Morgunblaðið - 27.08.1975, Page 2

Morgunblaðið - 27.08.1975, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1975 Drápu laxinn með dínamíti 4 piltar viðurkenna verknaðinn Nýr doktor í stœrðfrœði Dr. Kristfn Halla Jónsdóttir. NÝLEGA lauk Kristfn Halla Jónsdóttir stærð- fræðingur doktorsprðfi f hreinni stærðfræði við háskólann í Houston f Texas f Bandaríkjunum. Bar doktorsritgerðin heitið „Holoidal Com- pactifications of Uni- quely Divisible Semi- grups“. Dr. Kristín Halla Jónsdóttir er 31 árs gömul, fædd í Reykjavik 22. nóvember 1943, dóttir Jóns N. Jóhannssonar og Vilborgar G. Guðjónsdóttur. Hún Iauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum f Reykjavík 1963 en gerði þá um hrið hlé á námi. Síðan hóf hún nám i Háskóla Islands og lauk þar BA-prófi í stærðfræði og eðlisfræði 1971 og hefur siðan lagt stund á stærðfræði við háskólann í Houston. Kristín Halla Jónsdóttir er gift Sigurði B. Þorsteinssyni lækni og eiga þau tvær dætur. Nessókn: „Dreifibréfið sóknar- nefnd óviðkomandi” LÖGREGLAN á Blönduósi handtók í gærmorgun 4 pilta vegna gruns um að þeir hefðu sprengt dfnamft í hyl í Ytri-Laxá í Austur- Húnavatnssýslu. 1 yfir- heyrslum síðdegis f gær viðukenndu piltarnir svo verknaðinn, en þeir munu hafa haft 4 laxa upp úr krafsinu. Upphaf rannsóknarinnar var það, að á sunnudaginn fannst dauður lax í ánni og mátti af útliti hans greina að hann hefði verið deyddur með sprengju. Beindist grunur að umræddum piltum. Við yfirheyrslur hjá Karli Helgasyni fulltrúa kváðust þeir hafa komið að hyl í ánni um miðjan dag á föstudaginn og sprengt þar tvær dínamitshvellhettur. Stoppuðu þeir stutt við ána og hirtu þá fiska sem upp flutu, en þeir reyndust Guðmundur á jafna biðskák London 26. ágúst — einkaskeyti til Morgunblaðsins frá AP. EFTIR fimm klukkustunda bar- áttu fór skák Guðmundar Sigur- jónssonar gegn Bretanum Jeff Horner í bið. Er skákin tefld f 9. umferð alþjóðaskákmótsins I London. Það var eftir 41 leik, sem skákin fór f bið, en staðan er álitin jöfn. Bezta skákin í 9. umferð var skák þeirra Jan Timntans frá Hol- landi gegn Andras Adorjan frá Ungverjalandi, sem er í efsta sæti. Timman bar sigur úr býtum. Skák Englendingsins Tony Miles og ungverska stórmeistarans Gy- ula Sax fór f bið og hefur Miles betri stöðu. Stefnir hann nú að þvi að ná stórmeistaratitli, fyrstur Breta, en til þess þarf hann sjö vinninga. Nái hann þeim titli bfða hans meðal annars háar f járhæðir frá brezka fjármálamanninum Jim Slater, sem hann hefur heitið þeim Breta, sem fyrstur nær stór- meistaratign. Staðan eftir níu umferðir er þessi: 1—2. Adorjan og Timman 5,5 vinninga. 3. Miles 5 vinninga 4.—5. Sax og John Nunn, Eng- landi, 4,5 vinninga. Guðmundur er í 10 sæti með 2,5 vinninga. Sigurður Ingason framkv.stjóri BÚH? UTGERÐARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur undanfarið fjallað um eftir- mann Einar's Sveinssonar í stöðu framvkæmdastjóra Bæjarútgerð ar Hafnarfjarðar. Morgunblaðið hefur frétt, að ráðið hafi einróma mælt með Sigurði Ingasyni skrif- stofustjóra fyrirtækisins. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og hefur starfað sem skrifstofustjóri BÚH um rúmlega eins árs skeið. Bæjarráð og bæjarstjórn munu á næstu dögum fjalla um ráðningu framkvæmdastjórans. SEXMANNANEFNDIN svokall- aða hefur að undanförnu unnið að útreikningum á nýju verði á landbúnaðarvörum sem sam- kvæmt venju hafa tekið gildi f september. Guðmundur Sigþórs- son ritari nefndarinnar tjáði Mbl. í gær, að útreikningarnir yrðu væntanlega tilbúnir í vikulokin og yrðu þeir síðan lagðir fyrir ríkisstjórnina. Það yrði svo henn- ar ákvörðun hvenær hið nýja verð vera fjórir. Höfðu piltarnir sig á brott hið skjótasta með fenginn. Lítið