Morgunblaðið - 13.08.1975, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 13.08.1975, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGUST 1975 23 Slys við Höfn Höfn, 12. ágúst. SlÐASTLIÐINN laugardag slösuðust skozk hjón er bfll þeirra valt við svokallaðan Bjarnanesafleggjara á Nesjavegi. Þau voru send með flugvél frá Flugstöðinni til Reykjavfkur næsta dag. Maðurinn var með skurði á höfði en konan virtist hafa meiðzt innvortis og ér ef til vill rifbrotin. I gær lærbrotnaði 17 ára piltur þegar hann stökk ofan af hey- vagni við ræktunarsvæðin á Steinasandi í Suðursveit. Hann var sendur með Flugfélagsvél til Reykjavíkur f morgun. Héraðs- læknirinn á Höfn gerði að meiðsl- um fólksins til bráðabirgða. — fréttaritari. — Portúgal Framhald af bls. 1 byltingarráðinu, en þeir kalla brottvikninguna ólöglega og segja að aðeins byltingarráðið sjálft geti rekið þá. I kvöld héldu sósíalistar fund í bænum Evora í Mið-Portúgal þar sem einn helzti foringi andófs- manna f heraflanum, Pedro Pez- ara Correira hershöfðingi, hefur bækistöðvar og sá fundur fylgir í kjölfar mikilla uppþota gegn kommúnistum f nótt, er leiddu til þess að minnst einn maður beið bana og 12 særðust. Kommúnistar efndu til mót- mælaaðgerða gegn fundinum og fjölmennt herlið var sent á vett- vang. Gagnsókn var hafin í dag til að treysta stöðu Goncalves forsætis- ráðherra og fyrir henni stóð fimmta herfylkið, sem er áróðurs- deild heraflans. 1 yfirlýsingu frá henni voru hófsömu herforingj- arnir sakaðir um að „spilla fyrir byltingunni" og auka hættu á þvf að „núverandi stjórnmálakreppa drægist á langinn." Þó var talið ólfklegt að yfirlýs- ingin gæti dregið úr vaxandi and- stöðu gegn stefnu Goncalves því fullvíst er talið að að minnsta kosti 85% heraflans styðji hóf- sömu herforingjana. Þeir halda þvf fram að þeir njóti bæði stuðn- ings Costa Gomes forseta og Car- valho hershöfðingja, sem er yfir- maður leynilögreglunnar. Það varð enn til að auka stjórn- málaóvissuna í dag að herforingi, sem er handgenginn Goncalves en talinn fylgja hófsama arminum að málum, Duarte Pinto Soares hers- höfðingi, sagði af sér embætti yf- irmanns herskólans í Lissabon og sagði sig jafnframt úr byltingar- ráðinu. Öljóst er hvort hann hef- ur með þessu lýst sig fylgjandi eða andvfgan andófsmönnunum f heraflanum. Andstæðingar Goncalves réðust í dag á skrifstofur þriggja vinstri- flokka f Viseu f Norður-Portúgal og um 15 særðust, fjórir alvar- lega. Múgur réðst inn f skrifstof- ur vinstriflokks í bænum Vila Verdo, rændi gögnum og kveikti í. Árás var einnig gerð á skrifstof- ur vinstri flokks í Prior Velho skammt frá Lissabon. — Eldsúla Framhald af bls. 1 ur-Þýzkaland. 8.000 slökkvi- liðsmenn og sjálfboðaliðar taka þátt f slökkvistarfinu. Fimm hafa farizt, og að minnsta kosti 10.000 ekrur skóglendis hafa eyðilagzt. — Samningar Framhald af bls. 1 Rossene úr utanrfkisráðuneytinu komu ásamt Simcha Dinitz sendi- herra til utanríkisráðuneytisins til .að ræða orðalag samninganna við Joseph Sisco aðstoðarutanrík- isráðherra. Þar var svo mikið af sjónvarpsmyndavélum að það var líkast því að erlendir þjóðarleið- togar væru á ferðinni. Viðræðurnar munu standa I nokkra daga og sennilega snúast um orðalag tvenns konar skjala: opinbera samninga um stöðu her- sveita á Sinaiskaga og leynileg bréfaskipti Egypta og Banda- rfkjamanna og Bandarfkjamanna óg Israelsmanna. 