Morgunblaðið - 26.08.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.08.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. AGÚST 1975 Minning: Olafur Þórðarson fram- kvœmdastjóri fráLaugabóli Ólafur varð bráðkvaddur hinn 17. þ.m. Fer fram kveðjuathöfn í Dómkirkjunni í dag hinn 26. ágúst klukkan hálf tvö síðdegis. Ólafur Þórðarson, fram- kvæmdastjóri, markaði djúp spor til heilla í þróunarsögu íslenzks sjávarútvegs. Hann hafði forystu um stofnun Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna (SH) árið 1942. Stofnfundur samtakanna var haldinn í Reykja- vík 25. febrúar 1942, daginn eftir 45 ára afmæli Ólafs. Árið 1943 fékk Ólafur þá hug- mynd, að SH ætti að stofna til sölu- og innkaupastofnunar fyrir fyrirtækið í Ameríku og fékk heimild til þess samþykkta á aðal- fundi SH í maímánuði árið eftir. Vakti fyrir Ólafi, að stofnun þessi gæti tekið til starfa með fullum krafti strax og stríðinu lyki, en horfur voru á, að þess yrði skammt að bíða. I öndverðu fékk Ólafur Þórðarson Elías Þorsteinsson út- gerðarmann í Keflavík i lið með sér við stofnun SH. Elías var frá upphafi nær óslitið stjórnarfor- maður SH til æviloka 25. marz 1965. Ávalt var hið ágætasta samstarf milli þessara óeigingjörnu hug- sjónamanna meðan þeim entist aldur. Að tillögu Ólafs var sam- þykkt á stjórnarfundi SH 18. júní 1944 að ráða Jón Gunn- arsson verkfræðíng, sem þá var framkvæmdastjóri Síldar- verksmiðja ríkisins, til þess að veita þessari nýju stofnun for- stöðu. Alls var Jón framkvæmda- stjóri á vegum SH í 18 ár. Fyrst í Ameríku en síðan fyrir allri starf- semi SH allt til þess að hann lét af störfum árið 1962 að eigin ósk. XXX Jón Gunnarsson tók upp nýjar söluaðferðir á vegum SH i Ameríku. Hann shiðgekk heild- sala og skipti beint við verzlanir og fyrirtæki, sem seldu hraðfryst- an fisk í neytendaumbúðum og við verksmíðjur, sem framleiddu fiskrétti í neytendaumbúðum úr hraðfrystum „fiskblokkum". Eftir nokkurra ára sölustarf- semi, gekkst Jón fyrir stofnun verksmiðju i Nanticoke I Mary- land á austurströnd Bandaríkj- anna til framleiðslu á til- búnum fiskréttum í neytendaum- búðum. Var verksmiðjan reist í gömlum húsakynnum og af vanefnum. Fyrirtæki þessu gaf Jón Gunnarsson nafn- ið Coldwater Seafood Corpor- ation og er það dótturfyrirtæki SH. Á nokkrum árum óx þessu fyrirtæki svo mjög fiskur um hrygg, að það varð eitt af stærstu fyrirtækjum i Bandarikjunum i þessari grein. Vöxtur og viðgangur SH og Coldwaterfyrirtækisins hefur haft ómetanlega þýðingu fyrir ís- lenzkan sjávarútveg. Traustasti bjkhjarl Jóns Gunnarssonar við þetta brautryðjandastarf var Ólafur Þórðarson, sem átti sæti í stjórn SH allt frá stofnun samtak- anna til ársins 1960. Þorsteinn Gíslason, verkfræð- ingur, tók við störfum Jóns Gunnarssonar í Bandarikjunum árið 1962 og hefur gegnt þeim síðan. Fyrir hans atbeina var komið upp nýrri fiskréttaverk- smiðju í Cambridge í Maryland, sem tók við af verksmiðjunni í Nanticoke árið 1968. Vinnur nýja verksmiðjan með sömu aðferðum og hin fyrri, en býr við miklu betri húsakost og vinnuskilyrði. Afköst þessarar nýju verksmiðju voru tvöfölduð á