Morgunblaðið - 24.08.1975, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. AGUST 1975
21
þvf yfir að hafsbotninn á djúp-
sævi sé „sameiginleg arfleifð
mannkynsins." En þessi yfir-
lýsing gerir ekki meira en að rétt
minnast á vandann. Hvernig á að
bregðast við hagsmunaárekstrum
einstakra þjóða og heimshluta eða
aðstöðumuninum sem felst f mis-
munandi tækniþekkingu? Leys-
um við samkeppnisvandamál
þetta með þvf að koma á nauðsyn-
legri reglu?
Bandaríkin þurfa ekki að kvfða
samkeppni því tækniþekking okk-
ar er meiri en annarra og sjóher
okkar er nægilega sterkur til að
vernda okkar hagsmuni. Verði
ekki látnar rfkja grundvallarregl-
ur um vinnslu þessara málma
mun samkeppnin fyrr eða sfðar
leiða til átaka. Kapphlaup um að
búta niður hafsvæði fyrir einstök
ríki til að vinna verðmæti hafs-
botnsins, jafnvel án þess að að
krafizt sé algers yfirráðaréttar,
mun ógna siglingafrelsi og leiða
til samkeppni á borð við þá sem
nýlenduveldin stunduðu í Afríku
og Asíu á síðustu öld.
Við viljum ekki að þetta gerist.
Það er tækifæri til að láta lög og
rétt ráða ferðinni frá upphafi f
nýrri samkeppni.
Við teljum að hinn nýí haf-
réttarsáttmáli verði að vernda
þau réttindi til vinnslu auðæfa
hafsbotnsins sem rfki og einstakir
þegnar þeirra njóta samkvæmt
núgildandi alþjóðalögum. Tillaga
nokkurra þróunarlanda um að
fela alþjóðlegri stofnun alla
vinnslu á hafsbotnssvæðum er
ekki framkvæmanleg.
Þrátt fyrir það telja Bandaríkin
eindregið að alþjóðleg lög eigi að
gilda um starfsemi á þessu sviði.
Mannkynið stendur frammi fyrir
sögulegu tækifæri til að hagnýta
sér þessi nýju auðæfi í samvinnu
og nota afrakstur af vinnslu auð-'
æfa í hafsbotni í þágu fátækra
þjóða. Lausn sem byggir á sam-
vinnu og réttlæti getur orðið upp-
haf nýs samstarfs milli þróunar-
landanna og iðnþróuðu rfkjanna.
Hún myndi verða ferskur hvati til
frekari framfara í sambúð iðn-
aðarlandanna og hins svokallaða
þriðja heims. Það lögfræðilega
form sem komið verður á f sam-
bandi við nýtingu auðæfa hafs-
botnsins getur orðið vegvísir í lög-
fræðilegri og pólítískri þróun
samskipta þjóða heims.
Tillögur Bandarfkjanna
um hafsbotnsstofnun
Bandaríkin hafa lagt mikla
vinnu í athugun þessa máls. Við
komum með eftirfarandi tillögur:
— Komið verði á laggirnar al-
þjóðastofnun til þess að setja regl-
ur um námavinnslu á hafsbotni.
— Þessi stofnun gæti réttar
allra landa og þegna þeirra til að
standa að þessari vinnslu.
— Stofnunin gæti þess enn-
fremur að skorið verði úr deilu-
málum sem upp kunna að koma
og að öryggi fjárfestingar verði
tryggt.
— Ríki og þeir þegnar þeirra
sem stunda málmvinnslu á hafs-
botni greiði tiltekinn hundraðs-
hluta tekna þeirra til stofnunar-
innar sem nota skal f þágu þróun-
arlandanna.
— Stjórn stofnunarinnar og at-
kvæðisréttur einstakra ríkja sé f
samræmi við þá hagsmuni sem
þátttökuríkin eiga að gæta. Stofn-
unin hafi ekki völd til að ráða
verðlagningu eða framleiðslu-
magni einstakra málma.
— Sé fallizt á þessi grundvallar-
skilyrði Bandarfkjanna getum við
fallizt á að stofnunin standi einn-
ig sjálf að vinnslu þessara málma
f þágu þróunarlandanna.
— Hin nýja stofnun verði mið-
stöð samstarfs milli þeirra landa
sem eru tæknilega háþróuð og
þróunarlandanna. Bandarikin eru
reiðubúin að kanna leiðir til að
deila þeirri tækni sem þarf til
vinnslu málma á hafsbotni með
öðrum þjóðum.
