Morgunblaðið - 13.08.1975, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. AGÚST 1975
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6. sími 22 4 80.
Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið
Frá því var skýrt í
fréttum Ríkisútvarps í
gærkvel'di, að skráðir at-
vinnulausir á landinu öllu, í
endaðan júlímánuð sl., hafi
verið 350 talsins. 1 þessari
tölu eru talið fólk, sem
hefur ekki fulla vinnu, þó
starfi hluta úr degi, og jafn-
vel fólk, sem aldurs vegna
sinnir ekki fullu starfi. Það
er því ekki langt frá réttu
að segja, að atvinnuleysi sé
óþekkt fyrirbrigði hér-
lendis í dag, þrátt fyrir
þann vanda, sem okkur var
og er á höndum vegna al-
þjóðlegrar efnahagskreppu
og áhrifa innfluttrar og
heimatilbúinnar verðbólgu.
Þegar núverandi ríkis-
stjórn var mynduð, fyrir
tæpu ári, blés ekki byrlega í
atvinnu- og efnahagsmálum
þjóðarinnar. Versnandi við-
skiptakjör þjóðarinnar, sem
rýrt hafa kaupmátt útflutn-
ingstekna um 30%, höfðu
kippt rekstrargrundvelli
undan helztu atvinnugrein-
um okkar, einkum í útgerð
og fiskvinnslu. Stóraukinn
rekstrarkostnaður, sam-
hliða lækkandi söluverði
framleiðslunnar, stefndi í
beina rekstrarstöðvun og
viðblasandi atvinnuleysi
Sama máli gegndi um ýms-
an útflutningsiðnað og um-
talsverður samdráttur í
byggingariðnaði virtist
óumflýjanlegur. Rekstrar-
erfiðleikar í sjávarútvegi
höfðu og valdið því, að iðn-
fyrirtæki, sem sinntu þjón-
ustu við þessa atvinnu-
grein, fengu hana ekki
greidda og vóru komin í
alvarlegan rekstrarfjár-
skort, sem að öllu óbreyttu
hlaut að leiða til stöðvunar
á starfsemi þeirra.
Við þetta bættist, að
gjaldeyrissjóðir þjóð-
arinnar vóru uppurnir,
fjárfestingarsjóðir tómir,
verðjöfnunarsjóðir at-
vinnuveganna höfðu orðið
fyrir verulegum skakkaföll-
um, erlend skuldasöfnun
meiri en dæmi vóru til um
áður og fjármál ríkisins í
kaldakoli. Samdráttur í
ríkisframkvæmdum og að-
gæzla um ríkisfjármál varð
ekki lengur umflúin.
Farvegur allra hræringa í
þjóðarbúskapnum virtist
því stefna að ósi umfangs-
meira atvinnuleysis hér á
landi en dæmi vóru til um
allar götur frá upphafi síð-
ari heimsstyrjaldarinnar.
Afleiðingar alþjóðlegrar
efnahagskreppu hafa komið
fram í víðtæku atvinnuleysi
hvarvetna um hinn vest-
ræna heim, bæði hjá stór-
um þjóðum og smáum, og
milljónir manna ganga nú
atvinnulausar í nágranna-
löndum okkar. Aðsteðjandi
vandi virtist þeim mun
viðameiri hérlendis en með
öðrum þjóðum sem við
erum þeim háðari um verð-
lag einhæfrar útflutnings-
framleiðslu, sem var á
niðurleið, og næmari fyrir
alþjóðlegum efnahags-
sveiflum.
Efnahagsráðstafanir nú-
verandi ríkisstjórnar tóku
vissulega mið af ríkjandi
efnahagsaðstæðum, versn-
andi viðskiptakjörum,
lækkandi þjóðartekjum á
einstakling, og rekstrar-
erfiðleikum helztu atvinnu-
vega okkar. Ýmsar stað-
reyndir, sem vóru arfleifð
frá fyrri tímum, vóru viður-
kenndar í raun, svo sem
minnkandi ráðstöfunartekj-
ur þjóðarinnar og raungildi
gjaldmiðils okkar. Þessar
aðgerðir hlutu að segja til
sín í tímabundinni skerð-
ingu á lífskjörum, og mæta
andstöðu af því tiiefni, þó
þess væri gætt sem kostur
var, að skerða sem minnst
hag hinna lægstlaunuðu,
með láglaunabótum, hækk-
unum bóta almannatrygg-
inga, tekjuskattaíviln-
unum, niðurgreiðslum
landbúnaðarafurða og
lækkun söluskatts á vissum
vörutegundum.
