Morgunblaðið - 08.07.1975, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JtJLl 1975
Séra Úlfar Guðmundsson, Ólafsfirði:
Nokkrar skýringar
Ólafsfirði 3. júli 1975
Hr. ritstjóri.
Er ég kom heim úr ferðalagi í
gærkvöldi og tók að fletta blaða-
bunkanum er beið mín við dyrn-
ar, sá ég mig tilneyddan að setjast
niður og skrifa nokkrar skýring-
ar. Þar sem tillaga sú, er ég flutti
á nýafstaðinni prestastefnu, hef-
ur verið nokkuð til umræðu í dag-
blöðum, vil ég biðja yður að birta
þessar skýringar minar og at-
hugasemdir í blaði yðar.
Sr. Þórir Stephensen telur frá-
leitt að viðvörun sé gefin án út-
skýringa. (Vísir 28/6) Ég vil því
benda á að síðari hluti tillögunnar
er hugsaður sefri útskýring og við-
miðun fyrir fólk, er það sjálft í
sínum huga vill gera upp afstöðu
sína til þeirra dultrúarfyrirbrigða
sem varað er við. Ég get því ekki
fallizt á að viðvörunin hafi verið
gefin útskýringarlaust. Þessi stað-
reynd brcytir þó ekki því, að
æskilegt væri að gera þessum
málum öllum ítarleg skil. Presta-
stefna er að mínu viti betri vett-
vangur fyrir slíkar umræður milli
okkar starfsbræðranna en greinar
í dagblöðum og mun ég reyna að
verða þeirri skoðun minni trúr
áfram, þótt ég finni mig knúinn
til að rita þennan pistil. Þar fyrir
utan kemur og til greina að ræða
þessi mál á safnaðar- og héraðs-
fundum eins og sr. Þórir
Stephensen stingur upp á. (Mbl.
27/6). Þvi fagnaði cg og studdi þá
viðaukatillögu er óskaði eftir því
að prestastefna tæki þessi mál til
nánari og viðameiri umfjöllunar
síðar. Til þess gafst enginn tími
að þessu sinni, auk þess sem ég er
þeirrar skoðunar að málið sé viða-
meira en svo að æskilegt sé að
brjóta það til mergjar i neinu
fljótræði. Því var það látið nægja
að hvetja fólk, til þess að bera
framandi {rúarstefnur saman við
grundvöll kirkjunnar, sem er Jes-
ús Kristur einn, eins og honum er
borið vitni i Nýja testamentinu.
Persónulega tel ég það allt í senn,
eðlilega, hóflega og hæfilega á-
bendingu. Nauðsynlegt var þvi að
bera tillöguna upp í einu lagi, ella
hefði merking hennar ekki kom-
izt eins vel til skila.
Að sjálfsögðu verður hver og
einn að gera upp sinn hug í þess-
um efnum. Enginn dómur er
felldur og ekki stendur til að
„þrengja dyr“ kirkjunnar frá því
sem verið hefur. Dyr islenzku
þjóðkirkjunnar hafa hingað til
staðið opnar öllum þeim er þang-
að hafa leitað. Mun svo áfram
verða.
Sr. Þórir Stephensen tekur að
sér að túlka huga minn á opinber-
um vettvangi er hann segir í Vísi
þann 28/6: „Á hinn bóginn er það
fullljóst, að tillögumaður er, út
frá þeim umræðum, sem að
undanförnu hafa fram farið í
blöðum, að reyna að þrengja mjög
leyfilegt skoðanasvið þeirra, sem
hingað til hafa viljað vera inn-
an íslenzku þjóðkirkjunnar sem
undanfarna áratugi hefur verið
frjálshuga stofnun." Hér er um
hreinar dylgjur að ræða, nánast
illkvittni, enda veit ég ekki til
þess, að ég hafi látið neitt það frá
mér fara, hvorki á opinberum
vettvangi né í samtölum við sr.
Þóri Stephensen, er gefi honum
tilefni til að álykta þannig. Að ég
ætli mér „að ýta út úr kirkjunni"
einum eða öðrum eru orð sr. Þóris
Stephensens en ekki mín og mun
ég aldrei gera þau að mínum,
enda hefur engin hugsun í þá átt
nokkru sinni fæðzt í mínum huga.
I blaðaskrifum hafa menn fyrst
og fremst gert spíritismann að
umtalsefni. Sr. Þórir Stephensen
og sr. Ólafur Skúlason vitna báðir
til tillögu er ég hvorki flutti né
mæli fyrir. Rétt er það eigi að
síður að ég hafi upphaflega lagt
aðra tillögu fyrir allsherjarnefnd
og ætti því sr. Ólafi Skúlasyni að
vera fullkunnugt um efni hennar.
