Morgunblaðið - 08.07.1975, Page 7
r
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLI 1975
7
“1
Reikningar
Reykjavíkur-
borgar
Þjóðviljinn hefur látið
liggja að því i leiðurum
sinum undanfarna daga,
að reikningar Reykja-
vikurborgar fyrir ðrið
1974 sýni Ijóslega. að
fjármálastjórn Reykja-
vikurborgar sé úr skorð-
um gengið. Rökstuðn-
ingur fyrir þessari full-
yrðingu hefur þó verið
heldur bágborinn. Óða-
verðbólga, sem rikt hef-
ur í landinu undanfarin
misseri, hefur að visu
veikt fjárhafsstöðu
sveitarfélaga almennt,
skapað þeim mikla
greiðsluerfiðleika, hægt
á framkvæmdahraða
þeirra og knúið þau til
að fresta um sinn áður
I___________________
ðformuðum frarri-
kvæmdum. Reykjavikur-
borg hefur hlotið sinn
útmælda skammt af
þessum erfiðleikum en
reikningar borgarinnar
fyrir árið 1974 sýna ó-
tvirætt, að rétt og skyn-
samlega hefur verið
brugðizt við aðsteðjandi
vanda og að fjármála-
stjórn borgarinnar er
styrk og árangursrik.
Opinberar tölur sýna,
að innlend verðbólga
jókst um 54% á sl. ári.
Byggingarvisitaia hækk-
aði um 26.8% á árinu,
úr 913 stigum i 1157
stig, sem reyndist árs-
meðaltal byggingarvísi-
tölu á liðnu ári. Að mati
borgarhagfræðings varð
rýrnun framkvæmda
raunar enn meiri en
þessar tölur gefa til
kynna, eða um 32%. þar
sem gengið var frá nýj-
um kjarasamningum, er
fólu í sér miklar verð-
hækkanir, um það leyti
er byggingarvisitala fyrir
mánuðina marz—júni
tók gildi, og höfðu nýju
samningarnir engin áhrif
á byggingarvisitöluna á
þvi timabili. Þrátt fyrir
þessa þróun námu
rekstrarútgjöld Reykja-
vikurborgar á árinu
1974 aðeins 355,3
m.kr. umfram áætlun
(sem gerð var i desemb-
er 1973), þ.e. 13%
hækkun, sem er mun
minna en hin innlenda
verðbólguaukning varð.
Þessi þróun leiddi til
þess að tekjuafgangur
borgarinnar til fram-
kvæmda og greiðslna
reyndist um 280 m.kr.
undir áætlun, sem að
sjálfsögðu setti sitt
mark á framkvæmda-
getu hennar á árinu. Yfir
þessari staðreynd þegir
Þjóðviljinn en leggur
hinsvegar kapp á að tina
til þær framkvæmdir,
sem af þessum sökum
þurfti að fresta. Öllum
skynibornum mönnum
má Ijóst vera. að miðað
við allar aðstæður og
þróun verðlagsmála,
hefur vel til tekizt um
stjórn borgarinnar. Sam-
anburður við sambæri-
lega aðila og stofnanir
er Reykjavik raunar
mjög i vil i þessu efni.
Órökstudd
gagnrýni
Með framangreint i
huga er Ijóst, að gagn-
rýni Þjóðviljans á fjár-
málastjórn Reykjavikur-
borgar er bæði órök-
studd og ómakleg. Sá
efnahagsvandi, sem sett
hefur mark sitt á fjárhag
sveitarfélaga og stofn-
ana i landinu, á m.a.
rætur i jarðvegi, sem Al-
þýðubandalagið átti
sinn þátt í að gera ó-
frjórri en vera þurfti.
Það var stefna þess
flokks að gera sveitar-
félögin fjárhagslega ó-
sjálfstæð og háðari mið-
stjórnarvaldi, sem þeir
reru að valdaaðstöðu i.
Það verður þvi verkefni
nýrrar rikisstjórnar að
stuðla að bætti fjárhags-
aðstöðu og aukinni
framkvæmdagetu sveit-
arfélaganna á ný, eftir
afleiðingar fyrri stjórnar-
stefnu.
Að staða borgarfull-
trúa Alþýðubandalags-
ins hefur og verið hin
neikvæða afstaða, sem
reynir að gera sér mat úr
aðsteðjandi efnahags-
vanda. en forðast að
leggja nokkuð jákvætt
til mála. Þjóðviljinn hef-
ur ekki komið fram með
neina raunhæfa tillögu
eða ábendingu i þessu
efni, sem er á sinn hátt
verðugur dómur um
frammistöðu borgarfull-
trúa Alþýðubandalags-
ins. Neikvæð nölduraf-
staða er ekki traustvekj-
andi og höfðar ekki til
þess fólks, sem vill veg
borgarinnar, og mál-
efnalegar rökræður um
hagsmuni þess fólks. er
hana byggir. Þess vegna
falla borgarmálaskrif
Þjóðviljans um sjálf sig.
dauð og ómerk. og
þjóna þeim einum til-
gangi að auglýsa eigin
málefnafátækt.
