Morgunblaðið - 08.07.1975, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JULI 1975
33
VELVAKANDI
Velvakandi svarar í sima 10-100
kl. 2—3, frá mánudegi til föstu-
dags.
0 Þunglamalegt
kerfi
Einn, sem segist ætla að fara að
sólunda gjaldeyri, skrifar:
„Velvakandi.
Þegar þessar línur birtast
verð ég víst farinn af landi burt,'
en það gerir ekkert til.
Þegar ég fór að undirbúa þessa
ferð mína þurfti ég að eiga við-
skipti við lögguna í fyrsta sinn
síðan ég fékk ökuskírteini fyrir
nokkrum árum. Ég þurfti nefni-
lega að verða mér úti um alþjóð-
legt ökuskírteini og vegabréf. Ég
var nú bara satt að segja búinn að
steingleyma því hvað gangur
mála er hægfara hjá þessari á-
gætu skrifstofu, en þegar til átti
að taka fór ég fyrst á skrifstofuna
til að fá mér passa og skírteini og
var svo barnalegur að halda, að
þetta gæti ég afgreitt í einni ferð.
En það var nú ekki þvi að heilsa.
Mér var tjáð, að í fyrsta umgartg
skyldi ég fylla út eyðublað þar
sem sótt er um passann. Síðan
skyldi ég skilja þetta eyðublað
eftir ásamt tveimur myndum, en
fyrst að tveimur virkum dögum
liðnum yrði svo passinn tilbúinn.
Þetta var nú tiltölulega einfalt
mál og auðskilið, en þá var komið
að hinu alþjóðlega ökuskírteini.
Skrifstofa lögreglustjóraembætt-
isins gefur út alþjóðlegt ökuskir-
teini, en bæklingurinn, sem vott-
orð um það, að viðkomandi megi
stýra ökutæki á erlendri grund,
fæst hins vegar ekki hjá löggunni.
Þann bækling fer hver og einn og
kaupir hjá Félagi islenzkra bif-
reiðaeigenda, sem hefur aðsetur
sitt inni í Ármúla. Félagið hefu
tekjur af þvi að selja þessi hefti
og þangað verður að fara.
Nú vill bara svo til að ég skil
þetta ekki almennilega. Mér
skilst, að það sé lögregian, sem
veitir samþykki sitt til þess að
menn megi aka á erlendri grund,
en nú er ég farinn að velta því
fyrir mér, hvað FtB hefur með
málið að gera. Ef eitt félag á að
fara að hafa hagnað af því að selja
eyðublöð fyrir vottorð og skír-
teini, sem opinberir aðilar gefa
út, eins og i þessu tilviki, þá
finnst mér athugandi fyrir félög,
eins og t.d. góðgerðarfélög, hvort
þau geti ekki farið að hafa góðan
hagnað af því að taka toll af ýmiss
konar eyðublöðum. Þannig gæti
Lions-klúbburinn minn t.d. grætt
gras af seðlum með þvi að selja
þeim, sem ætla sér til útlanda,
bæklinga fyrir vegabréf. Ég ætla
að stinga þessu að fjáröflunar-
nefndinni á næsta fundi. Það
verður nóg eftir handa öðrum fél-
ögum, þótt við fáum söluréttindi
Jk
pfpuna milli varanna. Þegar hann
sneri sér við sá hann að ijósið var
slökkt f bókaherberginu og ljós
var kveikt f öðru herbergi á
næstu hæð fyrir ofan.
Hann gekk ekki gegnum bæinn
heidur meðfram ströndinni eins
og tollvörðurinn hafði gert og
staðnæmdist stundarkorn á horn-
inu, þar sem skotið hafði verið á
vörðinn. AHt var rólegt. t stöku
glugga var ljós. Bærinn
Concarneau var í svefni.
Þcgar hann kom að torginu sá
hann að enn var ijós í kaffitúsinu,
vont, grænt Ijós sem truflaði frið
næturinnar. Hann hratt upp
dyrunum og gekk inn. Blaðamað-
ur var að lesa fyrir frétt sfna f
sfmann:
„Enginn veit lengur hvern skal
gruna. Vegfarendur líla tor-
tryggnir hver á annan á götunni.
