Morgunblaðið - 08.07.1975, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JULl 1975 25
'
raöauglýsingar ■ — raöauglýsingar — raöauglýsingar \
húsnæöi
Hús á Flateyri
Til sölu er húsið Vallargata 7, Flateyri.
Uppl. í síma 94-761 6 kvölds og morgna.
Iðnaðar- eða
geymsluhúsnæði
til Leigu í Hafnarfirði. Stærð ca. 240 fm.
Mikil lofthæð og stórar innkeyrsludyr.
Hentugt fyrir iðnað, sem geymsluhús-
næði, eða fyrir fyrsti- og fiskvinnslu. Til-
boð sendist afgreiðslu blaðsins merkt
„Hafnarfjörður — 2924".
Akureyringar —
Norðlendingar
Tii sölu er 120 fm íbúð á syðri brekkunni
á Akureyri. íbúðin er stofa, 3 svefnherb.,
eldhús, vinnuherb., geymsla, bað og
gangur á hæðinni. Auk þess geymsla og
þvottahús í kjallara. Bílskúrsréttur fylgir.
íbúðin er 439 fm Verð kr. 6 millj og 500
þús. Útb. 4 millj.
Laus eftir samkomulagi Nánari uppl. í
síma 21014, Akureyri.
3ja herb. íbúð
Eldi kona óskar eftir að taka á leigu íbúð í
Reykjavík í 8 —10 mánuði. Uppl. í síma
53628 eða 53676.
Til leigu húseign
í Vestur-
bænum nálægt miðbæn-
um með
3x3ja herb. íbúðum eða 9 herb. með sérinngangi hvert fyrir
sig ásamt 3 eldhúsum og 3 baðherb.
Húseignin býður upp á ýmsa möguleika t.d. skrifstofur,
tannlæknastofur og fleira. Leigutimabil 1—5 ár eða eftir
samkomulagl. Tilboð óskast sent Mbl. merkt: Ránargata —-
2947.
Kópavogur
Lítið einbýlishús eða hæð 1 00 til 1 20 fm.
með bílskúr, má vera gamalt óskast til
kaups í Kópavogi. Tilboð sendist Mbl.
merkt: „Kópavogur — 2690" fyrir 12
júlí.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
húsn^6'
Vogar
Til sölu 3ja herb. íbúð neðri
hæð í steinhúsi. Sérmiðstöð.
Fasteignasala Vilhjálms og
Guðfinns, Vatnsnesvegi 20,
Keflavik, simar 1263 og
2890.
3ja til 4ra herb'
góð ibúð á sérhæð á Reykja-
víkursvæðinu óskast til leigu.
Aðeins tvennt í heimili, reglu-
samt fullorðið fólk. Tilboð
sendist Mbl. fyrir 16. júli
merkt: „Góð umgengni —
2949"
Pilt vantar
tilfinnanlega herbergi strax.
Er á götunni i nauðum stadd-
ur. Örugg greiðsla. Mannin-
um er óhætt að treysta. Til-
boð sendist Mbl. fyrir laugar-
dagskvöld merkt: „herbergi
4423".
4ra herb. íbúð í
Hraunbæ
er til leigu nú þegar. Leigist
til áramóta. Hagkvæmir
greiðsluskilmálar. Upp-
lýsingar i sima 1207 og
1 707 Selfossi.
Selfoss
Til leigu 6 herb. ibúð. Tilboð
sendist Mbl. fyrir 14 þ.m.
merkt: „Selfoss — 2948"
Bólstrun
Tökum bólstruð húsgögn i
klæðningu. Fast verðtilboð ef
óskað er. Bólstv. Bjarna og
Guðmundar, Laugárnesvegi
52, sími 32023.
Steypum og leggjum
gangstéttir og bílastæði,
standsetjum og girðum lóðir.
Sími 74203 og 14429.
Framleiðum
nýjar springdýnur. Gerum
við notaðar springdýnur sam-
dægurs. Skiptum einnig um
áklæði, ef óskað er. Sækjum
og sendum ef óskað er. Opið
til kl. 7 alla virka daga. KM
springdýnur, Helluhrauni 20,
Hafnarfirði sími 53044.