Þær aðgerðir, sem gripið
var til, hafa vissulega borið
umtalsverðan árangur. Hér
hefur tekizt að halda uppi
fullri atvinnu, hvarvetna
um landið, svo atvinnuleysi
er nær ekkert, öfugt við það
sem raun varð á í nágranna-
löndum okkar. Það tókst
jafnframt að tryggja vinnu-
frið, þrátt fyrir ýmsar
blikur á lofti, a.m.k. til
næstu áramóta. Hér er um
að ræða veigamesta
árangurinn af störfum nú-
verandi ríkisstjórnar, sem
vissulega hefur vakið
athygli bæði hérlendis og
erlendis.
Efnahagsvandinn er þó
enganveginn leystur til
frambúðar. Við höfum ein-
vörðungu unnið orrustu í
stríði, sem ekki sér fyrir
endann á, náð veigamiklum
áfanga en ekki lokamarki.
En við höfum jafnframt
numið þann lærdóm, að við
ráðum við vandann, að við
getum siglt á milli skers og
báru í kröppum sjó efna-
hagskreppunnar inn á lygn-
ara vatn framtíðarvel-
megunar, ef við kunnum að
standa saman. Stéttastríð
og sundurlyndi geta hins-
vegar á skammri stund snú-
ið dæminu við, svo þjóðar-
skútan steyti á skeri efna-
hagshruns og atvinnu-
leysis.
Ekki er ráð nema í tíma
sé tekið og þjóðin þarf
þegar að gera sér glögga
grein fyrir hugsánlegri at-
burðarás í íslenzku atvinnu-
lífi í byrjun næsta árs, er
aðilar vinnumarkaðarins
standa í sömu sporum og
fyrr á þessu ári, þ.e. við
samningaborðið. Þá gildir
að glopra ekki niður þeim
árangri, sem þegar hefur
náðst, atvinnuöryggi og
markvissri stefnu á aukna
verðmætasköpun í ^ijóðar-
búinu, sem er óhjákvæmi-
leg forsenda raunhæfra
kjarabóta og framtíðarvel-
megunar þjóðfélagsþegn-
anna.
Aukin verðmætasköpun
og atvinnuöryggi
Aðeins ein jörð
Síðasta tækifæri Arabaþjóð-
anna nefnist grein,' sem
Maurice Guernier, einn af vís-
indamönnum Rómarklúbbsins,
skrifaði nýlega í Express. Þar
heldur hann því fram að Araba-
leiðtogarnir hafi ekki nema
nokkra mánuði til að leika út
síðustu trompum sínum, þ.e.
að ákveða að halda út á braut
iðnaðar í löndunum öllum.
íranskeisari hafði á ferð sinni
um París látið í það skína, að í
septembermánuði mundi olfu-
verðið enn hækka. Enda varla
nema eðlilegt að eigendur olí-
unnar vilji fá uppbætur á verð-
bólguna, sem dregur stórlega
úr ágóðanum af þessari tekju-
lind þeirra. En höfuðvandi
þeirra, einkum Arabalandanna,
er sá að olían gengur svo hratt
upp, að þeir eiga á hættu að
sitja uppi olíulausir árið 2000,
með minni þjóðartekjur ■ en
nokkur önnur lönd heimsins.
Nú, þegar sú stefna er orðin
ofan á, að líta beri nánar á
einstök svæði jarðarinnar og
haga þróun þar eftir aðstæðum,
þá er forvitnilegt að héyra hvað
maður eins og Maurice Guerni-
er hefur að segja um Araba-
löndin:
Fyrir nokkrar eyðimerkur-
ekrur hafa Arabaþjóðirnar I 25
ár háð stríð, sem dæmt hefur þá
til stöðnunar og getur riðið
þeim að fullu. Vonlaust strfð.
