Morgunblaðið - 08.07.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.07.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLI 1975 5 Skólahljómsveit Kópavogs leikur á flötinni framan við PoIIock Höuse, þar sem borgaryfirvöld í Glas- gow höfðu móttöku fyrir hljómsveitina. Á stígnum standa fræðslustjóri og borgarstjóri Glasgow. hvort honum væri ekki eitt- hvert atvik sérlega minnisstætt úr Skotlandsferðinni, brosti hann og sagði síðan frá óvænt- um liðsauka, sem hljómsveit- inni barst, er hún var að leika fyrir borgarstjórnarfólk og aðra gegti við Pollock House. Er hljómsveitin hafði leikið nokkur lög, kom þar að knatt- spyrnulið pilta úr Garðahreppi og hóf að kyrja „Öxar við ána“ af miklum krafti. Kvaðst Björn vona, að þeir hafi staðið sig betur á knattspyrnuvellinum en í söngnum! Þetta var þriðja utanferð Skólahljómsveitar Kópavogs. Sú fyrsta var 1970 til Noregs, en sú næsta árið 1973 og var þá farið um Norðurlönd. Hljómsveitin er nú orðin níu ára gömul og hefur Björn Guð- jónsson verið stjórnandi henn- ar frá upphafi. Nú eru um 80 börn og unglingar starfandi í hljómsveitinni í tveimur deild- um. I eldri deildinni eru ungl- ingar 12—16 ára og var það sú deild sem fór til Skotlands. I yngri deildinni eru börn 10—12 ára. Áhugi unglinganna, sem verið hafa í hljómsveitinni á undan- förnum árum, er mikill og sést það hvað bezt á því, að nú starf- ar einnig í Kópavogi Horna- flokkur Kópavogs, sem skipað- ur er um 30 ungmennum, sem áður höfðu verið í skólahljóm- sveitinni, en eru nú gengin upp úr henni vegna aldurs. Björn Guðjónsson er einnig stjórn- andi Hornaflokksins. „FERÐIN heppnaðist alveg einstaklega vel. Það var mjög vel tekið á móti okkur og vel gert við okkur í alla staði, og þeim virtist falla vel f geð það efni, sem við höfðum að flytja,“ sagði Björn Guðjónsson stjórn- andi Skólahljómsveitar Kópa- vogs um Skotlandsferð hljóm- sveitarinnar f sfðasta mánuði. Hljómsveitin hélt til Glasgow 18. júní sl. í boði fræðslustjórn- ar borgarinnar og dvaldist þar í 10 daga. Lék hljómsveitin alls sjö sinnum á ýmsum stöðum, bæði í skemmtigörðum og skól- um, og nefndi Björn sem dæmi, að hljómsveitin hefði leikið I gagnfræðaskóla með yfir 2000 nemendur og var hljómleika- salurinn ekki ómerkilegri en Háskólabíó. Þá lék hljómsveitin einnig hjá Pollock House, sem er I eigu borgaryfirvalda og gegnir svipuðu hlutverki þar og húsið Höfði gegnir hjá Reykjavíkur- borg. Hélt borgarstjórnin hljómsveitinni móttöku í hús- inu af þessu tilefni. 40 unglingar á aldrinum 12—16 ára voru f hljómsveit- inni i þessari ferð. Fararstjóri var Guðni Jónsson yfirkennari, sem nú er orðinn umsjónarmað- ur hljómsveitarinnar. uppihald í Skotlandi sáu fræðsluyfirvöld Glasgowborgar um að greiða. En Skólahljómsveitin hefur í staðin boðið skozkri hljómsveit að flytja tónlist sina hér á landi og kemur sú hljómsveit hingað 20. júlí. Er hún skipuð fólki á öllum aldri, allt frá unglingum innan við tvítugt upp í fólk yfir sextugt. Er Björn var spurður að því, Vel heppnuð Skotlandsferð Skólahljómsveitar Kópavogs „Það var athyglisvert, að Bítlalög og lagið „Á Sprengi- sandi“ i útsetningu Páls Pampi- chler Pálssonar gerðu alltaf mestu lukku," sagði Björn enn- fremur. Á efnisskrá hljóm- sveitarinnar var blandað efni og mörg íslenzk lög þar innan um. Til ferðarinnar hlaut hljóm- sveitin 100 þús. kr. styrk frá menntamálaráði, en að öðru leyti greiddu unglingarnir ferðakostnaðinn sjálfir. Það varð þó ekki mjög þungur baggi því að hljóm sveitin hafði spilað víða í fyrra og í vetur og safnað laununum i ferðasjóð. Kostaði ferðin þvi ekki nema 11 þús. kr. á hvern þátttakanda en Thule avaxtasafi,2 Itr. Leyfilegt verð kr. 614 ÉQA Tilboðsverð kr. 4011 Extra Sítrón _ Uppþvotta lögur,2 Itr. Leyfilegt verð kr. 293 Tilboðsl QC verð kr. I vU Léttreykt lambalæri Leyfilegt verð kr. 585 ^QA Tilboðsverð kr.40U Léttreyktur lambahryggur Leyfilegt verð kr. 635 §|J ^J A Tilboðsverð kr.UOU Ljómasmjörlíki,1 stk,(1/2 kg) Leyfilegt verð kr. 149 » A Q Tilboðsverð kr. 1 aLv Stærðir 1 Qfin 128-140 kr. I OUU 152-164 kr. 1400 _________yrtur Stærðir ' QQ 38-44 krf tfU Viöskiptakortaveró fyrir alla! llSK SKEIFUNN115

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.