Úðun trjágróðurs
Úðun trjágarða gegn maðki
og blaðlús. Vanir og vand-
virkir garðyrkjumenn.
Pantanir teknar milli kl. 9 og
1 0 og 1 2 og 2.
Landverk. Slmi 27678 og
15636.
sa\a
yaúP
Verzlið ódýrt
Sumarpeysur kr. 1000.- Sið-
buxur frá 1000.- Denim
jakkar 1000- Sumarkjólar
frá 2900.- Sumarkápur
5100,-
Verðlistinn,
Laugarnesvegi 82.
Velour dömupeysur
með rennilás í úrvali. Einnig
drengjabuxur frá 2ja—16
ára.
Þ. Þorgilsson klæðskeri,
Lækjargötu 6 a slmi 19276.
Antik húsgögn til sölu
Tilboð óskast I mjög sjaldgæf
antik borðstofuhúsgögn
(metin á ca. kr. 2 millj ). Til
sýnis næstu daga. Upp-
lýsingar I síma 12315.
Gömul trépressa
til sölu. Uppl. i sima 95-
4254.
Til sölu
stórt teak hjónarúm með
áföstum náttborðum og góð-
um dinum. Verð kr.
40.000.— Uppl. i sima
26517.
Buxur
Dömu terelynebuxur. Einnig
tækifærisbuxur. Framleiðslu-
verð. Saumastofen Barma-
hlíð 34, simi 14616.
Brotamálmur
Kaupi allan brotamálm lang-
hæsta verði. Staðgreiðsla.
NÓATÚN 27, Simi 25891.
bátar
Fiskibátur
Til sölu nýendurbyggður 22
lesta bátur með nýlegri Volvo
Penta vél. 162 ha. Verð kr.
10 millj. Útb. 1,5 m.
Fasteignaverð.
Fasteignasala Vilhjálms og
Guðfinns,
Vatnsnesvegi 20, Keflavik,
símar 92-1 263 og 92-2890.
bíiar
Óska að kaupa
bil árgerð 1 968—70 þarf að
vera skoðaður. Upplýsingar i
sima 36808 eftir kl. 1 8.00.
Til sölu
Hencel 12 tonna vörubill,
árg. 1967. Uppl. í sima
85066 á vinnutima.
(é'a9s"'
Grensássókn
Séra Halldór Gröndal spknar-
prestur hefur fengið nýtt
heimilisfang að Flókagötu
45, simi 21619. Viðtals-
timar i Safnaðarheimilinu eru
óbreyttir. Simi þar er 32950.
Sóknarnefnd.
Skíðaskólinn
í Kerlingarfjöllum
Bókanir hjá Zoéga.
Sími: 25544
Næstu námskeió:
14.iúlí, 20-iúlí, 26. júlí.
— Rjómabúið
Framhald af bls. 12
Magnússon, skoðuðu búið i
aprílmánuði 1968, og hvöttu
mig til viðhalds þess i óbreyttu
formi á staðnum, enda er þarna
afarfallegt og skemmtilegt, og
er heldur ekki að sjá, að hrófla
þurfi við þessum stað i náinni
framtíð.
Ahugamenn komu saman á
Selfossi þann 18. apríl 1970, og
voru þar á meðal formenn
búnaðarfélaga hreppanna
þriggja, er starfsemin náði til,
og fulltrúar Búnaðarsambands
Suðurlands. Um haustið varð
Byggðasafn Árnessýslu aðili að
endurreisninni, og 5. ágúst
1971 var formlega stofnað
Varðveizlufélag Rjómabús
Baugsstaða með aðild allra
fyrrgreindra félaga. Ríkisstyrk-
ur fékkst fljótlega til verksins.
