Morgunblaðið - 26.08.1975, Side 23

Morgunblaðið - 26.08.1975, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1975 23 Syrpa úr verkum Halldórs Laxness Fyrir nokkrum árum hóf Ríkis- útgáfa námsbóka útgáfu nýs bókaflokks, sem ber heitið Bók- menntaúrval skólanna. Markmið- ið er fyrst og fremst að greiða fyrir aukinni kynningu bók- mennta og glæða áhuga á þeim, sérstaklega í skólunum. Þriðja bókin í þessum flokki er nú komin út. Nefnist hún Syrpa, úr verkum Halldórs Laxness. í henni eru valdir kaflar sem Halidúr Laxness Halldór Laxness hefur valið úr verkum sínum til þessarar út- gáfu, hinir elztu úr Vefaranum mikla, en hinn yngsti úr Innan- sveitarkroniku. Bókina prýða teikningar eftir Harald Guðbergsson. Höfundur ritar inngangsorð að efni bókar- innar, en að auki hefur hann sam- ið orðskýringar aftan við hvern leskafla. Fremst i bókinni fer ritgerð um höfundinn eftir Matthías Johannessen ritstjóra, sem hann nefnir Nokkur orð um fjallræðu- fólk og fleira I skáldskap Halldórs Laxness. Þess má geta, að siðasti kafli bókarinnar, Sagan af brauð- inu dýra, er prentaður hér í fyrsta skipti í islenzkri útgáfu eftir texta þeim, sem gefin var út i Sankt Gallen í Sviss árið 1972, en síðan birtist hann breyttur í Innan- sveitarkroniku. Syrpa úr verkum Halldórs Laxness er 222 bls. að stærð. Ólaf- ur Pálmason sá um útgáfuna. Set- berg prentaði. I ráði er að gefa út á hljóm- bandi lestur höfundar á völdum köflum úr bókinni. t bókaflokknum Bókmenntaúr- val skólanna hefur áður komið út Leikur að stráum eftir Gunnar Gunnarson (1970) og Kristrún I Hamravík eftir Guðmund G. Hagalín (1972). Kápa bókarinnar. Vöruskiptajöfnuður í júlí óhagstæður um 1,5 milljarða VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN í júli á þessu ári var óhagstæður um rúmlega 1,5 milljarða króna, en þar af nam nettóinnflutningur Athugasemd Jón Sólnes, formaður Kröflu- nefndar, hefur beðið blaðið að koma því á framfæri, að þær tölur uni kostnað Kröfluvirkjunar, sem sagt var frá í blaðinu s.l. sunnu- dag, eru ekki eftir honum hafðar. Vörusijninqin: •• 011 fyrri met í aðsókn slegin A 17. þúsund manns höfðu sótt Vörusýninguna f Laugardals- höll f gærkvöldi og er aðsóknin slfk að öll fyrri met f aðsókn að vörusýningum á vegum Kaup- stefnunnar hafa verið slegin. Á sunnudaginn komu 7502 gestir, og er það mesti fjöldi sem hefur komið á einum degi á slfka sýningu. Dag hvern er dreginn út ferðavinningur. í gærkvöldi var dregið um ferð með Akra- borg umsundinog kvöldverður á Hótel Akranesi, en sá heppni mátti bjóða með sér 15 gestum í siglinguna. og veizluna. Á sunnudaginn var dregið um helgardvöl i Húsafelli og kom hún á miða nr. 15921. A laugar- dag var dregið um helgardvöl í Valhöll á Þingvöllum og kom hún á miða nr. 7942. í dag verður svo á boðstólnm helgar- dvöl við Skjálfanda, en gist verður á Hótel Húsavík. til islenzka álfélagsins tæpum 300 milljónum. Til Landsvirkjunar (að mestu vegna Sigölduvirkj- unar) var flutt inn fyrir rúmar 200 milljónir króna. Fyrstu sjö mánuði ársins var vöruskíptajöfn- uður óhagstæður um 15,2 mill- jarða króna, en þar af var nettó- innflutningur tN9álfélagsins 2,5 milljarðar og til Landsvirkjunar var flutt inn fyrir tæpar 700 mill- jónir. Þá voru flutt inn skip og flugvélar fyrir tæpa fjóra mill- jarða fyrstu sjö mánuði árins. í júlí i ár voru fluttar út vörur fyrir 5,7 milljarða króna, þar af ál og álmelmi að verðmæti 1,1 mill- jarður. Inn voru fluttar vörur fyrir 7,2 milljarða króna, en þar af til álfélagsins og Landsvirkj- unar fyrir 1,6 milljarða. Samtals það sem af er árinu hefur verið flutt út fyrir 27,3 milijarða, þar af ál og ámelmi fyrir 2,4 milljarða en inn hafa verið fluttar vörur fyrir samtals 42,5 milljarða. Inn- flutningur fyrir skip og flugvélar og til Landsvirkjunar nemur 9,3 milljörðum af þeirri upphæð. I fyrra var vöruskiptajöfnuður í júlí óhagstæður um rúman mill- jarð króna, en fyrstu sjö mánuði ársins 1974 var vöruskiptajöfnuð- urinn óhagstæður um 8,5 mill- jarða. Þessar upplýsingar koma fram I