Hvorugur þeirra sýnir mér þó þá
sanngirni i sínum vinnubrögðum
að vitna rétt til þessarar upphafs-
tillögu. I minni upphafstillögu
vék ég beinlínis að spíritisma, en
orðið stóð þar ekki í svo víðri
merkingu, heldur er það að finna
orðin „spíritismi sem trúarleg
hreyfing." Þar sem að þessu er
opinberlega vikið, langar mig að
gera örlítið nánari grein fyrir per-
sónulegri afstöðu minni til spírit-
isma, enda er hún mér síður en
svo neitt launungarmál. Ég kom
raunar nokkuð inná spíritisma
sem trúarlega hreyfingu, er ég
mælti fyrir þeirri tillögu, er ég
flutti og samþykkt var mótat-
kvæðalaust. Ég vil þó sérstaklega
taka það fram að ekki vék ég þar
einu orði að blaðaskrifum sr. Þór-
is Stephensen og sr. Heimis
Steinssonar. Hins vegar vék ég að
tveim atriðum er vörðuðu spírit-
isma. Þau voru miðilsfundur í
sjónvarpi í vetur og nýútkomin
bók sem ber nafnið Jesús Kristur
í dálestrum Edgars Cayce. I þeirri
bók er fjallað um mörg grundvall-
aratriði Nýja testamentisins og
vakti hún því strax athygli mína.
Afstaða mín til þessara mála er i
grundvallaratriðum þessi: Spírit-
ismi er fjölskrúðugur en í minum
huga reyni ég ætið að draga skýr
mörk milli spíritsima sem sálar-
rannsókna og spíritsima sem
trúarbragða eða trúarhreyfingar.
Öll rannsóknarstörf, og þar með
taldar sálarrannsóknir, sem undir
því nafni fá staðið, vildi ég gjarn-
an efla. Slíkar rannsóknir hafa að
undanförnu verið stundaðar víða
um lönd m.a. við háskóla og vísir
að þeim er nú að ganga sín fyrstu
spor við Háskóla tslands undir
forustu dr. Erlends Haraldssonar,
sem ég þekki af góðu einu frá
fornu fari. Engum hnútum vildi
ég kasta að þessum störfum án
tilefnis. Aðeins vildi ég leggja á-
herzlu á að fullrar nákvæmni sé
jafnan gætt í vinnubrögðum og
um það eru væntanlega allir á
einu máli. Eins vonast ég til að
allir séu sammála um að okkur
prestum beri að gæta fullrar ná-
kvæmni i okkar vinnubrögðum,
ekki síður en öðrum háskóla-
gengnum embættismönnum sem
og reyndar öllum hvar í stétt sem
þeir standa. Þegar þvi kemur að
spíritisma sem trúarlegri hreyf-
ingu eða jafnvel sjálfstæðum
trúarbrögðum vandast málið
verulega og ýmsar spurningar
vakna. Til dæmis þessi: Getur
prestur í sinni prédikun tekið mið
af upplýsingum, sem fram hafa
komið á miðilsfundi? Ef ég ætti
að svara þessari spurningu fyrir
mig persónulega, væri svar mitt á
þessa leið: Nei, það get ég ekki
samvizku minnar og trúar minnar
vegna. Hér tel ég vera komið að
kjarna þessa vandamáls og þar
með er jafnframt komið að tillögu
þeirri er ég ber fram, ekki hvað
sízt síðari hluta hennar, sem allir
gátu auðvitað samþykkt, svo vitn-
að sé enn til sr. Þóris Stephensen,
en í tillögu minni sagði m.a.
„Kristin kirkja byggir boðun sína
og líf á Jesú Kristi einum eins og
honum er vitni borið i Nýja testa-
mentinu“. Geti allir samþykkt
þetta er væntanlega ekki um
neinn alvarlegan ágreining að
ræða þar að lútandi. Ekkert ann-
að hef ég heldur gert að á-
greiningsefni. Samt kemur ein
greinin fram af annarri og vekur
það sifellt meiri og meiri furðu
mína hve háreistar byggingar
menn reisa allt í kring um þessa
spurningu án þess að glíma bein-
línis við hana. Auðvitað vakna
miklu fleiri spurningar en sú,
hvort hægt sé að leggja trúnað á
upplýsingar frá dásvefni miðla.
Hvað er að baki því sem fram
kemur á miðilsfundum? Ég skal
fúslega játa að ég veit það ekki.
Það sé fjarri mér að væna miðla
um svik almennt, þótt dæmi séu
til slíks. Ég er sjálfur sannfærður
um að einhver öfl eru hér að ferð,
hugsanlega gætu það verið jarð-
nesk öfl, okkur óþekkt, komin frá
þátttakendum sjálfum, en ég tel
mig ekki hafa neina frambæri-
lega skýringu. Mér er heldur ekki
kunnugt um að slík skýring hafi
verið sett fram og hlotið almenna
viðurkenningu vísindamanna né
heldur að almennt viðurkenndar
biblíurannsóknir mæli með því að
menn leggi trúnað á upplýsingar
sem fram koma á miðilsfundum.
