Morgunblaðið - 24.08.1975, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. AGUST 1975
Fallegt handbragð. Neðst er grjóthleðsla og ofar hlaðinn
strengur.
Stefán Stefánsson frá Brennigerði og Stefán Friðriksson frá Glœsibæ hlaða vegginn, sem
hylur burðarvegg úr steinsteypu, sem hafður er til að gera bygginguna endingarbetri og
mun ekki sjást.
Stefán Friðriksson frá Glæsibæ kann sýnilega handtökin
við að skera torfið. Ljósm. ÓI.K.Mag.
Sögualdarbærinn er að
rísa á Skeljastöðum í Þjórsár-
dal, og verður væntanlega
tilbúinn í haust eða vetur.
Bæinn teiknaði Hörður Ág-
ústsson, en stærðir eru ná-
kvæm eftirlíking af þeim bæ,
sem grafinn hefur verið upp
á Stöng. Ástæðan fyrir því að
bærinn er reistur í landi
Skeljastaða en ekki Stöng er
fyrst og fremst sú, að dýrt
hefði orðið að hafa þar
gæzlu, en Landsvirkjun er í
námunda við Skeljastaði og
mun hafa umsjón þar, að þvi
er Steinþór Gestsson á Hæli,
formaður byggingarnefndar,
tjáði okkur. Þá er þarna hægt
að koma við loftræstingu,
sem nauðsynleg er, svo timb-
ur ekki skemmist. Og einnig
er alltaf hægt að komast að
Skeljastöðum til að skoða
bæinn, sem ekki er,hægt að
Stöng, þegar mikið er í ám.
Skeljastaðir eru sögustað-
ur og kirkjustaður. Þar var
grafinn upp kirkjugarður á
sínum tíma. Er talið að byggð
hafi verið þar í um 100 ár,
og getur ekki hafa staðið
lengur en til 1104. Munn-
mæli eru um að Hjalti
Skeggjason hafi búið á
Skeljastöðum og þá væntan-
lega byggt fyrstu kirkjuna,
enda kristinn maður.
Og nú er þarna að rísa
aftur bær, eins nákvæm eftir-
líking af hinum forna bæ og
unnt er. Þjóðhátíðarnefnd
1974 kom málinu á hreyf-
ingu, en síðan bundust sam-
tökum um að reisa bæinn
þjóðhátiðarnefnd Árnes-
þings, Gnúpverjahreppur og
Landsvirkjun, og nú hefur
alþingi samþykkt fjárveit-
ingu, 2,1 millj. kr. í fimm ár
til þessa verks.
úr torfi og streng
;,»-
.................. ............." ........v
Sögualdarbærinn að rísa á Skeljastöðum í Þjórsárdal, þar sem Heklugos eyddi byggð 1104 og er bærinn eins góð
eftirlíking af þeirra tlma bæ og unnt er.
Bærinn er hlaðinn úr-torfi
og streng, sem við létum
skera hér í nágrenninu og
þurrka, sagði Steinþór. Grjót-
hleðsluna gerir Gunnar
Tómasson, garðyrkjumaður í
Laugarási, en veggina hlaða
tveir Skagfirðingar, Stefán
Friðriksson frá Glæsibæ og
Stafán Stefánsson frá
Brennigerði. Bærinn er
timbraður og er allt timbur
gefið af skógræktarfélögum í
Noregi, og unnið með sömu
aðferðum sem notaðar voru
áður en hefill og sög urðu til.
Er timbrið rifið, höggvið og
skafið og verið að vinna það
hjá Landsvirkjun í Reykjavík.
Steyptir veggir eru inni i
hleðslunum, en koma ekki til
með að sjást. Til að tryggja
endingu bæjarins eru burðar-
veggirnir úr steinsteypu.
Steinþór sagði, að áætlað
hefði verið að Ijúka verkinu i
september, en smávægilegar
tafir hefðu orðið á vinnslu á
viðnum og því ekki víst að
bærinn yrði tilbúinn fyrr en í
vetur.
— Það verður sennilega
skemmtilegt að virða þennan
bæ fyrir sér og bera saman
við það, sem verið er að gera
erlendis, sagði Steinþór. í
Noregi og Danmörku hafa
svipuð verk verið unnin og
þá leitað upplýsinga hér á
landi.
Þegar fréttamenn komu að
Skeljastöðum var verið að
skera torfið til og hlaða
streng. Var skemmtilegt að
sjá handbragðið, sem er orð-
ið nútímafólki svo framandi,
og virða fyrir sér þessa fall-
egu veggi, sem eru hreinustu
listaverk í línum og formi. —
E.Pá.
■