Morgunblaðið - 26.08.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.08.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. AGUST 1975 33 VELyAKANDI Velvakandi svarar [ síma 10-100 kl. 14—15, frá mánudegi til föstu- dags. % Staða hvaða konu? Elfn Magnúsdóttir skrifar: „A kvennaári er margt skrafað og skrifað um stöðu konunnar. Um daginn sá ég, að Alþýðublaðið hafði lagt þá spurningu fyrir nokkra vegfarendur, hver staða konunnar á tslandi væri. Fólkinu varð sem vonlegt er svarafátt, en var þó flest á þvi, að staða kon- unnar á Islandi væri bara nokkuð góð. Ég skil bara ekki hvernig hægt á að vera að tala um „stöðu kon- unnar“ sem eitthvað ákveðið og afmarkað hugtak, því að konur eru fleiri en karlar hér á landi, líklegast eitthvað um 60 þúsund, og staða þessa fjölda er sjálfsagt eins mismunandi og konurnar eru margar. Ég þekki tvær systur. Báðar hafa stúdentspróf, eru nú um þri- tugt, en giftust báðar rúmlega tvi- tugar. Báðar eiga sömu foreldra, eru aldar upp á sama heimili, eru meira að segja mjög líkar í útliti, og báðar eignuðust þær tvö börn á fyrstu árum hjónabandsins. Þar með er það, sem lýtur að sam- eiginlegri stöðu þeirra upptalið. Önnur systranna tók sig til þegar börnin voru orðin meðfæri- leg og settist á skólabekk. Þá var maðurinn hennar búinn að læra og hafði alltaf verið gert ráð fyrir því, að hún héldi áfram námi þegar hann væri búinn. Nú er þessi kona búin að ljúka námi sínu, starfar fullan starfsdag utan heimilis, en heimilisstörfin biða hennar þegar hún kemur heim. Hin systirin hefur aldrei látið sér detta í hug að fara aftur I skóla. Hún er heima allan daginn, passar börnin sín og sinnir heim- ilinu. Þegar maðurinn hennar kemur heim er allt fágað og fint, og hennar starfsdegi er að mestu lokið eins og hans. Staða hvorrar systurinnar er svo betri? Að mínum dómi er staða beggja jafngóð. Þær hafa sjálfar valið sér starfsvettvang og hvorug vildi skipta við hina. Ég er ekki að segja að þetta sé neitt algilt dæmi um konur á ís- landi. Það, sem ég á við, er, að konur geta að miklu leyti ákveðið sjálfar stöðu sína nú til dags. öll- um — bæði piltum og stúlkum — gefast nú tækifæri til menntunar í samræmi við getu og hæfileika, en síðan er undir hverjum og ein- um komið hvernig hann nýtir þá möguleika. % Hver treður á hverjum? A kvennaári hefur mikið verið talað um fordóma, viðtekinn hugsunarhátt fólks hvað kyn- greiningu snertir og fleira í sama dúr. Þetta tal var reyndar allt byrjað fyrir nokkrum árum, og margt í því vakti áhuga minn í fyrstu. Nú er þetta hins vegar farið að minna á slitna grammó- fónplötu. Timarnir hér á tslandi eru breyttir. Það er langt síðan menn fóru að skilja það, að með breyttum þjóðfélagsháttum var það síður en svo sjálfsagt að stúlk- ur lærðu að lesa og skrifa, búa til mat og skúra gólf, — og þar með væru þær vel undir lífið búnar. Þetta tíkaðist lengi fram eftir, en gengur ekki lengur, enda hafa breytingarnar á þessu orðið f sam- ræmi við breyttar kröfur. Þess vegna er allt þetta tal um að kven- fólkið sé fótum troðið af karl- mönnunum svo hvimleitt orðið. Það er búið að segja allt, sem hægt er, sýnist mér. Það, sem mér hefur nú eigin- lega þótt einna fyndnast i allri kvenréttindaumræðunni er sú merka uppfinning nokkurra kvenna, að ekki megi í barnabók- um tala um kvenfólk vinnandi sérstök kvennastörf og karla í karlastörfum. Þessi hystería greip um sig hér á landi fyrir örfáum árum, en var afgreidd i sænskum blöðum, sem ég las að staðaldri hér fyrir einum 10—12 árum. Hvers vegna ætli það hafi fyrst komizt inn f barnabækur, að mömmur bökuðu kökur, sæu um þvotta og pabbar ynnu úti, smíðuðu og ynnu það, sem al- mennt hefur verið nefnt karl- mannsverk? Ætli það hafi ekki verið vegna þess, að þannig hefur það verið allt fram á þennan dag. Svo ég vfki aftur að systrunum, sem ég talaði um i upphafi, þá vill svo til, að maðurinn þeirrar, sem heima er, vill fyrir alla muni hafa konuna sína heima. Það vill svo vel til, að konan hans vill endilega nota starfskrafta sína á heimilinu eingöngu, en ég veit lika, að það getur komið að því, að hún uni þvi ekki lengur, og þá treysti ég henni fullkomlega til að ráða ráðum sínum sjálf, og jafnvel að hafa í fullu tré við eiginmanninn ef hann fer eitthvað að gera sig breiðan. Elín Magnúsdóttir." • „Alltaf á sunnudögum“ Gfsli Kristjánsson skrifar frá Isafirði: „Þáttinn hans Svavars Gests hef ég að jafnaði