Morgunblaðið - 08.07.1975, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JULl 1975
15
RAIIDA SPTAIfíff) Á IOFTT í EYJUM
ER KR SIGRAÐI HEIMAMENN 2:1
HVER skyldi hafa trúað því, að
Eyjamenn sætu á botni 1. deildar
að iokinni fyrri umferð keppn-
innar? Það er nú eigi að sfður
staðreynd, því þeir hafa tapað
tveimur leikjunum, báðum á
heimavelli og nú síðast fyrir KR,
sem fyrir leikinn voru f botnsæt-
inu.
Leikur Eyjamanna og KR, sem
fram fór í Vestmannaeyjum á
laugardag var mikill baráttuleik-
ur, en ekki að sama skapi vel
leikinn. Hinn ungi dómari, Arn-
þór Öskarsson, sem dæmdi sinn
fyrsta leik í 1. deild var því síður
en svo öfundsverður af hlutverki
slnu. I fyrri hálfleik vísaði hann
einum leikmanni IBV af leikvelli
fyrir grófan leik og þurftu þeir
því að leika 10, það sem eftir var
leiksins. Það voru skiptar skoðan-
ir um þessa ákvörðun og höfðu
margír áhorfenda uppi stór orð.
KR-ingar sáu um að skora öll
mörkin í þessum leik, sem öll
voru skoruð í fyrri hálfleik.
Það voru ekki liðnar nema 5
mín. þegar KR skoraði fyrsta
markið og það í eigið marknet.
Knötturinn var gefinn fyrir mark
þeirra og ætlaði Ölafur Ólafsson
að senda knöttinn til Magnúsar
markvarðar, sem þegar hafði
fleygt sér, þannig að hann náði
ekki til hans.
Jóhann Torfason jafnaði um 15
mín. síðar. Dæmd var óbein auka-
spyrna á IBV. Hafnaði skotið I
Arsæli markverði, sem hélt ekki
knettinum og hrökk hann til
Jóhanns, sem ekki var seinn á sér
að skora.
Á 35. mín. náðu svo KR-ingar
forystunni með fallegu marki
Atla Þórs Héðinssonar. Það var
Jóhann Torfason, sem gaf knött-
inn fyrir markið, en Atli renndi
sér fyrir hann og skoraði örugg-
lega.
Það gekk á ýmsu í fyrri hálf-
leik, auk þess, sem hér að framan
hefur verið skýrt frá, því þegar
staðan var 1 — 0 fyrir Eyjamenn
áttu þeir kost á að auka forystuna,
er dæmd var vítaspyrna á KR.
Friðfinnur Finnbogason fram-
kvæmdi spyrnuna, en tókst ekki
betur til en svo, að hann hitti ekki
markiÓ.
Þá var Haraldi Gunnarssyni
vikið af leikvelli um miðjan hálf-
leikinn, eftir að hann hafði brugð-
ið Atla Þór harkalega, er hann
var að komast einn innfyrir vörn-
ina.
Þá átti Sigurlás gott skot, sem
datt ofan á þverslána og í byrjun
leiksins bjargaði Guðjón Hilmars-
son á marklínu. KR átti einnig
kost á að bæta við mörkum, þar
sem þeir áttu nokkur sæmileg
tækifæri, sem Ársæll markvörður
sá um að verja og átti hann mjög
góðan leik, að þessu sinni.
Slðari hálfleikur:
Mikil barátta var í síðari hálf-
leik, en hvorugu liðinu tókst að
skapa sér umtalsverð marktæki-
færi. Baráttan fór að mestu fram
á miðju vallarins, en hjaðnaði
þegar kom að vítateignum. Eyja-
menn sóttu lengst af i leiknum
upp miðjuna, þar sem vörn KR
var hvað sterkust. Það virðist
vera veikleiki flestra liðanna í
dag, hvað kantarnir eru lftið nýtt-
ir, en sóknarloturnar ganga mest í
gegnum miðjuna, þar sem velflest
liðin hafa hvað sterkustum
varnarmönnum á að skipa.
Lauk þessum leik því með sigri
KR, sem nú hafa hlotið 6 stig og
þar með skilið Ejamenn eina eftir
á botninum með 5 stig.
Dómari leiksins var Arnþór
Óskarsson, sem að þessu sinni
dæmdi sinn fyrsta leik í 1. deild.
Eins og annarsstaðar er að vikið,
sá ég ekki nema síðari hálfleik
þessa leiks, en það sem ég sá til
hans, þá varð ekki annað séð, en
að hann kæmist þokkalega frá
leiknum, þvl hann var síður en
Erfitt
Eins og kunnugt er, gengur oft
á ýmsu I sambandi við flug til
Vestmannaeyja og svo var um
þessa helgi. Leikur IBV og KR
átti að fara fram á föstudag, en
það varð að fresta honum til
laugardags, þar sem ekki var
flogið til eyja þann dag.
Það var ekki fyrr en eftir
hádegi á Iaugardag, sem hægt var
að fljúga þangað og komust
KR-ingar og dómaratríóið með
litlum flugvélum frá Reykjavík
laust eftir kl. 13.00.
Morgunblaðið hefur kapp-
kostað að senda fréttamann á
hvern leik 1. deildar, mörg undan-
farin ár og svo var að þessu sinni.
Undirritaður ætlaði með
Flugfélagi Islands til þessa leiks,
en þegár til átti að taka, var þar
enga ferð að fá fyrr en kl. 16.30,
Sem hefði þýtt að þá hefði
Ieiknum verið lokið.
Að lokum tókst að fá flugfar
Magnús Guðmundsson, KR-markvörður kemur út og bjargar á réttu
andartaki.
