Morgunblaðið - 24.08.1975, Page 45

Morgunblaðið - 24.08.1975, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. AGUST 1975 45 VELVAKANDI Velvakandi svarar í sírna 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Hvernig verðlags- eftirlitið virkar á Austf jörðum Herdfs Hermóðsdóttir, Eskifirði skrifar: „Svo er mál með vexti, að há- marksverð á franskbrauðum er auglýst hækkað úr 60 krónum í 65. Það verð erum við austfirzkar húsmæður búnar að greiða í marga mánuði fyrir formbökuð franskbrauð, en fyrir hin höfum við greitt 62 krónur á sama tíma og hámarksverð í Reykjavík og væntanlega annars staðar, ef dæma má af auglýsingum verð- lagsyfirvalda, er krónur 60. Nú eru franskbrauð, formbökuð, hækkuð upp í 73 krónur, en hin eru komin i 68 krónur. A sama tíma og verðlagsyfirvöld auglýsa hækkun á rúgbrauðum úr 78 krónum í 90 erum við búin að greiða i marga mánuði kr. 118. Tekið skal fram, að það eru seydd brauð. Nú er verðið sett upp i 136 krónur hér. Smjörlíki og jurtasmjörlíki lækkar svo hinn 15. ágúst. Nýtt, sem sjaldan gerist. Það er að vísu enn á sama verði hér, það er að segja, við höfum í marga mánuði greitt fyrir eitt kg af jurtasmjör- liki 450 krónur, þótt auglýst há- marksverð væri 396 krónur. Sé svona verðlagning réttlætanleg og það á vöru, sem er háð hámarks- verðlagningu, og sé þetta svo víðar en hér, þá sýnist mér tíma- bært að leggja niður hið svo- nefnda verðlagseftirlit. Og í annan stað er forkastanlegt, að fólkið, sem býr við þyllikan verð- mismun á verðlagi nauðsynja- vöru, skuli vera látið greiða sömu skattprósentu og þeir, sem við hin betri kjör búa. Með þökk fyrir birtinguna, Herdís Hermóðsdóttir." 0 Tollaafsláttur til leigubílstjóra Hreiðar Þórhallsson skrif- ar: „Kæfi Velvakandi. Mig langar til að senda nokkrar linur út af óánægju þeirri, sem komið hefur upp hjá leigubílstjór- um út af mælum þeim, sem margir þekkja undir nafninu „kjaftakerlingarnar" og þeir eiga nú að fá á bíla sína. ja — mikið vill meira. Þessi stétt fær mörg hundruð þúsund króna afslátt á bilum sin- um er þeir kaupa þá. Þetta er ívilnun I sambandi við tolla, en að lega vfs að hegðun hennar átti sér aðrar orsakir. Hún var stolt, sjúk- lega stolt og hrokafuli. Ég hef beðið fyrir henni, ákallað guð al- máttugan um hjálp, en það iila f henni var of sterkt. Ég hef að eins einu sinni f öll þessi ár lagt hend- ur á hana og það var kvöldið sem ég fann hana með Jamie Goaelick á ófélegu hóteli. Ég dró hana með mér heim, og iamdi hana eins og vitlaus maður. Ég viðurkenni það að ég var trylltur, en hún sagði ekki eitt einasta orð, grét ekki, heyrðist ekki frá henni stuna. Loks sleppti ég henni, en hún var hrædd um ég myndi ráðast á sig aftur og hopaði f áttina að elda- véiinni. Yzt á vélinni stóð ketill mcð sjóðandi vatni, en tunga mfn var sem lömuð, ég fékk ekki ráð- rúm til að aðvara hana, áður en ketilinn steyptist yfir hana. Hún hrópaði upp yfir sig eínu sinni, en neitaðí að leyfa mér að hjálpa sér. Hún sagði móður sínni aldrei hvaö gerzt hefði, hvorki um refs- ingu mfna né að hún hefði brcnnzt á lærinu. Hún róaðist dá- lítið eftir þetta kvöld, en ég vissi að hún beið ... beið ... Ég varð sannspár, daginn sem hún hafði vísu þurfa leigubílstjórarnir að eiga bílana í þrjú ár. Mér er ekki kunnugt um,- að aðrir, hvorki vörubilstjórar né aðrir með bíla eða vélar f vinnu, fái þennan óafturkræfa afslátt. Nú kom i dagblöðum fyrr í sumar það undarlega, að þegar bensinverð hækkaði svo mjög, þá hafi „bensinleigubilstjórar" ekki séð sér annað fært, ef reksturinn ætti að borga sig, en að kaupa sér dieselbila. En þegar staðið er upp i árslok, kemur í ljós, að útkoman hafði eftir allt saman ekki verið neitt betri. Hvernig má það vera, þegar það er vitað mál, að olia er margfalt ódýrari en bensin? Er