Morgunblaðið - 26.08.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.08.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. AGUST 1975 hf. Árvakur. Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Styrmir Gunnarsson. i Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi GarSar Kristinsson. ASalstræti 6. simi 10 100. ASalstræti 6. sími 22 4 80. Áskriftargjald 800.00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 40.00 kr. eintakiS Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar Isvokölluðum vel- megunarríkjum hins vestræna heims hefur það verið mjög áberandi hve hlutur sá, sem hið opinbera hefur tekið í sinn hlut af þjóðartekjum, hefur vaxið ört. Sérstaklega hefur þetta einkennt mjög alla þróun á Norðurlöndunum og bersýnilega höfum við tslendingar á undanförn- um árum fylgt mjög stíft í kjölfarið. Að sjálfsögðu ganga þeir fjármunir, sem hið opinbera tekur í sinn hlut, til þess að standa und- ir vaxandi framkvæmdum og þjónustu við hinn al- menna borgara um leið og hluti aukningarinnar renn- ur til þess að standa undir sívaxandi rekstrarkostnaði opinbera báknsins, sem tútnar viðstöðulaust út. Vaxandi samneyzlu fylg- ir að sjálfsögðu, að hver einstaklingur hefur sí- minnkandi ráðstöfunarrétt fyrir eigin aflafé. Þessi spurning um skiptingu sameiginlegs aflafjár milli einkaneyzlu og samneyzlu veldur grundvallarágrein- ingi milli vinstri flokka og sósíalista annars vegar og borgaralegra flokká hins vegar. Hinir síðarnefndu leggja áherzlu á nauðsyn þess, að einstaklingarnir haldi eftir sem mestu af eigin aflafé og ráðstafi því sjálfir eins og þeim þykir um. Ef hinn almenni skatt- greiðandi væri spurður, hvorn kostinn hann vildi heldur, að greiða hærri skatta og njóta meiri þjón- ustu hins opinbera í stað- inn eða stöðva skatt- greiðsluhlutfallið við það mark, sem það nú er komið í og sæta því, að ekki væri hægt að auka framkvæmd- ir hins opinbera og þjón- ustu frá því sem nú er, má óhikað fullyrða, að svar yf- irgnæfandi meirihluta skattgreiðenda mundi verða á þann veg, að þeir veldu heldur síðari kost- inn. Stjórnmálamenn, for- ráðamenn almennra mála, hafa hins vegar ríka til- hneigingu til þess að halda því fram, að hvort tveggja sé hægt að gera, auka sam- neyzluna án þess að auka Hingað lags, sem er þannig upp- byggt, að það krefst stöð- ugt aukinnar hlutdeildar I aflafé einstaklinganna. Op- inbera kerfið er orðið svo sjálfvirkt, að þótt viljinn sé fyrir hendi hjá stjórnend- um landsmála, fá þeir við ekkert ráðið. Þessa þróun verður að stöðva með ein- hverju móti. Hlutdeild hins opinbera í þjóðartekj- um er þegar orðin of mikil. Hún má ekki aukast frá því, sem nú er. Það er óraunsætt að gera ráð fyrir því, að hægt sé að snúa hjólinu við og minnka þessa hlutdeild en það á að vera hægt með nægilegri stefnufestu að stöðva vöxt hennar. Forsenda fyrir því er hins vegar, að efldur verði og ekkilengra henta. Hinir fyrrnefndu vilja hins vegar auka sam- neyzluna á kostnað einka- neyzlunnar. Enginn vafi leikur á því, að við íslendingar erum að nálgast „rauða strikið“ í þessum efnum. Skatt- heimta í einu eða öðru formi er þegar orðin svo mikil, að tæpast verður gengið lengra í þeim efn- skattheimtuna. Það er ein- faldlega ekki hægt. Víða