Morgunblaðið - 26.08.1975, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1975
Armur knattspyrnulaganna heldur á rauða spjaldinu og Einar Gunnarsson gengur þungum skrefum af
leikvelli.
VÍSAÐ AF VELLI
ÍBK og ÍBV gerðu 0:0 jafntefli í hörkuleik í Keflavík
TVEIM
ÞAÐ hitnaði heldur betur í
kolunum er leið að leikslokum f
leik IBK og IBV f Keflavfk á
laugardaginn. Leystist leikurinn
þá nokkra stund upp f stimpingar
og stælur milli leikmanna og áður
en leikurinn hófst að nýju hafði
þeim Friðfinni Finnbogasyni
tBV og Einari Gunnarssyni IBK
verið vikið af leikvelli. Verða
þeir þvf tæpast með f næstu
leikjum Iiða sinna f deildinni.
Tildrög brottvísananna í þess-
um jafnteflisleik, þar sem ekkert
mark var skorað, voru þau, að
skotið var að marki IBV. Ársæll
varði auðveldlega með því að
kasta sér á knöttinn. Einar
Gunnarsson fylgdi fast eftir og
hvort sem það var Viljandi eða
ekki þá sparkaði hann í Ársæl þar
sem hann lá á jörðinni. Lfkaði
Friðfinni Finnbogasyni þetta að
vonum illa og lét sig ekki muna
um að snúa Einar í jörðina.
Grétar Norðfjörð dómari var nær-
staddur og dró hann þegar upp
rauða spjaldið og vísaði Friðfinni
af velli. En þar sem Einar lá á
vellinum steig einn varnarmaður
ÍBV harkalega ofan á hendi hans.
Brást Einar þá ókvæða við og
sparkaði á eftir ÍBV-
leikmanninum. Varð það til þess
að einnig Einar fékk að líta rauða
spjaldið.
Hárrétt hjá Grétari að vísa
þeim af velli, en ósköp átti maður
auðvelt með að skilja viðbrögð
miðvarðanna Einars og Friðfinns
er þeir í hita augnabliksins létu
skapið hlaupa með sig í gönur.
AÐ sjálfsögðu er það þó vítavert
að ráðast á andstæðinginn og
beita fólskubrögðum. Fyrir það
verða þeir líka að líða, Einar og
Friðfinnur. Á fundi Aganefndar á
fimmtudaginn verða mál þeirra
væntanlega tekin fyrir og þeir
dæmdir i leikbann, hvað lengi
sem það kemur til með að vara.
Friðfinnur missir nefnilega af
leiknum við KR um næstp helgi,
og þurfi IBV að leika aukaleik um
sætið í 1. deild, þá gæti hann
TEXTI og MYND:
Ágúst I. Jónsson
einnig þurft að hvíla þann leik.
Einar Gunnarsson verður
væntanlega með IBK í bikarleikn-
um gegn KR á miðvikudaginn, en
fer síðan í bann.
Eyjamenn sterkari
Vestmanneyingar voru sterkari
aðilinn í þessum Ieik,-ogþeir voru
klaufskir að skora ekki mark eða
mörk fyrir leikhlé. Til að mynda
átti Tómas Pálsson opið mark-
tækifæri á 12. mínútu leiksins, er
bæði hann og örn Óskarsson kom-
ust inn fyrir vörn Suðurnesja-
mannanna, en f stað þess að
skjóta gaf Tómas á örn, sem þá
var orðinn rangstæður og þó Örn
skoraði var markið eðlilega dæmt
af.
I upphafi leiksins áttu bæði
liðin tækifæri, en er leið á tóku
Eyjamenn öll völd og hver sókn
þeirra af annarri skall á vörn
Keflvíkinga. Ekki tókst liðinu þó
að skora og í seinni hálfleik
jafnaðist leikurinn og varð þóf-
kenndari. Skoruðu Keflvíkingar
þá eitt mark, sem dæmt var af
vegna rangstöðu, var það Jón
Ólafur sem skoraði.
Lið IBV og IBK skildu því
jöfn að þessu sinni. Það var
ekki aðeins að markatala
liðanna væri sú sama 0:0.