1 hinum opinbera samningi verða ákvæði um stærð vopnlauss svæðis milli herliða Israelsmanna og Egypta á Sinaiskaga þar sem friðargæzlusveitir Sameinuðu þjóðanna verða á veröi. I bréfun- um sem skipzt verður á munu Egyptar lofa Bandaríkjamönnum að draga úr efnahagslegum aðgerðum og áróðri gegn tsrael. Þeir vilja ekki gefa opinber lof- orð svo að róttækari ríkisstjórnir í Árabaheiminum saki þá ekki um svik f baráttunni gegn zfonisma. önnur fsraelsk sendinefnd kemur til Washington á morgun til viðræðna um beiðni um 3.000 milljón dollara aðstoð, þar af 2.100 milljón dollara hernaðarað- stoð. Talið er að Israelsmenn verði að kaupa olfu fyrir 350 milljón dollara ef þeir missa olfu- svæðin á Sinaiskaga, en ekki er vitað hvort þeir fá fjárhagsaðstoð til þess frá Bandaríkjamönnum. Dr. Kissinger mun hafa sagt vinum sínum að verið geti að hann fari til Miðausturlanda í næstu viku til að ganga endanlega frá nýjum samningi. Israelsmenn segjast ekki hafa fengið endan- legar tillögur Egypta, en eru viss- ir um að samningar takist. — Minnis- peningar Framha|d af bls. 24 rfkisféhirði árið 1961. Nafnverð hans er 500 krónur, en hann var seldur á 750 krónur við útgáfu. I dag er verð hans úr verzlun hér- lendis um 50 þúsund krónur. — Kastali Framhald af bls. 1 sjóleiðina, þar sem höfnin er ekki lengur f hættu. 450 FNLA-hermenn til viðbótar verða fluttir frá herbúðum f Luanda í dag og á morgun til Norður-Angóla sem er á valdi hreyfingarinnar. Allar frelsis- hreyfingarnar höfðu hermenn í Luanda þar sem f ráði var að stofna sameinaðan her, er her- menn Unita hörfuðu frá borginni fyrr í vikunni eftir árás MPLA á stöðvar hreyfingarinnar. Bollalagt er hvort samkomulag FNLA og MPLA hafi f raun og veru í för með sér skiptingu Angola f þrjú svæði þannig að FNLA ráði norðurhlutanum, Unita suðurhlutanum og MPLA Luanda-svæðinu. Líklegt væri að það riði efnahag landsins að fullu, en atvinnuvegirnir eru nú þegar í kaldakoli. I Róm var sagt f dag að 55 lestir af matvælum að verðmæti 200.000 dollarar yrðu fluttar til Angola á vegum S.Þ. — Hafa fleiri Framhald af bls. 24 tekur að sigla vestur fyrir 4. gráðu og til Danmerkur aftur. Fjögur skip seldu I Hirtshals og Skagen í fyrradag og voru það: Súlan EA, sem seldi 23 lestir fyrir 950 þús. kr„ meðal- verð kr. 43,00, örn KE seldi 75,5 lestir fyrir 3,4 millj. kr„ meðalverð kr. 45,39, Vörður ÞH seldi 17,5 tonn fýrir 755 þús. kr., meðalverð kr. 43,55 og Skarðsvík SH seldi 48 lestir fyrir 2,1 millj., meðalverð kr. 44,42. — Anker Framhald af bls. 11 ekki fara til Portúgal. Hann eiga konu og börn,“ sagði maðurinn og lagði tólið á. Jörgensen sagði í viðtali við blaðið: „Við verðum öðru hverju fyrir barðinu á hótunum og það er auðvitað óþægilegt. Meira vil ég ekki segja.“ Lögreglan sagði að hótunin hefði að sjálfsögðu verið tekin alvarlega og séð yrði til þess að forsætisráðherrann og fjölskylda hans fengju vernd. Jörgensen fór til Portúgals á sunnudag og ræddi í gær við Gosta Gomes forseta. Hann sagði að aðstoð Efnahags- bandalagsins við Portúgal væri háð því skilyrði að áfram miðaði f lýðræðishorf. — Stöðvun Framhald af bls. 11 Sigurðar hafi fyrst heyrt um ákvörðun SR að taka ekki víð loðnu undir 12 sm-mörkunum þegar þeir voru komnir til Siglu- fjarðar með aflann sl. sunnudags- kvöld 10. ágúst. Þeim var bæði tilkynnt um það f gegnum LlU 1. ágúst og hjá okkur 2. ágúst.“ Jón Reynir sagði í samtali við Mbl. f gær, að SR hefðu ekki sent skipstjórum bátanna „hálfgerða áskorun“ um að halda þessum veiðum áfram, eins og gefið væri í skyn í Mbl. Tilraun skipstjóranna á þessum skipum til þessara sumarveiða á loðnu væri afar virðingarvert fyrirtæki og þeim bæri að þakka fyrir framtakið, en nú væri ljóst að tilraunin hefði mistekizt og ekki væri grundvöll- ur fyrir þessum veiðum vegna þess hve loðnan væri smá alls staðar þar sem veitt hefði verið. Jón sagði að hvorki væri grund- völlur fyrir veiðum þessarar smá- loðnu fyrir bátana né verksmiðj- urnar. Nýting smáloðnunnar f mjöl væri aðeins 13,6% miðað við 15,5% meðalnýtingu að vetrinum, og nýting hennar ‘í lýsi væri 1,8—2% miðað við 4,5—5% nýtingu vetrarloðnunnar. Þar að auki væri saltið í þessari smá- loðnu meira en f stærri loðnu, vegna þess hve í henni væri mikill sjór og væri hún fyrir þær sakir enn óhentugri til vinnslu. Jón sagði að SR hefðu þegar tekið við um 3000 tonnum af smáloðnu og fyrir helgi hefði verið búið að bræða um 2600 tonn. Sagðist Jón vera fullviss um að mun meira af