Meðan svo er finnst mér eðlilegt
að gæta fullrar varúðar hvað
þetta snertir. Takist einhverjum
hins vegar með ljósum rökum, er
almennt yrðu viðurkennd af fær-
ustu mönnum, að höggva á þenn-
an hnút, þá mundu eflaust aðrir
hnútar þessu tengdir rakna að
miklu leyti af sjálfu sér. Þá mætti
spyrja hvort ekki væri óhætt að
trúa einhverju af því sem fram
kæmi. Persónulega treysti ég mér
ekki til þess að taka neitt mið af
þessum upplýsingum, að því er
varðar mína trú og lífsviðhorf. Ég
treysti mér t.d. ekk.i til að leggja
neinn trúnað á þær upplýsingar
sem dálestrar miðilsins Edgars
Cayce flytja til útskýringa og upp-
bótar við Nýja testamenntið. Síð-
ari hluti þeirrar tillögu sem sam-
þykkt var nægir mér í þessum
efnum. Þá mætti spyrja hvort ég
teldi mögulegt að sálarrannsóknir
séu stundaðar, án þess að rann-
sóknaraðilar gjöri þau að ein-
hverju marki að átrúnaði sínum.
Það tel ég vera mögulegt gjöri
menn sér far um að sýna fulla
aðgát í þeim efnum.
Ég hef nú gre.int frá því hver
eru aðalatriði þessa máls í mínum
huga. Fyrir mér vakir fyrst og
fremst að fólk taki þessi mál til
íhugunar og jafnframt að undir-
strika á hverju við prestar byggj-
um okkar boðun og að við erum
þar í grundvallaratriðum sam-
mála. Fyrir skoðunum annarra
ber ég fulla virðingu, hvaða trúar-
brögðum sem þeir tilheyra og
mun að ég ætla fremur þekktur af
því en hinu. Jafnan hef ég viljað
láta önnur trúarbrögð njóta sann-
mælis. Um það gætu margir borið
vitni, t.d. gamlir skólabræður
mínir úr guðfræðideildinni, því
oft fann ég hvöt hjá mér að rétta
hlut annarra trúarbragða, væri á
þau hallað í umræðum.
Að ég hugsi til þess að dæma
nokkurn lifandi mann til glötunar
eða ég veit ekki til hvers, er svo
fráleit hugsun og framandi mér,
að það er eiginlega með herkjum
að ég get pikkað þessa setningu á
ritvélina mfna. Dómsvald er ekk-
ert í okkar höndum, sem betur
fer. Þar get ég af heilum huga
tekið undir varnaðarorð míns >
vígsluvotts sr. Björns O. Björns-
sonar i Mbl. í gær enda var ég
grein hans að flestu leyti sam-
mála.
Með kristnum spíritista get ég
átt góða samleið um margt og
velkominn skal hann í minn söfn-
uð. Jafnframt tel ég heiðarlegt af
mér og raunar skylt að koma til
dyranna eins og ég er klæddur og
tjá honum viðhorf mitt af fullri
hreinskilni.
Einhverjum stóryrðum mun
hafa verið að mér sneitt í blöðum.
Læt ég þau viljandi liggja milli
hluta. Gengur það eiginlega alveg
fram af mér hve stóryrtir leikir
og lærðir eru I garð sinna and-
stæðinga í trúmálum. Hefur svo
verið árum saman. Sveiflast þessi
makalausi orðaforði milli svart-
asta miðaldamyrkurs, ofsókna og
niðurlægingar annars vegar og
víst allt að djöfladýrkun hins veg-
ar. Ekki fæ ég með nokkru móti
séð hvaða vanda slíkur orðaforði
leysir.
Að endingu vildi ég taka fram
að trú mín á eilíft líf er hafin yfir
allan efa í mínum huga og hefur
eiginlega aldrei verið neitt vanda-
mál fyrir mér persónulega
Með þökk fyrir birtinguna
(Jlfar Guðmundsson, sóknarprest-
ur, Ölafsfirði.
