Morgunblaðið - 08.07.1975, Page 12

Morgunblaðið - 08.07.1975, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JULÍ 1975 Agnar Ingólfsson: Málmblendi- verksmiðjan og lífríkið Undanfarið hafa orðið miklar umræður um málmblendiverk- smiðjuna fyrirhuguðu á Grund- artanga, og þá ekki sízt um hugsanleg áhrif verksmiðju- rekstursins á lífríki svæðisins i grennd. Næstum í hverri viku undanfarið, og stundum oftar, hafa fjölmiðlar birt samþykkt- ir, þar sem krafizt er líffræði- legra rannsókna vegna verk- smiðjunnar. Þessi mikli áhugi á umhverfismálum er út af fyrir sig mjög ánægjulegur, en hins vegar er ekki unnt að segja hið sama um óttann, sem að baki þessum samþykktum liggur. Er hér hætta á ferðum, eða er ótti þessi ástæðuiaus? Þessari spurningu get ég því miður ekki svarað svo viðhlít- andi sé, fremur er margir aðrir. En spurningin er knýjandi, og svars við henni verður að leita, eftir því sem geta okkar leyfir. Engum dylst að mikillar gagnasöfnunar svo og rann- sókna er þörf, áður en unnt er að ákveða hvort og hvar leggja skuli í ákveðinn verksmiðju- rekstur hér á landi. Þessar at- huganir eru margháttaðar. Með tilliti til þeirra athugana, sem snúa að umhverfismálum, og þá sérstaklega að hugsanlegum áhrifum á lífríkið, finnst mér að um sé að ræða þrjú aðalstig eða þætti gagnasöfnunar og rannsókna. Tvö þessara stiga ber að framkvæma áður en verksmiðjurekstur er ákveð- inn, en hið þriðja eftir að ákvörðun hefur verið tekin. I stuttu máli eru hin þrjú stig þessi: Stig 1. Hafizt er handa á þess- um þætti, þegar mál er komið á þann rekspöl, að rétt þyki að kanna möguleika á rekstri ákveðinnar gerðar verksmiðju hér á landi. Þetta er fólgið í því að afla tiltækra gagna og upp- lýsinga um verksmiðjur af því tagi sem um ræðir. Hér yrði vænlegast að koma upp starfs- hópi á vegum Náttúruverndar- ráðs, sem tæki umhverfismálin sérstaklega fyrir. I þessum starfshópi yrðu m.a. liffræðing- ur, einn eða fleiri, landbúnað- arsérfræðingur, efnaverkfræð- ingur, sjófræðingur, einn eða fleiri, landbúnaðarsérfræðing- ur, efnaverkfræðingur, sjó- fræðingur, veðurfræðingur o.fl., en samsetning hópsins færi nokkuð eftir aðstæðum hverju sinni. Starfshópur þessi mundi kannaprentaðarheimild- ir og afla gagna frá þeim er- lendu og innlendu aðilum, sem helzt gætu gefið upplýsingar um umhverfisáhrif verksmiðju af þvl tagi, sem um ræðir. i skýrslu þeirri, sem starfshópur- inn mundi semja að loknum störfum yrði sérstaklega fjallað um hugsanleg umhverfisáhrif verksmiðjunnar við íslenzkar aðstæður, um nauðsynlegar mengunarvarnir, og um aðstæð- ur þær og staðhætti, sem æski- legir væru í kringum verk- smiðjuna. Stig 2. Ef talið er æskilegt að halda áfram könnun málsins (en að sjálfsögðu ráða margir þættir auk umhverfismála hér um) er nú orðið tímabært að hefjast handa við 2. stig, en það er fólgið í umhverfisrannsókn- um á þeim stöðum, sem helzt koma til greina undir verk- smiðjuna. Umhverfisrannsókn- ir þessar verða breytilegar eftir aðstæðum, en hér yrðu t.d. framkvæmdar veðurfræðilegar og sjófræðilegar athuganir, auk þess sem fram færu ýmsar at- huganir á lifríki þessara staða (lífríkisgerð ákvörðuð, magn lífvera mælt, lífríkið kortlagt, samanburður gerður við hlið- stæð svæði o.fl.). Stig 3. Eftir að 2. stigi er lokið er orðið tímabært að taka ákvörðun um það hvort reisa skuli verksmiðjuna og þá hvar. Ef ákveðið er að reisa verk- smiðjuna, skal hafizt handa við 3. stig. Það er fólgið í ítarlegri úttekt á lífríki á verksmiðju- staðnum og næsta nágrenni hans áður en verksmiðjan er reist, svo og eftirliti með ástandi lífríkisins með jöfnu millibili, eftir að rekstur hefst. Eftir að hafa rætt við marga aðila, m.a. við iðnaðarnefndir deilda Alþingis, hef ég komizt að þeiri niðurstöðu, að um