Morgunblaðið - 24.08.1975, Page 48
PLAST
ÞAKRENNUR ^
Sterkar og endingagóðar q
Hagstætt verð. \ V"
Æ) Nýborg?
O Armula 23 — Sími 86755
ALÍÍLYSINGASÍMINN EK:
22480
BUrðimblntiiti
SUNNUDAGUR 24. AGUST 1975
„Hef ennþá von um
að hljóta eitt af
efstu sætunum”
— segir Margeir Pétursson, einn af yngstu
keppendunum á HM unglinga í skák
„MÉR HEFUR ekki gengið nógu
vel f tveimur sfðustu skákunum,
hef gloprað vinningi niður f jafn-
tefli í þeim báðum. Efsti maður
er bara með l'A vinning meira en
ég og 7 jmferðir eftir svo ég hef
alls ekki gefið upp vonina um að
hreppa eitthvert af efstu sætun-
um,“ sagði Margeir Pétursson
hinn ungi og efnilegi skákmaður
f sfmtali við Morgunblaðið í gær.
Margeir teflir sem kunnugt er á
heimsmeistaramóti unglinga um
þessar mundir, en mótið fer fram
f Tjentistc f Júgóslavfu. Að lokn-
um 6 umferðum er Hollendingur-
inn Van Der Sterren efstur með 5
Framhald á bls. 47.
Engar l.flokks kart-
öflur úr Þykkvabæ?
Islenzkar kartöflur á markað á næstu dögum
„ÞAÐ HEFUR orðið ákaflega lftil
framför á kartöflunum og upp-
skeran ætlar greinilega að verða
með allra minnsta móti f ár og
kartöflurnar smáar," sagði
Magnús Sigurlásson fréttaritari
Mbl. í Þykkvabænum er Mbl.
ræddi við hann um uppskeru-
horfur f þessu mesta kartöflu-
ræktarhéraði landsins. Sagði
Magnús að þeir bændur scm
Tók áhættu
— og tapaði
UMFERÐARSLYS varð í Nóatúni
við Þórskaffi skömmu eftir mið-
nætti f fyrrinótt. Drukkinn maður
hljóp þá skyndilega út á götuna
og í veg fyrir bíl sem þar var á
ferð. Skall hann framan á bílinn
og síðan á framrúðuna svo hún
brotnaði. Maðurinn slapp án telj-
andi meiðsla en bílstjórinn, kona,
var flutt á lögreglustöðina,
grunuð um ölvun við akstur. Það
getur verið varasamt að taka
áhættu á því að fara drukkinn
heim á bflnum sínum.
LÍFIÐ ER SALTFISKUR —
V, •* K?
Æfeíí*, <j „■„
Ljósm. Mbl.: Friðþjófuf
hefðu kfkt undir grös sfðustu
daga segðu að kartöflurnar hefðu
nú aðeins náð 3. flokks stærð og
Ifklega næðí sáralftið eða kannski
ekkert af uppskerunni f haust 1.
flokks stærð. Við Eyjafjörð er
uppskeran aftur á móti mjög góð,
samkvæmt þeim upplýsingum
sem blaðið aflaði sér hjá Jóhanni
Jónassyni forstjóra Grænmetis-
verzlunarinnar og fyrstu fslenzku
kartöflurnar væntanlegar á mark-
að á Akureyri á næstu dögum.
„Það vantar fyrst og fremst
birtu. Kartöflurnar spretta ekki í
endalausum sudda þótt hlýtt sé í
veðri,“ sagði Magnús Sigurlásson.
Sagði hann að einungis gjörbreyt-
ing á veðri gæti gefið vonir um að
uppskeruhorfur breyttust til
batnaðar. En það er ekki aðeins á
íslandi sem kartöfluuppskeran
ætlar að bregðast. Vegna þurrk-
anna í Evrópu hefur uppskera
þar verið með allra minnsta móti
og sagði Jóhann Jónasson hjá
Grænmetinu, að hann hefði ekki
kynnzt eins miklum erfiðleikum í
kartöfluinnkaupum í þau 19 ár
sem hann hefur unnið við þessi
Framhald á bls. 47.
Kröfluvirkjun:
Áætlaður kostnaður
8 milljarðar króna
AÆTLAÐUR kostnaður við bygg-
ingu Kröfluvirkjunar mun nú
vera kringum 8 milljarðar króna,
en fyrsti áfangi virkjunarinnar á
að vera tilbúinn til notkunar á
næsta hausti, sá hluti á að skila 35
mw orku, en í fullri stærð á
virkjúnin að vera 70 mw. Nú er
þegar búið að bora eina holu og
orkan sem fæst úr henni er um 5
mw. Verkfræðingar Orkustofn-
unar gera sér vonir um, að meiri
orka fáist úr næstu holum, sem
boraðar verða, en á þessu ári er
gert ráð fyrir að 4 eða 5 holur
verði boraðar og síðan verði hald-
ið áfram á næsta ári. Ef 5 mega-
wött fást að jafnaði úr hverri
liolu, þarf að bora 14 holur til
þess að virkjunin geti skilað
fullri orku.
Jón Sólnes, formaður Kröflu-
nefndar, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að vinna við
byggingu stöðvarhússins hefði
gengið mjög vel, en Kröflunefnd
Framhald á bls. 2.
