Morgunblaðið - 26.08.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.08.1975, Blaðsíða 21
 rt\{,r rivr> ■- p,Ti OAGUT /íIOAv‘K > MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. AGÚST 1975 21 UNGMENNI FRÁ HÚSAVÍK UNNU ÞRENN VERÐLAUN Á VINABÆ JAMÓTIIÁLABORG UNGLINGAR frá Húsavfk tóku fyrir nokkru þátt f fjölmennu fþróttamóti f Alaborg sem keppnisfólk frá 16 vinabæjum Alaborgar tóku þátt f. Greiddi Húsavfkurbær mestan hluta fararkostnaðarins, en alls voru 33 manns með f förinni. Er fþróttakeppnin hófst kom fljótiega f ljós að liðin frá Húsa- vfk voru f fremstu röð og voru, er á mótið Ieið, kölluð „hin ósigrandi". Fóru leikar svo, að drengjaliðið í handknattleik vann alla sfna leiki og hlaut þvf gullverðiaunin. Húsvfsku stúlkurnar stóðu sig einnig með mikilli prýði, þær töpuðu aðeins einum leik, úrslitaleiknum um 1. og 2. sætið gegn liði Álaborgar. Einna mesta undrun vakti þó frammistaða Húsvíkinga í knatt- spyrnu þegar í ljós kom, að það voru sömu drengirnir sem léku bæði í handknattleik og kantt- spyrnu. Olli það stjórnendum mótsins nokkrum höfuðverk er sú -f.M **'V^m*% ■ ..Járö, Æ ful ™ 1 Qr flk/ iú ^ arl staða kom upp að sömu piltar áttu að leika f handknatttleik og knatt- spyrnu á sama tíma og varð fyrir vikið að breyta mótsskránni. Þrátt fyrir það að Húsvíkingarnir væru þreyttir eftir sinn fyrsta leik í handknattleik og hitinn væri yfir 30 gráður í forsælu lauk fyrsta knattspyrnuleiknum með 3:1 sigri Húsvíkinga og var lið andstæðinganna ekki fá ómerkari knattspyrnuborg en Edinborg. Komust Húsvík-ingarnir síðan í undanúrslit, en þá kom að því að þeir töpuðu. En þeir sigruðu síðan í leik um 3. sætið gegn liði frá Karlskoga i Svíþjóð 5:2. Náðu Húsvíkingarnir þar með f brons- verðlaunin í keppninni. Vinabæjamót sem þetta eru þó annað og meira en bara íþrótta- keppni. Þarna voru þátttakendur frá bæjum f Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Skotlandi, Frakklandi, V-Þýzkalandi, Póllandi, Sviss, Austurríki og Rúmeníu. Á móti þessu sköpuðust því margvísleg tengsl milli fólks af ólíku þjóð- erni, skilningur á högum og háttum annarra svo og kunnings- skapur á milli einstaklinga. Ála- borg hefur ákveðið að halda slfk mót á 4—5 ára fresti og er það von Húsvíkinga að þeir eigi áfram kost á að taka þátt i slíku móti. Með húsvísku ungmennunum í þessari ferð voru tveir þjálfarar og fararstjórarnir Guðmundur Bjarnason, forseti bæjarstjórnar á Húsavík, og Haukur Harðarson, bæjarstjóri, auk eiginkvenna þeirra. Guðni skipti um félag ætla Þmgeymgar Þó að vera áfram í 2. deild FYRIRLIÐI sveitar HSÞ, sem sig- ur bar úr býtum f 2. deild Bikar- keppni FRl, er Jón Benónýsson. Jón hefir um nokkurra ára skeið staðið í fylkingarbrjósti þing- eyskra frjálsfþróttamanna. — Satt að segja bjóst ég ekki við að sigurinn félli okkur f skaut, — sagði Jón f upphafi við- tals við Mbl. — Þó bjóst ég að sjálfsögðu við að við mundum verða fremur framarlega á mer- inni, enda allir ákveðnir f að selja sig dýrt. — I fyrsta skipti sem keppt var í 2. deild sigraði HSÞ, en viðstaðan í deildinni varð ekki nema