árunum 1971 til 1972. Þróun þessara miklu fyrirtækja myndi hafa orðið allt önnur og tvísýnni ef ekki hefði notíð af- skipta Ólafs Þórðarsonar af mál- um þessum. XXX Ólafur beiti sér fyrir stofnun Jökla h.f., sem byggðu frystiskip- ið Vatnajökul, sem var full- smíðaður haustið 1947. Leit Ólaf- ur eftir smíðinni, sem tók 16 mánuði, og varð fyrsti fram- kvæmdastjóri Jökla og gegndi því starfi til ársins 1966 eða í rúm 20 ár. Félagið blómgaðist í höndum Ólafs og átti þrju glæsileg frysti- skip og eitt flutningaskip, er hann lét af störfum. Stuðlaði rekstur frystiskipanna á þessum árum mjög að eflingu Sölumiðstöðvar- innar. Ólafur átti hlut að stofnun Tryggingamiðstöðvarinnar h.f. og réð vali hins ötlula framkvæmda- stióra hennar, Gisla Ólafssonar. Einnig var hann meðal stofnenda Líftryggingamiðstöðvarinnar h.f. Var hann í upphafi varaformaður hins fyrrnefnda tryggingafélags, en formaður stjórnar hins síðar- nefnda til dauðadags. Ólafur átti sæti í beitunefnd allt frá árinu 1946 til 1972 og lengst af sem formaður hennar. XXX Ólafur var búfræðingur að mennt, en hugur hans hneigðist snemma að útgerðar- og verzlunarmálum. Um tvítugt settist hann að á Akureyri og var um 10 ára skeið I þjónustu Ás- geirs Péturssonar, hins mikla athafnamanns, sem var meðal mestu framkvæmdamanna hér á landi á sinni tíð. Guðrún, kona Ásgeirs, var dóttir Halldórs á Rauðamýri og þau Ólafur þvi bræðrabörn, Ásgeiri hefur verið jafnað við Arinbjörn hersi Þórisson um ráðsnilld, göfug- mennsku og gestrisni. Arinbjörn reyndist vinum sínum jafnan bezt, þegar mest reið á, svo sem Agli Skallagrímssyni, er hann kom á fund Eiríks blóðaxar. Á vegum Ásgeirs fór Ólafur til Noregs til þess að kynna sér síldarverkun, niðursuðu og niðurlagningu á síld. Síðar varð Ólafur jöfnum höndum verkstjóri á Siglufirði á sumrum og verzlunarmaður á vetrum við hinn mikla atvinnurekstur Ás- geirs og bjó á heimili hans á Akureyri við mikið ástríki Ás- geirs og fjölskyldu hans. XXX Ólafur er kominn af hinu mesta merkisfólki. Faðir hans var Þórður Jónsson bóndi að Lauga- bóli við Isafjörð, og formaður á eigin skipi í Bolung^vík á ver- tíðum, sonur Jóns Halldórssonar og Guðrúnar Þórðardóttur, en þau hjón bjuggu að Laugabóli í meira en hálfa öld. Systkini Þórðar að Laugabóli voru m.a. Halldór á Rauðamýri, Jón I Tröllatungu, Kristján í Bolunga- vík, Valgerður, kona Kristjáns i Múla, og Magnús sýslumaður og bæjarfógeti í Hafnarfirði. Móðir Ólafs var Halla (Hallfríður Guðrún) Eyjólfsdóttir Bjarna- sonar, prests í Garpsdal Eggerts- sonar, prests i Stafholti Bjarna- sonar, landlæknis, en Bjarni var kvæntur Rannveigu dóttur Skúla landfógeta Magnússonar. Móðir Höllu var Jóhanna dóttir séra Halldórs í Tröllatungu Jónssonar Þorleifssonar að Kleifum í Gils- firði, en Jón var fjórði maður frá Lárusi lögmanni Gottrup. Halla skáldkona var náskyld þjóðskáld- inu Matthiasi Jochumssyni og var með þeim góð vinátta með frænd- semi. Skiptust þau á bréfum um skáldskap og bókmenntir. Tvær ljóðabækur Höllu hafa verið gefnar út. Ljóðmæli 1919 og Kvæði 1940. Gunnar Steinn Gunnarsson, kennari, seinni maður hennar, annaðist útgáfu