í nágrannalöndum okkar er skattheimta orðin óbærileg fyrir einstakling- inn og um leið minnkar frelsi hans og sjálfstæði í þjóðfélaginu. Hann verður upp á hið opinbera kominn á einn eða annan hátt. Við hér á Islandi stefnum nú hraðbyri í átt til þjóðfé- skilningur meðal borgar- anna á því, að ekki er enda- laust hægt að verða við kröfum um auknar fram- kvæmdir og aukna þjón- ustu án þess að aukin skatt- heimta komi á móti. Hugs- unarhátturinn verður að breytast. Menn verða að doka við í hverju skrefi og spyrja sjálfa sig, hvort þetta eða hitt, sem krafa er sett fram um, að hið opin- bera geri, sé í raun og veru nauðsynlegt. „Lífs- nauðsynjar“ nú á dögum eru afstætt hugtak. I eina tíð þótti það mikill „lúxus“ að eiga bifreið. Nú þykir það heyra til lífsnauðsynja. En er „nauðsynlegt“ að eiga tvær bifreiðar eins og sýnist fara í vöxt? Er það óumdeilanleg nauðsyn, að tryggingakerfið þenjist út ár eftir ár á þann veg, að þeir, sem enga þörf hafa fyrir ýmsar fjárgreiðslur út því fái þær samt? Er ástæða til þess, að hjón með margramilljónatekjur fái barnabætur, svo dæmi sé tekið? Þannig er hægt að varpa fram hverri spurningunni á fætur ann- arri, sem snertir þetta um- efni. En fram hjá þeirri staðreynd verður engan veginn gengið, að með- an stöðugt meiri kröf- ur eru gerðar til hins opin- bera um meiri fram- kvæmdir og meiri þjónustu mun skattheimtan aukast. Viljum við það? Fullyrða má, að mikill meirihluti þjóðarinnar er þeirrar skoðunar að nógu langt hafi verið gengið í skatt- heimtu og að hér skuli nema staðar. Þeir stjórn- málamenn, sem taka for- ystu um að stöðva þessa þróun geta áreiðanlega vænzt þess að njóta al- menns stuðnings við þær ráðstafanir, sem nauðsyn- legar eru í þessum efnum. Hvörf í alþjóðlegri verkaskiptingu Tilgangur frjálsari viðskiptahátta ÞJÓÐIR heims verða að hafa samvinnu á öllum sviðum, ef þær vilja eiga aðild að stefnu- mótuninni. Þjóðirnar eru nú á tímum svo háðar hver annarri að þær geta aðeins aukið sjálf- stæði sitt með bættu samstarfi við aðrar þjóðir. Eðli og samsetning heimsvið- skiptanna hefur tekið miklum breytingum á síðari árum. Veruleg samsömun hefur orðið og skýrist þetta bezt með nokkr- um tölum: A sjöunda áratugn- um óx iðnaðarframleiðsla í hei.ninum um 6% árlega, en samanlagður útflutningur óx um 10%. Þetta þýðir, að sífelld aukning verður í notkun inn- fluttra vara og vaxandi hluti eigin framleiðslu fer til útflutn- ings. Aukning utanrfkisvið- skiptanna Utanríkisviðskipti Vestur- Evrópulanda eru nú að meðal- tali um 30—40% af þjóðarfram- leiðslunni. I Bandaríkjunum er samsvarandi tala aðeins 5—6% og á þessi mikli munur sinn þátt f, hversu erfiðlega gengur hjá þessum aðiljum að komast að samkomulagi um grund- valiaratriði i stefnumótun efna- hags- og viðskiptamála. Orsakir þessarar auknu hlut- deildar utanrfkisviðskiptanna eru margvíslegar, en aðeins þær helztu skulu nefndar: I fyrsta lagi er um að ræða yfirlýsta stefnu flestra þjóða að auka mjög viðskiptafrelsið milli landa og svæða heimsins. Að baki lá sú stjórnmálahyggja, að aukin samtvinnun efnahags- legra hagsmuna mundi draga úr viðsjám og hættunni á vopnuðum átökum. En þetta er líka stutt þeirri sigildu kenningu, að aukið við- skiptafrelsi stuðli að bættri