eitt ár. Það sama var uppi á teningnum hjá HSH, en það félag sigraði í fyrra, en féll aftur niður nú fyrir skömmu. — Nei, þetta skal ekki henda aftur, það er kominn tími til að breyta út af þessari venju. Ég vonast fastlega eftir að við höfum sterkara liði á að skipa næsta ár þrátt fyrir það að við missum einn okkar allra sterkasta mann, Guðna Halldórsson, sem er að skipta yfir f eitthvert Reykja- víkurfélaganna nú á næstu dögum. Þessa von mína byggi ég á því að við eigum marga unga og efnilega frjálsfþróttamenn og konur, sem koma til með að hafa aukna reynslu á næsta ári. — Keppnin á laugardag tók nokk- uð langan tíma enda þátttöku- sveitirnar margar. — Já, þetta gekk helzt til hægt, en það er ekki við neinn að sakast, hraðar varð ekki farið. Ég held að það verði að setja keppnina á tvo daga, svo er það heldur ekki raunhæft að keppa f helmingi færri greinum í 2. deild en í þeirri fyrstu og von- andi fyrir alla aðila að þvi verði breytt.— Frjálsfþróttafólk HSÞ hefir æft nokkuð stíft i sumar bæði með tilliti til Landsmótsins svo og 2. deildarinnar. Þjálfari hefir verið Hreiðar Jónsson frá Akureyri. Að Iokum sagði Jón Benónýsson: — Næsta verkefni HSÞ er Norður- landsmót í frjálsum, sem fram fer á Blönduósi um næstu helgi og við erum staðráðnir í að bera þar sigur úr býtum svo sem hér f dag. Sigb.G. Jón Benónýsson KENNARINÝJA HEIMSMETHAFANS ISLEGGJUKASTI LEIÐBEINDI ÍSLENZKUM KÖSTURUM í HEILA VIKU Örn Eiðsson formaður Frjálsfþróttasambandsins og ÞJóðverjinn Tshiene ræða um heimsmetið f sleggjukasti og Tshiene tekur ofan fyrir nemenda sfnum og hinu glæsilega heimsmeti hans. Þýzki þjálfarinn Tshiene leiðbeinandi íslenzku frjálsíþróttafólki í viku- tfma, fyrir nokkru, einkum voru það kastararnir sem nutu kennslu hans, en einnig leit hann lítillega á keppnisfólk f öðrum grein- um og gaf góð ráð þar sem hann gat. Tshiene þessi kom nú hingað til lands í þriðja skipti, en hann er vel metinn þjálfari kastara f V-Þýzkalandi. Meðal nem- enda hans er hinn nýbak- aði heimsmethafi í sleggjukasti, Schmidt, sem fyrir nokkru þeytti sleggj- unni 79.30 metra. Hefur Tshiene leiðbeint honum í 10 ár, eða frá þvf að Schmidt var 17 ára. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi litillega við Tshiene á síð- ustu æfingar hans með islenzka frjálsíþróttafólkinu að þessu sinni. Spurðum við hann hvort hið nýja heimsmet nemanda hans hefði komið honum á óvart. — Við stefndum að þvi i ár að ná 78 metra kasti en fyrir Ölym- píuleikana í Montreal næsta sum- ar settum við markið að sjálf- sögðu hærra. Annaðhvort er ég betri kennari en ég hélt eða þá að Schmidt er enn betri nemandi en ég hafði reiknað með, sagði Tsh- iene og hló við. Um íslenzka frjálsiþróttafólkið hafði Tshiene það að segja, að fjöldinn allur af ungu og efnilegu fólki iðkaði fþróttirnar og ef sá stóri hópur fengi rétta meðhöndl- un ætti árangurinn ekki að Iáta á sér standa. — Aðstæðurnar hérna eru f rauninni ekki slæmar, sagði Tshiene, en veðrir er afleitt til að hægt sé að ætlast til þess að fólk nái góðum árangri. Ég er viss um að frjálsíþróttafólk