seinni bókarinnar eftir hennar dag. Eftir hana er hin alkunna vísa „Ég lít í anda liðna tíð“ með lagi eftir Sigvalda Kaldalóns, sem gerði lög við fjöldamörg kvæði Höllu skáldkonu. Ólafur heitinn var skírður eftir Ólafi Sigvaldasyni síðast lækni að Bæ í Króksfirði. Birtist Ólafur læknir, er lézt 17. mai 1896, Höllu í draumi rétt áður en Ólafur fæddist. Dreymdi hana, að Ólafur læknir segði: „Nú er ég kominn hingað og fer ekki aftur frá Laugabóli." Taldi hún að læknir- inn hefði vitjað nafns og skírði drenginn því Ólaf. Halla var alsystir kennaranna Hreiðars E. Geirdals og Steinólfs E. Geirdals, en hálfsystir Guð- mundar E. Geirdals, kennara. Einn bræðra hennar var Leó Eyjólfsson kaupmaður á Isafirði. XXX Um skeið rak Ólafur hraðfrysti- hús á Siglufirði í félagi við Gústav bróður sinn og Jón son Ásgeirs Péturssonar. Einnig var hann við- riðinn rekstur á fleiri frystihús- um og síldarsöltun. Árið 1947 fór Ólafur ásamt Vil- hjálmi Finsen, sendiherra, á veg- um Bjarna Benediktssonar, þá- verandi utanríkisráðherra, til Finnlands sem kunnugur maður síldarverkun og síldarverzlun. I þeirri för gerðu þeir Ólafur samn- ing um mikla sildarsölu til Finn- lands. Var sá samningur upphaf að hagstæðum viðskiptum milli þessara vinaþjóða, sem haldizt hafa til þessa dags. Að ráðum Ólafs var Erik Juuranto gerður að aðalræðismanni Islands i Finn- landi, en hann reyndist ágætlega I þvi starfi, er hann gegndi til dauðadags. Nú gegna synir hans, Kurt og Kaj, ræðismannsstörfum fyrir ísland I Finnlandi. Einnig átti Ólafur sæti í samn- inganefndum um viðskiptamál milli Islands og Póllands. Þá hef- ur Ólafur samið um smiði á frysti- skipum Jökla h.f., Vatnajökli í Svíþjóð, Langjökli i Danmörku, Drangajökli í Hollandi og Hofs- jökli í Skotlandi og haft sjálfur eftirlit með smíði skipanna. XXX Ólafur var ekki einungis laginn f viðskiptum og framkvæmdum, heldur var hann og mjög hug- vitsamur. Hafa margir notið góðs af því í nýjungum við útbúnað og vinnutilhögun í hraðfrystihúsum og fiskvinnslustöðvum. M.a. hef- ur hann fundið upp vél til þess að ná hreistri af ýsu og tæki til þéss að hausa þorsk og annan bolfisk. A Ólafi sannaðist, að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Ólafur var mjög fróður í íslenzk- um bókmenntum, vel hagmæltur og orðhagur, svo að af bar. Á efstu dögum þjóðskáldsins, Matthíasar Jochumssonar, dvald- ist Ólafur á Akureyri. Hafði Matthías hinar mestu mætur á þessum unga frænda sínum. Á 85 ára afmæli Matthíasar 11. nóvem- ber 1920, var honum haldið fjöl- mennt samsæti á Akureyri um daginn, en um kvöldið bauð hann gestum til Sigurhæða, en svo nefndi skáldið hús sitt. Var þjóð- skáldið þá enn hið hressasta og lék við hvern sinn fingur. Mátti Matthías ekki annað heyra, en að Ólafur frændi sinn væri settur i heiðurssess við hlið sér, og var ekki laust við að sumir öfunduðu Ólaf af þessum heiðri. XXX Það hefur oft verið sagt, að eng- in eign sé betri en vinátta góðra manna og að ekkert auðveldi mönnum eins gönguna um hinar hálu brautir veraldar sem holl- usta og stuðningur góðra vina. Ég hef þess vegna talið mér mikið lán að kynnast Ólafi