ekki hlýtt á, en sunnudaginn 17. ágúst s.l. hlustaði ég með opnum eyrum á samantekt hans um ljúflinginn, tónskáldið og lækninn Sigvalda Kaldalóns. Að mínu mati var þátturinn snilldarlega fram bor- inn. Það er í rauninni undrunarefni hverju ófaglærður maður í tón- mennt, eins og Kaldalóns var, fékk áorkað, — að semja hátt á fjörða hundrað sönglög i strjálum tómstundum við frumstæð skil- yrði milli áhættusamra embættis- verka. Og ekki nóg með það, held- ur lika á þann veg, að lögin skyldu ná þvílíkri útbreiðslu sem reynd hefur orðið á, allt eins hjá hinum bezt menntuðu og fræg- ustu söngvurum Islands sem og hinum er minna mega sín og hjá öllum almenningi. Gildir þá jafnt hvort um er að ræða hin allra fyrstu lög tónskáldsins eða þau, er samin voru á seinni hluta ævi þess. Mér fannst umræddur þáttur Svavars Gests um Sigvalda Kalda- lóns meira en vel þess virði, að hann yrði fluttur öðru sinni við hentugt tækifæri. Gfsli Kristjánsson." sfnu .. var hún köld og andstyggi- leg. — Hvers vegna fóruð þið að rffast? — Hún bar upp á mig að ég væri að eltast vió aðrar konur og staðhæfði að meðan ég væri opin- berlega trúlofaður henni, þágæti ég ekki leyft mér slfkt! Ég var EKKI sammála henni. Hún var sjálf köld og hryssingsleg við mig ... og mér fannst ekki saka þótt ég gamnaði mér örlftið við annað kvenfólk. Og svo jókst þetta orð af orði og hún fór ein til veizlunn- ar. Ég bjóst við að allt myndi falla f Ijúfa löð á næstu dögum, en þetta kvöld varð hún svo fyrír slysinu. — Er þetta ástæðan fyrir þvf að hún neitaði yður um að heim- sækja sig á sjúkrahúsið? — Já. — Og þér gáfust upp við svo búið? Um framtfð yðar var að tefla og samt reynduð þér ekki að neinni alvöru að sættast við hana. — Auðvitað reyndi ég það ... margsinnis ... en hún var búin að ákveða að afskrifa mig gersam- lega. — Hvernig komst ungfrú Shaw að ... Þcssum smáástarævintýr- um yðar? Ljósmyndir Mbl. ól.K.M Steinþór Marinó Gunnarsson Iistmálari við nokkur verka sinna. Hraunið dreg urhanntilsín Spjall við Steinþór M. Gunnarsson listmálara STEINÞOR M. Gunnarsson list- málari opnaði 10. sýningu sfna á málverkum og lágmyndum á Kjarvalsstöðum laugardaginn 23. ágúst. Steinþór Marinó varð nýlega fimmtugur og f stuttu spjalli við okkur kvaðst hann hafa málað sfðan hann man eftir sér. Hann kvaðst sækja fyrirmyndirnar f íslenzka nátt- úru allt frá fjöru og upp til fjalla og öræfa. „Fyrst ætlaði ég mér að verða garðyrkjumaður,” sagði hann, „en pensillinn varð yfirsterkari og vakti mér meiri áhuga. Á sýningunni núna er ég með 30 olíuvatnslitamyndir, 50 olíu- málverk og 15—20 lágmyndir. Ég sæki fyrirmyndirnar mikið í hraun eins og landið er allt, hraun og aftur hraun. Mér finnst hraun hafa svo mikinn kraft og spennu, aðdráttarafl." Steinþór Marinó er málara- meistari að atvinnu en list- málun hefur hann stundað jafnhliða sinni vinnu' og á sumrin gerir hann mikið af þvi að ferðast um og gera skissur sem hann málar síðan á vetrar- kvöldum og öðrum dögum þegar færi gefst. Á sýningu hans á Kjarvalsstöðum eru margar myndir, m.a. frá Skafta- felli og öræfum, jökulsporðar og fleira slíkt sem kallar á list- málarann. Steinþór hefur vinnustofu heima hjá sér, en þar kvaðst hann varla geta stigið niður fæti vegna þrengsla, en það horfir til bóta, því hann er að byggja yfir sig. Kjarvalsstaðasýningin verður opin daglega virka daga frá 4—22, helga daga frá 2—22 og á mánudögum er lokað, en sýn- ingin er opin frá 23. ágúst til 31. ágúst. Tækjum komið fyrir 1 nýju síldarbræðsl- unni í Neskaupstað Neskaupstað 21. ágúst HÉR er nú gffurlega mikil atvinna og mætti jafnvel Ifkja uppgripum hér við „KIondyke“. Verið er að steypa undirstöður fyrir geyma nýju sfldarverk- smiðjunnar og á næstu dögum verður hafizt handa við að reisa geymana, sem eru fyrir lýsi og hráefni. Þá eru menn byrjaðir að stilla tækjum upp f bræðsiunni og við byggingu bræðslunnar er unnið frá 7 að morgni til kl. 8 að kvöldi, alla daga vikunnar, enda er stefnt að þvf að bræðslan verði tilbúin um áramót. Samhliða þessum framkvæmd- um er verið að stækka sjúkra- húsið og búið er að reisa fyrstu tvær hæðirnar, en húsið á að ver'a fokhelt I haust. Afli trillubáta héðan hefur verið mjög góður og margir að- komubátar eru farnir að ieggja hér upp. Talið er að allt að 100 smábátar hafi verið á miðum Norðfirðinga um tfma, þegar fiskigengd var þar sem mest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.