sunnar ’f álf- unni myndi hreinlega neita að vera úti í svona veðri, sagði þýzki þjálfarinn um leið og hann hneppti betur að sér regnfrakk- anum, enda var rigning í lofti og kaldara en hann hefur vanizt f sumar. — Hreinn Halldórsson er mjög sterkur kastari og fari hann eftir nákvæmu æfingaprófgrammi fram að Ölympíuleikunum á hann að geta náð mjög góðum árangri. Ég segi ekki að hann verði Olym- píumeistari, en 20 metra kast ætti ekki að vera svo fjarlægt. Hreinn hefur krafta í kögglum, tækninni er nokkuð ábótavant, en ekki svo að með réttri leiðsögn mætti ekki laga það, sagði Tshiene. — Ég vildi gjarnan fá Hrein til mín til V-Þýkalands og sömuleiðis Óskar Jakobsson og fleiri kastari. Þar gæti ég gefið mér góðan tíma til að lagfæra það sem miður fer hjá þeim. Um Óskar hafði Tshiene það að segja að hann væri þegar orðinn mjög frambærilegur spjótkastari, en sagðist þó hafa þá trú að óskar ætti að leggja meiri áherzlu á kringlukastið. Tshiene leiðbeindi öllum beztu kösturunum á Reykjavfkursvæðinu, að Erlendi Valdimarssyni undanskildum. Það eina sem Tshiene var óá- nægður með í sambandi við dvöl- ina hér var hversu fáir þjálfarar létu sjá sig er hann var með æf- ingar. — Aðeins Guðmundur Þór- arinsson og Stefán Jóhannsson fylgdust með æfingunum og það er lítið gagn af því að ég komi hingað í viku og segi til, ef enginn er svo til að halda áfram og bæta við þar sem ég hætti, sagði Tshi- ene að lokum, en hann hélt til V-Þýzkalands á laugardaginn. Olympíumeistariim varð fimmti NÝ-SJÁLENDINGURINN Rod Dixon sigraði I 1500 metra hlaupi á frjáisíþrðttamóti sem fór nýlega fram f Helsinki, en til keppni f hlaupi var stefnt mörgum heimsfrægum hlaup- urum, auk þess sem beztu milli- vegalengdahlauparar Finna voru meðal keppenda. Tfmi Rod Dixons f hlaupinu var 3:37,8 mfn., og þótti það ekkert sérstakt. Byrjunarhraðinn f hlaupinu var hins vegar fremur lftill og er þar skýringuna á „lélegum" tfma að finna. Annar f hlaupinu varð Ástralfubúinn Ken Hall, sem hljóp á 3:38,8 mfn. og þriðji varð landi hans Graham Crouch á 3:39,2 mfn. John Ngeno frá Kenía sigraði f 5000 metra hlaupi á móti þessu á 13:31,2 mfn., en Olympfumeistarinn Lasse Viren varð að sætta sig við fimmta sæti f. hlaupinu, á 13:38,2 mfn. Viren hefur átt við þrálát meiðsli að strfða undan- farin tvö ár, en sagði eftir hlaup þetta að nú teldi hann sig vera orðinn góðan og gæti farið að búa sig undir Olympfuleik- ana f Montreal 1976 af fullum krafti. Af öðrum úrslitum Helsinki- mótsins má nefna að Klaus Wolfermann, Vestur- Þýzkalandi, sigraði f spjótkasti, kastaði 85,60 metra, Mike Boit frá Kenfa sigraði f 800 metra hlaupi á 1:45,2 mín.; Willi Maier, Vestur-Þýzkalandi, sigr- aði f 3000 metra hindrunar- hlaupi á 8:30,8 mfn.; Irena Szewinska, Póllandi, sigraði f 400 metra hlaupi kvenna á 51,1 sek., eftir harða keppni við finnsku stúlkuna Riitu Salin sem hljóp á 51,3 sek. og Ricky Bruch, Svíþjóð, sigraði f kringlukasti, kastaði 66,12 metra, en f öðru sæti varð Penttí Kahma frá Finnlandi sem kastaði 65,42 metra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.