nýt- ingu auðlinda og framleiðslu- greina landanna. Framkvæmd þessa varð þannig, að löndin tryggðu hvert annað gegn skyndilegum og til- viljanakenndum ráðstöfunum með gagnkvæmu afnámi tolla og annarra viðskiptahafta. Gerðir voru langtimasamningar um afhendingar á nauðsynleg- um hráefnum og löndin stuðl- uðu almennt að auknum skipt- um á tækniþekkingu. Hið síðasta hefur ekki haft minnsta þýðingu. Flest lönd heims tóku beinan þátt í afnámi viðskiptahaftanna og juku frelsi í utanríkís- viðskiptum sínum. Það þótti sjálfsagt á uppbyggingar- og framsóknartímum, en ýmsar þjóðir gerðu þetta þó með nokkrum fyrirvara. Það var líka alltaf hægt, einhliða, að afnema þetta frelsi, ef efna- hagsástandið I viðkomandi Iandi, aukið atvinnuleysi eða önnur' efnahagsleg eða pólitísk óþægindi yrðu talin vegá þyngra á metunum. Og vissu- lega hefur oft og víða verið gripið til margvíslegra við- skiptahafta undanfarna tvo áratugi. En nú er þar komið í þróun þessara mála, að vart er lengur kostur þess að grípa til slfkra ráðstafana með von um raun- hæfan árangur, þótt ýmsir haldi því enn fram að svo sé. A vorum tlmum getur engin þjóð staðið utan alþjóðasam- starfs og trúað eingöngu á mátt sinn og megin. Það er hin breytta samsetn- ing framleiðslu- og markaðs- háttanna, sem hefur ráðið ferð- inni að þeim krossgötum sem efnahags- og viðskiptaleg sam- skipti þjóðanna standa á nú. Milliríkjaviðskiptin I heiminum hafa náð þvf magni og öðlazt slfka þýðingu fyrir flestar þjóðir, að verði verulegt rask á þessu sviði, getur það þýtt beina ögrun við undir- stöðuatvinnuvegi margra iðn- þróaðra þjóða. Breytt alþjóðleg verkaskipting Fjármagnið, breytingar í rás þess, sérhæfður vinnukraftur og hraðfleygar tækniframfarir hafa hnikað verulega við fyrri kenningum um hina alþjóðlegu verkaskiptingu. Það er ekki lengur ráðandi skipting þannig að tiltekin lönd framleiði fáar, jafnvel örfáar vörutegundir, sem eigi tryggan markað hjá þeim viðskiptalöndum, sem lítið eða ekki framleiði af sömu vörutegund. Nú eru iðnaðar- vörur framleiddár í nær öllum löndum. Samkeppnin stendur ekki lengur eingöngu milli Ianda, heldur milli framleiðslu- greina og vörutegunda. Sérhæf- ing, frjálsari viðskiptahættir og sölutækni hefur þau áhrif, að „rétt“ vara sem er fjöldafram- leidd getur selzt í gffurlegu magni vfðsvegar í heiminum. En hvort sem atvinnuvegir landanna hafa stefnt að hag- kvæmri fjöldaframleiðslu neyzluvarnings eða hafa sér- hæft sig i tilteknum fram- leiðslugreinum, sem hafa minni markað, þá eru langflest lönd geysilega háð útflutningsfram- leiðslunni og allur verulegur samdráttur veldur langvinnu tjóni. Það er því ekki aðeins spurn- ing um góðan vilja, heldur öllu fremur knýjandi nauðsyn, að samræmi rfki í viðskipta- og efnahagssamstarfinu. Það leiðir lfka til aukins skilnings á þeim vandamálum, sem fylgja í kjölfar viðskiptalegra hvirfil- vinda og gera þjóðum heimsins auðveldara að hamla gegn skað- vænlegum áhrifum yfirvofandi hráefnaskorts, fólksfjölgunar og mengunar. En hvort það geti lfka hjálpað f baráttunni við átumein nú- timans, verðbólguna, skal ósagt látið. Milliríkjaviðskipti og alþjóðastjórnmál 4 grein Samantekt ftir JRAGA KRISTJÓNSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.