Morgunblaðið - 08.07.1975, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JULl 1975
35
% V' w. - •' -ár''- fw .^mwwiwwi m ... i ■
Norski plastbáturinn Cleng Peerson í Reykjavfkurhöfn á leið til New York.
Víkingaleið á litlum fiskibáti
Norskir sœgarpar í Reykjavík
N- og S-Víet-
nam sækja bæði
um aðild að SÞ
Genf 4. júlf—AP
KURT Waldheim, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna sagði
— Wilson
Framhald af bls. 1
stjórnarinnar til að stemma stigu
fyrir verðbólgu.
Ríkisstjórnin hefur reynt að fá
aðila vinnumarkaðarins til að fall-
ast á takmörkun kauphækkana og
arðgreiðslna, en takist það ekki
hefur hiín hótað að beita lögum
til að halda launahækkunum i
skefjum. Hagnefnd Alþýðu-
sambandsins (TUC) ákvað á
mánudag að reyna að fá ríkis-
stjórnina til að koma 7000 punda
þaki inn í 10% kauphækkunar-
áætlun sína. Það mundi þýða að
hátekjufólk fengi engar launa-
hækkanir við næstu kjarasamn-
inga.
Wilson sagði í ræðu sinni að
áframhaldandi launahækkanir
væru „geðbilun og leiddu jafnvel
til tortimingar". Námumenn
klöppuðu kurteislega að ræðunni
lokinni.
— Sovézkt
sendiráðsfólk
Framhald af bls. 36
tómur til baka, þar eð allir hinir
slösuðu voru farnir af staðnum
áður en hann kom.
Samkvæmt upplýsingum rann-
sóknarlögreglunnar í Hafnarfirði
var sá farþeginn, sem mest slasað-
is, 14 ára piltur og hlaut hann
mjög alvarlegan höfuðáverka.
Varð hann að gangast undir upp-
skurð vegna þeirra í gær.
Fulltrúi sendiráðsins kom á
slysstaðinn eftir að hinir Rússarn-
ir voru farnir, og sagði hann við
lögregluna að hann myndi verða
fulltrúi þeirra sem í slysinu lentu
og svara nauðsynlegum spurning-
um.
— Minning
Bjarni
Framhald af bls. 27
bjugggu þar i nokkur ár, en flutt-
ust siðan til dóttur sinnar og
tengdasonar og hafa notið þar
mjög góðrar umönnunar i ellinni.
Eftir að Bjarni fluttist til
Reykjavíkur hóf hann störf hjá
Oliuverzlun Islands, reyndist
hann þar sem annarsstaðar dug-
andi starfskraftur og var hann i
þessu starfi meðan heilsa og
kraftar entust.
Það er margs að minnast þegar
ég kveð Bjarna fóstra minn.
Minningarnar hrannast upp í
huga mér frá þvi ég, 11 ára
munaðarlaust barn, kom á heimili
hans og yndislegrar konu hans.
Þá ástúð og umhyggju, sem ég á
viðkvæmasta aldri ævi mirinar
hlaut hjá þeim hjónum, geymi ég
ávalit í huga mér. Bjarni var dag-
farsgóður og traustur maður, til
hans var gott að leita með vanda-
mál sín og hugðarefni, sem hann
var ávallt fús að deila með öðrum.
Máltækið segir: „Ungur má en
gamall skal.“ Þó er það svo að
enda þótt fóstri minn væri orðinn
gamall og honum mál að hvilast
þá söknum við þess þrátt fyrir
það að hafa hann ekki hjá okkur
þessa heims enn um sinn. En
hinsvegar getum við yljað okkur
við minningarnar um hann en
þær eru allar á einn veg, ljúfar og
bjartar, og hans mun ég ávallt
minnast er ég heyri góðs manns
getið. Að lokum þakka ég svo
fóstra mínum alla hans tryggð
fyrr og síðar við mig, mann minn
og Kristján fósturson okkar.
Megi guðs hönd veita honum
handleiðslu á landi Ijósanna.
Aldraðri eiginkonu, dóttur,
tengdasyni og öðrum vandamönn-
um votta ég dýpstu samúð mina
og fjölskyldu minnar.
Guð blessi minningu hans.
Sofffa Jönsdóttir.