ofan- greindar leiðir (eða aðrar í svipuðum dúr) sé varla ágrein- ingur. Umhverfismálin hafa þróazt það langt hjá okkur, að allir virðast telja þetta sjálfsagt og eðlilegt, enda hefur verið tekið á málum á þennan hátt hér undanfarið (t.d. í sambandi við olíuhreinsunarstöð, þör- ungavinnslu). Ennfremur er ekki að sjá annað, en að allir séu sammála (núorðið a.m.k.) um að i sambandi við málm- blendiverksmiðjuna beri að framkvæma rannsóknir 3. stigs, eftir að frumvarpið um verk- smiðjuna hefur verið sam- þykkt. Um þessi atriði stendur deilan sem sagt ekki. Deilan stendur um 1. og 2. stig. Sumir halda því fram, að þeim hafi þegar verið gerð fullnægjandi skil, en aðrir eru á öndverðri skoóun. Sjálfan mig tel ég i hópi þeirra siðarnefndu. Að sjálfsögðu hefur nú þegar verið unnið talsvert að gagna- söfnun 1. stigs, einkum á veg- um Heilbrigðiseftirlitsins, en einnig á vegum annarra aðila. Hvað varðar lífríkið (ég dæmi ekki um aðra þætti) skortir þó enn mikið á, að viðhlítandi upp- lýsingar liggi fyrir. Enginn líf- fræðingur hefur verið fenginn til þess að skoða málið ítarlega. Að vísu er liffræðingur nýkom- inn heim úr snöggri ferð til Noregs sem farin var á vegum Náttúruverndarráðs til þess að afla almennra upplýsinga um náttúruvernd þar í landi, en ekki sérstaklega til þess að kanna málmblendiverksmiðjur og umhverfisáhrif þeirra, þótt það hafi verið gert samhliða öðrum störfum. Þetta er ágæt byrjun, en ekki nema upphafið. Hér er þörf mikillar vinnu ís- lenzkra líffræðinga. Þeir, sem að athuguninni standa, verða að vera vel kunnugir íslenzkum aðstæðum, svo að ekki dugar að byggja á erlendum liffræðing- um eingöngu, þótt sjálfsagt sé að leita til þeirra eftir sam- starfi. Vinna þessi ætti að vera framkvæmd í náinni samvinnu við sérfræðinga á öðrum svið- um, eins og að ofan getur. Hins vegar verður ekki talió, að verkfræðingar séu einfærir um að sjá um upplýsingaöflun varðandi hugsanleg áhrif verk- smiðjunnar á lífríkið. Ég er þó hér á engan hátt að gera lítið úr verkfræðingum, slíkt væri mér fjarri. Ég tel ekki fráleitt að ætla, að hér sé um nokkurra mánaða vinnu að ræða. Ég vil í þessu sambandi benda á grein Val- garðs Egilssonar, sem birtist í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Ég tel að lita megi á grein Val- garðs sem einn þátt í upplýs- ingaöflun 1. stigs, en það er margt annað en hugsanleg áhrif kadmiums, sem taka þyrfti fyrir á svipaðan hátt i upplýsingaöflun 1. stigs, en það er margt annað en hugsanleg áhrif kadmíums, sem taka þyrfti fyrir á svipaðan hátt af sérfróðum mönnum. Ekki er mér kunnugt um, að neinar umhverfisrannsóknir hafi farið fram á Grundartanga og nágrenni hans (þ.e. 2. stigs athuganir). Þannig skortir t.d. veðurfarslegar athuganir á tanganum sjálfum, og engar sjófræðilegar rannsóknir hafa farið fram i næsta nágrenni hans. Líffræðilegar rannsóknir skortir og með öllu. Þrátt fyrir þetta virðist vera komið að af- greiðslu máisins á Alþingi. Finnst mér ófært að binda verksmiðjuna í lögum við ákveðinn stað án undangeng- inna 2. stigs rannsókna, nema því aðeins að 1. stigs athuganir hafi greinilega sýnt fram á skaðleysi verksmiðjunnar. Undir slikum kringumstæðum mætti sleppa 2. stigs rannsókn- um (en 3. stig er ávallt nauð- synlegt að framkvæma til ör- yggis). Eins og að framan greinir, tel ég að 1. stigi sé ekki lokið, og ákvarðanataka um málmblendiverksmiðjuna og staðsetningu hennar þvi ekki tímabær. Við verðum að leggja metnað okkar í það að athuga þessi mál eins gaumgæfilega og nokkur kostur er. Iðnaðarþjóðir heims kappkosta nú að draga sem mest úr umhverfisáhrifum iðn- aðarins. Ekkert bendir til þess að þær hafi náð árangri, sem una megi við um ókomna fram- tið, enda eru mengunarstaðlar stöðugt að verða strangari. Þessar þjóðir reyna að fikra sig niður á við eins hratt og þær geta. Islendingar eru hins veg- ar í sérstærði og öfundsverðri aðstöðu. Iðnaðarmengun er hér enn hverfandi, og fátt virðist óvitur- legra fyrir okkur en að stökkva í skyndi upp i núverandi meng- unarstaðla iðnaðarþjóðanna og fikra okkur svo niður á við aftur samhliða þeim. Við höf- um efni á því, að haga málum nú þegar á þann hátt að una megi við um langa framtíð, enda hlýtur það að vera happa- drýgst. Rjómabúið á Baugsstöðum Þann 21. júní töldust 70 ár liðin siðan Rjómabúið á Baugs- stöðum tók til starfa. 