Morgunblaðið - 24.08.1975, Page 34

Morgunblaðið - 24.08.1975, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. AGUST 1975 Ljós 75 á Kjarvals- stöðum Flennistórar litmyndastækkanir gestsins Ljósmyndaklúbburinn LJÓS held- ur þriðju Ijósmyndasýningu sína I byrjun næsta mánaðar með sýning- unni Ljós 75 á Kjarvalsstöðum. Þrir félagar eru nú aðilar að klúbbnum og munu þeir sýna myndir sínar auk gests. Félagarnir eru Gunnar S. Guðmundsson, Kjartan B Kristjáns- son og Pjetur Þ. Maack. Gestur sýningarinnar að þessu sinni er Mats Wibe Lund, en á siðustu sýn- ingu var Gunnar Hannesson gestur. Á sýningunni verður farið vítt og breitt um myndefni jarðarinnar. Mats verður með myndir m.a frá Thailandi og Grænlandi auk íslands en allar myndir hans eru litmyndir mikið stækkaðar á pappír Gunnar S. Guðmundsson heldur áfram að spreyta sig á íslenzkri nátt- úru auk þess sem hann sýnir nokkr- ar myndir frá heimsókn sinni til Parisar Stór hluti mynda Kjartans B. Kristjánssonar er frá erlendri grund, sérkennilegar og um leið skemmti- legar mannlifsmyndir frá Mið- og Suður Evrópu, en hann hefur dvalizt erlendis i tæpt ár frá síðustu sýn- ingu Pjetur Þ. Maack heldur sig við fósturjörðina Hann bindur sig við ákveðið „þema" og sýnir myndir af einni stúlku, Helgu Eldon, bæði ut- an starfs og innan, en Helga starfar I islenzka dansflokknum og má þar sjá margar skemmtilegar ballet- myndir. Sýningin verður sem fyrr segir á Kjarvalsstöðum, verður opnuð 3. sept. og stendur til 1 6. sept. lis 1 .tasprang í A Eftír < V Arna Johnsen 1. Ein mynda Gunnars S. Guðmunds- sonar 2. Helga dansar — Pjetur Þ. Maack 3. Þátttakendur f LJÓS 75. Frí vinstri Kjartan B. Krístjánsson, Gcnnar S. Guðmundsson, Mats Wibe Lund og Pjetur Þ. Maack. 4. Ein mynda Gunnars S. Guðmunds- sonar. 5. Mynd eftir Mats Wibe Lund frá Grænlandi. Cœsar Mar: Þegar heimskur maður fer að hugsa Ég fór að hugsa um lækninn. Hann er menntaður læknir, hann er líka formaður Hundavina- félagsins og vill hunda f þéttbýlið. Eitthvað fannst mér þetta skrítið. Að sjálfsögðu hefur hann skyld- ur gagnvart sínum félagsskap. Hefur hann ekki líka skyldur gagnvart okkur, sem hann vill að búum með hundunum? Svo er annað. Er hann, læknir- inn, viss um, að hundarnir vilji búa með okkur f þéttbýli. Þá til- högun sækir hann svo fast að manni liggur við að halda, að hundarnir sjálfir hafi sótt til félagsins bréflega um að fá að búa í þéttbýlinu. Hundurinn er upphaflega villt dýr, og varla er það líklegt að hann, sem einu sinni rápaði um sléttuna frjáls, vilji nú vera lokað- ur inni í þröngu herbergi. Jafnvel þó að sæng væri breidd yfir hann og falleg húsmóðir, sem hann af og til fengi að sleikja um nef og munn væri f rúminu. Svo er hinn hundurinn, sem ekki hefur það eins gott. Hann er kallaður inn klukkan 10—12. Þá er hann rekinn út eða niður í þvottahús. Þar má hann dúsa innilokaður til klukkan 9—10 að morgni. Þá er hann búinn að gelta sig hálfhásan, kannski af löngun til að komast út, kannski af þörf til að leggja af sér, hland og saur. Hafi hann ekki gert það um nótt- ina inni, er honum sleppt stund á lóðina, meðan húsbóndinn fær sér morgurikaffið. Næst er hann bundinn í snúrustóipann, með eins metra eða kannski eins og hálfs metra snæri, sem oft er of þröngt um hálsinn. Nú er klukk- an orðin 10, börnin koma út og fara að leika sér á lóðinni, lfka þar sem hundurinn meig og skeit, þegar hann kom út fyrr um morguninn. Ég heyrði um tík nábúans, hún var látin hvolpafull í skáp. Ekki var þess getið hvort það var fataskápur eða náttborð, en þetta hundahús eða fæðinga- stofnun hundsins var f svefnher- berginu. Það skiptir kannski ekki máli hvort tíkin átti sína fjóra hvolpa f skápnum eða úti f svefnherberg- inu, en mér finnst skipta máli hvort það er svona þróun, sem hundavinir vilja í þéttbýlið. 