Friðrik á mót með
11 stórmeisturum
Ný þjónusta Morgunblaðsins:
Móttaka smáauglýs
inga og verðlagning
EINS OG lesendum Morgun-
blaðsins og viðskiptavinum cr
kunnugt tók Morgunblaðið fyr-
ir nokkrum mánuðum upp
flokkaðar smáauglýsingar, sem
mælzt hafa vel fyrir. Nú hcfur
Morgunblaðið ákveðið að verð-
leggja smáauglýsingar með
nýjum hætti, jafnframt þvf,
sem viðskiptavinum verður
gert kleyft að senda smáaug-
lýsingar til blaðsins með pósti
eða afhenda þær víða á höfuð-
borgarsvæðinu.
% Framvegis verða smáaug-
lýsingar verðlagðar pr. línu
og kostar hver lína 150
krónur.
0 1 Morgunblaðinu verður að
staðaldri birt sérstakt eyðu-
blað, sem nota ber til að
fylla út smáauglýsingar og á
þessu formi getur viðskipta-
vinur séð um leið hvað aug-
Iýsingin kostar.
Eyðubiaði með smáauglýs-
ingu er hægt að koma með
þrennum hætti til blaðsins
ásamt staðgreiðslu:
í pósti
Vinsamlega birtiö effirtarandi smáauglýsingu
í Morgunblaöinu þann
Auglýsmgm móftekm af
til 10 verzlana á höfuðborg-
arsvæðinu
eða á auglýsingadeild
Morgunblaðsins.
I þessum 10 verzlunum liggja
einnig frammi eyðublöð fyrir
smáauglýsingar og er tekið við
þeim, ásamt greiðslu í viðkom-
andi verzlun. Þær eru:
REYKJAVÍK, Kjötmiðstöðin,
Laugalæk 2, Sláturfélag Suður-
lands, Háaleitisbraut 68, Kjöt-
búð Suðurvers, Stigahlfð
45—47, Hólagarður, Lóuhólum
2—6, Sláturfélag Suðurlands,
Álfheimum 74, og Árbæjar-
kjör, Rofabæ 9. HAFNAR-
FJÖRÐUR, Gjafa- og Ijós-
myndavörur, Reykjavfkurvegi
64, og Verzlun Þórðar Þórðar-
sonar, Suðurgötu 36.
KÓPAVOGUR, Ásgeirsbúð,
Hjallabrekku 2, Borgarbúðin,
Hófgerði 30.
Framhald á bls. 47.
FRIÐRIK Ólafsson stórmeistari
heldur um næstu helgi til
Englands þar sem hann teflir á
afar sterku skákmóti sem hefst f
Middlesborough 1. september og
stendur til 19. september. Ekki
færri en 12 stórmeistarar eru
skráðir til leiks en þátttakendur
eru alls 16. Er þetta eitt sterkasta
skákmót sem Friðrik hefur teflt
á. Friðrik kvaðst í samtali við
Mbl. f gær hafa verið að undirbúa
sig fyrir mótið að undanförnu
enda þýddi ekki að fara utan með
öðru hugarfari en að standa sig
vel. Að þessu móti loknu verður
mánaðarhvfld, en þá tekur við
svæðamótið sem haldið verður f
Reykjavfk.
Samkvæmt upplýsingum Frið-
riks eru eftirtaldir skákmenn
skráðir til leiks i mótinu í
Middlesbrough. Rússarnir Bron-
stein, Geller og Smyrslov, Banda-
rikjamennirnir Kavlek og
Lombardy, Hort frá Tékkóslóva-
kíu, Húbner frá Vestur-
Þýzkalandi, Ljubojevic frá Júgó-
slaviu, Georgiu frá Rúmeníu,
Timman frá Hollandi og Sax frá
Ungverjalandi, en allt eru þetta
stórmeistarar auk Friðriks. Þá
verða 4 Bretar með í mótinu,
Hartson, Miles, Keene og Steen,
en þeir eru flestir ef ekki allir
alþjóðlegir meistarar. Mót þetta
er haldið til minningar um skák-
manninn og skákblaðamanninn
C.H.O’d. Alexander og er mjög til
þess vandað á allan hátt, eins og
sjá má á þvi úrvali skákmann sem
keppir.
Guðrún Árnadóttir skáld-
kona frá Lundi látin
GUÐRÚN B. Árnadóttir skáld-
kona frá Lundi lézt f fyrradag 88
ára að aldri. Hún var ein
kunnasta skáldkona tslendinga
og bækur hannar nutu mikilla
vinsælda með fslenzku þjóðinni.
Guðrún fæddist í Lundi í
Fljótum í Skagafirði 3. júní 1887,
dóttir hjónanna Baldvinu
Ásgrimsdóttur og Arna Magnús-
sonar bónda. Hún fór ung í kaup-
mennsku, en gekk árið 1910
að eiga Jón Þorfinnsson
frá Skagafirði. Þau stofn-
uðu bú 191.3 að Þverárdal
i Bólstaðarhlíðarl.reppi og bjuggu
þar í tvö ár, siðan að Vala-
björgum í Skagafirði í sjö ár og
loks að Ytra-Mallandi í Skagafirði
Framhald á bls. 47.
Guðrún frá Lundi.