Heldur skoruðu þau bæði
eitt rangstöðumark og misstu
einn leikmann út af. Auk þess
fékk einn leikmaður IBV að sjá
gula spjaldið, Einar Friðþjófsson,
en það er vafasamur vinningur.
Einn leikmaður ÍBK hefði sömu-
leiðis átt að fá bókun, Grétar
Magnússon, er hann reif í buxur
Snorra Rútssonar og varð Snorri
að fá lánaðar buxur hjá félaga
sínum á Varamannabekk IBV-
liðsins.
Óbreytt staða á botni
Staðan á botni 1. deildar breytt-
ist ekki I leikjum helgarinnar,
Vestmanneyingar eru með einu
stigi meira en KR-ingar eins og
áður, en þessi lið leika saman á
laugardaginn og skera úrslit þess
leiks úr um það hvort liðið leikur
aukaleik við Þrótt um viðbótar-
sætið í 1. deild. Bæði ÍBV og KR
léku allvel um helgina og ekki
hefði verið ósanngjarnt að liðin
hefðu unnið andstæðinga sfna.
Bræðurnir Ársæll og Karl
Sveinssynir voru sterkustu
leikmenn IBV-Iiðsins á
laugardaginn og er ÍBV-liðinu
mikill styrkur að endurkomu
Karls. Þessi ungi feikmaður hóf
að leika með ÍBV-liðinu í vor, en
kaus síðan að eyða sumrinu frek-
ar við eggjatöku og eyjalíf heldur
en að iðka knattspyrnu. Nú hefur
hann leikið tvo leiki með IBV og í
Keflavik á laugardaginn sýndi
hann f fyrri hálfleik að hann er
svo sannarlega maður framtíðar-
innar f IBV-Iiðinu ef hann sinnir
knattspyrnunni af alvöru í fram-
tíðinni.
Keflavíkurliðið var nokkuð
jafnt á laugardaginn, en þó áttu
þeir Ástráður Gunnarsson og
Einar Gunnarsson einna beztan
leik. ÍBK-liðið er nú um miðja
deild, liðið fellur ekki niður f 2.
deild úr þvf sem komið er og ekki
nær liðið á toppinn. I bikarkeppn-
inni eru Keflvfkingar hins vegar
enn með 'og þeir leika gegn KR f
unaanurslitunum á morgun.
Undanfarin sex ár hafa Keflvík-
ingar ætíð komizt í Evrópukeppni
og ætli þeir sér enn einu sinni að
vera með á þeim vigstöðvum
verða þeir að vinna KR-ingana.
Það ætti liðinu að takast en meira
bit vantar þó í framlínuna.
1 stuttu máli:
íslandsmótið 1. deild.
Keflavfkurvöllur 23. ágúst
IBK — IBV 0:0
Áminning: Einar Friðþjófsson
IBV.
Brottvísanir: Friðfinnur
Finnbogason ÍBV og Einar
Gunnarsson IBK.
KR VELIÍIR AFl
„ÞEGAR maður er á botninum gengur
manni allt f óhag,“ sagði Tony Knapp
KR-þjálfari við blaðamann Mbl. eftir
leik liðs sfns við FH á laugardaginn.
Þetta voru orð að sömmu á laugardag-
inn, KR-ingar náðu sfnum bezta leik f
langan tfma þrátt fyrir fjarveru nokk-
urra lykílmanna, og verðskulduðu sig-
ur. En FH-ingar hafa sýnt það f sumar
að þeir gefa ekki eftir stig án baráttu
og tókst að ná öðru stiginu þótt þeir
ættu lengst af miklu minna f leiknum.
Jafntefli 1:1 og ekkert minna en sigur
yfir IBV um næstu helgi dugir til að
lyfta gamla Vesturbæjarliðinu úr
neðsta sætinu. Og ef það tekst ekki
kemur til aukaleikur við „litla bróður"
úr Grfmsstaðaholtinu, Þrótt um áfram-
haldandi veru f 1. deild.
