Morgunblaðið - 26.08.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. AGUST 1975
19
iuh witnswiii
eftir aö hann hafði skorað markið og
héit hann af því tilefni stutta leikfimi-
sýningu sem mæltist vel fyrir hjá
áhorfendum. Eftir þetta dofnaði yfir
KR-ingum og FH-ingar fóru að sækja í
sig veðrið. Áttu þeir oft greiða leið
framhjá KR-vörninni hægra megin.
Upp úr einni slíkri sóknarlotu fékk FH
hornspyrnu, boltinn var gefinn á hinn
sókndjarfa framlínumann Ólaf Dani-
valsson sem sendi hann áfram á Helga
Ragnarsson. Helgi skallaði að marki en
Magnúsi markverði tókst að slá hann í
slána og þaðan fór boltinn út á völlinn
aftur en hættan var liðin hjá. Þá átti
Leifur þrumuskot að marki af Iöngu
færi sem Magnús varði í horn.
I KR Iiðið vantaði þrjá lykilmenn f
þessum leik, þá Hauk Ottesen, sem var
í banni, Atla Þór Héðinsson, sem er
kjálkabrotinn, og Jóhann Torfason,
sem er fótbrotinn. Auk þess var Knapp
þjálfari með blóðeitrun i fæti og gat
ekki beitt sér sem skyldi. Þrátt fyrir öll
þessi áföll náði KR prýðisköflum og
hefði verðskuldað sigur í leiknum mið-
að við gang hans. Vörnin átti reyndar í
nokkrum erfiðleikum með spræka
framlfnumenn FH, einkum Ólaf Dani-
valsson. Er þá undanskilinn Stefán
örn Sigurðsson vinstri bakvörður sem
er að verða einn okkar albezti knatt-
spyrnumaður f þeirri stöðu. Hann er
drjúgur varnarmaður og afar skemmti-
legur þegar hann tekur þátt í sókninni,
er leikinn og gefur góða knetti fyrir
markið. A miðjunni voru KR-ingar
sterkastir með þá Björn Pétursson og
Halldór Björnsson sem beztu merfn.
Björn var nú með eftir langt hlé og átti
prýðisleik. Var það undarleg ráðstöfun
að kippa honum út af um miðjan seinni
hálfleik. Baldvin Elíasson kom inn í
hálfleik og styrkti það liðið. Framlfnan
var ekki nægilega skörp við mark FH,
enda vantaði bæði Atla og Jóhann. Þeir
hefðu væntanlega afgreitt eitthvað af
mörgum fyrirsendingum f netið.
FH-ingar lögðu höfuðáherzlu á vörn-
ina í þessum leik en síðan var treyst á
skyndisóknir. Var Ólafur Danivalsson
þar fremstur f flokki, leikinn og sókn-
djarfur framlfnumaður sem setti vörn
KR oft í vanda. Við hlið hans var
Leifur Helgason, einnig mjög sókn-
djarfur leikmaður. I vörninni voru þeir
Janus Guðlaugsson og Gunnar Bjarna-
son traustir, en það er leikmaður sem
er í stöðugri framför. Annar leik-
maður sem mikið hefur farið fram f
sumar er Ómar Karlsson í markinu.
Hann sýndi mikið öryggi í þessum leik
og verður á engan hátt sakaður um
markið. I heild var þetta baráttuleikur
og hann ekki svo slæm skemmtun fyrir
rúmlega 700 áhorfendur.
t stuttu máli:
Laugardalsvöllur 23. ágúst. 1. deild,
KR—FH 1:1 (0:0).
Mark KR: Baldvin Elíasson á 58.
mínútu.
Mark FH: Leifur Helgason á 58.
mínútu.
Áhorfendur: 736.
Áminning: Hálfdán örlygsson, KR,
bókaður fyrir brot gegn Loga Ólafs-
syni.
i knettinum. Skömmu sfðar skoraði Baldvin Elfasson eina mark KR.
EFTIR LEIKIM VID FH
betra en staða þess í
deildinni gefur til
kynna.“ Bill kvaðst vera
ánægður með frammi-
stöðu FH í sumar, hún
væri sérstaklega
athyglisverð fyrir þá
sök að liðið þyrfti alltaf
að vera að leika til
skiptis á grasi og möl.
„Þetta verður betra
næsta ár hjá
strákunum, þá leika
þeir heimaleikina á
grasi.“
„Jú þetta er rétt, það
á að byrja að tyrfa völl-
inn innan skamms,"
ságði Janus Guðlaugs-
son fyrirliði FH þegar
þetta var borið undir
hann. „Það verður
mikill munur að leika i
Kaplakrikanum þegar
gras er komið á völl-
inn.“ Janus kvaðst
ánægður með frammi-
stöðu liðsins f sumar,
hún væri betri en hann
hefði átt von á. „Það
sem mér hefur fundizt
verst er að ekki skulu
fleiri sækja leikina
okkar f Hafnarfirði. Við
þyrftum að fá þangað
1000—2000 manns að
staðaldri.
Gunnlaugur Kristfinnsson og Pétur Ormslev stfga villtan dans f baráttunni um knöttinn, allt kom þó fyrir
ekki, Ragnar Gfslason náði að skalla.
