Morgunblaðið - 24.08.1975, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGUST 1975
umsjón: TRYGGVI
GUNNARSSON
Frá sýningu i Spánska reiðskólanum Í Vin.
Hópferð á Evrópumótið:
Spánski reiðskól-
inn heimsóttur
Sigurvegarar í B-flokki gæðinga. Talið frá v. Aðalsteinn Aðalsteinsson á
Seif, Kristján Þorgeirsson á Goða og Páll Kristjánsson á Snerri. Ljósm.
t.g.
Kappreiðar Harðar:
Unghross dœmd
sérstaklega
Eins og áður hefur verið sagt frá
hér í þættinum verður Evrópumeist-
aramót islenzkaettaðra hesta haldið i
Semriach i Austurriki dagana
12.—14 september nk Kepp-
endur á mótinu verða frá Íslandi.
Danmörku, Noregi, Austurriki, V-
Þýzkalandi, Hollandi, Frakklandi og
Sviss. Hver þjóð sendir sjö keppnis-
hross en meðal keppnisgreina er
viðavangshlaup og sérstök skeið-
keppm
Ákveðið hefur verið að frá íslandi
verði farin sérstök hópferð á þetta
mót Það er Ferðaskrifstofan Úrval,
sem annast skipulag þessarar
ferðar, en fararstjóri verður Sigurður
Árni Sigurðsson. Samkvæmt þeim
upplýsingum, sem þátturinn fékk
hjá Úrval, er ekki hægt að
taka við fleiri pöntunum
vegna þess hversu skammt er
þar til lagt verður upp i
ferðina Skipulögð hefur verið
tíu daga ferð og verður lagt af
stað héðan að morgni hins 7
september og komið þann 16
september n.k Á öðrum og þriðja
degi verður farið í skoðunarferðir
um Vin og nágrenni hennar og verð-
ur leiðsögumaður með i ferðinni
Meðal þeirra staða, sem skoðaðir
verða, er Spánski reiðskólinn en
þetta er einn frægasti reiðskóli
Evrópu Á fjórða degi verður farið til
Semriach og verða á leiðinni
skoðaðir ýmsir athyglisverðir staðir.
Næsta dag verður borgin skoðuð og
komið verður í heimsókn á hrossa-
kynbótastöð. þar sem ræktaðir eru
Lippizan-hestar, en þeir eru sá stofn,
sem hestar Spánska reiðskólans eru
af Eins og áður sagði stendur meist-
Það sem af er þessu ári hafa
verið fiuttir út frá íslandi um 300
hross. Mest hefur verið flutt út á
vegum Sambands íslenzkra
samvinnufélaga eða rúmlega 250
hross og hafa flest þeirra farið til
V-Þýzkalands.
Í samtali við Magnús Yngvason,
sölufulltrúa hjá S.Í.S., kom fram
að uppskerubrestur vegna þurrka !
Skandinavíu hefði valdið því, að
hrossainnf lytjendur þar hefðu
dregið saman seglin. Hrossaeig-
endur f Svíþjóð, Danmörku og
Noregi eiga nú f miklum erfið-
leikum með að fá beit fyrir hross
sfn og Ijóst er að fóðrun i vetur
verður mjög dýr vegna heyleysis.
Ljóst er þv! að á þessu ári verður
vart um að ræða hrossaútflutning
til þessara landa S.Í.S. ætlar í
haust að standa fyrir auglýsinga-
herferð í Svíþjóð og verða i þeim
tilgangi fluttir út 3—4 góðir
hestar og fyrirhugað er að halda
þar mót, þar sem þessir hestar
verða sýndir.