Þórðarsyni norður á Siglufirði fyrir 50 árum, þegar hann starfaði þar 1 þjónustu Ásgeirs Péturssonar. Er Ólafur hafði flutzt til Reykjavík- ur árið 1930, kynnti ég hann fyrir foreldrum mínum og systkinum. Meðan foreldrar mínir lifðu, var Ólafur upp frá því mjög tíður gestur á heimili þeirra og sann- kallaður heimilisvinur. Einnig var hann góður vinur þeirra syst- kina minna, sem látin eru, og hef- ur ætíð verið góður vinur okkar systkinanna þriggja, sem eftir lif- um og barna okkar systkinanna allra. Á sjötugsafmæli Ólafs ritaði Pétur heitinn bróðir minn ágæta afmælisgrein um Ólaf í Morgun- blaðið. XXX Oft hefur verið um það deilt, hvort ætterni eða uppeldisáhrif á æsku- og þroskaárum réði meiru um gerð manna. Að framan hefur ætt Ólafs verið rakin nokkuð og er þaðan góðs að vænta, þvi að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Æskuheimili hans, dvöl hans við skólanám á Hvanneyri hjá Halldóri Vilhjálmssyni og Svövu Þórhallsdóttur ásamt áhrifum þeim, sem hann varð fyrir á heimili Ásgeirs Péturssonar, út- gerðarmanns og f störfum fyrir hann, munu eigi síður hafa valdið miklu um að gera Ólaf að þeim manni, sem hann varð, framtaks- sömum athafnamanni um leið og hann varð hvers manns hugljúfi, sem honum kynntist. Þórður að Laugabóli var tví- kvæntur. Fyrri kona Þórðar var Sigríður Jónsdóttir Jónssonar sýslumanns að Melum í Hrúta- firði. Hún dó af barnsförum, er hún fæddi andvana tvíbura. Siðari kona Þórðar var Halla (Hallfriður Guðrún). Þau Þórður og Halla skáldkona giftust 27. september 1890. Var Þórður fæddur hinn 5. apríl 1858 að Laugabóli. Hann varð ekki langlífur, þvf að hann andaðist 18. október 1914, 56 ára gamall. Tók Halla þá við búsforráðum að Laugabóli. Elztu börnin voru þá liðlega tvítug, en hið yngsta 7 ára. Halla var þá 48 ára gömul, fædd 10. ágúst 1866. Heimilið var efnaheimili og stóð frá fornu fari á gömlum merg. Þar var margt manna, bæði skyldra og óskyldra, ungra og gamalla. Oft var þar glatt á hjalla, sönglist og kveðskapur i heiðri hafður svo og íslenzkar bók- menntir að fornu og nýju. Hús- freyjan sjálf var ágætlega skáld- mælt. Mörg barna hennar voru vel hagmælt. Þar á meðal Sigurð- ur og Ólafur. Voru þeir einnig söngmenn góðir og lagvísir. Halla Y'ar sköruleg og smekkvis hús- móðir og farnaðist henni og börnunum vel. Oft var ráðinn heimiliskennari til þess að kenna börnum og ungmennum. Börnin voru studd til mennta, ýmist í landbúnaðarskólum, I Gagnf’-æða- skólanum i Flensborg, Hafnar- firði, erlendis eða í Verzlunar- skóla Islands og annars staðar, þar sem völ var á fræðslu, er komið gæti þeim að notum síðar á Iífsleiðinni. XXX Þeim Þórði og Höllu varð 14 barna auðið og náðu 11 þeirra fullorðinsaldri, en 3 dóu úr barna- veiki sfðsumars 1904, þegar barnaveikifaraldur gekk um land- ið. Börn þeirra hjóna voru: 1. Sigurður óðalsbóndi að Laugabóli, tók hann þar við búi árið 1935, keypti hann jörðina af skyldmennum sinum og bjó þar fram yfir 75 ára aldur. Sigurður er kvæntur Ástu Jónsdóttur frá Borðeyri Jasonarsonar. Sigurður er fæddur 12. júní 1891 og er einn þeirra fjögurra systkina, sem enn eru á lffi. 2. Guðrún, saumakona, ógift. Fædd 12. júli 1892. Dáin 21. nóv. 1946. 