Morgunblaðið - 24.08.1975, Side 35

Morgunblaðið - 24.08.1975, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÍJST 1975 35 Níræðisafmæli: Sigurbjörn Þor- kelsson forstjóri i. Hinn síglaði æskumaður, Sigur- björn í Vísi, er hvorki minna né meira en níræður mánudaginn 25. þessa mánaðar. Hvorki útlit, minni, tal né færleiki bendir þó til þess, að aldurinn sé orðinn þetta hár. Hér munu nokkru ráða um heilbrigðir lifnaðarhættir mestan hluta ævinnar, ásamt lífs- gleði og óþrjótandi starfslöngun, enda hefur hann mörgu og miklu afrekað á lífsleiðinni og margvis- legum störfum gegnt um ævidag- ana. Honum var það snemma ljóst, að til þess að geta komizt áfram í harðri og torsóttri lífsbar- áttu, var nauðsynlegt að hljóta nokkra menntun og málakunn- áttu. Auk móðurmálskunnáttu nam hann dönsku og norsku, þýzku og frönsku. Sennilega hefur hann einnig eitthvað stundað enskunám. Strax á unga aldri kynntist hann verzlunarstarfi. Aðeins rösklega fimmtán ára fór hann að vinna að verzlunarstörfum hjá Sigurði Waage og Casper Herter- vig, en fluttist fljótlega til Edin- borgarverzlunar, þar sem hann starfaði um þrettán ára skeið. Síð- an varð hann verzlunarstjóri hjá frönsku verzlun Morry og Cie um fjögurra ára tima. Árið 1915 stofnaði hann Verzlunina Vísi ásamt Guðm. Ásbjörnssyni. Rak hann þá verzlun um 28 ára skeið. Jafn- hliða þessu starfi gegndi hann fjölmörgum öðrum störfum, sum- um alltímafrekum. Hann var einn af stofnendum K.F.U.M., Skilnaðarfélags Islands 1903, stjórnmálafélagsins Landvarnar, sama ár, Ferðafélagsins Hvatar og vikublaðsins Bjarma (einnig lengi í ritnefnd blaðsins). Þá var hann ennfremur einn af stofn- endum íþróttafélags Reykjavík- ur, árið 1907. Auk þessa var hann einn af stofnendum Sjálfstæðis- félagsins 1909 og í stjórn þess í 4 ár. Síðar einn af stofnendum stjórnmálafélagsins Sjálfstjórnar 1917. — I stjórn K.F.U.M. var hann frá 1911 og varaformaður þess félags frá 1953, en auk þess kennari við sunnudagaskóla félagsins nálega í aldarfjórðung. — I sóknarnefnd Dómkirkju- safnaðarins var hann 23 ár og í niðurjöfnunarnefnd bæjarins hvorki meira né minna en þrjá og hálfan áratug. — I stjórn Kirkju- garða Keykjavíkur um fjörutíu og þriggja ára skeið. Varaformaður var hann í stjórn Kvöldskóla K.F.U.M. frá 1921. — Ennfremur var hann I stjórn Ekknasjóðs Reykjavíkur frá 1925. — Þá var hann einn af stofnendum stúk- unnar Drafnar. — Einnig einn af stofnendum stjórnmálafélagsins Varðar og í stjórn þess félags um fjögurra ára skeið. Auk þessa gekkst hann fyrir stofnun Heim- dallar Engan veginn lét þó hinn mikli athafnamaður, Sigurbjörn í Vísi, sér þetta nægja. Mörgum störfum var enn bætt við. Hann gerðist einn af stofnendum Kristilegs bókmenntafélags árið 1932 og var i stjórn þess frá byrjun. Þá var hann einnig i stjórn Barnavina- félagsins Sumargjafar 1933—1939. Síðast en ekki sízt var hann einn af stofnendum Félags matvörukaupmanna og í stjórn þess félags um tiu ára skeið. — Sömuleiðis var hann i stjórn Verzlunarráðs Islands sex ára tímabil og oddviti Hallgrims- safnaðar tvo áratugi. Loks var hann einn af stofnendum Gideons-félagsins. Vegna þátttöku Sigurbjarnar á stjórnmálasviðinu, var hann sæmdur gullmerkjum Heimdallar og Varðar. Ennfremur var hann