Morgunblaðið - 24.08.1975, Page 20

Morgunblaðið - 24.08.1975, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. AGUST 1975 Á ÁRSFUNDI bandarfsku lögmannasamtakanna, American Bar Association, sem haldinn var í Montreal f Kanada fyrir nokkru hélt Henry Kissinger merka ræðu um þjóðréttarmáiefni og þróun alþjóðalaga. Mikill hluti ræðunnar fjallaði um hafrétt, en einnig var í ræðunni drepið á geimréttarvandamál, alþjóðleg efnahagsmál og þann vanda sem þjóðir heims kljást við í formi alþjóð- legrar skemmdarverka- og skæruliðastarfsemi. Ræðan er mjög löng, tók 40 mfnútur í flutningi og er þar farið ftarlegum orðum um afstöðu Bandarfkjanna til málefna á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í, fyrsta sinn sem Kissinger fjallar um hafrétt í meiri háttar ræðu, enda hafa þeir menn sem um þessí mál fjalla í ráðuneyti hans átt erfitt með að beina athygli hans frá brýnum og aðkallandi vandamálum að þessum málaflokki. Ber ræðan með sér að Kissinger hefur nú gefið þessum málum góðan gaum og þykir þeim sem til þekkja það ekki seinna vænna. Mbl. hefur borizt ræðan í fullri lengd og birtir hér þá kafla hennar sem um hafréttarmál fjalla. Millifyrir- sagnir eru blaðsins. vægar olíu- og gaslindir auk málma. Vegna þessa hafa sum riki krafizt fullkomins yfirráða- réttar yfir þessu svæði. Þessar kröfur geta Bandaríkin ekki held- ur fallizt á. Væri á þær fallizt mundi þriðji hluti heimshafanna falla undir yfirráð einstakra ríkja og það sá hluti þeirra þar sem mest umferð skipa er. Bandaríkin og mörg fleiri ríki hafa Iagt áherzlu á alþjóðlegt samkomulag um 200 mllna auð- lindalögsögu. Samkvæmt þeirri hugmynd mundu strandríkin ráða yfir fiskveiðum og mál- vinnslu innan þessara marka, en siglingafrelsi og önnur réttindi ríkja heims yrðu óskert. Fisk- veiðar innan svæðisins mundi strandrikið skipuleggja og bæri því skylda til að fara að alþjóðleg- um reglum um vernd fiskstofna. Geti strandríkið sjálft ekki veitt allan leyfilegan afla innan þess- ara marka á hverju ári ætti að heimila öðrum þjóðum að veiða það sem umfram er. Gera þyrfti sérstakt samkomulag um veiðar túnfisks, lax og annarra fisk- tegunda sem flakka um stórt haf- svæði. Við erum einnig hliðhollir því að sett verði ákvæði til að tryggja fiskveiðihagsmuni land- luktra ríkja og annarra ríkja sem Hafretlarsáttmalinn etnii mtkiivægastl samnlngur sem um gelur I sðgunnl Tímamót í sögunni „... Við stöndum á timamótum í sögunni. Breytinga er von í heimi vorum og við höfum tæki- færi og ber skylda til að hafa áhrif á þær. Ef markmið okkar er frekari friðarviðleitni og sam- vinna í heiminum skulum við taka þátt í því starfi og sköpun þeirra stofnana sem að því marki er stefnt. Ég ætla í dag að koma á fram- færi stefnu Bandaríkjanna í nokkrum þeim málum sem varða lög og rétt þjóða. Þetta eru mál- efnis em geta fært okkur nær því að búa í friðsamari og Iöghlýðnari heimi. í þessum málum endur- speglast sá vandi sem mannkyn stendur nú andspænis: á hafinu þar sem eldri lög hafa orðið úrelt vegna nýrrar tækni; í himin- geimnum þar sem afrek sem engan hafði dreymt um fyrir ein- um mannsaldri tefla i óvissu hefðbundnum öryggishagsmun- um og fullveldi ríkja; á sviði laga sem gilda í stríði þar sem nýtil- komin starfsemi barbara kallar á þróun nýs félagslegs og lagalegs aðhalds; og á sviði hefðbundinna pólitiskra og lagalegra marka. Ég hyggst fjalla sérstaklega um hafrétt i því skyni að kalla á um- talsverðan og skjótan árangur í hinum mikilvægu samningavið- ræðum sem fram fara á þeim vett- vangi. Bandaríkin og 140 aðrar þjóðir eru nú að reyna að koma sér sam- an um einn viðamesta og mikil- vægasta samning sem um getur í sögunni, samning til að setja al- þjóðlegar reglur fyrir höfin. Eng- ar samningaviðræður sem nú fara fram í heiminum hafa meiri þýð- ingu fyrir langtíma stöðugleika og framfarir en þessar. Það er ekki nauðsynlegt að vera löglærður til að bera skyn á hvað í húfi er. Höfin þekja 70% af yfir- borði jarðar. Lönd heims — þ.