1 dag er það ein rjómabúið, sem stendur eftir með öllum búnaði, og þessa dagana var að ljúka gagn- gerðri viðgerð á búinu, sem hófst árið 1971. Eru það Búnaðarsamband Suðurlands, Byggðasafn Arnessýslu og búnaðarfélög Stokkseyrar-, Villingaholts- og Gaulverja- bæjarhrepps, sem að endurgerð búsins standa, og yfir þessa þrjá hreppa náði einmitt starfs- svæði búsins. Rjómabúið Baugsstaðir^eins og það hét upphaflega var stofnað 1904, og var stofnfund- urinn haldinn á Baugsstöðum 8. október það ár. Voru 48 félagar í búinu fyrsta árið, og hófust þeir handa um að grafa 1400 metra langan vatnsveituskurð ofan úr Hólavatni, en rjóma- skálanum var valinn staður hjá Þórðarkeri við Baugsstaðaá spölkorn fyrir vestan Baugs- staði. Hagleikssmiðurinn Jón Gestsson í Villingaholti sá um smíði hússins, og þann 21. júní 1905 tók búið til starfa. Var það síðan starfrækt óslitið til 1952 að undanskildum árunum 1925 og 1927. Rjómaskálinn við Baugsstaði er bárujárnsklætt timburhús að grunnfleti 6x7 m. Er skálinn grafinn nokkuð í jörð, og eru veggirnir að neðan úr stein- steypu um 1 m. háir. Gólfið er einnig úr steinsteypu. Skálan- um er skipt í þrennt, vinnuher- bergi, þar sem sjá má strokk, hnoðunarvél og ostapressu. Strokkur og hnoðunarborð voru knúin af vatnsafli, og aust- ast á húsinu utanverðu er stórt yfirfallshjól, og var vatni veitt úr skurðinum á hjólið. Yfir- fallshjólið, líklega hið eina sinnar tegundar á íslandi nú á dögum, hefur verið endursmíð- að af Ölafi Gunnarssyni á Baugsstöðum og Magnúsi Hannessyni 1 Hólum. Það er nú komið, tryggilega fest, á sinn stað, og vatnsrennan getur flutt að þvf vatn og knúið það, eins og við upphaf búsins. I norðurhluta rjómaskálans var móttökustofa með suðupotti og ýmsum öðrum áhöldum, tunnu, vigt og fl., en þar til hliðar er íbúðarherbergi fyrir bústýruna og aðstoðarstúlku. Félagatala í Baugsstaðabúinu var óstöðug, en jöfn aukning 1 fyrstu. Flestir urðu þeir 94 árið 1913, en laust eftir stofnun Mjólkurbús Flóamanna fer þeim að fækka, uns aðeins þrfr eru eftir seinasta starfsárið. Margrét Júníusdóttir frá Syðra-Seli í Stokkseyrarhreppi veitti rjómabúinu forstöðu frá 1928 til Ioka þess. Aður hafði hún veitt öðrum rjómabúum forstöðu í 20 ár, og mun því hafa átt lengstan starfsaldur allra tslendinga að rjómabúum. Jafnframt þessu merka starfi sínu veitti hún forstöðu pöntunarfélagi Baugsstaða- rjómabús frá því það var stofn- að. Þétta aukastarf Margrétar skipti sköpum fyrir varðveizlu búsins. Hún verzlaði 1 austur- hiuta hússins, þar sem áður var móttökuherbergið, og hélt þvf húsinu alltaf vel við. Einkum lét Margrét sér annt um að varðveita öll mjólkurvinnslu- tækin, og er Margrét lézt fyrir fáum árum, tók aðstoðarstúlka hennar, Guðrún Andrésdóttir, upp merki hennar, og hefur með þekkingu sinni og reynslu stuðlað mjög að því, að rjóma- búið tæki á sig sína uppruna- legu mynd. Er kom fram á sjöunda tug þessarar aldar, myndaðist nokkur áhugahópur um varð- veizlu búsins. Voru þar for- göngumenn þeir Baldur Teits- son fyrrv. símstjóri á Stokks- eyri og Jóhann Briem listmál- ari. Þjóðminjaverðirnir, dr. Kristján Eldjárn og Þór Framhald ð bls. 25.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.