sæmdur Valsorðunni (úr silfri) fyrir langt og farsælt þjálfunar- starf í því félagi. Ekki fór hjá því, að Sigurbirni væri sómi sýndur af ýmsum þeim félögum, sem hann starfaði i. Meðal annars var hann gerður heiðursfélagi í eftirtöldum félög- um: Reykvíkingafélaginu, K.F.U.M., Styrktar- og sjúkrasjóði verzlunarmanna og Ekknasjóði Reykjavíkur. — Ennfremur er Sigurbjörn ævi- félagi Skógræktarfélags Islands og félagi í Búnaðarfélagi Islands, en hvort hann hefur sótt um inn- göngu í það félag, eða verið tek- inn lögtaki, skal ósagt látið. Eftir að Sigurbjörn seldi Verzlunina Visi, gegndi hann um tíma tveim mikilsverðum störf- um. Annað starfið var vinna í Skattstofu Reykjavíkur I átta ár, en hitt var forstjórastaða Kirkju- garða Reykjavíkur um f jórtán ára skeið. Að öllum þeim störfum, sem Sigurbirni var falið að leysa af höndum, vann hann með árvekni, dugnaði og trúmennsku. Ávallt lét hann hið kristilega hugarfar og sjónarmið ráða gerðum sínum. Af því, sem hér hefur sagt ver- ið, er auðráðið að Sigurbjörn hef- ur verið ærið störfum hlaðinn meginhluta ævinnar. Enda þótt misjafnlega mikinn tíma hafi tek- ið fyrir hann að gegna starfi f hverju félagi fyrir sig, þá má þó segja, að safnast þegar saman kemur. Frístundirnar hafa því orðið snöggtum færri, en annars hefði getað orðið, en þar með er ekki sagt að lífið hefði orðið hon- um ánægjulegra eða heilladrýgra. Sigurbjörn er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Gróa Bjarnadóttir trésmiðs Jakobssonar. Síðari kon- an er Unnur Haraldsdóttir smiðs í Vestmannaeyjum Sigurðssonar. Börnum Sigurbjörns og kvenna hans hefi ég ekki kynnzt, enda þótt við Sigurbjörn höfum verið góðkunningjar um áratugi og átt lítilsháttar samskipti. II. Fyrir Sigurbirni hefur lífið ver- ið leikur, sem leið þó heldur fljótt. Á undanförnum áratugum hafði hann oft skemmt eldri börn- um sínum og vinum meó frásögn- um af ýmsum þáttum úr liðinni ævi. Börnin hvöttu hann til að rita minningar sínar og einnig vinur hans Ólafur Thors. Siðar, þegar vinur hans, Gunnar Einars- son prentsmiðjustjóri, er staddur hjá Sigurbirni, ásamt fleiru fólki, heyrir hann Sigurbjörn lýsa nokkrum minningarþáttum ævi sinnar. Gunnar var þá orðinn bókaútgefandi og glöggur á það efni, sem hann taldi að gæfi góða sölumöguleika. Hann segir því við Sigurbjörn: „Skrifaðu þetta niður og ég skal gefa það út.“ Þetta reið baggamuninn. Sigur- björn hóf að rita æviminningar sínar, sem þegar eru orðin fjögur bindi, prentuð í Leiftri, fyrirtæki Gunnars heitins Einarssonar. Út- gáfa þessi er prýðilega af hendi leyst. Vel vandað til stærðar og pappirs, að ógleymdum öllum þeim aragrúa mynda, sem prýða bækurnar. Hafa myndirnar mjög aukið útgáfukostnað þeirra, en vissulega gert þær að sama skapi eigulegri og verðmætari. Kápurn- ar eru fallegar og smekklegar, enda hafa listamannshendur um þær farið. Bækurnar bera það fyllilega með sér, að ekki hefur verið horft í að gera þær sem glæsilegastar og eigulegastar, enda líkt Gunnari að leysa sem bezt af hendi það verk, sem hann hefur tekið að sér. Úr þvi að minnzt er á Gunnar á annað borð, að þessu sinni i sam- bandi við útgáfuna á æviþáttum Sigurbjörns, rifjast upp fyrir mér atvik frá árinu 1944. Þá var það, að Jónas frá Hriflu