Kannski er þessi þarna morðing-
inn? Kannski hinn? Ladrei hefur
fólk kynnst slfku andrúmslofti
ótta og dulúðar...“
Vertinn stóð alvarlegur við af-
greiðsluborðið. Þcgar hann kom
auga á lögregluforingjann var
eins og hann ætlaði að segja eitt-
hvað. Maigret þóttist vita hvaða
umkvartanir hann hefði hug á að
bera fram.
af vegabréfsbæklingum, þvi að
skirteini og opinber plögg eru,
eins og allir vita, ófá.
En svo að þetta lendi ekki allt i
fégræðgi hjá mér, þá skýri ég frá
því hér með, að þessar reddingar
fyrir utanlandsferðina sælu, kost-
uðu mig fjórar heimsóknir í skrif-
stofu lögreglustjóra og FÍB.
Hvers vegna má aldrei gera
langa sögu stutta og viðhafa svo-
litla hagræðingu? Af hverju er
hið opinbera aldrei ánægt nema
það geti þvælt manni um i marga
daga út af einföldustu og ómerki-
legustu málum? Það vill nú svo til
að ég er minn eigin herra — rek
lítið heildsölufyrirtæki — en það
mætti segja mér að ég hefði ekki
verið ánægður með það, að missa
vinnukraft i svona reddingar, ef
strákurinn, sem vinnur hjá mér,
hefði átt í hlut. Það hefði þurft að
gerast á vinnutíma, því að
stofnanirnar eru ekki opnar nema
á almennum vinnutima.
Með þökk fyrir birtinguna,
„Sólundari".
£ Trúarbrögðin
margvísleg
Húsmóðir skrifar:
„Það þykir sjálfsagt dirfska af
mátulega guðhræddri húsmóður
að fetta fingur út í nýafstaðna
prestastefnu. Allir hljóta að gleðj-
ast yfir þvi hvað reisn Skálholts-
staðar er orðin mikil. Nú er hægt
að halda þar prestastefnu, en af
þvi svo vel hittist á, að i ár er ártjð
meistara Brynjólfs biskups, þá
langar mig til að segja mina mein-
ingu. Meistari Brynjólfur var há-
lærður maður og fylgdist vel með
því, sem var að gerast á hans tíma
og fátt lét hann afskiptalaust hér
á landi. Hefur mörgum prestum á
hans tíð ekki þótt hann taka nógu
hart á göldrum, þvi að flestir
þeirra, trúðu á galdra og vildu
miskunnarlaust láta brenna fólk.
Þess vegna held ég, að nú mundi
meistari Brynjólfur berjast hart á
móti nýjustu trúarbrögðum, sem
þenja sig út um allar jarðir.
Kommúnistar um allan heim trúa
á marx-leninismann, sem ofsækir
allt fólk, sem hefur aðrar trúar-
skoðanir. Þar sem kommúnistar
ráða, eru trúarofsóknir slíkar, að
galdrabrennur I gamla daga
blikna og verða nánast að engu.
Kommúnistar segja sem svo:
„Einn guð er marx-leninisminn,
og Stalin, eða hverju nafni, sem
æðsti maður Rússlands nefnist, er
hans spámaður." Allt fram á sið-
ustu daga Stalíns, var Rússland
lokað og fregnir þaðan óljósar, en
ef einhver lét i ljós þá skoðun, að
allt mundi nú ekki vera I sóman-
um þar, þá ærðust allir kommún-
istar, hvar sem var, og efasemda-
maðurinn var tafarlaust brenni-
merktur sem nasisti eða fasisti.