Setjum okkur andartak fyrir
sjónir, að ísrael yrði þurrkað
út. Arabar fengju þá aftur 419
þúsund hektara af ræktanlegu
landi, sem þeir mundu setja á
520 þúsund Arababændur f
stað 520 þúsund Gyðinga-
bænda. Hlálegar bætur það. Því
Aröbum hefur fjölgað um 60
millj. síðan 1948. Þess vegna
verður að herða sig upp í að
Síðasta
tækifæri
Araba-
þjöðanna
gera þeim ljóst, að strfðið er
þegar búið að valda óbætanlegu
tjóni, þar sem jafnvel ágóðinn
af fullum sigri gæti aldrei bætt
upp 25 ára stöðnun eða jafnvel
félagslega og efnahagslega
hnignun. Hið raunverulega
stríð þeirra er þróunarstríð.
Þetta er sorglega einfalt og
liggur á borðinu.
1. Nú eru 100 milljónir Ibúa á
svæðinu frá Agadír til Bagdad.
Árið 2000 verða þeir 200 millj-
ónir. Fólksfjölgunin í Alsír er
t.d. 3,4%, sem táknar það að
þjóðin tvöfaldast á 20 árum. Nú
þegar eyðir þetta land — sem
þó er eitt bezt skipulagða rfkið
— þriðjungi af olíutekjunum í
að fæða viðbótina.
2. Framleiðslan á hvern
Araba — afraksturinn af vinnu
hans og olíusölunni — er ein sú
lægsta á þessari jörðu, þ.e.
aðeins 250 dollarar á ári á
hvern einstakling.
3. Þetta stafar af þremur
meginástæðum: jarðvegurinn
er ófrjór og að stórum hluta
eyðimörk, loftslag er ákaflega
þurrt, og mannfólkið iðulega
forlagatrúar og búið að beygja
sig undir óblfð náttúruöfl.
Vegna olíulindanna býðst
Arabaþjóðunum samt einstakt
tækifæri. Þær eiga dýrmætan
fjársjóð og alveg einstæðan í
mannkynssögunni. Allt gullið
frá Mexico og Perú á 16. öld
voru smámunir á móts við olíu-
birgðirnar, þó það ylli ekki svo
lítilli röskun f heiminum á
endurreisnartímanum. Þetta
eru alveg ótrúleg auðæfi, sem
tryggja 6 Arabalöndum af tólf
65 milljarða dollara í árlegar
tekjur. En þessar tekjur hverfa
á 20 árum sums staðar eða á
30—50 árum hjá öðrum. Þessi
staða á enga fyrirmynd f heims-
sögunni. Þrátt fyrir auðæfi á
borð við frásagnirnar í Þúsund
og einni nótt, getur framtfð
Arabaþjóðanna orðið vonlaus,
jafnvel enn vonlausari en þjóða
Suðausturasíu. Það er óhætt að
kalla þetta harmleik. Leiðtogar
Araba hafa ekki nema nokkur
ár, raunar nokkra mánuði, til
að spila út sfðustu spilum
sínum. Hvernig eiga þeir að
gera það?
1) með þvi að hafa stjórn á
oliuauðnum, þ.e. að hægja á
framleiðslunni, til að tæma
ekki auðlindirnar á 20—30
árum, heldur t.d. á 50—60
árum. Þá fæst tími til að fjár-
festa auðinn skynsamlega og
koma efnahagsmálum land-
anna í varanlegt horf. Þetta má
gera með því að hækka svolítið
olíuverðið, eins og Faysal heit-
inn vildi. Og skv. skýrslu vfs-
indamannanna Mesarovics og
Pestels er vitað að svolítið
minni olíunotkun, vegna hægr-
ar hækkunar á henni, væri til
góðs eins fyrir efnahagsmál
heimsins í heild.
2) að fjárfesta skynsamlega á
50 árum (1975—2025) olíupen-
ingana, svo þeir fari að gefa af
sér og breyti ástandinu á þann
veg, að árið 2000 verði Arabar
sjálfum sér nógir í framleiðslu,
eins og iðnríkin eru nú þegar.
Ef þetta stórvirki verður ekki
leyst af hendi, verða 200 millj-
ónir Araba í byrjun næstu
aldar, eða eftir einn manns-
aldur, fátækasta fólk jarðar,
búandi á ófrjóasta landinu, án
nokkurra hjálpartækja og von-
laus um nokkra framþróun.