þurfti að fá smápésa prentaðan í snarheitum. Hann sneri sér til Gunnars um að prenta hann fyrir sig. Þá var Gunnar forstjóri Isafoldarprent- smiðju. Ekki stóð á Gunnari að veita hjálp til að koma pésanum út. En nú kom babb i bátinn, því þegar til átti að taka, treystu setjararnir sér ekki til að komast fram úr skrift Jónasar. Það ráð var þá tekið, að ég, sem vanastur var að lesa skrift Jónasar og setja greinar hans, var fenginn til að lesa stúlku fyrir, sem Gunnar hafði fengið til að vélrita grein- ina. Þetta tókst svo sem til var stofnað, og verkið leyst af hendi á skömmum tíma. — Stúlkan þurfti að hafa hraðar hendur við vélrit- unina, því hún hafði pantað far með Goðafossi til Ameríku, en skipið átti að leggja af stað mjög fljótlega. Þau sorglegu tiðindi gerðust þó í sambandi við stúlku þessa, er hún var aftur á heimleið með Goðafossi, að skipið var kaf- skotið af þýzkum kafbáti, er það var á siglingu inn Faxaflóa, 10. nóvember 1944. — Stúlkan var meðal þeirra er þá fórust. Yngis- mær þessi var Sigríður P. Þor- mar. Þetta innskot snertir ekki grein mína um Sigurbjörn, að öðru leyti en því, að það er f tengslum við útgefanda æviminninga Sigur- björns. Það lýsir vel lipurð og greiðvikni Gunnars, þegar hjálp- ar var þörf. Um ævisöguþætti Sigurbjörns hefur verið ritað mjög itarlega af góðum ritdómurum. Kostirnir hafa verið yfirgnæfandi; í ein- stökum tilvikum er lopinn ef til vill teygður fullmikið, en hjálp- fýsi og góðvild Sigurbjörns geng- ur sem rauður þráður gegnum æviþættina. Ekki dylst manni þó, að hvað sem á gengur heldur Sigurbjörn sitt fasta strik á kristi- legum grundvelli, svo að jafnvel beztu vinir hans verða stundum að lúta vilja hans og staðfestu. Vilji þeir ekki una því, geta hinir sömu ekki vænzt stuðnings hans og meðhalds. Oftast eru það björtu hliðarnar I ævi Sigurbjörns, sem við blasa, enda þótt oft hafi gefið á bátinn í baráttu bjargræðisviðleitninnar og i erfiðleikum vegna sjúkleika. Hinsvegar átti hann trygga sam- ferðamenn og trausta, sem aldrei brugðust honum. Hann gat því oftast horft vonglaður fram á veg- inn. — Þess gætir mjög í æviþátt- um Sigurbjörns, að frásagnar- gleðin er frábær og góð og fjöl- margs er vitjað í minningaglóð. Allt er i þáttunum bjart og blitt, og í búningi Sigurbjörns er það sem nýtt. Ég hefi lesið það, sem komið er út af æviþáttunum, mér til óblandinnar ánægju og fróðleiks. Margt kannast ég við, sem þar er sagt frá, en annað hefur verið mér með öllu framandi. Fimmta og (sennilega) síðasta bindið af æviþáttunum mun nú vera i smiðum. Vonandi endist honum lif og heilsa til að ljúka þvf. Fjölmargir munu hlakka til útkomu þessa siðasta bindis. Að fara að vitna i eitthvað sér- stakt úr þessum fjórum bindum, sem út eru komin, læt ég ógert. Það yrði of langt mál í stuttri blaðagrein, enda mun, á sínum tíma, í ritdómum hafa verið getið um sérstök atvik og skemmtileg- heit. En óhikað ræð ég mönnum til að lesa æviþættina með at- hygli, sér til fróðleiks og skemmt- unar. III. Fyrstu kynni mín af Sigurbirni hófust á fyrra stríðs árunum, sennilega um 1916—17. Þá mynduðum við nokkrir iðnaðar- menn matarfélag, sem var til húsa í Bankastræti gegnt Verzl. Visi. Þessi félagsskapur stóð um misseris skeið, að mig