Morgunblaðið - 13.08.1975, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGUST 1975
5
Lokið við varanlegan
veg að Þjórsá 1976
UM ÞESSAR mundir er verið að
leggja olfumöl á vegarkaflann
austan við Selfoss og austur undir
Skeið. Þessu verki á að ljúka á
þessu sumri, en áætlað er að
halda áfram með hann á næsta ári
og ætti þá að vera kominn vegur
með varanlegu slitlagi austur að
Þjórsá. Þetta kom m.a. fram þeg-
ar Morgunblaðið ræddi f gær við
Sigurð Jóhannsson, vegamála-
stjóra.
Sigurður sagði, að sú vegaáætl-
un, sem alþingi samþykkti s.l. vor,
næði yfir 2 ár, en yrði endurskoð-
uð næsta vetur, og þá yrði samin
ný vegaáætlun fyrir árin 1977 og
1978. Hvað vegi með varanlegu
slitlagi snerti, þá ætti á næsta ári
að halda áfram og ljúka við veg-
inn austur að Þjórsá og ef haldið
yrði I vesturátt frá Reykjavík, þá
ætti að leggja slitlag á Vestur-
landsveg að Kiðafelli og byggja
brú þar. Ennfremur yrði haldið
áfram með veginn í gegnum
Kópavog. Uti á landi stæði til að
leggja olíumöl á vegi I nánd við
Akureyri og Blönduós, og væri
þar um 10—20 km. langan kafla
að ræða. Á Suðurnesjum yrði svo
haldið áfram með veginn út í
Garðinn.
A hestum um
Hornstrandir
Bæjum, 3. ágúst 1975
AF ALLRI þeirri mergð bíla, sem
um veginn fóru hér um verzlunar-
mannahelgina, skar sig einn úr að
stærð og lögun, og er hann renndi
í hlaðið í Bæjum, I Snæfjalla-
hreppi, kom I ljós að hér var á
ferðinni fágætur flutningur hér
um slóðir, en þetta var gripaflutn-
ingabíll með 12 valda gæðinga
innanborðs, á leið með eigendum
sínum um Hornstrandir. Voru
hrossin flutt allar götur frá
Reykjavík á bfl þessum. Hér voru
á ferðinni Ölafur Hólmgeir Páls-
son múrarameistari með sonu
sína tvo, annan aðeins 14 ára*, og
var auðséð á tilburðum hans, að
ekki var það í fyrsta skipti, að
hann hefði á hestbak komið, svo
létt fór honum »meðhöndlun
hrossa sinna, annar sonur Ölafs,
Flosi, var meðal þeirra félaga, og
sá fjórði: Geir Þorsteinsson verk-
fræðingur, forstjóri Ræsis h.f.
Rvik. Þetta eru samvaldir ferða-
garpar, búnir að ferðast vfðast um
hálendi landsins mörg undan-
farin ár, og ætla nú að kanna og
njóta heillandi hrikaleikaog feg-
urðar Hornstranda, alla leið að
Hornbjargsvita, og þaðan austur
strandir yfir fjöll og einstfgi, allt
austur í Húnaþing, en þar á
Ölafur jörð, þar sem hann geymir
hesta sína í viðlögum. Er ekki að
efa, að margur hefði viljað eiga
þess kost að verða þeim félögum
samferða og skoða þetta heillandi
og hrikalega landslag, og alla þá
margbreytilegu fegurð, sem
Hornstrandir hafa upp á að bjóða.
Átthagafélag Snæfjallahrepps
hélt sfna árlegu skemmtun í
félagsheimili sínu að Árbæ, hér í
sveit, nú um verzlunarmanna-
helgina, og munu þar hafa saman
komið upp undir 200 manns.
Hyggst félagið nú ráðast f stækk-
Þrír Islendingar á rit-
höfundamót á Skáni
ÞRtR Islendingar munu
taka þátt I Þriðja alþjóð-
lega rithöfundamótinu í
Mölle f Svfþjóð dagana
13.—17. ágúst nk. og er
aðalviðfangsefnið þar „Rit-
höfundurinn og les-
andinn“. íslenzku fulltrú-
arnir eru Jenna Jóns-
dóttir, Jóhann Hjálmars-
son og Þorvarður Helga-
son.
Alls taka 49 rithöfundar,
bókaútgefendur og rit-
stjórar bókmenntarita frá
11 löndum þátt í mótinu.