Síðan Krúsjóff komst til valdaog
sagði söguna af dýrlingnum, hafa
menn ágætar fregnir af þvi, sem
gerist i Rússlandi og öðrum lönd-
um, sem svikin hafa verið undir
kommúníska stjórn. I dag er
kommúnisminn versta plága ver-
aldarinnar og aldrei verður friður
i heiminum fyrr en sigrazt verður
á þeim trúarbrögðum. Þegar
menn eru hættir að trúa á komm-
únismann þá verður hægara að
bæta hlutina. Þess vegna eru send
mótmæli til Rússlands hvaðanæva
að úr heiminum, og er skemrp'st
að minnast þegar héðan var sent
bænarskjalið til þess að faðir
Ashkenasis fengi að koma hingað.
Ef andi meistara Brynjólfs
hefði svifið yfir Skálholti á
prestastefnunni, þá hefði verið
sent plagg til þess að mótmæla
trúarofsóknum í Rússlandi.
Húsmóðir".
HÖGNI HREKKVÍSI
Heyrðu? Er það ekki bara ein nótt, sem Högni verður að
heiman? —
(vandervell)
BENSÍNVÉLAR
Austin
Bedford
Vauxhall
Volvo
Volga
Moskvitch
Ford Cortina
Ford Zephyr
Ford Transit
Ford Taunus 12M, 17M,
20M,
Renault, flestar gerðir
Rover
Singer
Hilman
Simca
Tékkneskar bifreiðar,
flestar gerðir.
Willys
Dodge
Chevrolet
DIESELVÉLAR
Austin Gipsy
Bedford 4—6 cyl.
Leyland 400, 500, 680.
Landrover
Volvo
Perkins 3, 4, 6 cyl.
Trader4, 6 cyl.
Ford D, 800 K. 300
Benz, flestar gerðir
Scania Vabis
Þ. Jónsson & Co.
Skeifan 1 7.
Sími 84515 —16.
I
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
HÖGGDEYFAURVAL
FJAÐRIR
KÚPLINGSDISKAR
KÚPLINGSPRESSUR
SPINDILKÚLUR
STÝRISENDAR
VIFTUREIMAR
KVEIKJUHLUTIR
FLESTÍ RAFKERFIÐ
HELLA aðalluktir, lukta-
gler luktaspeglar og
margs konar rafmagns-
vörur
BOSCH luktiro.fi.
S.E.V. MARCHALL luktir
CIBIE luktir
LJÓSASAMLOKUR
BÍLAPERUR allar gerðir
RAFMAGNSVÍR
FLAUTUR 6 — 24 volt
ÞURRKUMÓTOR 6—24 v
ÞURRKUBLÖÐ
ÞURRKUARMAR
BREMSUBORÐAR
BREMSUKLOSSAR
ÚTVARPSSTENGUR
HÁTALARAR
SPEGLAR í úrvali
MOTTUR
HJÓLKOPPAR
FELGUHRINGIR
AURHLÍFAR
MÆLAR alls konar
ÞÉTTIGÚMMI OG LÍM
HOSUR
HOSUKLEMMUR
RÚÐUSPRAUTUR
FELGULYKLAR
LOFTPUMPUR
STÝRISHLÍFAR
KRÓMILISTAR
BENSÍNLOK
TJAKKAR 1Yz—30 T
VERKSTÆÐISTJAKKAR
FARANGURSGRINDUR
BÖGGLABÖND
ÞOKULJÓS
DEKKJAHRINGIR
RÚÐUKÍTTI
ÞVOTTAKÚSTAR
BARNAÖRYGGIS-
STÓLAR
4 tegundir
BARNABÍ LBELTI
BÍLBELTI
HNAKKAPÚÐAR
ÖSKUBAKKAR
MÆLITÆKI f. rafgeyma
SWEBA sænskir úrvals
rafgeymar.
ISOPON OG P 38 beztu
viðgerða- og fylliefnin
PLASTI-KOTE spray
lökkin til blettunar o.fl.
Athugið
allt úrvalið
(^^lnaust h.f
Síðumúla 7
Simi 82722
PLÖTUJÁRN
Höfum fyrirliggjandi plötujárn
i þykktunum 3,4,5og6mm.
Klippum nidur eftir máli ef óskad er.
Sendum um allt land
STÁLVER HF
FUNHÖFÐA17
REYKJAVÍK SÍMI 83444.