Bragi Ásgeirsson:
Listasafn íslands
Listasafn Islands hefur
stokkað upp myndir í sölum
sínum og opnað sumarsýningu,
þar sem islenzk myndlist er
kynnt á allbreiðum grundvelli.
Þá hefur það gerst i tilefni
kvennaárs, að ein álma safnsins
hefur algjörlega verið lögð
undir myndverk kvenna, eldri
sem yngri. Hugmyndin er vel
við eigandi, þótt sjálfsagt megi
deila endalaust um, hvort rétt
sé að einangra kynin á þennan
hátt, einkum þar sem úrval það,
sem safnið á af myndverkum
kvenna, er í flestum tilvikum
ekki fjölskrúðugt, þannig að
óréttlátt væri að gera úttekt á
stöðu kvenna i myndlist þjóðar-
innar með hliðsjón af viðkom-
andi myndum, en hið sama má
einnig segja á hinn veginn. —
Sýningin sýnir þó gjörla, að við
eigum margt frambærilegra
listamanna af hinum fagra kyn-
stofni og nokkrar ótvirætt á
alþjóðamælikvarða, og þær
hafa komið viða við og ekki
einangrað sig við það, sem talist
hefur til hinna kvenlegri
greina innan myndlistar. Is-
lendingar hafa jafnan átt nokk-
uð af stórhuga valkyrjum, svo
sem sagan er til vitnis um, og
þær hafa framar öðru verið
miklir einstaklingar og þá lítið
eða ekkert gefið karlmönnum
eftir og raunar oftlega haft
yfirburði yfir þá sökum kven-
leika síns.
Flestir munu vita, hvern þátt
konan átti í því að halda uppi
merki listræns handbragðs á
mestu niðurlægningartímum
þjóðarinnar og sjá þannig um
að halda uppi merki sjón-
mennta í landinu og stuðla þar-
með að því, að þráðurinn rofn-
aði aldrei. Fyrir þá sök eina
hefði verið ástæða til að koma
upp yfirgripsmikilli sýningu á
hlutverki og stöðu konunnar í
islenzkri myndmennt um aldir
á kvennaárinu.
En framtak Listasafnsins er
allrar virðingar vert og víst er,
að það verður að sníða sér stakk
eftir vexti. Þannig mætti óhik-
Myndlist
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
að ætla, að sýningin hefði orðið
veglegri, væri safnið í eigin
húsakynnum og væru framlög
til þess í samræmi við brýnustu
þörf.
Ég vil skjóta hér að þeirri
fyrirspurn til ráðamanna, hve
lengi þetta ástand eigi að vara
varðandi mál safnsins? Fram-
lög til viðbótarinnkaupa eru
svo naum, að ætla má, að menn
álíti, að málverk hafi ekki
hækkað í verði síðan fyrir síð-
ustu heimsstyrjöld. Allavega
eru þau margfalt of lág og
nauðsynlegt er, að til sé sér-
stakur varasjóður, sem hægt sé
að gripa til, ef safninu bjóðast
óvænt kostakaup á sígildum
listaverkum. Og hvað líður
byggingarmálum safnsins? Eru
tslendingar að bíða eftir því, að
Færeyingar ljúki við sitt lista-
safn og stofni sinn listaháskóla
til að geta sótt fyrirmyndina til
þessara dugmiklu frænda
vorra? Eða munu Islendingar
láta sér það nægja að geta stát-
að af yfirburðum sínum gagn-
vart þessari þjóð í fótamennt?
Ég leyfi mér að auglýsa eftir
svolitlu stolti meðal landa
minna varðandi þessi mál, eink-
um þeirra er hafa þessi mál í
hendi sér og þeirra, er beitt
geta áhrifum sinum.
Svo vikið sé að upphengingu
safnsins, er hún með hressi-
legasta móti, bæði hvað sér-
sýninguna á list kvenna snertir
svo og safnið í heild og er rík
ástæða til, að listskoðendur
fjölmenni í húsakynni safnsins,
kynni sér hlut kvenna í
íslenzkri nútimalist, svo og ann-
að sem safnið hefur upp á að
bjóða.
SÝNING
í SUNDABORG
Einnig sýnum viö margar tegundir
af hjólhýsum og tjaldvögnum
Gísli Jónsson & co. hf.
Sundaborg — Klettagarðar 11 sími 86644.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
OKKAR BOÐ - YKKAR STOÐ~^
innréttingaval hf.
Sundaborg - Reykjavtk - Sími 84660 j
5 EIK RUSTICAL
6 MERBAU
7 ACACIA
8 PANGA PANGA
9 BELINGA
10 FURA
11 IROKO/KAMBALA
PARKITT
á gólfió - hvaó annaó?