Hefur verið Iögð áherzla á
að fá rithöfunda frá Aust-
ur-Evrópulöndum til móts-
ins og taka t.d. austur-
þýzkir rithöfundar nú þátt
í mótinu í fyrsta skipti. Til
stóð, að þeir tækju þátt í
síðasta Mölle-mótinu, en á
síðustu stundu kom fram,
að þeir fengju ekki farar-
leyfi úr heimalandi sínu.
Auk þeirra taka nú þátt
nokkrir aðrir rithöfundar
frá A-Evrópulöndum.
Á mótinu verður til-
kynnt um veitingu vestur-
þýzku bókmenntaverðlaun-
anna, sem kennd eru við
„Kreis der Freunde“, og
einnig verða veitt öðru
sinni hin svonefndu Al-
þjóðlegu Mölle-
bókmenntaverðlaun. 1
tengslum við mótið verður
efnt til bókmenntavöku
hinum megin við Eyrar-
sundið, þ.e. í Helsingör í
Danmörku, þar sem ýmsir
rithöfundar munu lesa úr
verkum sfnum.
Fyrir rithöfundamótinu í
Mölle standa Bókasafnið í
Höganás-umdæmi, Banda-
lag listamanna á Skáni, Rit-
höfundafélag Skánar og
nokkur erlend rithöfunda-
félög.
un félagsheimilis sfns í næstu
framtíð. Voru þarna tjaldborgir
stórar og bílaraðir, og dans-
skemmtun tvö kvöld I röð.
Oþurrkar hafa hamlað heyskap
hér við Djúp að undanförnu, er
því grasspretta orðin sæmileg
víða, en nokkuð misjöfn, en tals-
vert kal I túnum, enda spretta
sein, og almennt ekki byrjaður
sláttur að marki fyrr en seinni
hluta júnimánaðar, og veltur því
algerlega á veðráttu ágúst-
mánaðar hversu heyskapur nýt-
ist.
Jens I Kaldalóni.
I.Jósm. Mhl. ÖI.K.Mag.
Sprakk mœlirinn...?
1 fyrradag var sæmilegur hiti f Reykjavfk, aldrei þessu vant, og var
óvenju fjölmennt f miðbænum. Þeir ráku Ifka flestir upp stór augu
þegar þeir sáu að unnið var að viðgerð á hitamælinum stóra hjá
Almcnnum f Pósthússtræti. „Hann skyldi þó ekki hafa sprungið f
„hitanum“,“ spurðu menn sjálfa sig. En það var að sjálfsögðu ekki
ástæðan enda útilokað eins og veðráttan hefur verið. Þarna var bara
verið að gera við gamla bilun og flikka upp á mælinn f leiðinni.
Mjólkurframleiðsla
dregst saman en
neyrfa eykst um 8%
ALLT bendir til þess, að innvegið
mjólkurmagn f mjólkurbúum
landsins ætli að verða minna á
þessu ári en f fyrra og má rekja
þennan samdrátt til mikilla
kulda f júnfmánuði og lélegrar
sprettu f túnum. Þetta kemur
fram f fréttabréfi Upplýsinga-
þjónustu landbúnaðarins.
1 fréttabréfinu segir, að fyrstu
sex mánuði ársins hafi mjólkur-
búin tekið á móti 54.2 millj. kg. af
mjólk og sé það 920 þús. kg.
minna en á sama tíma 1974 eða
1.67%. — Þá segir að reikna megi
með að innvegin mjólk verði mun
minni í sumar og haust en var í
fyrra, bæði er það að útlit fyrir
háarsprettu er lélegt, þar sem svo
seint er slegið, og svo hefur græn-
fóður sprottið illa vfðast hvar á
landinu.
Fyrstu 6 mánuði ársins seldust
24.6 millj. lítrar af mjólk, sem er
8.1% aukning miðað við sama
tíma f fyrra. Sala á rjóma var
7.1% meiri, en heldur hefur
dregið úr sölu á skyri eða um tæp
2%. Söluaukning á undanrennu
hefur hinsvegar orðið um 10%.
Framleiðsla á ostum hefur
minnkað um tæp 8% og á smjöri
um 12%, eða 647 tonn. Birgðir af
smjöri 1. júlí s.l. voru 246 tonn.
Seld voru 709 tonn af smjöri fyrri
hluta þessa árs á móti 1060
tonnum f fyrra. Mest munar þar
um söluna í júnímánuði f fyrra,
þá seldust hvorki meira né minna
en 345 tonn en í sama mánuði í ár
seldust 106 tonn.