minnir. Ráðskona mötuneytisins skipti mikið við Visisverzlun af þessu tilefni. Ég, sem var gjaldkeri mötuneytisins, varð því að gera upp verzlunarviðskiptin við Sigurbjörn. Kostnaðurinn . við mötuneytið varð snöggtum meiri en reiknað var með I byrjun. Það safnaðist þvi talsverð skuld við verzlunina. Varð ég því 'að fá greiðslufrest hjá Sigurbirni meðan verið var að ná inn auka- greiðslu félagsmanna til að full- nægja skuldaskilum við verzlun- ina. Þá kynntist ég þvi fyrst, hve mikla Iipurð Sigurbjörn átti til að bera, enda mun honum hafa verið ljóst, að ég gerði mitt ítrasta til að gera fullnaðarskil við verzlun hans, enda tókst mér það, þótt nokkurn tíma tæki að ná fullnaðargreiðslu hjá mötu- nautunum. Síðar, þegar við nokkrir prentarar stofnuðum prentsmiðj- una Acta, hafði Sigurbjörn lagt okkur töluvert liðsyrði við- víkjandi ábyrgðarmönnum að lán- töku i Landsbanka Islands, enda var meginhluti ábyrgðarmann- anna beztu vinir Sigurbjörns. Auk þessa varð einn vina hans meðeigandi í prentsmiðju- rekstrinum. Þetta varð mér ekki fullkunnugt fyrr en löngu síðar. Fyrir hans þátt í starfrækslu þess fyrirtækis f æri ég honum hér með beztu þakkir. Sigurbjörn hefur með greiðvikni sinni og velvilja vafa- laust verið einn af þeim, sem unn- ið hafa þannig um dagana, að heimta ekki daglaun að kveldi. Linur þessar eru ritaðar á siglingu um ála Atlantshafs í júni- mánuði 1975. — Óska ég þess og vona, að Sigurbjörn niræður náð- ar njóti, náð Guðs og blessun hljóti í öllum óloknum störfum sínum og athöfnum, unz ævisól hans hnígur til viðar. Njóti hann sem bezt níræðis- afmælisins, með vandamönnum sinum og vinum. Þess óskar af alhug, kunningi hans, Jón Þórðarson. ★ Sigurbjörn tekur á móti gestum sínum á afmælisdaginn (á morg- un) milli kl. 4—7 í Domus Medica. Sigurbjörn Þorkelsson, fyrrum kaupmaður i verzluninni Visi, siðar forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, er níræður á morgun, 25. ágúst. Níutíu ár er Iangur ævidagur, því að „ævi- dagar vorir eru sjötíu ár og þegar bezt lætur áttatiu ár“, segir I kunnum Davíðssálmi. En Sigur- björn i Visi er undantekning frá reglunni, og ekkert liklegra en að hann bæti við áratug i viðbót. Það ætti að vera vandalítið að skrifa stutta afmælisgrein um Sigurbjörn á þessum tímamótum. Heimildirnar eru að minnsta kosti fyrir hendi, fjögur bindi af endurminningum hans, með ótelj- ^ndi myndum og mörgum blað- siðum um ætt hans og uppruna. Vandinn yrói þá helzt í þvi fólg- inn að velja og hafna, því að langur og viðburðaríkur hefur æviferillinn verið. Þessi fáu orð verða því hvorki upptalning á afrekum Sigurbjörns á langri leið, né ævisaga hans í hnotskurn, heldur nánast nokkur þakkarorð til hans fyrir ótrúlega fitudrjúgt og blessunarríkt framlag hans og starf í K.F.U.M., alveg frá stofnun þess og fram á þennan dag, Erfitt er að finna orð, er lýst geti þakk- læti mínu og fjöldamargra annarra, sem átt hafa samleið með honum og notið starfs hans í K.F.U.M. á 76 ára félagsævi þess. Félagið hefur reyndar áður gefið þakklæti sitt til kynna með þvi að gera hann að heiðursfélaga sínum, þeim eina sem ber það heiti f dag. Sigurbjörn mun vera einn eftir úr hópi stofnenda K.F.U.M., sem voru um 50 talsins. Frá upphafi hefur líf og starf hans