Fyrr þessu ári samþykkti
sænská rfkisstjórnin að fella niður
aramótið yfir dagana 12.—14.
september
Hestarnir, sem fara frá jslandi,
fara héðan 5 september með flug-
vél til Rotterdam Þegar eru tveir
þeirra komnir út en alls verða kepp-
endur frá hverju landi sjö Hestarnir,
sem komnir eru út. eru Dagur, sem
fluttur var út fyrir nokkrum árum en
er i eigu Sigurbjörns Eiríkssonar, og
Skúmur, sem valinn var á úrtöku-
mótinu hér heima í vor en var fluttur
út fyrr í sumar. Báðir þessir hestar
eru nú í þjálfun hjá Reyni Aðal-
steinssyni, sem dvelur í V-
Þýzkalandi Á þeim Evrópumótum,
sem haldín hafa verið, hefur gengið
á ýmsu með þá hesta, sem frá
íslandi hafa farið Bæði hefur breytt
fóður og loftslagsbreytingar haft
áhrif á hestana og hitt að flutningur
þeirra hefur oft verið erfiðleikum
bundinn.
Að þessu sinni ætla þeir, sem
annast útflutning hestanna, að
reyna að læra af reynslunni Frá
Rotterdam verða hestarnir fluttir
með bíl suður til Bayern ! Þýzkalandi
en gert er ráð fyrir að það taki um
20 klukkustundir að aka þessa leið
og á að aka fyrst i 10 tima og hvila
hestana þá Þegar kemur til Bayern
verða hestarnir settir f sótthreinsað
hesthús og þarna hvilast þeir i sólar-
hring en siðan verður haldið áfram
til Semriach Á leiðinni út og á
meðan á mótinu stendur verða hest-
arnir fóðraðir á íslenzkum hey-
kögglum til að koma í veg fyrir
fæðubreytingar og afleiðingar
þeirra Með hestunum, sem keppa á
mótinu, fara 15 hestar, sem seldir
hafa verrð til Austurríkis
innflutningsgjöld á 300 hrossum
frá islandi á þessu ári. Þessi niður-
felling hefur i för með sér, að til
muna er ódýrara að flytja hross til
Sviþjóðar. Magnús taldi mjög
ósennilegt að íslendingum tækist
að nota þetta tækifæri til að auka
útflutning hrossa til Svfþjóðar.
Veldur þvi fyrrnefndur uppskeru-
brestur vegna þurrkanna og hitt,
að heimildin var ekki veitt fyrr en f
júli og þá átti eftir að finna um-
boðsmenn erlendis Það kom
einnig fram hjá Magnúsi, að fyrir
dyrum stendur sérstök augtýs-
ingaherferð á íslenzka hestinum i
Sviþjóð. Verða í þeim tilgangi
fluttir út 3-—4 góðir hestar og
haldið sérstakt mót fyrir fslenzk
hross, þar sem þessir hestar verða
sýndir.
Magnús sagði að erfitt væri að
segja um hversu mörg hross yrðu
flutt út það sem eftir væri ársins.
Meðalverð þeirra hrossa, sem flutt
hafa verið út það sem af er þessu
ári, hefur verið um 100 þúsund
krónur og er þá ihiðað við tamda
töltgenga hesta.
24 af 44
hryssum
komust
1 ættarbók
- rætt við Þorkel Bjamason
UM SÍÐUSTU helgi héldu hesta-
menn á Suðurlandi stórmót á
Hellu Var ánægjulegt að fylgjast
með sýningu þeirra hrossa, er þar
koma fram Áður hefur verið sagt
frá úrslitum mótsins i Mbl. Á mót-
inu fór fram sýning kynbótahrossa
og voru þar sýndar hryssur i þrem-
ur flokkum og einn stóðhestur
með afkvæmum. Þátturinn leitaði
til Þorkels Bjarnasonar, hrossa-
ræktarráðunauts og spurði hann
álits á þeirri mynd, sem þarna
birtist af hrossarækt á Suðurlandi.
Hvernig var þessi sýning á Hellu
i samanburði við Fjórðungsmótið
að Faxaborg?
„Ég verð að segja, að þessi
sýning var til muna betri en á
Fjórðungsmótinu og einkum þegar
tekið er tillit til þess að hrossin
voru ekki valin fyrir mótið á Hetlu.
