Morgunblaðið - 24.08.1975, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGUST 1975
33
— Bílar
Framhald af bls. 8
séu lfkur á leka. T.d. pollur
undir bílnum. Mikilvægt er að
næg olía sé á vélinni (og auð-
vitað einnig á drifi og gír-
"kassa), sömuleiðis vatn/frost-
lögur á kælikassa ef um vatns-
kældan bíl er að ræða.
Þá geta menn sjálfir prófað
hvort bíllinn gengur á öllum
(strokkum) með því að taka
einn kertaþráð úr sambandi í
senn og athuga hvort ganghljóð
bílsins breytist við það. Ef
engin breyting verður gengur
bíllinn ekki á viðkomandi
strokk en ef breyting verður á
ganghljóðinu er væntanlega
allt í lagi. Menn geta þó þurft
að hlusta vel ef um 8 strokka
vél er að ræða. Einnig getur
komið fyrir að bíll gangi ekki á
öllum meðan hann er kaldur en
slikt þarf ekki að vera nein
alvarleg bilun.
Mikilvægt er að reyna öll
öryggistæki bílsins þannig að
líkur séu á að hann fari í gegn
um skoðun, ef menn eru þá á
annað borð að kaupa ökufæran
bíl, þar eð ávallt á að skoða bíl
við umskráningu. Æskilegt er
að láta seljandann fara með bíl-
inn í gegn um skoðun ef menn
vilja vera vissir um að helztu
tæki séu í góðu lagi.
Seljandi verður að varast að
láta umskráningu af hálfu
kaupanda dragast þar eð selj-
andi er ábyrgðarmaður bilsins
þar til umskráning hefur átt
sér stað.
Mjög vel verður að gæta að
ryði, sérstaklega ef bíllinn er
orðinn nokkurra ára. Oft getur
leynzt ryð undir nýlegu lakki.
Bíllinn kann að hafa lent i
hörðum árekstri og getur
hugsanlega hafa skekkzt eitt-
hvað eða misfarizt við það sem
ekki hefur tekizt að laga. Yfir-
leitt má sjá einhver merki
meiriháttarárekstra ef um þá
hefur verið að ræða, svo sem
brotið lakk eða annan litblæ á
hluta bílsins. Skökk vélarhlíf
eða skottlok geta sömuleiðis
verið afleiðing áreksturs.
Endursprautun vill oft brotna
upp fyrr en upphaflegt lakk og
er full ástæða til að spyrja
hvort notaður bíll hafi verið
sprautaður allur eða að hluta
og hvers vegna. — Ymislegt
getur tfnzt til er lækkar verð
bílsins. Slitin dekk eru stórt
atriði þar eð dekkjagangurinn
kostar tugi þúsunda undir
venjulegan fólksbíl.
Með því að taka á fram-
hjólunum og skaka þeim til má
finna hvort los er á þeim.
Þó gamall bíll skrölti þarf
ekki að vera mikið að, a.m.k. er
sjálfsagt að byrja að kanna
hvort það stafar ekki frá laus-
um hlutum f farangursgeymslu
eða hanzkahólfi.
Á framdrifnum bílum er sér-
staklega vert að gefa gaum að
gírkassanum og kanna hvort
skiptingar eru óeðlilegar
stirðar. Það kemur strax í ljós í
prufukeyrslu. Þá kemur einnig
í ljós hvort bremsur taka
skakk: í.
Ve. ð notuðu bílanna er yfir-
leitt f hámarki yfir sumarið en
lækkar með vetri, sérstaklega á
elztu bílunum, nema þegar
gengisfellingar hækka verð
nýju bílanna upp úr öllu valdi.
Á sumrin er hins vegar oft
mesta úrvalið af notuðum
bílum.
br. h.
Umboðsmaður óskast
til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morg-
unblaðið á Húsavík.
Upplýsingar á afgr. Mbl. á Húsavík, sími
41155 eða á Akureyri 23905 eða í Reykjavík í
síma 10100.
lÍFÁNDi MfáiRl
Á morgun mánudaginn 25. ágúst verður hin umdeilda
heimildarmynd „ERN EFTIR ALDRI'' (27 mín. 16 mm.
litmynd) eftir Magnús Jónsson frumsýnd í Laugarásblói. f
myndinni er fjallað um spúrninguna: Hvað sameinar
þjóðina? M.a. svara þessari spurningu þau: Eyvindur
Erlendsson, Jón Böðvarsson, Þóra Friðriksdóttir, Krist-
björg Kjeld og Sigurður A. Magnússon. Þá flytur Bryndís
Schram hagfræðilegan fróðleik og Böðvar Guðmunds-
son syngur einn af sínum alræmdu söngvum.
Myndin verður sýnd á klukkutímafresti, kl. 4, 5, 6, 7, 8,
9, 10 og 11 I Laugarásbíó.
AÐEINS ÞENNAN EINA DAG
f EF ÞAÐ ER FRÉTT- / NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU
Toyota stærsti framleiðandi Japans i
lyfturum býður eitt fjölbreyttasta úr-
val vörulyftara í stærðum frá 700 kg.
til 30 tonna lyftigetu
Drifnir með Rafmagni, Gasi, Berzíni
og diesel. Sem og Toyotabílar hafa
Toyota vörulyftarar náð vinsældum,
fyrir styrkleika og góðan frágang.
Skoðið og kynnist Toyota vörulyft-
ara á Vörusýningunni í Laugardals-
höll útisvæði nr. 120
í8*»n;.
Nýbýlavegi 10
sími 44144.
\ TOVOtfc
Tovon
tÖtoTA