Höfum ekki sagt okkar síðasta orð,
sagði formaður knattspyrnuráðs IBV
Þótt við séum sem stendur
neðstir I deildinni, erum við
ekki á þeim buxunum að
gefast upp. sagði Hermann
Kr. Jónsson formaður
knattspyrnuráðs ÍBV eftir
leikinn.
Við erum mjög óánægðir
með frammistöðu dómar-
ans, sem mér fannst dæma
þennan leik mjög illa og
draga taum KR.
Brottrekstur Haralds af
leikvelli er þar stærsta atr-
iðið. sem var að mlnu viti
mjög ósanngjarnt. Það
verður að vera ærin ástæða
fyrir hendi, þegar dómari
tekur ákvörðun um að vlsa
manni af leikvelli og það
fannst mér ekki vera að
þessu sinni.
Ég var mjög ánægður
með mlna menn, sem börð-
ust allan tlmann, þótt á
móti blési og við höfum
ekki sagt okkar síðasta orð
I þessu móti.
Valtýr Snæbjörnsson
varaformaður IBV sagði
eftir leikinn, að hann teldi
að dómarinn hefði
gert rétt, er hann visaði
Haraldi af leikvelli. - Atli
var að sleppa innfyrir vorn
ina og hann var hreinlega
sparkaður niður, þannig að
mér fannst það fyllilega
réttlætanlegt að vlsa
honum af leikvelli. Haraldur
átti annarra kosta völ við
að stöðva Atla, eins og
hreinlega að stöðva hann
með þvl að taka I peysuna
hans og halda honum og
hefði hann þá sloppið með
„gult spjald"
Við fengum á okkur
klaufamark I byrjun leiks-
ins, en áttum að skora fleiri
mörk, sagði Magnús Guð-
mundsson markvörður KR.
Ársæll markvörður ÍBV
stóð sig mjög vel I leiknum
og held ég að hann hafi
bjargað liði slnu frá stærra
tapi.
Margir vildu halda þvl
fram, að þú hafir ekki
staðið á markllnunni. þegar
vltaspyrnan var tekin og þvt
hefði átt að endurtaka
hana?
— Það get ég ekkert
sagt um. Ég stóð þar alla-
vega I byrjun, en hvort ég
hef eitthvað fært mig áður
en skotið var, get ég ekkert
sagt um, þvl ég veitti þvl
ekki athygli. Hvað ætli
maður muni undir svona
kringumstæðum. sagði
Magnús að lokum.
svo auðveldur til að dæma. Bar-
átta var mikil og niikið um návígi.
Arsæll markvörður gerði margt
vel I þessum leik og var hann
bezti maður liðsins ásamt Tómasi
Pálssyni, sem alltaf reynir að
leika knattspyrnu.
KR sýndi nú allt annan og betri
leik en á móti FII á dögunum. Að
vísu leika þeir ekki fallega knatt-
spyrnu, en það er mikil barátta I
liðinu. Atli Þór Héðinsson gerði
margt vel að þessu sinni. Þá átti
Halldór Björnsson ágætan leik,
svo og Magnús markvörður, sem
var öruggari en i undanförnum
leikjum. \
1 stuttu máli:
1. deild, Vestmannaevjavöllur, 5.
júlílBV — KR 1—2 (1—2)
Mörkin:
Ólafur Ólafsson KR sjálfsmark
5. mín.
Jóhann Torfason KR á 22. mfn.
Atli Þór Iléðinsson á 35. min.
Brottrekstur af leikvelli:
Haraldur Gunnarsson IBV
Gul spjöld: Ilaukur Óttesen KR
Einar Friðþjófsson IBV
Áhorfendur: 510
Dómari: Arnþór Óskarsson.
LIÐ IBV. Arsæll Sveinsson 3, Haraldur Gunnarsson 1, Þórður
Hallgrfmsson 2, Valþór Sigþórsson 2, Friðfinnur Finnbogason
1, Snorri Rútsson 2, örn Óskarsson 2, Sigurlás Þorleifsson 2,
Sveinn Sveinsson 2, Tómas Pálsson 3, Einar Friðþjófsson 2.
LIÐ KR. Magnús Guðmundsson 2, Guðjón Ililmarsson 2, Stefán
örn Sigurðsson 2, Halldór Björnsson 3, Ottó Guðmundsson 2,
Guðmundur Ingvason 1, Jóhann Torfason 2, Atli Þór Héðinsson
3, Hálfdán örlygsson 2, Haukur Ottesen 2, Olafur Ólafsson 2,
Sigurður Indriðason 2.
DÓMARI: Arnþór Óskarsson 2.
með
með lftilli vél frá Flugmið-
stöðinni, en ekki fyrr en kl. 15.40,
þannig að fyrra hálfleik var lokið
er til Vestmannaeyja kom. Frá-
sögn mfn af fyrri hálfleik varð því
að byggjast á upplýsingum, sem
ég aflaði mór frá ýmsum aðilum,
bæði KR-ingum og Eyjamönnum,
svo og frá dómara leiksins. Eg var
þvf sjálfur ekki áhorfandi af því
atviki, sem hvað mestum deilum
flug
ölli, þ.e.a.s. þegar leikmanni II V
var vísað af leikvelli. Kn eins <>:
greinilega keniur fram, þá sýmsi
sitt hverjum um það atvik.
Þetta vildi ég að kæmi fiai ,
þrátt fyrir það, að ekki sé þ; l
óalgengt að fréttamenn fjöln iði ,
byggi frásögn sfna af leikju. í
eftir frásögnum annarra, |,i>
manna, dómara og áhorfenda!
Hdan
Snorri Rútsson og Jóhann Torfason I baráttu um knöttinn. Jóha >n
reyndist Vestmannaeyingunum erfiður f leiknum á laugardaginn.
*