hér ekki verið að hagræða sannleikanum? Leigubílstjórar eiga að greiða kr. 2,80 á kílómetra samkv. mæli í þungaskatt frá og með 25. ágúst. Aki leigubílstjóri 50 þús. km. á ári verða það um 140 þús. krónur, sem hann á að greiða í þunga- skatt, eða 384 krónur á dag, aki hann 365 daga á ári. Nú sýnist manni, samkv. álögð- um sköttum a.m.k., að flestir þessara manna aki ekki nema 35—30 þús. km. á ári, þannig að þeir ættu þá að greiða 190—210 krónur á dag. Nú heyrist það af vörum þessara manna, að þeir muni þverskallast og ætli sér að halda áfram að aka, án þess að láta setja mæla í bilana á tilsettum tima. Ég fæ ekki séð, að leigubílstjórar eigi að vera nein sérréttindastétt, og furða mig þvi stórlega á þessari frekju. En þarna sannast hið forn- kveðna, að „sjaldan launar kálfur ofeldið“. Með þökk fyrir birtinguna, Hreiðar Þórhallsson.“ 0 Húsmóðurraunir og brauðkaup Húsmóðir ein fyrir vestan læk kom að máli við okkur og fórust henni m.a. svo.orð: „Ég verzla að staðaldri í sömu verzluninni, þar sem hægt er að fá alla algenga matvöru, kjöt brauð og annað, sem maður þarf yfirleitt að kaupa daglega. í þessari búð fást ágæt brauð og koma þau venjulega um hádegis- bilið. Eitt er það I sambandi við þessa brauðsölu, sem ég á ákaf- lega bágt með að sætta mig við, enda þótt ég sé nú orðin svo klók og útsmogin af langri reynslu, að það bitni ekki á mér. Þeir, sem ríkjum ráða í þessari verzlun hafa það nefnilega fyrir sið, að setja brauðin, sem afgangs urðu daginn áður, fremst á hilluna, en nýju brauðin eru falin bák við. Að mín- um dómi er hér um óviðurkvæmi- lega verzlunarhætti að ræða. Það brauðverð, sem ákveðið er af verðlagsyfirvöldum, miðast við vöru í fyrsta flokks ástandi, en ekki dagsgömul, þurr og hörð brauð. Með þvi að ota gömlu brauðunum að viðskiptavinum, en fela hin er verið að gabba fólk. Fyrir nokkru var ég stödd inni í þessari búð til að kaupa brauð. Við hilluna stóð lítil telpa og tók hún eitt af fremstu brauðunum, franskbrauð frá deginum áður. Ég sneri mér að henni og sagði: „Þú skalt láta þetta brauð eiga sig, en taka heldur nýtt brauð, sem er á bak við.“ Telpan leit á mig undrandi, en fór svo að ráð- um mínum. Starfsstúlkan i verzluninni fylgdist með þvi, sem fram fór, og sagði með þjósti: „Það er ætlazt til þess, að nýju brauðin séu ekki tekin fyrr en hin eru búin.“ Samt lét hún sig hafa það að afgreiða bæði mig og telpuna, en þetta þótti mér svo mikil ósvífni, að ég hef varla kynnzt öðru eins.“ HÖGNI HREKKVISI Ég ætla sjálf að lesa á vigtina! SlGeA V/öGA í 1/LVtRAM Petta gerðist líka.. Sitt lítið af hverju EFTIR úrhellisrigningu, sem batt enda á sex ára þurrkaskeið í Spænsku Sahara. ákvað Mohamed Aliud að baða sig i einni af tjörnunum. sem myndazt höfðu skammt frá þorpinu Smara. Hann drukknaði ... I fyrsta skipti í sögunni hafa lögregluþjónar Lundúnaborgar fengið að vinna störf sfn á götum úti bindislausir. Hitasvækjan hefur gert þeim erfitt fyrir eins og öðrum og til að gera þeim lifið léttara hafa þeir fengið að taka af sér bindið — en bara þangað til hitastigið lækkar á ný . . . Flugstjóri hjá British Airways hefur auglýst eftir einbýlishúsi í dýrasta verðflokki og setur eitt skilyrði fyrir kaupum: Garðurinn þarf að vera hæfilega stór til að þar geti lent þyrla . . . Lögreglan í París handtók tvo þjófa. þar sem þeir sátu I bll sínum og voru að skipta feng sínum — 700 kllóum af smápeningum sem þeir höfðu stolið frá fyrirtæki sem selur sælgæti I sjálfsölum vlða um París . . . Ráðherrann snýr sér að fyrirsœtustörfum Elizabeth Bagaya prinsessa, fyrrverandi utanrlkisráðherra Uganda og Amins, hefur fengið leyfi til að setjast að I Bretlandi og vonast nú til að geta tekið upp að nýju fyrirsætustörfin, sem öfluðu henni tekna og frægðar þar I landi áður en hún varð