mun hafa verið af laxi í hylnum þegar þeir frömdu verknaðinn, en hylur þessi er neð- an við laxastiga sem gerður var í ána nýlega. Piltunum var sleppt að lokinni yfirheyrslu í gær. r Avísanafals- ari gripinn LÖGREGLUMENN frá miðbæjar- stöðinni handtóku f gærkvöldi at- hafnasaman ávfsanafalsara. Hafði hann sfðdegis f gær stolið vcski og ávfsanahefti frá stúlku sem vinnur á skrifstofu í miðbæn- um og þegar hann náðist vantaði f heftið 10 ávísanaeyðublöð en tvö var maðurinn búinn að fylla út cn ekki búinn að selja, aðra að upp- hæð 7 þúsund og hina að upphæð 12 þúsund. Má af þessu ætla að maðurinn hafi falsað fyrir eitt- hvað á annað hundrað þúsund þessa dagstund f gær. Stúlkan sem átti heftið var ckki farin að sakna þess þegar lögreglan hringdi til hennar f gærkvöldi, og fékk hún þvf fréttirnar frá lög- rcglunni, sem þarna var heldur betur snör f snúningum. Maður þessi hefur áður verið tekinn fyrir svipuð afbrot. Grundartangi: Fundur á morgun? EKKERT nýtt var að frétta af samningaviðræðum á Grundar- tanga þegar Mbl. hafði samband við Skúla Þórðarson formann Verkalýðsfélag Akraness í gær- dag. Sagði Skúli að fundur yrði hugsanlega haldinn í dag, mið- vikudag. Tónlist Leifs flutt annað kvöld A FIMMTUDAGSKVÖLD 28. ágúst kl. 21 verða haldnir tónleik- ar í Félagsheimili stúdenta við Hringbraut á vegum Háskóla Is- lands. Þar verða eingöngu flutt verk eftir Leif Þórarinsson tón- skáld og stjórnar hann sjálfur flutningi þeirra. Hafa langfæst þessara verka verið flutt opinber- lega á Islandi áður. Fjögur þeirra eru samin á þessu ári. Meðal þeirra er Faðir vor við kvæði séra Hallgríms Péturssonar og Angelus Domini við kvæði eftir Halldór Laxness. Ruth Little Magnússon syngur og félagar úr Kammersveit Reykjavíkur leika. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. tekur gildi. Venjan hefur verið sú, að nýtt verð á mjólk og mjólkurvörum hefur tekið gildi í byrjun sept- ember, en nýtt vérð á dilkakjöti og kjötvörum um miðjan sept- ember, þegar nýtt kjöt kemur á markaðinn. Þá hefur nýtt verð á kartöflum einnig tekið gildi um miðjan september enda þótt nýjar kartöflur hafi þá venjulega verið á markaðnum um nokkurn tíma. MORGUNBLAÐIÐ skýrði I gær frá dreifibréfi sem 12 fbúar f Nes- sókn sendu f hús I sókninni vegna fyrirhugaðra prestkosninga þar, en f bréfinu lýsa þeir yfir stuðn- ingi við sr. örn Friðriksson „sem boðbera hins frjálslynda kristin- dóms“, eins og komizt er að orði f bréfinu. Þá var f gær birt umsögn mótframbjóðanda sr. Arnar, sr. Guðmundar Óskars Ólafssonar, enn ekki náðist f sr. örn f fyrra- kvöld til að fá hans umsögn. Hins vegar náðist f sr. örn f gær og fara ummæli hans um bréf- ið og efni þess hér á eftir. Enn- fremur ræddi Mbl. f gærkvöldi við Þórð Ágúst Þórðarson for- mann sóknarnefndar Nessóknar, en nefndin hélt fund f gærkvöldi þar sem dreifibréfið var til um- ræðu. Las Þórður upp eftirfar- andi bókun sem nefndin gerði f gær: „Sóknarnefnd Nessóknar er sammála um, að áminnzt dreifi- bréf sé henni óviðkomandi." Að öðru leyti vildi Þórður ekkert tjá sig um málið. Svör sr. Arnar Friðrikssonar um dreifibréfið og efni þess fara hér á eftir: „Tekið er fram í bréfinu að ég sé frjálslyndur, og ég vona að það sé satt. En þá vaknar auðvitað sú spurning hvort ekki séu fleiri frjálslyndir.