1. júlí var lesið f enska útvarp- ið: 1975 eru f London 6.000.000 (sex milljón) hundar. Þeir leggja frá sér 500.000 (fimm hundruð þúsund) lítra af hlandi á sólar- hring, 6.000 (sex þúsund) kíló af hundaskít á sólarhring eða sex tonn. Finnst ykkur haugurinn nógu stór hundavinir? I sömu frétt stóð að nýlega væri fundinn sýkill, sem bærist með hundasaur frá dýrunum. Sagt v'ár að sá sýkill gæti smitað i alltað tvö ár. Það mundi þýða það, að börn hunda- eigandans, sem getið var hér að framan, hefðu getað smitazt allan tímann i tvö ár, eftir að þau komu út um morguninn og léku sér þar sem hundur pabba þeirrá skeit og meig fyrir tveimur árum. Er það þötta öryggi, sem hundavinafélag- ar vilja fyrir börn sfn. Þess var líka getið að fimmti hver hundur væri smitberi. Atviks úr lffinu vil ég geta hér. Um 1930 leigði ég íbúð hér í Reykjavfk. Eigandinn sat meðan við sömdum í stól á móti mér. Ég sá ekki annað en fullhraustan mann á móti mér. Við nánari kynni reyndist þó annað. Hann var með hundasull f bakinu, hafði tvisvar verið skorinn upp ósvæfð- ur og beið nú eftir úrskurði lækna varðandi mögulega þörf á þriðja uppskurði við sömu aðstæður. Hvernig haldið þið, hundavinir, að manninum hafi liðið meðan skorið var í tvö skipti í bakið á honum ósvæfðum og svo að bíða eftir þriðja skuröinum við sömu aðstæður ósvæfður? Oft kenndi ég f brjósti um þennan mann, hann bað þó víst engan um neina samúð. Er hann stóð, mynduðu handleggurinn og stafurinn vítt horn við fæturnar á gólfinu. Hann stóð svo fattur að ef stafur- inn rann á gólfinu lá honum við falli eða datt. Hann gat ekki geng- ið stiga hjálparlaust. Munduð þið hundavinir vilja lenda í svona sjúkdómi? Ég sigldi allt fyrra stríðið, alltaf fyrir Bretann og var því mjög oft f Englandi og oft á enskum heimilum. Þar sá ég ógeðslegt samneyti manns og hunds, að vfsu bara einu sinni. Hún drakk morgunteið og að sjálf sögðu sat kjölturakkinn á hnjám hennar á meðan og sleikti og Cæsar Mar hóstaði kringum bollann og teið meðan hún drakk. Það var bara hans eðli. Svo fannst henni víst rakkinn orðinn of nærgöngull við bollann. Hún tók undirskálina, hellti þvi sem eftir var i bollanum i hana og lét svo hundinn lepja úr skálinni á hnjám sfnum. Þegar seppi hafði lapið, setti hún boll- ann og skálina á borðið. Er það svona sambýli sem þið hundavinir viljið að myndað sé við hundinn í þrengslum þéttbýlisins. Ég sá Ifka oft bæði á enskum og frönskum bjórsjoppum kjöltu- rakkann, sem ýmist var geymdur á brjósti stúlkunnar eða í tösku, sem hún bar, reka hausinn upp og sleikja munn eigandans eftir að hann hafði drukkið úr glasinu. Kannski viljið þið hundavinir svona hreinlætisvenjur við kaffi- boðin, þegar þið fermið eða gift- ið? Kannski muna einhverjir stúlk- una, sem gekk urrandi og geltandi um götur Reykjavíkur (um eða eftir 1920). Hún virtist bara venjuleg stúlka, sem ekkert sér- stakt sást við. Svo, án nokkurs sjáanlegs tilefnis stökk hún upp og byrjaði að gretta sig, urra og gelta eins og hundur. Áður vakti hún enga athygli. Nú horfðu allir á hana. Einhver sagði mér að þetta væri viss tegund hunda- æðis. Mundi einhver ykkar vilja vera í sporum stúlkunnar. Ég heyrði að hún væri útlend. I Morgunblaðinu 27. júlí 1975 er allftarleg grein um hundaæði. Þar er líka getið um grein, sem „The Observer" birti. Þar segir: Af hverjum átta börnum, sem leika sér f skemmtigörðum Lundúnarborgar, sýkist eitt vegna óþrifa, sem hundar bera með sér í skemmtigarðana. Fyrir heimilið er garðurinn fyrir húsið eins og skemmtigarðurinn fyrir borgina. Ýmsir geta verið hundavinir án þess að hafa hund. Ég tala hér eingöngu til þeirra, sem hafa hund. Hundaeigendur, þið hafið undanfarin ár brotið Iög á okkur, sem ekki viljum hunda f þéttbýl- ið. Þið hafið látið þá gelta og gjamma hinumegin við þunna girðingu, eða látið þá ganga Iausa og lítið eða kannski ekkert hirt hvar þeir fóru. Ykkar hugsun hefur verið: Ég vil hafa hund. Nábúinn getur þagað. Þetta virð- ist þó ekki nægja ykkur. Nú viljið þið láta allan héiminn hlæja að okkur. Þið stefnið okkur fyrir út- lendan dómstól, sem þið vonið að dæmi okkar lög ógild og viljið þar Framhald á bls. 37

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.