ráðherra. Elizabeth af Tore kallaði hún sig, þegar hún var i þessu starfi I gamla daga. enda var hún prinsessa lítils konungsríkis I Uganda, er Toro hét, en konungsríkið var afnumið og faðir hennar llflátinn fyrir einum átta árum. Idi Amin gerði stúlkuna að utanrlkisráð- herra sínum I febrúar I fyrra og vakti mikla athygli með þvl vali. Forveri hennar I starfinu hafði hins vegar fundizt steindauður á floti I á I Uganda. En I nóvember sl. var Elizabeth umsvifalaust rek- in úr embættinu og gaf Amin henni m.a.að sök að hafa sóað sjóðum ríkisins, látið taka af sér nektarmyndir og haft samband við brezka og bandaríska njósnara. En fyrir utan allt þetta gerði hún Amin, að hans sögn, ógurlega reiðan, er hún „átti kynmök við ókunnan Evrópumann á salerni á Orly-flugvelli I Parls," sagði Amin. Sllkt athæfi niðurlægði orðstlr kvenna I Uganda, taldi hann. Hann á að leika Jesús Fyrir fimm árum lagði Robert Powell á ráðin um það. hvernig bezt væri að útrýma sér, og komst að þeirri niðurstöðu, að bezta leiðin væri sú að láta tæta sig I sundur I ógurlegri sprengingu. Þannig tókst honum að losa sig við sjónvarpshetju. sem var farin að fara I taugarnar á honum — Toby Wren. Robert var nefnilega leikari i vinsælum sjónvarpsþáttum i Bretlandi — Doomwatch. En það eina sem hann hafði upp úr því að láta sprengja sjónvarpshetjuna i loft upp var sex mánaða atvinnuleysi og mörg hundruð mótmælabréf frá óánægðum aðdáend um. — Nú er Robert Powell að flestra dómi einn fremsti ungi leikarinn i Bretlandi og hann stend- ur nú á þröskuldi heimsfrægðar. Hann hefur sem sé verið valinn í hlutverk Jesú Krists i sjónvarpsþáttaflokki, sem brezka sjónvarpsfyrir- tækið ATV og italski kvikmyndaleikstjórinn Franco Zeffirelli ætla að hefja töku á innan tiðar. Þættirnir verða alls sex talsins, klukkustundar- langir, og er búizt við, að sýning þeirra hefjist i Bretlandi um jólin 1976. Brjóstin mega sjást í Frakklandi Franska vikuritið L'Express hefur birt niðurstöður skoðanakönnunar, sem sýnir, að 76% Frakka hneykslast ekki lengur, þótt þeir sjá berbrjósta kvenmann á almannafæri. Fyrir aðeins einu ári sýndi svipuð könnun blaðsins France Soir, að helmingur Frakka var enn mótfallinn berum brjóstum á baðströndum landsins. Hefur þvi orðið mikil hugar- farsbreyting á skömmum tima. i könnun L'Express reyndust ekki færri ein 93% fólks á aldrinum 18—34 ára vera hlynnt þvi, að kvenfólk væri berbrjósta i sólbaði. Hitt er þó jafnvel enn þýðingarmeira, að næstum helmingur kvæntra manna á öllum aldri kvaðst hlynntur því, að eiginkona sln sýndi ber brjóst sin á almannafæri. — Allar helztu baðstrendur I Frakklandi leyfa nú kvenfólki að spóka sig með brjóstin ber án afskipta lögreglunnar, en fyrir nokkrum árum var öldin önnur Þá var jafnvel komið upp dómstólum á hjólum, sem óku um strendurn ar og sektuðu berbrjósta konur! — Hitt er svo annað mál, að i könnun L'Express kom fram, að tveir af hverjum þremur Frökkum myndu hneykslast, ef þeir sæju allsberan karlmann á almannafæri! Allsber stúlka á ströndinni Dómstóll i New Jersey i Bandaríkjunum tók fyrir skömmu fyrir kæru miðaldra manns á hendur stúlkunni Jessicu Santos fyrir að hafa verið að striplast allsnakin á baðströnd þar i riki. Þar eru i gildi lög sem kveða á um allt að 100 dala sekt og 90 daga fangelsi fyrir athæfi sem þetta en Jessica slapp við allt slikt. Hún heillaði dómarann með framkomu sinni, enda þekkilegasta stúlka i svo stuttu pilsi, að glitti í röndóttar nærbuxur innanundir. Það sem þó réð úrslitum um algera sýknun hennar af kæruatriðinu var, að hún er aðeins þriggja ára! VEM M£NN £R0 \ ^ÖON^A MlMUí ERO VEIZ Amwoxr von\R iw w&Lowm m tawn- lmmyi wmm $ sía wwswmw sííga o?an á Lmmrow 06 m/\ \ Lon- Y\Ö<ofOYl om I &%T4RTuYJmm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.