Morgunblaðið - 24.08.1975, Side 14

Morgunblaðið - 24.08.1975, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGUST 1975 sýningin „Við reiknum með, að þróunin verði sú, að hingað komi bara fólk sem hefur áhuga á listinni, að það kíki hér inn öðru hverju og skoði það sem er til sýnis. Við myndum ekki fara að setja upp glannastórt skilti niður við Klúbb bara til að fá hingað 700 manns á einu laugardagskvöldi...“ Ólafur Lárusson — anno 1975. þó aó hér væri bara ein mynd — og Ifka þótt gallerfið væri bara lokað. Það væri prógramm út af fyrir sig. — Þeir hlutir, sem við erum helzt að fást við og höfum mest- an áhuga á, eru smáir. Þetta er frekar hugmyndafræði en fagurfræði eða formskynjun. Til að koma slíkum hug- ntyndunum á framfæri væri jafnvel nóg að hafa bara eina setningu. Setningin gæfi áhorf- andanum tök á að búa til mynd- ina í sínu eigin heilabúi. — Aðsóknin hefur verið merkilega góð, 73 gestir á fjór- um dögum. Það þætti gott sums staðar. Hér kostar ekkert inn. Það er mikilvægt atriði f okkar augum. Við viljum reyna að reka þetta þannig, að fólk geti komið hingað, litið á það sem við sýnum, grúskað f hlöðum og bókum án þess að þurfa að borga óhemju fé fyrir það. 100 krónur geta verið óhemju fé f sumum tilvikum. Þetta er ekki gróðafyrirtæki. — Hingað hefur komið alls konar fólk og fæst af því vinir eða kunningjar. Þetta er fólk, sem býst við að eitthvað nýtt sé á ferðinni og er að leita að einhverju nýju. Það gefur til- efni til að álykta, að slfka starf- semi vanti hér. Þetta fólk er að reyna að komast I tengsl við aðrar aðferðir og annan hugs- unarhátt en tfðkast hér. — Hér hafa heyrzt undrunar- raddir, þó ekki beint óánægju, nema f einni konu, sem hálft f hvoru rauk út. Hún var óánægð bæði með verkin og stærð sýn- ingarinnar. „Er þetta sýning- in?“ spyr fólkið þó stundum. — Næstur sýnir Helgi Frið- jónsson Ijósrit og þeir sem um engar áætlanir gert. Fjár- málaáætlanir eru allar f skýj- unum. Við reiknum þó með að verða ekki bornir út, heldur að við fáum að vera hér f vetur. Plönin ná ekki lengra en fram f maf. Þá tökum við sumarfrf og sjáum svo til eftir það. Kannski komum við upp útisýningu f sumar, það er alveg eins góð hugmynd og hver önnur. — Nafnið OUTPUT fundum við í bók sem við vorum að fletta. Þar var málverk eða ein- hver Ijót mynd sem hét þetta. Þetta er ágætt nafn, ekkert verra en hvað annað. Það er líka framburðarhæft fyrir út- lendinga. Það var enginn beinn boðskapur hugsaður í upphafi f sambandi við nafnið, en auðvit- að geta menn klínfhvaða boð- skap sem er á það. — Við viljum helzt vera laus- ir við að þurfa að sækja um styrki, þó að slfkt gæti orðið í sambandi við erlendar sýn- ingar. Ef við fáum enga styrki, þá er ekki hægt að núa okkur þvf um nasir að við séum á spena hjá rfki eða borg — og þar með bundnir um leið að vissu marki. — Þetta cr bara hugsjóna- starfsemi. Kostar að vfsu Iftið. Húsnæðið er frftt og það gerir okkur f rauninni kleift að standa f þessu. — Það gæti allt eins komið til, að gallerfið gæfi út póstkort eða jafnvel litlar bækur f sínu eigin nafni. Kannski verður þetta einhvern tíma — þó er þetta meira hugmynd en raun- veruleiki núna. — Listamenn hafa tekið þess- ari starfsemi mjög vel, þó að við höfum reyndar ekki talað við aðra en þá sem ætla að sýna spyr fólkið, þegar það kemur í minnsta sýningarsal landsins, rúmlega níu fremetra stóran Myndir: Fridþjófur 1 fbúðarhúsi að Laugarnes- vegi 45 hefur verið opnað nýtt sýningarhúsnæði fyrir mynd- list. GALLERY OUTPUT heitir það og er liðlega nfu fermetrar að stærð. Fyrsta sýningin var opnuð þar f sfðustu viku og sýnir Ölafur Lárusson nú fjögur verk, sem öll eru unnin á þessu ári. Sýningarhúsnæðið er f raun- inni bara eitt lítið herbergi, en framtíðaráætlanir — að