3. Jóhanna, er lengi bjó á Arnargerðareyri, ógift. Fædd 9. ágúst 1893. Dáin 9. júlf 1971. 4. Gunnar, átti heima að Lauga- bóli. Varð fyrir slysi um ferm- ingu, er hann, féll af göldum fola, sem hann var að temja. Beið Gunnar þess ekki bætur. Hann fæddist 11. september 1894 og andaðist 4. nóv. 1940. 5. Jakobina, ógift. Fædd 28. september 1895. Dáin 23. aprfl 1950. 6. Ólafur, framkvæmdastjóri, ógiftur. Fæddur 24. febrúar 1897. Dáinn 17. ágúst 1975. Brauðryðj- andi í málefnum hraðfrysti- iðnaðarins. 7. Elín Leopoldina, Fædd 30. apríl 1898. Dáin 19. ágúst 1904. 8. Jón Leopold. Fæddur 12. september 1899. Dáinn 7. ágúst 1904. 9. Guðborg. Giftist Sturlaugi heildsala, syni Jóns Sturlaugs- sonar formanns og hafnsögu- manns á Stokkseyri. Fædd 29. nóvember 1900. Dáin 4. marz 1967. 10. Eyjólfur símamaður, fróður og átti ágætt bókasafn. Ókvæntur. Fæddur 5. desember 1901. Dáinn 28. febrúar 1961. 11. Ingibjörg, ekkja Jóns M. Þorvaldssonar skipstjóra. Býr á Akranesi. Fædd 22. aprfl 1903. 12. Jóna Leopoldína. Fædd 10. október 1904. Dáin 17 október 1904. 13. Gústav Adolf, kaupmaður f Siglufirði. Kvæntur Dagbjörtu Valgerði Einarsdóttur kaup- manns á Akureyri og fyrrum kaupstjóra Gránuverzlunar á Oddeyri, Gunnarssonar. Fæddur 24. nóvember 1905. 14. Jón Leopold framkvæmda- stjóri, átti um árabil sæti í stjórn SR og í Síldarútvegsnefnd. For- maður Sildarútvegsnefndar í nokkur ár og formaður í stjórn SR um lVí árs skeið. Kvæntur er Jón Brynhildi Pétursdóttur kaup- manns á Hjalteyri Jónassonar. Jón er fæddur 21. ágúst 1907. Nærri sjö árum eftir lát eigin- manns sins giftist Halla Gunnari Steini Gunnarssyni kennara hinn 1. maf 1921. Hún andaðist 6. febrúar árið 1937. Gunnar Steinn, er var fæddur 9. september 1876 að Hvítanesi í ögursveit, lézt í hárri elli. Hann var myndar- maður, er reyndist konu sinni og stjúpbörnum vel, en hjónaband þeirra Höllu var barnlaust. XXX Ólafur átti neðri hæð hússins að Ægissíðu 54 í Reykjavik og bjó þar með miklum myndarskap. Húsið byggði hann árið 1954 f félagi við Jón heitinn Mariasson bankastjóra, er átti efri hæð þess. Ólafur hafði verið heilsuhraust- ur lengst af ævi sinnar, en hin síðustu ár var hann heilsuveill. Hann var á 79. aldursári, er hann lézt. XXX Það mun einróma álit þeirra, sem þekktu Ólaf Þórðarson frá Laugabóli, að hann hafi verið einhver Ijúfasti maður og skemmtilegasti i allri fram- komu, er þeir hafi kynnzt um sina daga. Vart varð fund- inn meiri aufúsugestur, hvort sem var í fjölmennum sam- kvæmum eða i fámenni í heima- húsum. Hann var jafnan glaður og kátur, kunni góð skil á mörg- um ólfkum málefnum, greindur og tillögugóður. Ólafur var list- fengur og gæddur svo góðri frá- sagnargáfu, að fágætt er. Hann var mjög barngóður, örlátur, ófeiminn og glettinn og þó ætíð prúður og háttvis f framkomu. Hann var reglumaður og hinn traustasti í hvfvetna. Var hann þvi mjög vinmargur. Ólafur Þórðarson var óeigin- gjarn hugsjónamaður, sem skildi hvar skórinn kreppti í atvinnu- málum landsmanna. Hann sá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.