verið samofið starfi félagsins, eins og sjá má, þegar æviminningum hans er flett. Á annarri hverru siðu blasir við lesandanum skammstöfunin á nafni félagsins og margt annað í tengslum við það. Sigurbjörn hefur verið manna lengst i stjórn félagsins, eða alls 56 ár, má mikið vera ef það er ekki algert met í samfelld- um stjórnarstörfum eins félags. Áratugi starfaði hann meðal barna í sunnudagaskóla félagsins við hlið Knud Zimsens, borgar- stjóri, Guðmundar Ásbjörns- sonar, kaupmanns og forseta bæjarstjórnar og fleiri mætra manna. Á yngri árum var hann jafnan driffjöðrin í flestu því, sem félagsmenn tóku sér fyrir hendur, hvort sem um var að ræða söngfélag, gönguferðir, biblíulestra eða fundahöld í Hafrtnrfir.M og víðar, er okki skal þeirri upptalningu haldið áfram. Það eftirminnilegasta í fari Sigurbjörns, fyrir okk- ur, sem höfum átt með honum langa samleið, verður ekki það, hve hann var jafnan kvikui i hreyfingum, sfglaður og skemmti- legur í viðkynningu, heldur miklu frekar einlægur og einarður vitnisburður hans um þann Drolt- in sem var og er honurn allt i öllu. Ungur gekk hann Jesú Kristi á hönd og gerðist lærisveinn hans og þjónn, og það hefur enginn þurft að fara í grafgötur um trú hans. Hún var og er öllum aug- ljós, er kynntust honum, og játn- ing hans var flutt af einurð og hógværð, bæði einslega og opin- berlega. Margra slikra stunda er að minnast, er hann sagði frá á sinn sérstæða hátt. Stundum lýsti hann þakklæti sínu til Guðs fyrir það, þegar honum varð ljóst, að séra Friðrik Friðriksson var synd- ugur maður. Einkennilegt þakkarefni. En skýringin kom á eftir. Honum varð nefnilega ljóst, að hann gat ekki lifað eða byggt á trú annarra, ekki trú foreldra sinna, og jafnvel ekki trú séra Friðriks, heldur varð hann sjálfur að eignast eigin trúarreynslu og tengjast Jesú Kristi persónulega. Það varð einnig hans hlutskipti og uppspretta gleði hans og gæfu. Einnig sagði hann gjarnan frá því, þegar Guð stöðvaði hann á framabraut iþróttanna, með því að kippa honum úr axlarliðnum! Varð honum við það ljóst að honum voru ætluð önnur verk- efni og mikilvægari. Sigurbjörn hefur alla tið verið maður augna- bliksins, sem hefur smitandi áhrif á umhverfi sitt. Ekki svo að skilja, að hann sé eitt i dag og annað á morgun. Þvert á móti. Stefnu- festa, tryggð og trúmennska hafa einkennt hann alla tíð. Þaó þekkj- um við bezt i K.F.U.M. og það þekkja einnig samherjar hans í stjórnmálum og á öðrum sviðum þar sem hann hefur skipað sér í flokk, eða lagt hönd að verki. Að lokum, Sigurbjörn, einlægar hamingju- og blessunaróskir þér og fjölskyldu þinni til handa á þessum merku tímamótum ævi þinnar. Ég mæli fyrir mína hönd og veit að ég má einnig mæla fyrir hönd allra félaga í K.F.U.M. Guð blessi þér ókomin ár. Árni Sigurjónsson. Sá hjartahlýi og einarði öðlings- maður, scm nú er níræður að ár- um cn kornungur í anda og hlað- inn orku, hefur um ævi sinnar daga staðið stöðugur f trúnni. A bjargi trúarinnar hefur hann byggt öll sín margþættu störf og ætíð haft Jesúm í verki með.sér. Ilvar scm Sigurbjörn Þorkcls- son hcfur lagt hönd að málum, hafa dugur og drengskapur verið aðall hans og éinkenni. 1 Framhald á bls. 37

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.