PROF VIÐ HI VORIÐ 1975
I LOK vormisseris luku eftirtald-
ir stúdentar, 132 að tölu, prófum
við Háskóla Islands:
Embættispróf f guðfræði
Svavar Stefánsson
Vigfús Þór Árnason
Þorvaldur Karl llclRason
Embættispróf f læknisfræði
Arnar Hauksson
Ásbjörn Sigfússon
Björn S. Johnsen
Björn MárÓlafsson
Börkur Aðalsteinsson
Einar Thoroddsen
Friðrik Elvar Yngvason
Gestur Þorgeirsson
Grétar Sigurbergsson
Gunnar II. Guðmundsson
Hannes Pétursson
Helga M. Ögmundsdóttir
Helgi Kristbjarnarson
Hilmar Þór Hálfdánarson
Jóhann Ágúst Sigurósson
Jón övvar Geirsson
Jón Bjarni Þorsteinsson
Jónas II. Franklín
Kristinn P. Benediktsson
Kristjana S. Kjartansdóttir
Leifur Bárðarson
Magnús Ölason
Nils Oskar Gustavii
Öttarr Guðmundsson
Sigurður Guðmundsson
Sigurður Ingi Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Skúli Bjarnason
Stefán Þórarinsson
Þórir Þórhallsson
Kandfdatspróf f tannlækningum
Karl örn Karlsson
Pétur Svavarsson
Bagnar ömar Steinarsson
Hagnar Magnús Traustason
Skúli Ottesen Kristjánsson
Embættispróf í lögfrædi
Bjarni Asgeirsson
Björn Jósef Arnviðarson
Einar S. Ingólfsson
Eiríkur Tómasson
Finnbogi H. Alexandersson
Gestur Jónsson
Guðmundur S. Alfreðsson
llallgrfmur B. Geirsson
Ingibjörg Benediktsdóttir
Ingibjörg Rafnar
Jón Kr. Sólnes
Júlfus B. Georgsson
Kristinn Björnsson
Ölöf Pétursdóttir
Kfkarður Másson
Sigmundur Stefánsson
Sigurgeir A. Jónsson
Steinþór Haraldsson
Sveinn Sveinsson
Þórður S. Gunnarsson
Þórunn Wathne
örlygur Þórðar.son
Kandfdatspróf f viðskiptafræðum
Ari Hálfdánarson
Arni Siemsen
Gísli Pétursson
Guðmundur Krist jánsson
Gunnar Svavarsson
Haukur Sigurðsson
Helga Viðarsdóttir
John Fenger
Jón Hermann Karlsson
Magnús Skúlason
Páll Guðjónsson
Sigurður R. Jónmundsson
Snorri Tómasson
Sævar Jónsson
Valgerður Bjarnadóttir
Vilmundur Jósefsson
Kandfdatspróf í sagnfræði
Gfsli Magnússon
B.A.-próf f heimspekideild
Erla K. Jónasdóttir
Guðrún B. Guðmannsdóttir
Jenný Matthfasdóttir
Jón Baldvin Georgsson
Leifur Agnarsson
Margrét Jónsdóttir
B.A.-próf í sálarfræði
Arni Blandon Einarsson
Guðrún Pétursdóttir
B.A.-próf í almennum þjóðfélags-
fræðum
Elfas Jón Héðinsson
Esther R. Guðmundsdóttir
Guðmundur Bjarnason
Guðrfður Sigurðardóttir
Haukur ölafsson
Ingi Valur Jóhannsson
Sigríður Stefánsdóttir
Stefán Pétur ólafsson
Verkfræði, lokapróf
Byggingarverkfræði
Arni Kjartansson
Brynjar Brjánsson
Einar Bjarndal Jónsson
Helgi Hjaltason
Jón Ingimarsson
Jón Guðni Óskarsson
Jónas Vignir Karlesson
Runólfur Ingólfsson
Vélaverkfræði
Heimir Fannar
Rafmagnsverkfræði
Ágúst A. Þórhallsson
Einar Sfmonarson
Jóhann Bjarnason
Jón Steindór Ingason
ÓskarJónsson
B.S.-próf f verkfræði- og raunvfs-
indadeild
Stærðfræði
Helgi Þórsson
Markús K. Möller
Eðlisfræði
Brynjólfur Eyjólfsson
Gunnlaugur Pétursson
Gylfi Páll Hersir
Knútur Árnason
Efnafræði
Ágúst Kvaran
Gunnar Þórðarson.
Líffræði
Alexander Valdemarsson
Bjarni Ásgeirsson
Björn Björnsson
Hannes Magnússon
Ingileif Jónsdóttir
Kristbjörn Egilsson
Kristfn Einarsdóttir
Kristfn Halla Traustadóttir
Signý Bjarnadóttir
Sigurður Hjalti Magnússon
Þórður Júlfusson
Jarðfræði
Ásgrfmur Guðmundsson
Elías Ólafsson
Þóroddur Þóroddsson
Jarðeðlisfræði
Freyr Þórarinsson
Karl Gunnarsson
Magnús Guðmundsson.
Ungmennafélag Hveragerðis hefur að undanförnu unnið að því að
hreinsa Varmá. Myndin er tekin af ánni og var send Mbl. með þeirri
ósk að blaðið kæmi þeim tilmælum unga fólksins á framfæri, að
Hvergerðingar köstuðu ckki rusli f ána. Er það gert hér með.