þessari loðnu hefði komið á land hefðu verksmiðjurnar ekki til- kynnt' það strax 2. ágúst, að þær tækju ekki við frekari smáloðnu. Að sögn Jóns er þessi smáloðna aðeins 2—5 grömm að þyngd, en loðna sú sem vanalega er veidd er um og yfir 30 grömm að þyngd. Þá sagði Jón að sú loðna sem vana- lega væri veidd að vetrinum væri 3—4 ára gömul og 14—20 sm en loðnan sem nú hefði komið á land væri á 2. ári. Jón Reynir gaf Mbl. einnig þær upplýsingar að verðlag á lýsi og mjöli hefði verið mjög óstöðugt að undanförnu og erfitt væri að segja til um markaðshorfur. Vafa- laust mætti þó selja þetta sem komið hefði út úr smáloðnunni, þar sem um svo lítið magn væri að ræða. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um verðlag á sumar- loðnu og hefur yfirnefnd verðlagsráðs nú það mál til meðferðar. Ekki vissi Jón Reynir hvenær ákvörðunar nefndarinnar væri að vænta. — Timor Framhald af bls. 11 svæða sem séu á valdi flokksins. Fjölskyldur portúgalskra her- manna á Timor verða fluttar með skipi til Ástralíu, að sögn yfir- valda í Lissabon. Fréttir frá Darwin herma að skipið heiti MacDili og sé væntanlegt þangað á fimmtudag með 272 manns, að- allega Portúgala. — Mótinu lokið Framhald af bls. 11 hópum verða 60—70 þátttakend- ur. Einnig mun verða farið í styttri ferðir., þ.e. dagsferðir. 400—500 manns munu fljúga til Vest- mannaeyja og skoða Heimaey. Þá munu 400—500 manns fara f dagsferð um Gullfoss—Geysis- svæðið. 20 manns fara um Borgar- fjörð og 40 manns munu fara í gönguferðir um Reykjanessvæð- ið. Ekki er talið að matareitrun, sem upp kom á stúdentamótinu aðfaranótt þriðjudagsins, 12. ág- úst, muni breyta miklu varðandi þessar ferðir. Faðir okkar. t BJARNI R. ÁRNASON, Byggðarenda 13, andaðist mánudaginn 1 1. ágúst. Synir hins látna. t Konan mln. ÁSLAUG Á HEYGUM Granaskjóli 19, Reykjavlk, andaðist að morgni þess 1 2. ágúst 1 975. Magnús Magnússon. t Útför mannsins mlns, bróður okkar, og fósturföður, SIGURÐAR PÁLSSONAR, vélstjóra, er lézt I Sjúkradeild Elliheimilisins Grund, þann 7. þ.m. fer fram frá Dómkirkjunni I Reykjavík, fimmtudaginn 1 4. ágúst kl. 15. Blóm og kransar afbeðnir, en þeir sem vilja minnast hins látna láti Hjartavernd njóta Ingibjörg Kristinsdóttir, frá Hlemmiskeiði Ólafía Pálsdóttir, Guðrún P. Crosier, Hilmar Sigurjón Petersen, Ólafur Pálsson. t öllum þeim vinum, sem studdu og styrktu mig og aðra ástvini með öllu móti I veikindum og við andlát mannsins míns ÞÓRÐAR MÖLLER, læknis. Þakka ég meira en orð tjá. Guð blessi og launi. Hann gjaldi einnig læknum og hjúkrunarliði Kleppsspltalans einstæðan drengskap við hjúkrun og umönnun. Fyrir hönd vandamanna, Krjst[n Mö||er t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför GUÐJÓNS GUÐMUNDSSONAR fyrrum bónda I Saurbæ, Vatnsnesi Aðstandendur. t Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELINBORGAR JÓNSDÓTTUR frá Sauðárkróki. Böm, tengdaböm og barnabörn. t Hjartans þakkirtil allra, sem heiðruðu minningu SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR frá Broddanesi og sýndu okkur samúð og vináttu vegna fráfalls hennar. Ragnheiður Viggósdóttir Sigurbjöm Sigtryggsson barnaböm og systkini. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall móður okkar, tengdamóður og ömmu GUORÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR Skeiðarvogi 139, Reykjavlk Guðmundur Pétursson Jóna Pétursdóttir Vilborg Pétursdóttir Jón Danfelsson Gunnar Pétursson Guðný Pétursdóttir Guðbjörg Júliusdóttir Þórunn Óskarsdóttir. Guðbjöm Pétursson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður minnar og systur okkar, SIGRÍÐAR B. HALLGRÍMSDÓTTUR, Sólvöllum 19, Akureyri Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarliði lyf- læknisdeildar Fjórðungssjúkra- húss Akureyrar. Einnig læknum og starfsliði deildar 3D, Land- spltalans fyrir frábæra umönnun I veikindum hennar. Þórhallur Ægir og systkini hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.