Morgunblaðið - 24.08.1975, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGUST 1975
13
1
Formenn félaga iðnrekenda á Norðurlöndum, talið frá vinstri: Martti Hovi, Finniandi, Onar Onarheim,
Noregi, Aake Palm, Svíþjóð, Davfð Sch. Thorsteinsson, Islandi og H. Briiniche-OIsen, Danmörku.
Lögregla
hættir við
verkfall
San Francisco, 22. ágúst.
Reute>.
1900 lögreglumenn og 1800
slökkviliðsmenn sem hafa verið I
verkfalli 1 San Francisco sneru
aftur til vinnu í dag. Þar með
hefur verið bægt frá vaxandi
hættu á skrílslátum, ránum og
ofbeldi þótt embættismenn segi,
að yfirleitt hafi verið rólegt í
borginni þrátt fyrir verkfallið.
Verkfallinu var aflýst þegar
Joseph Alioto borgarstjóri lýsti
yfir neyðarástandi í borginni
til að knýja fram 13%
launahækkun sem hann
hafði samið um við fulltrúá
verkfallsmanna. Borgarstjórn-
in vildi ekki samþykkja þessa
kauphækkun og virtist hafa
almenningsálitið með sér.
Borgarstjórinn náði samkomu-
lagi við verkfallsmenn eftir langa
og stranga samningafundi. Kaup-
hækkunin tekur gildi 15. október.
Sjö sækja um
stöðu fræðslu-
stjóra í Vestur-
landsumdæmi
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
auglýsti hinn 23. f.m. lausa til
umsóknar stöðu fræðslustjóra í
Vesturlandsumdæmi með úm-
sóknarfresti til 15. þ.m. Umsækj
endur eru alls sjö og þeir eru: Dr.
Bragi Jósepsson, Skipasundi 72,
Reykjavik, Hans Jörgensen,
skólastjóri, Ljósheimum 4,
Reykjavfk, Hjörtur Þórarinsson,
Kleppjárnsreykjum, Borgarf., Sr.
Ölafur Jens Sigurðsson, sóknar-
prestur, Hvanneyri., Sigurþór
Hallsson, skólastjóri, Helgugötu
11, Borgarnesi, Snorri Þorsteins-
son, kennari Hvassafelli, Mýra-
sýslu, og Þorvaldur Þorvaldsson,
kennari, Jaðarsbraut 37, Akra-
nesi.
Ráðstefna iðnrekenda
á Norðurlöndum
FÉLÖG iðnrekenda á Norður-
löndum halda þessa dagana ráð-
stefnu að Hótel Loftleiðum. Slík-
ar ráðstefnur eru haldnar árlega
og sitja þær formenn og fram-
kvæmdastjórar, ásamt stjórnar-
Borga milljarð
í gjöld í Vestur-
landskjördæmi
SKATTSKRÁ Vesturlandskjör-
dæmis var lögð fram fyrir
skömmu. Heildargjöld f kjör-
dæminu eru 997 milljónir króna,
sem er töluverð hækkun frá þvi f
fyrra.
Hæsti skattgreiðandi ein-
staklinga er Víglundur Jónsson,
útgerðarmaður á Clafsvík, en
hann á að greiða 10.707.886
krónur og mun hann vera hæsti
skattgreiðandi landsins. Annar
útgerðarmaður og fiskverkandi er
annar á listanum, en það er Krist-
ján Guðmundsson á Rifi með
4.184.712 kr. og f þriðja sæti er
Sigurdór Jóhannsson rafverktaki
á Akranesi með 2.349.747 kr.
Af fyrirtækjum er Kaupfélag
Borgfirðinga með hæst gjöld
13.302.923 kr. — Önnur félög eru
tæpast til að tala um, sagði Jón
Magnússon, skattstjóri á Akra-
nesi, þegar Morgunblaðið hafði
samband við hann.
mönnum og starfsmönnum iðn-
rekendafélaganna.
Fjöldi þátttakenda í ár er 30 og
þar af 10 íslenzkir. A fundunum
eru rædd sameiginleg málefni og
sjónarmið samræmd eftir því sem
við á.
Ráðstefnan hófst með ræðu
Gunnars Thoroddsen iðnaðarráð-
herra um iðnað á Islandi og sam-
starfsmöguleika á því sviði á
Norðurlöndum, en síðan var gerð
grein fyrir stöðu iðnaðarins I
hverju landi fyrir sig. önnur
helztu mál, sem rædd voru á ráð-
stefnunni, voru samskipti iðnrek-
endafélaganna við vinnuveitenda-
samtök viðkomandi landa og hlut-
verk iðnrekendafélaganna i mót-
un iðnaðarstefnu í heimalandinu.
Ráðstefnur þessar eru haldnar
árlega til skiptis f löndunum.
Verður næsta ráðstefna haldin í
Svíþjóð 1976.
BILL ARSINS
GITROEN CX
Þaö er engin leiö aö lýsa
þessum bíl. Þetta er bíll
sem þiö þurfiö aö sjá og
Heimsækið sölumenn okkar,
og þeir munu segja þér allt
og sýna þér gripinn.
reyna.
o
A G/obus?
LAGMÚLI 5, SÍMI81555