn um 50 til 60 aura. Þar að auki bendir Birgir á, að Islendingar flytji aðeins út stóran sallfisk, þar sem Færeyingar flytji út auk stórfisksins milli- stærðir og smáfisk. Frá 1. janúar 1975 hafa Færeyingar selt til Portúgals 4 þúsund tonn af stór- þorski fyrir 11,50 færeyskar Morgunblaðið af þeim sökum, en benti á, að jarðir færu yfirleitt ekki á lægra verði en 10—20 milljónum króna. Verðið réðist þó m.a. af útborgun og eins ýmiss konar hlunnindum. Þannig væri veiðiréttur mikils virði og sitt- hvað fleira. Hann nefndi sem dæmi um verð, að nýlega hefði lítil jörð í Fljótunum verið seld á 10 milljónir og litlar jarðir í Grafningnum hefðu farið á svipað verð. Mjólkurfræð- ingar og flug- menn semja MJÓLKURFRÆÐINGAR sömdu hjá sáttasemjara í fyrrinótt og einnig tókust samningar milli flugmanna og flugvélstjóra við Flugleiðir um sex-leytið um nöttina. Ekki reyndist þó unnt að fá uppgefið efni þeirra samninga áður en Morgunblaðið fór í prentun I gær en flugmenn ætluðu að halda félagsfund um samningana í gærkvöldi. Samkomulag náðist hins vegar á milli mjólkurfræðinga og vinnuveitenda þeirra á fjórða tímanum í fyrrinótt. Að því er Stefán Björnsson, for- stjóri Mjólkursamsölunnar, tjáði Morgunblaðinu í gær eru þessir samningar í megin- Framhald á bls. 24 ingalaga, þar sem segir að starfs- menn rfkisins skuli fá kjarabæt- ur, verði almennar og verulegar launabreytingar á almenna vinnumarkaðinum. Með hliðsjón af samningunum, Framhald á bls. 24 krónur hvert kg, en á sama tfma hafi íslendingar flutt þangað stór- þorsk í strigaumbúðum fyrir 9,90 færeyskar krónur kílóið. Þá segir Birgir Daníelsen einnig að Fær- eyingar hafi selt Portúgölum smá- og millifisk, sem veiðzt hafi við Nýfundnaland og skipað hafi verið ópökkuðum upp úr lest tog- ara í Portúgal fyrir meðalverðið 5,97 færeyskar krónur. ,,Ef Islendingar ætla að bera saman verð á saltfiski, sem landað er ópökkuðum úr lest og verð á fiski pökkuðum í striga, fara þeir svo sannarlega villir vegar,“ sagði Birgir Daníelsen framkvæmda- stjóri Fisksölu Færeyja. Undirboðið í Portúgal: Ósambærilegur fisk- ur segja Færeyingar BSRB fékk sömu hækkanir og ASÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.