Arabaþjóðirnar geta vel ráðið
við slíkt stórvirki. Til þess hafa
þær bæði gáfur og almenna
hæfileika. En til þess þarf
geysilegt átak.
Fyrsta átakið er innanrikis-
pólitískt. Aðeins sex arabalönd
af 12 eru svo heppin að liggja á
olíulindum. Og það sem meira
er, hvert framleiðsluríki (sem
er þá mjög auðugt) liggur að
tveimur, sem ekki hafa olíu-
lindir (og eru því mjög snauð):
að Alsir liggja Marokko og
Túnis, að Líbíu liggja Túnis og
Egyptaland, að Arabíu og Irak
liggja Egyptaland annars vegar
og hins vegar ríkjahópurinn
Jórdania — Sýrland —
Líbanon. Slíkar samlokur for-
ríkra og örsnauðra eru hrein
efnahagsleg fjarstæða og þar er
alltaf pólitfsk sprengihætta.
Stofnun raunverulegs efna-
hagsbandalags Arabaríkjanna
gæti ein myndað þann ramma,
sem óhjákvæmilegur er til að
hægt verði að fjárfesta olíupen-
ingana þannig að þeir gefi af
sér fyrir allt Arabasamfélagið,
allt frá Agadfr til Persaflóa.
Slíkt efnahagsbandalag, í lík-
ingu við Efnahagsbandalag
Evrópu, gæti orðið undirstaðan
að efnahagslega sjálfstæðum
Arabaríkjum, sem væru farin
að standa á eigin fótum og sjá
fyrir sér með eigin framleiðslu
fyrir árið 2025. Það er raunar
gömul hugmynd Abdels Nass-
ers, að Arabaollan yrði notuð til
þróunar f öllum Arabalönd-
unum.
Annað átakið, sem Araba-
löndin þurfa að gera, er að taka
upp samvinnu við Evrópulönd-
in. Að sjálfsögðu geta Araba-
löndin vart hjálparlaust byggt
upp nýjan Arabaheim á 50
árum. Bandarfkin og Sovét-
ríkin hafa hvorugt brennandi
þörf fyrir oliuna þeirra, og eru
tvö öflug heimsveldi. Japan
snýr sér að mestu að Kyrrahaf-
inu. Evrópa er þvi eftir. Ágæt-
lega gætu fallið saman hags-
munir af skiptum á olíu á móti
tækjum og fæðu, — auk dreif-
ingar á iðnaði — milli þessara
tveggja samsteypa með 200
milljón íbúa hvor. Og þriðja
samsteypan — svarti heimur-
inn — gæti sem best tekið sæti
þar við hliðina, eins og hug-
mynd kom fram um nýlega í
Dakar. Evrópubúar hafa hreint
ekki áhuga á að standa árið
2000 andspænis 200 milljón fá-
tækum, hungruðum og upprís-
andi Aröbum sunnan megin við
Miðjarðarhafið.
Þriðja átakið, sem Arabar
verða að gera, er af sálrænum
toga spunnið. Arabar horfa
gjarnan með tregablandinni
eftirsjá aftur til fornrar frægð-
ar, sem orðin er meira en millj-
ón ára gömul. Það hefur sett
sitt mark á þá sálrænt og menn-
ingarlega og byrgt þeim sýn til
nútímaþróunar. I hjarta sfnu
hafa þeir innibyrgðan mótþróa
gegn nútíma framförum.
Arabar hafa verið þrúgaðir af
efnahagslega lamandi stríði,
sem gleypir allt þeirra framtak,
og þannig misst 25 ár af þró-
unarbrautinni, sem er raunar
einasta leið þeirra til að lifa
þetta af. Því er rétt að halda
enn einu sinni áfram að endur-
taka, að þeir hafa ekki nema 50
ár fyrir þetta stórkostlega verk-
efni. Og aðeins nokkra mán-
uði til að taka um það ákvarð-
anir. Einhver olfuráðstefna
þeirra getur veitt tækifæri til
að taka stefnuna. Ef ekki, þá
eru framtíðarhorfur Araba-
landanna enn svartari en jafn-
vel Indlands. — E. Pá.