“ — Nú er gefið í skyn I dreifi- bréfinu að kosningarnar muni snúast um tvær trúarstefnur ekki síður en um tvo frambjóðendur. Hvert er þitt álit? „Þetta er ákaflega erfið spurn- ing. Þessar prestskosningar eru þegar búnar að tengja okkur sr. Guðmund Óskar vináttuböndum. Við höfum náið samband okkar á milli og mér virðist hann alger- lega öfgalaus maður og einstak- lega geðfelldur. Við erum sam- mála um að reyna að heyja þessa Litlar líkur á sumarslátrun EINN aðili hefur sótt um leyfi til sumarslátrunar, að þvf er Gunn- laugur Lárusson hjá Framleiðslu- ráði landbúnaðarins tjáði Mbl. f gær. Sagði Gunnlaugur að afstaða yrði tekin f málinu f dag og benti allt til þess að leyfi til sumarslátr- unar yrði ekki veitt f ár. Ástæðuna kvað Gunnlaugur vera þá, að nægar birgðir væru af kindakjöti í landinu og myndu þær fyllilega nægja þar til nýtt kjöt af haustslátruðu kemur á markað. Um síðustu mánaðamót voru til 1238 Iestir af dilkakjöti í landinu, en það er 497 lestum meira en á sama tíma f fyrra, og 433 lestir voru til af kjöti af full- orðnu, eða 120 lestuni meira en í fyrra. kosningabaráttu á þann hátt, að við getum verið vinir framvegis. Mjög óæskilegt kosningafyrir- komulag veldur því, að viss bar- átta er óhjákvæmileg, ef menn vilja fá prestsembætti f Reykja- vík. En fáir munu skilja hvílík raun það er t.d. fyrir prest utan af landi að verða að fara frá heimili sínu og skyldustörfum jafnvél mánuðum saman, stofna til kostn- aðar, sem þeim er hulin ráðgáta, hvernig þeir eiga að fara að greiða og leggja á vini sfna enda- lausa vinnu og fyrirhöfn — allt f mjög svo tvísýnni von um að ná kosningu. 1 LJÓS hefur komið, að nýtt stál- þil, sem rekið var niður í Ólafs- fjarðarhöfn f fyrrasumar, er ónot- hæft vegna skemmda, að þvl er greint er frá í Vikublaðinu, sem gefið er út á Ólafsfirði. Segir þar, að rífur hafi komið í stálþilið f vesturkvf hafnarinnar og jarðveg- urinn runnið í gegnum þær. Þetta kom í Ijós er dýpkunar- skipið Hákur var að dæla sandi úr höfninni á Ólafsfirði f sumar, því að þá fór að síga úr uppfylling- unni við stálþilið. Hafa nú mynd- azt stórar dældir í uppfyllinguna. Flugfreyjudeilan SlÐDEGIS f gær var þingfest í Félagsdómi deilumál Flugleiða hf. og Flugfreyjufélags Islands um túlkun á kjarasamningi. Aðil- ar málsins lögðu fram gögn og sfðan var lögmanni Flugfreyju- félagsins veittur tveggja vikna frestur til að semja greinargerð. 1 Félagsdómi við afgreiðslu þessa máls, eiga sæti Guðmundur Ég er ákaflega þakklátur öllum þeim, sem sýnt hafa mér velvild og hjálp I þessu máli, og svipað mun mótframbjóðandi .minn ör- ugglega líka segja fyrir sitt leyti. En við erum hjartanlega sammála um það, að þakklátastir verðum við, ef hægt verður að reka hina óhjákvæmilegu kosningabaráttu á þann hátt, að allir geti að kosn- ingum loknum fellt sig við þann prest, sem kjörinn verður. Aðal- tilgangur okkar er sem sé ekki sá að vinna kosningar heldur að fá að starfa sem kristnir prestar hjá kristnum söfnuði." Alls eru rifurnar sex talsins. Kafari kannaði skemmdirnar og hefur skýrsla um málið verið send Vita- og hafnamálaskrifstof- unni, en er Mbl. leitaði upplýs- inga þar í gær, var engar frekari fregnir að fá af málinu í bili. Hefur ekki verið tekin ákvörðun um viðgerð á þessum skemmdum. I Vikublaðinu, sem gefið er út-af 13 ára pilti á Ólafsfirði, Helga Jónssyni, er sagt, að nokkrar trillur hafi legið við þennan við- legukant, en um aðra aðstöðu þar hafi ekki verið að ræða. þingfest í gær Jónsson borgardómari, sem er dómsforseti, Bjarni Kr. Bjarna- son borgardómari, Sigurður Lin- dal prófessor, Guðmundur Vignir Jósefsson gjaldheimtustjóri og Árni Guðjónsson hrl. Lögmaður Flugleiða hf. er Einar Arnason og lögmaður Flugfreyjufélagsins er Ragnar Aðalsteinsson. Ljósmynd Sv. Þorm. AREKSTUR — Harður árekstur varð milli tveggja fólksbíla á mótum Grensásvegar og Bústaðavegar síðdegis í gær. Litil meiðsli urðu á fólki í þessum árekstri, en tjón á bílum var töluvert eins og myndin sýnir. Nýtt verð á landbúnað- arvörum brátt tilbúið Skemmdir á stálþili í Ólafsfjarðarhöfn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.