Fram fer í Evrópukeppni
Þátttökurétturinn var endanlega
tryggður með 1:0 sigri gegn Víkingum
FRAMARAR tryggðu sér þátt-
tökurétt f UEFA-keppninni í
knattspyrnu á sunnudagskvöldið
með þvf að sigra Vfkinga 1:0 á
Laugardalsvellinum. Vissulega
eiga Framarar enn möguleika á
sigri f deildinni, þeir eru með 17
stig, eða jafn mörg og Skagamenn
þegar þetta er skrifað. IA á hins
vegar eftir tvo leiki, en Fram
einn. Vonir Víkinga um rétt til að
leika f UEFA-keppninni hurfu
eins og dögg fyrir sólu við það að
tapa fyrir Fram, það hefði þó
ekki verið óréttlátt eftir gangi
leiksins að Vfkingar hefðu að
minnsta kosti fengið annað stigið
f leiknum. Vfkingsliðið getur þó
vel við unað, þvf að aldrei hefur
liðinu gengið eins vel f 1. deild og
f sumar. Er Vfkingar léku f deild-
inni árið 1970 fékk liðið 3 stig og
féll, árið 1972 fengu Vfkingar 6
stig og féllu, 1974 urðu stigin 9 og
liðið dvaldi áfram f 1. deild eftir
aukaleik. Nú þurfa Vfkingar hins
vegar ekki að hugsa um fallbar-
áttuna lengur og stigin geta orðið
15, þvf enn er einn leikur eftir f
deildinni.
Framþjálfararnir Jóhannes
Atlason og Guðmundur Jónsson
geta sannarlega verið ánægðir
með árangur sinna manna, þvi að
ekki var búizt við miklu af Fröm-
urunum í vor. Leikmenn liðsins
hafa staðið saman sem einn
maður og þó að á móti hafi blásið
þá hafa þeir aldrei gefizt upp.
Þannig var það á sunnudaginn.
Víkingarnir sóttu meira og áttu
góð marktækifæri, en Framarar
vörðust vel og náðu svo sóknum
Texti: Ágúst I. Jónsson
Myndir: Ragnar Axelsson.
inn á milli sem sköpuðu hættu, og
úr einni slfkri tókst liðinu að
skora, þó að ekki hafi mikil hætta
virzt vera á ferðum.
Markið kom með þeim hætti, að
gefið var inn í vitateig Framara
þar sem Diðrik virtist hafa nægan
tima til að handsama knöttinn.
Einhverra hluta vegna tókst
honum það þó ekki og aftur fyrir
hann hrökk knötturinn, til Krist-
ins Jörundssonar, sem skallaði að
mannlausu markinu. Áður en
knötturinn færi yfir línuna kom
Marteinn að og bætti um betur,
enda öruggara fyrir Framarana
þvi að leikmenn Víkings
streymdu að úr öllum áttum.
Beztu tækifæri fyrri hálf-
leiksins átti Stefán Halldórsson.
Það fyrra strax í upphafi leiksins,
en Árni varði skot hans á óskilj-
anlegan hátt. Síðara tækifærið
kom undir lok hálfleiksins og
hefði hann með smáheppni átt að
geta skorað þá, þó að þrengt væri
að honum. I síðari hálfleiknum
átti Gunnar Örn hörkuskot eftir
aukaspyrnu, en Árni var á réttum
stað og varði glæsilega. Erlendur
Magnússon átti bezta tækifæri
Framara, er Víkingsvörninni
urðu á ljót mistök, en skot Erlend-
ar fór rétt framhjá.
Víkingarnir reyndu að sækja
allan leiktímann og að láta knött-
inn ganga frá manni til manns.
Það gekk þó ekki nógu vel, auk
þess sem alltof margar sóknarlot-
ur enduðu með sendingum fyrir
markið, sem strönduðu á hausum
þeirra Marteins eða Jóns í vörn
Fram. Óskar Tómasson lék
þennan leik mjög vel fyrir Vík-
ingana og !ék varnarmenn Fram
oft grátt í leiknum. Hefðu Víking-
ar að ósekju mátt nota Öskar
meira en þeir gerðu f leiknum.
Árni Stefánsson átti mjög
góðan leik f marki Framaranna og
virðist aftur vera kominn í sitt
bezta form, eftir heldur slaka
leiki að undanförnu. Er ánægju-
legt til þess að vita, þar sem Árni
fær eflaust nóg að gera f lands-
leikjunum sem framundan eru.
Marteinn og Jón eru alltaf traust-
ir og barátta Ágústs i leiknum á
sunnudaginn var meiri og betri
en oftast áður. Þá átti Kristinn
Jörundsson góða spretti i seinni
hálfleik.
Valur Benediktsson dæmdi
þennan leik og var frammistaða
hans með því slakasta sem sást á
vellinum. Til að mynda skildu
fáir, er hann bókaði Gunnar Örn f
seinni hálfleik fyrir sakleysislegt
brot, þar sem jafnvel aukaspyrna
var vafasöm.
I STUTTU MÁLl:
Islandsmótið 1. deild
Vfkingur — Fram 0:1
Mark Fram: Marteinn Geirsson á
33. mínútu.
Áminning: Gunnar Örn Kristjáns-
son Víkingi.
Ahorfendur: 900.