á blaðamannafundi í dag að bæði
ríkisstjórn Norður-Vietnams og
stjórn Suður-Víetnams ætluðu að
sækja um fulla aðild að sam-
tökunum. Virðist þetta benda til
þess, að víetnömsku kommúnista-
stjórnirnar tvær hafi engin áform
um sameiningu landanna í náinni
framtið eftir að styrjöldinni í
Víetnam lauk. Waldheim sagði að
fulltrúar beggja stjórna hefðu til-
kynnt sér þetta, og væri aðeins
beðið eftir formlegum umsókn-
um. Aðild að S.Þ. þarfnast með-
mæla öryggisráðsins og er siðan
borin undir atkvæði á allsherjar-
þinginu, þar sem meirihlutafylgi
er nauðsynlegt til að hún verði
samþykkt. Allsherjarþingið mun
koma saman i september á ný
— Norska
sjónvarpið
Framhald af bls. 36
Erlendar sjónvarpsstöðvar
sjást, þegar sérstök skilyrði eru i'
háioftunum og geta radiógeislarn-
ir þá komizt eftir krókaleiðum allt
hingað norður eftir. Slíkar trufi-
anir sjást mjög sjaldan hér syðra,
þar sem menn nota yfirleitt rás 10
og rás 7, en truflananna gætir
yfirleitt ekki á rásum með svo
háu númeri. Um er að ræða af-
brigði, sem ekki getur orðið til
neins gagns og er þvi litið á sem
truflun eingöngu.
— Veðurguðir
Framhald af bls. 36
en hann er töluvert norðar. Er
siglingaleiðin yfir Húnaflóa
sögð ógreiðfær vegna fssins, en
hreint er frá Óðinsboða vestur
fyrir Strandir.
— Læknis-
vottorð
Framhald af bls. 36
Ingólfur sagði að lokum, að enn
væru slikar undanþágur veittar,
hvað sem siðar kynni að verða.
Gjaldeyrisyfirvöld hefðu enn sem
komið væri ekki rætt þetta mál
sérstaklega i ljósi þeirrar aukn-
ingar á undanþáguumsóknum,
sem hefur komið í ljós að undan-
förnu.
I REYKJAVlK er nú staddur 7
tonna plastbátur á leið frá Noregi
til New York. Tveir menn eru á
bátnum, Ragnar Thorseth blaða-
maður og Alf Moltubakk, en þeir
eiga bátinn. Sigling þeirra félaga
frá Noregi til Bandarfkjanna er í
tilefni þess að 9. okt. n.k. eru 150
ár sfðan fyrstu norsku útflytjend-
urnir frá Noregi komu til Banda-
rfkjanna, en þeir voru 56 talsins
og fóru á báti sem var 54 fet á
lengd.
I New York verður haldið sér-
staklega upp á daginn 9. okt. og
m.a. mun norskt skólaskip koma
þangað í heimsókn, en þeir
félagar áætla einnig að mæta þar
9. okt. eftir að hafa siglt frá Is-
landi til Grænlands, norður með
vesturströndinni, til Labrador,
Nýfundnalands og til New York.
Báturinn, sem er 31 fet á lengd,
er smfðaður i Viksuntf skipa-
smiðastöðinni f Noregi, en
umboðsmenn þessara báta eru
Kristján Skagfjörð og er hægt að
fá þá afgreidda með eins mánaðar
fyrirvara. Bátur þeirra félaga
heitir Cleng Peerson, eftir Norð-
manni þeim sem skipulagði fyrstu
ferðir norsku útflytjendanna.
Viksund hefur einnig framleitt
báta af stærðinni 27 fet og 35 fet
og þeir hyggja á smíði báta sem
verða 52 fet að stærð. Að sögn
Ragnars eru þessir bátar mikið
notaðir af sjómönnum f Noregi og
einnig í Færeyjum og við Græn-
land. Bátur þeirra félaga full-
búinn með öllum tækjum, m.a.
ratar, radiótækjum og sjálfsstýr-
ingu, kostar um 10 millj. kr.
Mögulegt er að þessir bátar
verði fluttir inn án alls tréverks
og að það verði unnið í skipa-
smiðastöð Guðmundar Lárusson-
ar á Skagaströnd.
Hafa komið fyrirspurnir um
þessa báta til Kristjáns Skag-
fjörðs með rækjuveiðar og skak
fyrir augum.
— Argentína
Framhald af bls. 1
og engar almennings samgöngur
voru í gangi. Undanþágur höfðu
þó verið veittar til að trufla ekki
starfsemi sjúkrahúsa, raf-, gas- og
vatnsveitna.
Lögreglan var viðbúin um allt
land ef óeirðir brytust út. Aðeins
var vitað um eitt slíkt tilfelli, er
vinstrisinnaðir skæruliðar réðust
á varðstofu lögreglu með sprengj-
um. Særðist einn lögregluþjónn
alvarlega. Segir lögreglan að
skæruliðarnir hafi ekið framhjá i
bíl og skotið og varpað hand-
sprengjum er þeir voru á móts við
varðstofuna.