— Nefnd skipuð fulltrúum
neytenda, þeirra er vinna málma
á hafsbotni og þeirra er vinna
sömu málma f námum á landi
fyígist gaumgæfilega með þeim
óheillavænlegu áhrifum sem
vinnsla málma af hafsbotni kann
að hafa á efnahag þeirra þróunar-
landa sem háð eru útflutnings-
tekjum af málmum sem einnig
eru unnir úr hafsbotninum.
Bandarfkin telja að þjóðir
heims standi frammi fyrir gull-
vægu tækifæri. Reglurnar um
hafsbotnssvæðið geta hætt að
vera aðeins til f hugum manna og
orðið að veruleika. Bræðralagið
sem mannkyninu hefur ekki
auðnast að gera að veruleika á
þurru landi kann að verða að
raunveruleika f þessum reglum
um hafið.
Bandaríkin bíða, en ekki
endalaust
Bandaríkin munu halda áfram
að vinna að því að endanlegur
árangur náist þegar hafréttarráð-
stefnan kemur saman að nýju á
næsta ári. En við verðum að gera
okkur ljóst að Bandaríkin geta
ekki endalaust sniðgengið eigin
hagsmuni sína og látið hjá líða að
tryggja sér öruggt framboð mikil-
vægra hráefna og beðið eftir sam-
komulagi sem æ ofan f æ dregst á
langinn. Við kjósum helzt að al-
mennt alþjóðlegt samkomulag
takist um lagalega hlið náma-
vinnslu á hafsbotni áður en slík
vinnsla hefst fyrir alvöru. Allar
þjóðir bera jafna ábyrgð á því
sjálfar aðslfktsamkomulag náist
áður eh vinnsla hefst. Við getum
sjálfir ekki beðið öllu lengur áður
ken vinnsla okkar hefst. Með þetta
í huga getum við og aðrir væntan-
legir framleiðendur hugleitt
hvaða skref er nauðsynlegt að
stfga til að vernda þá fjárfestingu
sem þegar hefur verið ráðist í.
Hafréttarráðstefnan stendur
einnig frammi fyrir öðrum mikil-
vægum málefnum:
— Finna verður leiðir til að
auka enn rannsóknir á hafinu
mannkyninu öllu til hagsbóta, þó
þannig að gætt verði lögmætra
Ihagsmuna strandríkja innan auð-
ijindalögsögu þeirra.
— Gera verður ráðstafanir til
varnar gegn mengun hafsins. Við
verðum að koma á fót alhliða al-
þjóðlegum menungarstöðlum fyr-
ir skip og leggja áherzlu á að alls
staðar verði farið að reglum um
umhverfisvernd á landgrunns-
svæðum og við djúpsjávarvinnslu.
— Tryggja verður aðgang land-
luktra ríkja að hafinu.
— Setja verður ákvæði um
óhlutdrægan dómstól til að skera
úr deilumálum, sem skylt verður
að hlíta. Bandarfkin geta ekki
fallizt á að ríki geti einhliða túlk-
að ákvæði svo umfangsmikils sátt-
mála né að alþjóðahafsbotnsstofn-
unin ein geti það.
Hin hraða tækniframrás, efna-
hagsleg þörf og kröfur sem skap-
ast hafa vegna hugmyndafræði og
þjóðarmetnaðar hafa orðið til
þess að hætta er á því að samn-
ingaviðræðurnar sigli f strand.
*
Þess vegna telja Bandaríkin að
réttlátar og hagstæðar reglur um
höfin séu grundvallarnauðsyn ef
halda á frið í heiminum.
Eiginhagsmunir fjölda ríkja
eru I veði. Fari samningaviðræð-
urnar út um þúfur er hætta á að
traust á víðtækum samningaum-
leitunum almennt fari dvinandi
og trú á alþjóðasamninga sömu-
leiðis. Takist á hinn bóginn á ná
samkomulagi um hafréttarsátt-
mála yrði það nýr áfangi á leið
mannkyns til víðtækara sam-
starfs.
Uggvænlegir atburðir minna
okkur í sífellu á hversu vanda-
málin eru aðkallandi. Mestur er
vandinn í sambandi við fisk-
veiðar.
Viljum bráðabirgðasam-
komulag um fiskveiðar.