KR lék undan nokkrum vindi f fyrri
hálfleik og var greinilegt í byrjun að
KR-ingar mættu ákveðnir til leiks.
Boltinn var miklu meira á vallarhelm-
ingi FH og máttu varnarmenn liðsins
hafa sig alla við til að forða marki.
Litlu munaði að KR skoraði strax á 5.
mfnútu þegar einn sóknarmaður liðs-
ins komst inn að marki og ætlaði að
senda á samherja dauðafrían í teign-
um. En sendingin var ónákvæm og
missti marks, en ónákvæmar og van-
hugsaðar sendingar áttu einmitt eftir
að setja svip sinn á þennan leik. Á 38.
mínútu komst Guðmundur Jóhannes-
son einn inn fyrir vörn FH, en Ómar
markvörður kom út á réttu augnabliki
og hirti boltann af tám Guðmundar. Á
45. minútu munaði tvívegis litlu að KR
skoraði. Fýrst átti Björn Pétursson
þrumuskot að marki sem sleikti stöng-
ina utanverða og rétt á eftir gaf Björn
Texti: Sigtryggur Sigtryggsson.
Myndir: Ragnar Axelsson.
á Hálfdán örlygsson, sem var í dauða-
færi inni í á markteignum, en skot
hans fór hátt yfir. Þetta var bezta tæki-
færi leiksins.
I upphafi seinni hálfleiks sóttu KR-
ingar einnig meira, en sem fyrr fundu
þeir ekki leiðina í mark FH enda
varnarmenn FH og Ómar markvörður
harðir í horn að taka. Og þegar markið
loksins kom á 58. minútu Ieiksins
þurfti dyggilega aðstoð varnarmanns
FH. Það var Janus Guðlaugsson, sá
annars trausti varnarmaður, sem var
upphafsmaður þess. Hann var með
boltann úti við hliðarlínu vinstra meg-
in og hugðist gefa á Ómar markvörð.
Hálfdán örlygsson sá hvað Janus hafði
i huga og gerði sér lítið fyrir og hirti
boltann áður en hann barst til Ómars,
lék á Ómar, og skaut að markinu. Þar
var fyrir Gunnar Bjarnason og tókst að
bjarga á marklínu, boltinn barst út f
teiginn til Baldvins Elfassonar sem af-
greiddi hann örugglega í netið. Þarna
hefndist Janusi fyrir þessa ónákvæmu
sendingu.
FH-ingar byrjuðu á miðju og höfðu
jafnað leikinn áður en mfnútan var
liðin. Sóknarlota þeirra endaði með því
að Leifur Helgason fékk boltann
vinstra megin og hljóp inn f eyðu sem
hafði myndast f vörn KR og skoraði
stöng og inn úr fremur erfiðri aðstöðu.
Gleðin leyndi sér ekki f athöfnum Leifs
*» t *
... ** * "•' .
~ *L>'
Jk •“ •^' '
'•»* - • -r
y
i
Hálfdðn örlygsson hefur nðð boltanum og Ómar Karlsson er of langt frá
„ÁTTll AÐ VIMA” SA6ÐI KNAPP
„VIÐ höfum ekki leikið
eins vel f iangan tíma
og áttum að vinna
Ieikinn,“ sagði Tony
Kapp þjðlfari KR eftir
leikinn við FH. „En
þegar maður er á botn-
inum gengur manni allt
f óhag,“ bætti hann við.
Knapp sagði að það
væru mikilvægir leikir
framundan hjá KR, en
hann kvaðst vera bjart-
sýnn eftir þá frammi-
stöðu sem strákarnir
hans hefðu sýnt f leikn-
um við FH.
„Ég er vissulega
ánægður með stigið sem
við hlutum f dag,“ sagði
Bill Hodger þjáffari FH.
Hann sagði að FH hefði
þurft að berjast mikið
fyrir þessu stigi og
kvaðst vera ánægður
með baráttuandann í
sfnu unga liði. „Markið
sem KR fékk var ódýrt
en við vorum líka
heppnir að jafna svona
fljótt. KR liðið er gott
að minu mati, miklu