BlaðafuIItrúi forsetans sagði að
ríkisstjórnin hefði sagt af sér til
að auðvelda lausn deilunnar við
verkalýðshreyfinguna, sem varð
út af kröfu stjórnarinnar um að
umsamdar launahækkanir upp að
150% kæmu ekki til fram-
kvæmda, heldur yrðu þær tak-
markaðar við 50%. Auk þess sem
þessar kröfur leiddu til afdrifa-
ríkra mótmæla verkalýðsins hafa
þær leitt til alvarlegs klofnings
innan peronistahreyfigarinnar.
Fjöldi þingmanna peronista hef-
ur tekið afstöðu með verkalýðs-
leiðtogunum og krafizt afsagnar
Celestinos Rodrigo efnahagsmála-
ráðherra og Jose Lopez Rega
félagsmálaráðherra og kenna þeir
þeim um kreppuna.
Lopez Rega einkaritari for-
setans og hennar mesti trúnaðar-
maður, stöð fyrir skipan Rodrigos
í embætti en hann beitti hörðum
aðgerðum í efnahagsmálum, þar á
meðal 50% gengisfellingu
peasoans i síðasta mánuði, sem
leiddi til mikilla verðhækkana.
Plastið i þessum bátum er 24
mm á þykkt en það er eitthvað
þykkara á burðarstöðum. Þeir
félagar komu hingað til lands frá
Færeyjum, en áður höfðu þeir
komið við I Hjaltlandseyjum á
leið sinni frá Noregi.
Ragnar kvað þennan plastbát
vera gott sjóskip og hefðu þeir
svo sannarlega fengið að reyna
það á leiðinni frá Noregi, þvi
veðrið hefði ávallt verið slæmt,
mikill vindur og úfinn sjór.
— Fjórðungsmót
Framhald af bls. 3
3. Bliki, jarpskjóttur, eign Sig-
rúnar Gunnarsdóttur, Keflavík og
knapi Guðmundur Hinriksson, á
19.0 sek.
300 m stökk:
1. Loka, rauð, eign Þórdísar H.
Albertsson, knapi Sigurbjörn
Bárðarson, á 21,7 sek.
2. Sörli, brúnn, eign Ragnheiðar
Guðmundsdóttur, Laugarvatni,
knapi Gylfi Þorkelsson, á 22,5
sek.
3. Jarpur, jarpur, eign Páls Egils-
sonar, Borgarnesi, knapi Óskar
Sverrisson, á 22,5 sek.
800 m stökk:
1. Frúarjarpur, jarpur, eign
Unnar Einarsdóttur, Hellu,
knapi Kristinn Guðnason, á 62,9
sek.
2. Þjálfi, eign Sveins K. Sveins-
sonar, knapi Guðrún Fjelsted, á
63,1 sek.
3. Vinur, bleikskjóttur, eign
Hrafns Hákonarsonar, Reykjavík,
knapi Ragnar Björgvinsson, á63,4
sek.
1500 m brokk:
1. Funi, mógrár, nigandi og knapi
Marteinn Valdimarsson, Búðar-
dal, á 3 mín. 16,5 sek.
2. Blesi, rauðblesóttur eigandi og
knapi Valdímar K. Guðmundsson,
á 3 niín 26,2 sek.
3. Máni, brúnstjörnóttur, eigandi
og knapi Ilalldör Sigurðsson, á 3
min. 35,9 sek.
A mótinu afhenti Félag
tamningarmanna viðkenningu
fyrir bezta knapann og hlaut þau
verðlaun Ólöf Guðbrandsdóttir,
Nýjabæ en til gamans má geta
þess að meðal þeirra hrossa, sein
hún sýndi, voru tveir stöðhestar,
sem eru eign hennar.
Þrátt fyrirtiiluverðaolvun gekk
mótið vel fyrir sig og urðu engin
stórslys á fölki og engin stör um-
ferðaróhöpp I teng-slum við hina
miklu umferð sem samfara var
mötinu. Nokkuð bar á þjófnuðum
úr tjöldum og var það einkum
skófatnaður og föt, sem menn
girntust.
Nánar verður fjallað um mótið i
hestaþáttum blaðsins, en sá mesti
þeirra birtist n.k. laugardag.
— I.g.
UM þessar mundir er verið að vinna að þvf að skipta um hitaveitu-
leiðslu f Kirkjustræti, en leiðslan er nú orðin æði gömul eða frá fyrstu
árum Hitaveitu Reykjavfkur, sem tðk til starfa á þeim tfma sem
heimstyrjöldin sfðari stðð sem hæst. Myndina tðk Sv. Þorm. af
framkvæmdum f Kirkjustrætinu.