Bandaríkin geta ekki endalaust
setið auðum höndum og látið er-
lendar þjóðir óheft veiða fiskinn
undan ströndum landsins án til-
lits til ástands fiskstofna. Mörg-
um fiskstofnum hefur verið nær
útrýmt. vegna ofveiði erlendra
skipa. Við höfum nýlega gert sam-
komulag við Sovétríkin, Japan og
Pólland semleiðamuntil minnk
andi sóknar þessara þjóða á miðin
og við höfum lengi átt gott sam-
starf við Kanadamenn um vernd-
un fiskstofna. En meira er þörf.
I þinginu er lagt til að vanda-
málið verði leyst með einhliða að-
gerðum. Frumvarp var samþykkt
í öldungadeildinni á siðasta ári
sem gerði ráð fyrir útfærslu í 200
mílur og annað sama efnis er nú
til afgreiðslu I fulltrúadeildinni.
Stjórnin hefur sömu áhyggjur og
þeir sam lagt hafa fram þessi
frumvörp. En einhliða aðgerðir
eru bæði stórhættulegar og að
auki ekki í samræmi við afstöðu
Bandaríkjanna til samninganna
eins og henni hefur hér verið lýst.
Bandaríkin hafa alltaf lagzt
gegn einhliða kröfun annarra
ríka og aðrar þjóðir munu áreið-
anlega standa gegn okkar ein-
hliða kröfum. Einhliða aðgerðir
okkar munu nær örugglega verða
til þess að aðrar þjóðir gera enn
freklegri kröfur en við. Geta
okkar til að semja um hagstætt
alþjóðlegt samkomulag um auð-
lindalögsögu mundi minnka til
muna. Ef allar þjóðir setja sfnar
eigin reglur og lög og reyna að
þröngva þeim upp á aðrar er graf-
ið undan grundvelli þjóðréttarins
sem mun verða okkur sjálfum í
óhag þegar fram í sækir.
Við lýsum ánægju okkar með
nýlega yfirlýsingu Trudeaus for-
sætisráðherra Kanada þar sem
áherzla var lögð á nauðsyn þess að
ná samkomulagi á hafréttarráð-
stefnunni frekar en með einhliða
aðgerðum. Hann sagði: „Við ætt-
um að gera okkur ljóst að við
höfum mjög mikilla hagsmuna að
gæta á hafréttarráðstefnunni og
það væri fíflska að kasta þessum
hagsmunum fyrir borð með að-
gerðum sem yrðu einungis árang-
ursrfkar á pappírnum og til
bráðabirgða.“
Þessi afstaða mun einnig verða
ráðandi um okkar aðgerðir.
Bandaríkin munu gera bráða-
birgðasamninga við aðrar þjóðir
til að vernda fiskstofna og gæta
hagsmuna sjávarútvegsins í landi
okkar á meðan verið er að ná
endanlegu samkomulagi í því
skyni að tryggja lífsviðurværi sjó-
manna okkar. Þessir samningar
verða f gildi þar til endanlegt
samkomulag um 200 mílna lög-
sögu tekur gildi. Við litum svo á
að það sé í hag þeim þjóðum sem
veiða við strendur okkar að vinna
með okkur í þessu tilliti. Við mun-
um styðja viðleitni annarra ríkja
til að leysa svipuð vandamál með
hliðstæðum aðgerðum. Við mun-
um freista þess að eiga gott sam-
starf við þingið, fylkisstjórnir, al-
menning og erlendar rfkisstjórnir
i þvf skyni að framfylgja 200
mflna lögsögunni þegar sam-
komulag hefur náðst á hafréttar-
ráðstefnunni.
Árangur verður að nást
Einhliða löggjöf um þessi mál
er sfðasta úrræðið. Heimurinn
hefur ekki efni á því að láta
vandamálin á hafréttarráðstefn-
unni ráðast af hendingu einni.
Við erum einmitt nú á einu af
þeim sjaldgæfu augnablikum
þegar þjóðir heims hafa hitzt til
þess að gera ráðstafanir til að
koma í veg fyrir deilur og ráða
örlögum sfnum í framtíðinni í
stað þess að leysa vandamál sem
þegar eru risin eða fást við eftir
leik strfðs. Þetta verður að takast-.
Bandaríkin eru staðráðin í að
aðstoða við að ljúka ráðstefnunni
á árinu 1976 áður en atvikin taka
frá okkur völdin og gera alþjóð-
legt samkomulag endanlega að
draumi sem aldrei rætist....“
Tæklfærlð má
ekkl glalast
Úrdráltur úr ræðu Henry Kisslngers utan-
rlkisráðherra Bandaríkjanna um Dlóðarétt