svo miklu leyti sem slfkar áætlanir eru yfirleitt til — gera ráð fyrir, að stofan hinum megin við ganginn verði staður þar sem fólk getur setzt niður f ró og næði og gluggað í blöð og bækur ummyndlist, sem þar liggja frammi. Væntanlega verður hægt að fá keyptar þar handunnar bækur eftir ýmsa listamenn, svo og sýningar- skrár og annað slfkt. Húsráðandi á Laugarnesvegi 45 heitir Þór Vigfússon. Þegar Slagsfðan kom f heimsókn til hans sl. fimmtudag, voru þrfr aðrir f heimsókn: Ólafur Lárus- son, sá er nú sýnir verk sfn þar f húsi, Helgi Friðjónsson, sem væntanlega sýnir næst, og Ólaf- ur Gunnarsson, en engin sýn- ing á næstunni er tengd nafni hans. Ólafur Lárusson hafði yfir- leitt orð fyrir þeim félögum, en hinir gripu fram f, ef þeim þótti ástæða til. Ekki sér Slag- sfðan ástæðu til að merkja hverjum einstökum ummæli hans f þeim samræðum sem fram fóru og snerust um þá starfsemi, sem nú er verið að hefja að Laugarnesvegi 45, en efnislega voru svör fjórmenn- inganna þessi: — Við lítum á þetta sem stað sem kynnir nútfmalist. Hún á mjög erfitt uppdráttar hér á landi, nema helzt f S(JM. Þessi starfsemi hér er þó alls ekki hugsuð sem samkeppni við S(JM. — Stærð sýningarrýmisins gefur mikla möguleika. Þannig verða erlendar sýningar nú fjárhagslega mögulegar. Hérna þarf aðeins fá verk til að halda sýningu, en í SÚM þarf mörg verk. Ef um erlenda listamenn er að ræða, þá eru þeir oft að sýna verk sfn annarsstaðar á sama tfma og geta þvf ekki fyllt stóran sal hér af verkum sfnum. Auk þess verður flutn- ingskostnaðurinn miklu minni vegna sýningar hér. — Herbergið sjálft gefur mjög góða möguleika á þvf, að unnið sé sérstakt verk inn f það. Slfkt er ógerlegt f S(JM — bæði er S(IM of stórt og svo myndi það kosta óhemju pen- inga. — Það er ekkert atriði, að sýningarnar séu úttroðnar af ógurlegum fjölda verka. Það er ekkert atriði, að menn sýni allt sitt lffsstarf. Hérna geta menn bara sýnt hluta af því, það sem þeir eru að fást við hverju sinni, en géta svo bara sýnt oftar f staðinn. — Þetta hlýtur að standa undir nafninu sýning, jafnvel verða með sýningu á eftir honum eru t.d. Jón Gunnar Árnason, Arnar Herbertsson og Níels Hafstein, þótt röð þeirra sé ekki endanlega ákveðin. — Salurinn er ekki til leigu. Menn geta ekki bara komið hingað og sagt: Eg ætla að taka salinn á leigu f hálfan mánuð og halda sýningu, hvað á ég að borga? Við vitum ekki hvort á að kalla þetta „sensúr“, en við veljum sýningarnar frekar sjálfir. Við komum saman og ræðum málin, ræðum svo við listamennina og annaðhvort fáum þá til að sýna eða höldum sýningu á verkum þeirra. — Við — er óákveðinn hóp- ur, gamlir skólafélagar og kunningjar, ekkert félag eða neitt slfkt. Þetta stendur varla undir nafninu „grúppa“. — Handfða- og myndlistar- skólinn er upphafspunkturinn, sem þetta er sprottið upp úr eða út af. — Þessi starfsemi hér verður að vaxa af sjálfri sér. Við höf- hér. Það hefur enginn neitað ennþá. Það fólk, sem við höfum talað við f sambandi við þetta, hefur verið frekar bjartsýnt og ánægt með svona starfsemi. — Mesta málið er bara að halda þessu gangandi, án þess að fara að sýna eitthvert rusl eða verk eftir menn, sem við teljum ekki eiga neitt erindi hingað. — Það er erfitt að skilgreina svona ritskoðun. Hún er bara samkomulagsatriði og kemur af sjálfri sér. Hún er kannski meira byggð upp á þeirri stað- reynd, að sá, sem kemur til með að sýna hér, er að fást við ein- hverja hluti af alvöru og upp- fyllir einhverjar ákveðnar gæðakröfur, sem liggja f loft- inu og eru sjálfsagðar. — Þeir sem eru á bak við þetta, — eða kannski þeir sem ekki eru á bak við þetta, — halda enga fundi. Menn rekast bara hér inn og ræða málin. Hér er enginn ákveðinn starfs- Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.