fréttatilkynningu frá Hagstofu Is- lands. Iðnnemar mótmæla Sambandsstjórn Iðnnemasam- bandsins hefur harðlega mótmælt komu NATO-skipanna til Islands og fordæmir vígbúnaðarkapp- hlaup stórveldanna. Ljósmynd sv. Þorm. Ur. Sctineider útskýrir heilbrigðissýninguna fyrir blaðamönnum. „íslendingar áhuga- samir um heilsugœzlu ” segja forráðamenn a-þýzku heilbrigðissýningarinnar „A USTURÞjóð verj ar sýna heilsugæzlu mikinn áhuga og ég hef merkt þennan sama áhuga hjá flestum tslending- um, sem skoðað hafa þessa sýningu okkar og það finnst mér afar ánægjulegt," sagði dr. Schnieder frá heilbrigðissafn- inu f Dresden I Austur- Þýzkalandi er hann kynnti heil brigðissýninguna I Laugardals- höll fyrir blaðamönnum I gær. Auk hans talaði á fundinum verzlunarfulltrúinn, hr. Winkler. „Sýningin frá austur-þýzka heilbrigðissafninu sýnir hvern- ig maðurinn getur lifað i nútima heimi og hvernig nýtt þjóðfélag aðstoðar hann I att gera það,“ segir í sýningarskrá. Er það gert með margvísleguiri hætti, spjöldum með álimdum islenzkum textum, glerkonunn i frægu sem bunar út úr sér fróð- leik á islenzku um leið og húri sýnir einstaka líkamshluta mec' ljósum og loks með spurningum af ýmsu tagi sem gestir eiga aö svara og öðlast um leið þekk ingu á ýmsu sem varðar mannslikamann og hvað honum kemur bezt. Hefur sýningiri vakið athygli gesta og þeir tekið þátt í spurningaleikjunum af miklum krafti, að þvi er að- standendur Vörusýningarinnar tjáðu blaðamanni. Austur-þýzka heilbrigðissafn- ið er í Dresden. Það var stofnað 1911 en eyðilagðist að mestu í seinni heimsstyrjöldinni. Að henni lokinni hófst uppbygging þess af krafti og starfsemin eykst stöðugt. Þetta er ekki að- eins geymsla gamalla hluta eins og nafnið bendir til, heldur er þetta frekar þjóðarmiðstöð heilbrigðismenntunar í Austur- Þýzkalandi, að því er dr. Schnieder ijáði blaðamönnum. Þar fara fram rannsóknír á sviði heilbrigðismála, gerð fræðsluefnis um þau, kvik- mynda, útvarps- og sjónvarps- þátta, rita, Ifkanagerð og þar fram eftir götunum. Eitt hlut- verk safnsins er að útbúa sýningar sem sendar eru til annarra landa, og eina slíka má einmitt sjá á fjölum Laugar- dalshallar núna. Vatnsrúmið fræga. (Stúlkan fylgir ekki, því miður!) Vatnsrúmið gerir lukku FÁIR gripir á Vörusýningunni hafa vakið eins mikla athygli og fslenzka vatnsrúmið sem Þorkell Guðmundsson hefur teiknað og Á. Guðmundsson hf. f Kópavogi framleitt. Stöðugur straumur fólks hefur verið að þessu undrarúmi og allir vilja leggjast f það. Svo mikill var áhuginn á laugardag og sunnu- dag að girða varð af básinn með Á vörusýningunni getur að líta meðal margra góðra gripa rafknúið hjól, vestur-þýzkt af gerð og flutt inn af Pólum hf. Gripur þessi er til sýnis á úti- svæðinu og geta menn fengið að reyna hann. Iljólið er af gerðinni Solo Electric og knúið tveimur rafhlöðum sem duga til 40 km aksturs. Hámarkshrað- inn er aðeins 25 km á klukku- stund en hægt er að auka hann, rúminu og hætta að auglýsa það f hátalarakerfi hússins til að minnka aðeins athyglina. Mjög margir hafa sýnt á þvi áhuga að eignast slíkt vatnsrúm fyrir 240 þúsund krónur en engin pöntun hefur enn borizt, var blaðamanni tjáð af starfs- manni Á. Guðmundsson hf. i gær. Áhuginn er samt svo mik- en þá á kostnað vegalengdar- innar sem hjólið kemst á hverri hleðslu. Siðan er hjólinu stung- ið i samband við rafkerfi heim- ilins á nóttunni og þar hleðst það orku á nýjan leik. Var blaðamanni tjáð að miðað við núgildandi raforkuverð kostaði rekstursvonahjóls 700 krónur á ári. Verð á gripnum, sem er eitt af mörgum svörum mannsins við menguninni mun vera um 138 þúsund krónur. ill að framleiðandinn ætlar að gera 10 vatnsrúm og hefur í huga fullkomnari rúm en það sem sýnt er á vörusýningunni. Þau rúm eru með hólfum sem tempra vatnsrennslið í rúminu og hitastilli sem sér ti! þess að hitastigið á vatninu er alltaf það sama. Rúmið sem sýnt er tekur 600 Ktra vatns og það er klætt ekta leðri. Kostar 700 kr. ááriað reka rafknúna hjólið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.