Útkoman i dómum hjá hryssunum
var góð að minu áliti. Sýndar voru
44 hryssur og af þeim komust 24 í
ættbók, þ.e. fengu I. eða II. verð-
laun. Þrjár hryssur fengu fyrstu
verðlaun og það er gott því þetta
voru hryssur, sem ekki hafa komið
áður til dóms. Af þessum tuttugu,
sem ekki fengu I. eða II. verðlaun
voru aðeins 3 til 4, sem voru
ómögulegar og áttu ekkert erindi
m
Stjarni frá Bjóluhjáleigu
á mótið. Hinai voru misjafnar en
þó ýmislegt gott i þeim, og sumar
góð reiðhross."
En sýningin á Stjarna frá Bjólu-
hjáleigu, sem þarna var sýndur
með afkvæmum?
„Þetta var með betri afkvæma-
sýningum, sem fram hafa farið frá
þvi að ég byrjaði i þessu starfi.
Breiddin í afkvæmunum var mikil,
sérstaklega hafa þau sótt sig mjög
hvað snertir vilja. í þessum hesti
mætast gamlir stofnar á Suður-
landi en i föðurætt er hann af
Kollukyni frá Kirkjubæ. Móður-
ættin er út af Nasa en móðir
Stjarna var undan Tvisti frá
Skáldabúðum en hann var sterkur
Nasahestur undan tveimur
Nasadætrum."
Ef dómsorð Stjarna eru skoðuð.
verður ekki betur séð en afkvæmi
Stjarna búi yfir þeim hæfileikum.
sem henta vel til útflutnings Er
Stjarni ef til vill kjörinn hestur til
að rækta undan hross til útflutn-
ings?
„Það er rétt að sfkvæmi Stjarna
búa öll yfir góðu brokki og tölti og
stundum einnig ske:í>i en þetta
eru þeir eiginleikar, sem útlend-
ingarnir sækjast mjög eftir. Þá
skemmir ekki fyrir að hrossin hafa
góðan fótaburð og reisingu. Þessi
hross, sem sýnd voru með honum,
eru ung en vaxandi."
KAPPREIÐAR Hestamannafélagsins
Harðar i Kjósarsýslu fóru fram
laugardaginn 16. ágúst á velli
félagsins við Arnarhamar Þetta voru
25. kappreiðar félagsins en kapp-
reiðar Harðar hafa flest árin verið
siðustu kappreiðar sumarsins.
Veður var gott og töluverður hópur
fólks kom til að fylgjast með keppn-
inni. Alls voru það um 50 hross,
sem mætt var með til keppni.
Gæðingakeppni fór fram i tveimur
flokkum í A-flokki alhliðagæðinga
sigraði Drottning, bleik, 14 vetra,
eign Jóns M. Guðmundssonar á
Reykjum. Hún hlaut einkunnina
8,13 og Gæðingsbikarinn. Drottn-
ing stóð efst i flokki gæðinga hjá
Herði fyrir nokkrum árum. Annar i
A-flokki varð Geisli, brúnn, 10 v.,
eign Sigurlinu Gisladóttur. Meðal-
felli, með einkunnina 8,03. Þriðji
varð Hrani, rauður, 10 v., eign
Hildar Valgeirsdóttur, með einkunn-
ina 8,0.
í B-flokki gæðinga stóð efstur
Seifur, rauðblesóttur, 8 v., eign
Sigurveigar Stefánsdóttur, Mosfells-
sveit. Hann hlaut einkunnina 7,76
og Leosbikarinn til varðveizlu I eitt
ár. Annar varð Goði, brúnskjóttur, 8
v., eign Kristjáns Þorgeirssonar,
Mosfellssveit, með einkunnina 7,56
og þriðji varð Snerrir, jarpur, 8 v.,
eign Páls Kristjánssonar, Mosfells-
sveit, með einkunnina 7,50.