Sölusýning
á „Loftinu”
„LOFTIÐ" á Skólavörðustíg 4
hefur opnað sölusýningu á mál-
verkum eftir 10 íslenzka list-
málara. Verður sýningin opin á
venjulegum verzlunartfma fram
til áramóta, en gengið er upp á
„Loftið“ úr listmunaverzlun
Helga Einarssonar. Sýningin
hefur verið opin í viku og hafa
margir skoðað hana og nokkur
verk selzt.
Námskeið á
vegum KHI
Á VEGUM Kennaraháskóla Is-
lands verða i ágúst námskeið í
ýmsum greinum, t.d. lfffræði, eðl-
isfræði, tónmennt, íþróttum,
mynd- og handmennt og dönsku.
Aðalkennari á dönskunámskeið-
inu er Carl Sörensen kennari við
Kennaraskólann í Silkeborg og
eru fyrirlestrar hans opnir fyrir
dönskukennara á öllum skólastig-
um. I fyrirlestrum sínum mun
hann f jalla um ný viðhorf f tungu-
málakennslu, möguleika og tak-
markanir kennslubókarinnar,
málakennslustofuna, einstaklings-
bundna kennslu o.fl.
Fyrirlestrarnir fara fram í Æf-
ingaskóla KHÍ vikuna 11.—16. ág-
úst, byrja kl. 9 og standa ýmist
eina eða tvær kennslustundir.
Vagn Lundbye heldur
fyrirlestur í N.H.
UM ÞESSAR mundir dvelst hér á
landi danski rithöfundurinn
VAGN LUNDBYE. Hefur hann
hlotið styrk danska manntamála-
ráðuneytisins til dvalar á Islandi
og býr f Norræna húsinu meðan á
dvölinni stendur.
Miðvikudaginn 13. ágúst kl.
20.30 heldur Vagn Lundbye fyrir-
iestur í samkomusal Norræna
hússins. Þar verður einnig sýnd
kvikmynd um kollega hans,
danska rithöfundinn Albert Dam,
sem Lundbye hefur gert, og flyt-
ur hann jafnframt skýringar. Er-
ik Skyum-Nielsen, lektor i
dönsku, flytur inngangsorð um
Vagn Lundbye,
I fyrirlestrinum á miðvikudag
segir Vagn Lundbye frá því, sem
á daga hans hefur drifið meðal
Indíána og Eskimóa í Norður-
Ameríku og lýsir sambandinu
milli Indfánamenningarinnar og
hinnar pólitfsku frelsisbaráttu
Indfánanna nú, og ennfremur
gerir hann nokkra grein fyrir þvi
hvert erindi hugsunarháttur Indf-
ána á til Evrópubúa.
Stirð tíð á
Snæfellsnesi
Stykkishólmi 10. 8. 1975
EINS OG víðar á landinu hefir
tíðarfar verið hér afar stirt það
sem af er sumri. Aldrei stöðug tfð
og mikið hefir verið um úrfelli.
Vorið var kalt og eins og komið
hefir fram áður var júnfmánuður
einna kaldastur um fjölda ára.
Allt þetta hefir haft sfn áhrif á
gróður. Þó má segja að gras-
spretta sé sæmileg, en þá er
nýtingin slæm sökum óþurrka og
þvf sláttur Iftið á veg kominn. Um
sprettu f görðum er það að segja
að grasvöxtur er ærinn. Ber sjást
harla lftil og verður þetta varla
berjaár hér um slóðir.
Ferðamannastraumur hefir
verið mikill hér í júlf og það sem
af er ágúst og hefir Flóabáturinn
Baldur haft ærin verkefni. Farið
4 sinnum f viku yfir Breiðafjörð
með viðkomu f Flatey og einnig
farið aukaferðir. Miki’ð hefir
verið af erlendu ferðafólki hér í
sumar bæði í náttúruskoðun o.fl.
Sumarhótelið hefir því haft mikið
umleikis og sú þjónusta sem þáð
hefir veitt er ágæt í alla staði og
Stykkishólmi til sóma.
Mörg íbúðarhús eru í byggingu
en þrátt fyrir það eru hér sem
annarsstaðar húsnæðisvandræði,
enda vex ibúatala bæjarins jafnt
og þétt.
Fréttaritari.