á m. Bandaríkin — hafa löngum haft mikla öryggishagsmuni á höfun- um og efnahagslegt mikilvægi þeirra fer stórvaxandi. Nýrra lausna er þörf Allt frá sautjándu öld fram á þennan dag hefur ein einföld regla verið grundvöllur hafréttar- ins, reglan um frelsi á höfunum sem aðeins takmarkaðist af mjóu belti, landhelgi, með ströndum ríkja og hefur yfirleitt náð þrjár mílur frá landi. Hin öra tækniþró- un krefst nýrra og ítarlegri lausna. — Við búum í heimi sem þarfnast nýrra orkulinda og hrá- efna og í hafinu eru gríðarstórar óhagnýttar auðlindir. — Heimurinn stendur and- spænis hungri og vannæringu og fiskurinn í sjónum er orðinn æ mikilvægari eggjahvítuefnagjafi. — Við eigum við erfið mengunarvandamál að glima og mengun hafsins er orðið alvarlegt umhverfisvandamál. — I heimi þar sem niutíu og fimm af hundraði allrar vöru í alþjóðaviðskiptum eru flutt á haf- inu er varðveizla siglingafrelsis- ins brýn nauðsyn. Ef samkeppni og kröfugerð i þessum málum verður ekki brátt samræmd á heimurinn yfir höfði sér vaxandi hættu á árekstrum. Búizt er við að magn það sem flutt er með skipum fjórfaldist á næstu þrjátíu árum. Stór verksmiðju- skip, sem eru sjálfum sér næg um vatn og vistir í langan tíma, fyrir- finnast um öll heimsins höf og eru yfirgnæfandi floti á miðum þar sem áður veiddu aðeins litlir fiskibátar. Fiskafli hefur vaxið grfðarlega en án nægilegs skipu- lags og tillits til lögmætra hags- muna strandríkja. Breytileiki í búsetu mun brátt auka enn álagið á lífrikið á ströndum landa heims. Samningaviðræðurnar sem nú standa yfir geta verið síðasta tækifærið sem heiminum er gefið til að leysa þessi mál. Kröfur ein- stakra ríkja um fiskveiðilögsögu og landhelgi frá 50 — 200 mílur hafa nú þegar leitt til töku fiski skipa og langvarandi deilna um yfirráð yfir hafsvæðum. Fari nú- verandi samningaumleitanir út um þúfur og verði ókleift að ná lagalegri einingu milli þjóða heims verður afleiðingin óheft hernaðar- og viðskiptasamkeppni og vaxandi pólitísk ólga. Bandarfkin geta fallizt á 12 mflna landhelgi... Bandarikin leggja þunga áherzlu á að á höfunum verði að rikja lög. Þess vegna tókum við vel ákvörðun Sameinuðu þjóð- anna árið 1970 um að kveðja sam- an alþjóðlega ráðstefnu til að semja umfangsmikinn sáttmála um allar hliðar hafréttarreglna og notkun hafsins og auðlinda þess. Við lögðum drjúgt af mörkum til þess að árangur næðist í Caracas á síðasta sumri og í Genf, en þar náðist samkomulag um eitt samningsuppkast, sem verða mun grundvöllur næsta hluta ráðstefn- unnar í New York í marz 1976. Bandaríkin hafa í hyggju að herða enn róðurinn fyrir því að samkomulag náist. Á hafréttarráðstefnunni er fjallað um allt frá strandlínum að dýpsta hafsbotni. Meðal mála sem eru til umræðu má finna eftir- farandi: — Víðátta landhelgi og réttindi til frjálsra siglinga um sund, en þessi mál eru náskyld. — Eðli yfirráða strandríkja yfir auðlindalögsögu sem nái lengra en landhelgi rikjanna. — Alþjóðleg stofnun sem fjalli um hagnýtingu auðæfa hafsbotns- ins. Viðvíkjandi landhelgi þá er um- deilt hversu breitt það svæði skuli vera sem strandrfkið hafi full- veldi yfir. Sögulega hefur þetta belti verið viðurkennt sem þrjár mílur og þeirri breidd hafa Bandaríkin viljað halda. Önnur ríki hafa tekið sér tólf og jafnvel tvö hundruð mílur. Eftir margra ára deilur og mis- munandi kröfur ýrhissa landa hefur loks náðst nær hrein sam- staða um 12 mílna landhelgi. Við erum reiðubúnir til að fallast á þessa lausn að þvi áskildu að tryggt verði frelsi skipa og flug- véla til að fara um og yfir sund sem notuð eru til alþjóðlegra siglinga. Án slíkrar tryggingar mundu rúmlega 100 slík sund — þ. á m. Gíbraltar- og Malaccasund sem nú eru opin allri alþjóðlegri skipa- og flugumferð, verða innan marka lögsögu strandrikja. Bandaríkin geta ekki fallizt á það. Frelsi til að fara um þessi og önnur alþjóðleg sund er i hag allra þjóða bæði vegna viðskipta- og öryggishagsmuna. Við munum ekki eiga aðild að samkomulagi sem dregur í efa réttinn til að nota siglingaleiðir á höfunum án hindrana. ... og 200 mflna auðlindalögsögn Innan 200 mílna frá ströndum er að finna þýðingarmestu fiski- mið í heiminum og einnig mikil- búa við erfið landfræðileg skil- yrði. Á nokkrum stöðum nær Iand- grunnið lengra en nemur 200 míl- um frá landi. Til að leysa deilur um notkun þessa svæðis leggja Bandaríkin til að strandríkinu verði falin lögsaga yfir land- grunni sem nær lengra en 200 mílur frá landi allt að ákveðinni fjarlægð og að strandríkið deili ákveðnum hluta afraksturs frá þessu svæði með öðrum þjóðum heims. Sameiginleg arfleifð mannkyns Utan við landhelgina, auðlinda- lögsöguna og hið ytra landgrunn er djúpsævið. í þeim er siðasti órannsakaði hluti jarðarinnar. Vitað hefur verið i meira en hundrað ár að þessi hafsvæði hafa að geyma mikið af mangani, nikkel, kóbalti, kopar og öðrum málmum. En fram til þessa hefur ekki verið vitað hvernig hægt væri að vinna þessa málma. Nútímatækni hefur hins vegar orðið þess valdandi að sá tími kemur að arðbær vinnsla þeirra geti hafizt. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.