50 þúsund krónur á ári nú í 5
ár, og hrepparnir, Búnaðarsam-
band Suðurlands og Arnessýslu
hafa einnig styrkt þetta verk-
efni, hver eftir sinni getu. Eitt
stærsta tillag, sem borist hefur
frá öðrum aðilum, er vinna við
legur og öxul vatnsaflshjólsins,
sem Vélsmiðjan Héðinn gaf í
minningu Markúsar heitins
Ivarssonar, sem upphaflega
vann það verk. Þá barst félag-
inu einnig mjög óvænt og kær-
komin peningagjöf frá
Búnaðarfélagi Hrunamanna.
Erfingjar Margrétar heitinn-
ar Júnfusdóttur, Jón Adolf
Guðjónsson, sr. Guðjón Guð-
jónsson, og Kristín Guðjóns-
dóttir, gáfu félaginu til eignar
búið allt með munum, og enn-
fremur var gerður samningur
við landeigendur á Baugsstöð-
um um endurgjaldslaus lóðar-
réttindi fyrir Rjómabúið. Mið-
aði framkvæmdum siðan áfram
eftir því sem fjárframlög dugðu
hverju sinni, og kom fjöldi hag-
feiksmanna að verki. Nefna má
Baugsstaðabændur, Ólaf Gunn-
arsson og Sigurð Pálsson, sem
sáu um mestalla smíði. Er ekki
ofmælt, að mestan skerf til
endurbótanna hafi Sigurður
Pálsson lagt fram, og hann hef-
ur einnig verið n.k. húsvörður
búsins þessi síðustu ár. — Sig-
urður Sigurðsson i Götuhúsum
á Stokkseyri tók aö sér að
endursmíða öll gluggafög.
Sigurjón Kristjánsson i Forsæti
endursmiðaði reimarhjól úr
tré, hnoðunarborð og marga
fleiri hluti. Hinrik fV. Þórðar-
son I Útverkum smiðaði osta-
dalla næst þvi í upprunalegri
mynd. Herbert Gráns málara-
meistari sá um alla málningu
sem næst'upprunalegum litum
og Einar Sigurðsson trésmíða-
meistari Selfossi færði margt
til betrþvegar innan húss.
Frá því endurbætur hófust
fyrir alvöru hefur stjórnað
þeim þriggja manna nefnd frá
áðurnefndum félögum, þeir
Helgi Ivarsson í Hólum, fulltrúi
búnaðarfélaganna þriggja,
Stefán Jasonarson i Vorsabæ
fyrir Búiraóarsamband Suður-
lj}nds"ög Páll Lýðsson í Litlu-
Sandvik fyrir hönd Byggða-
safns Árnessýslu.
Nú verður reynt að sýna
rjómabúið gestum í sumar, þótt
það verði með takmörkuðum
hætti og aðeins á sunnudögum
yfir aðalferðamannatimann
júni, júlí og ágúst. Opnun bús-
ins verður þá tilkynnt betur, ef
góð reynsla af aðsókn gefur til-
efni til fleiri sýningardaga.
— Kommúnistar
Framhald af bls. 23
Foringjar þeirra eru fúsir að bíða.
Þeir óttast að ef þróunin verði of
ör geti það haft i för með sér svo
kallað hægra bakslag. Spurningin
er aðeins sú hvort verið geti að
meiri hugarfarsbreyting hafi orð-
ið meðal ítalskra kjósenda, en
þeir sjálfir og aðrir gera sér í
hugarlund, hvort ítalskir
kommúnistar vanmeti ef til vill
mátt sinn. Að minnsta kosti spá
því margir að þeir fái meirihluta í
næstu kosningum, ef ekki einir
þá ásamt öðrum vinstri flokkum,
nema því aðeins að kristilegir
demókratar sýni af sér rögg og
breyti stefnu sinni í samræmi við
breyttan vilja kjósenda og gæði
stefnu sína þrótti og festu. Til
þess þurfa þeir nýjan leiðtoga í
stað Fanfanis. Hitt er eins líklegt
að kjósendur kjósi öðru vísi í
þingkosningunum, að sigur
kommúnista i bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningunum hafi verið
óeðilega stór og að margir
kjósendur sjái sig um hönd og
varist að kjösa þá aftur vegna
óánægju með ástandið sem er
vægast sagt bágborið á Italíu.