Fyrir nokkrum árum var tekin upp
sú nýbreytni á kappreiðum Harðar
að hafa sérstaka keppni unghrossa,
þar sem hrossin eru dæmd með
hliðsjón af tamningu þeirra. Verður
ekki annað sagt en þessi sýning sé
skemmtileg tilbreyting frá þessum
hefðbundnu gæðingasýningum og
ættu þær að opna augu manna fyrir
hversu mikið vandaverk tamning
hrossa er. Það er rétt, sem forsvars-
maður dómnefndar unghrossanna
sagði, er hann lýsti dómum þeirra,
að nauðsynlegt er að fyrir hendi sé
einhver dómstigi til að fara eftir við
dóm þeirra. Það að hrossin eru sýnd
á þessu stigi má ekki leiða til þess
að farið sé að leita um of eftir
kestum þeirra s.s. á gangi en slíkt
kemur m.a. niður á höfuðburði
hrossanna. Dómar unghrossanna
fóru á þann veg að bezt var dæmd
Hrefna, brún, 5 v., eign Kristjáns
Þorgeirssonar' f flokki unghrossa
voru alls sýnd 7 hross.
í 250 m skeiði kepptu 7 hross og
urðu úrslit þau, að fyrstur varð
Hvinur, brúnstjörnóttur, 12 v., eign
Sigurðar Sæmundssonar, á 24,9
sek. f öðru til þriðja sæti voru þeir
Vafi, jarpur, 8 v., eign Erlings Ólafs-
sonar, knapi Sigurður Ólafsson,
og Máni rauður, 10 v., eign
Sigurbjörns Eirikssonar, knapi
Sigurður Sæmundsson. Báðir
runnu hestarnir skeiðið á 25,0 sek.
en dregið var um röð þeirra og
hafnaði Vafi i öðru sæti.
Úrslit i 250 m folahlaupi urðu
þau að fyrstur varð Sleipnir, leirljós,
5 v., eign Harðar G Albertssonar en
knapi Sigurbjörn Bárðarson, á 19,5
sek. Annar varð Léttir, jarpur, 6 v..
eign Binu Jónsdóttur, knapi Björg
Stefánsdóttir, á 20,3 sek. Með
þriðja bezta tímann voru tveir
hestar, Magni Harðar G. Alberts-
sonar og Grímir, eign Sigurbjörns
Bárðarsonar
f 300 m stökkinu sigraði Geysir,
leirljós, 8 v., eign Harðar og Helga
Harðarsonar, knapi Sigurbjörn
Bárðarson, á 23,3 sek. Annar varð
Goði, brúnskjóttur, 8 v., eign
Kristjáns Þorgeirssonar, knapi Páll
Þorgeirsson, á 23,3 sek og þriðji
Mökkur, mósóttur, 8 vetra, eign
Sigúrbjörns Bárðarsonar en knapi
var Jóhann Tómasson, á 23,4 sek
Þá var keppt i 400 m stökki og
urðu úrslit þau, að fyrst varð Loka,
rauð. 8 v., eign Þórdisar H. Alberts-
dóttur, knapi Sigurbjörn Bárðarson,
á 29,9 sek. Annar varð Óðinn, leir-
Ijós, 7 y„ eign Harðar G. Alberts-
sonar, knapi Jóhann Tómasson,
á 30,6 sek. og þriðji Botna-Brúnn,
brúnn, 8 v., eign Harðar og Sigur-
björns, en knapi Hólmfríður
Steinarsdóttir, á 31,3 sek í undan-
úrslitum hlupu þau Loka og Óðinn á
sama tima, 29,2, en það er sami
timi og gildandi íslandsmet.
Sérstök viðurkenning var veitt til
handa bezta knapanum og hlaut
hana Aðalsteinn Aðalsteinsson. Þvi
má að lokum bæta hér við, að
völlurinn var mjög þungur vegna
bleytu.
t.g.
Það var hart barizt í undanúr-
slitunum i 400 m stökki, en þau
Loka og ÓSinn komu jafnt aS
marki og á sama tima og gildandi
fslandsmet.
300 hestar fluttir út
það sem af er árinu