Morgunblaðið - 27.08.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.08.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. AGUST 1975 3 Fastafloti NATO er mikilvæg trygging fyrir frjálsum siglingum HEIMSÓKN fastaflota Atlants- hafsbandalagsins til Reykjavfkur lýkur f dag og halda skipin sex héðan áleiðis til Bergen f Noregi. Eins og áður hefur verið frá skýrt f Morgunblaðinu var fastaflot- anum komið á fót árið 1968, en fram að þeim tíma höfðu flotaæf- ingar skipa aðildarrfkja banda- lagsins farið fram án þess að eiginlegur NATO-floti væri starf- andi. Að jafnaði mynda 4—9 skip flotann hverju sinni frá aðildar- rfkjunum 15 og f heimsókninni nú eru skip frá Kanada, Banda- ríkjunum, Hollandi, Bretlandi, Portúgal og V-Þýzkalandi. Alls eru um 2000 manns á þessum sex skipum. Flaggskip flotans er bandarfska eldflaugnafreigátan Macdonough, en yfirmaður flot- ans er Arie C.A.Sigmond og hefur hann aðsetur um borð f flaggskip- inu. Sigmond hélt í gær blaða- mannafund um borð í kanadíska tundurspillinum Iroquois, sem liggur ásamt hollenzku freigát- unni Evertsen I Sundahöfn, en flaggskipið er það stórt að það komst ekki að bryggju og liggur bví á ýtrihöfninni ásamt hinum skipunum þremur. Sigmond flotaforingi tjáði fréttamönnum, að fastaflotinn væri á sjó nær allan ársins hring, en skipt væri um skip í honum á 3—7 mánaða fresti. Um 4 mánuði ársins er flotinn við æfingar og eftirlitsstörf á hafinu undan Bandaríkjunum og Kanada, en hina mánuðina Evrópumegin. USS Macdonough flagg- skip fastaflota NATO Sigmond flotaforingi á blaðamannafundinum Sagt frá blaðamannafundi með Sigmond flotaforingja Meginhluta ársins er flotinn við æfingar á N-Atlantshafi Hlutverk hans er fjórþætt, að taka þátt I almennum flotaæfing- um, að taka þátt í flotaæfingum einstakra aðildarþjóða, að tryggja að Atlantshafsbandalagið hafi alltaf yfir að ráða virkum og þrautþjálfuðum flota sem hægt er að kalla á vettvang hvenær sem er með litlum fyrirvara, og jafn- framt að vera kjarni, sem hægt er að mynda stærri og öflugri flota utan um. Þá er hann tákn ein- ingar Atlafttshafsbandalagsins, þar sem fánar margra þjóða blakta við hún á skipum þeim, sem mynda flotann hverju sinni. Einnig kemur flotinn í tíðar heim- sóknir til aðildarríkjanna, þar sem almenningi er boðið að skoða skipin og skiptast á skoðunum og upplýsingum við skipsmenn. I æfingum fastaflotans er höfuðáherzla lögð á kafbátahern- að, varnir gegn lofthernaði og fylgd með skipalestum. Eru öll skipin búin geysiöflugum berg- málstækjum til kafbátaleitar. Þá eru mörg búin eldflaugum, tundurskeytum og vopnuðum langdrægum þyrlum. Eftirlits- svæði flotans nær yfir 12 milljón fer sjómílur N-Atlantshafsins, þar sem allar helztu siglingaleiðir hins vestræna heims liggja um og er áætlað að um 3000 skip séu á hverjum degi á þessum siglinga- leiðum. Um 2/3 hlutar kaupskipa- flota heims eru I eigu NATO- ríkjanna og þvf lífsnauðsyn fyrir þau að tryggja frjálsar siglingar á þessum leiðum allt árið. Nálægð fastaflotans er mikilvægur þáttur í að veita slíkt öryggi, en Sovétrík- in hafa einmitt með hliðsjón af mikilvægi Atlantshafsins fyrir NATO-þjóðirnar lagt mikla áherzlu á flotauppbyggingu sína og æ fleiri sovézk skip sjást nú með hverju árinu á N-Atlantshafi og gifurlega umfangsmiklar flota- æfingar gerast tíðari. Er skemmst að minnast æfinganna í april sl., sem voru hinar mestu í sögunni. Sigmond flotaforingi sagði 'fréttamönnum, að við upphaf þessara flotaæfinga hefði fasta- flotinn þegar í stað verið sendur á vettvang og hefði hann verið á staðnum, unz æfingunum lauk. Skipin 6, sem heimsóttu Island, eru 2000—6000 lestir að stærð og ganghraði þeirra um 25—30 sjómílur á klst. Sem fyrr segir eru um 2000 manns i áhöfnum skip- anna og fóru þeir í ýmsar skoðunarferðir í nágrenni Reykjavíkur, heimsóttu m.a. Keflavíkurflugvöll og skoðuðu sig um í Reykjavík. Þriðji áfangi Viðistaða- skóla í notkun í haust 1 HAUST hefst kennsla i þriðja áfanga Viðistaðaskóla f Hafnar- firðt. I upphafi þessa árs var bygging þessa áfanga boðin út, en þá var búið að steypa upp kjall- ara, sökkla og hluta af gólfplötu. Framkvæmdir hófust sfðan f byrjun febrúar og hafa gengið mjög vel og eru nú þremur vikum á undan áætlun. Helgi Jónasson fræðslustjóri f Hafnarfirði sagði, að þarn’a ætti að fara fram kennsla yngri deilda grunnskóla eða upp að 10 ára aldri. Kennslurými er allt á einni hæð, en í kjallara eru geymslur o.fl. I þessu húsnæði verða 7 kennslustofur auk kennslusals. Kennslurýminu er þannig komið fyrir að allir veggir eru festir neðan á loftklæðningu og ofan á teppi, sem lögð eru á gólf hússins, en með þessu móti er hægt að færa til einstaka veggi og breyta stærð eininga. Með þessu móti er hvort sem vill hægt að koma fyrir venjulegri bekkjarkennslu eða kennslu i opnu kerfi, sem svo er nefnd. Fræðslustjóri sagði, að fyrst f stað yrði kennsla með hefð- bundnum hætti. Arkitektar þessa áfanga eru þeir Þorvaldur Kristmundsson og Magnús Guðmundsson, en verk- taki er Hamarinn hf. í Hafnar- firði. Frá árinu 1968 hefur verið byg&ð 71 kennslustofa f Hafnar- firði og lætur nærri að það jafn- gildi heilum skóla á ári. Nú er í teikningu íþróttahús við Víði- staðaskólann og verið er að ljúka frágandi á nýrri byggingu við Flensborgarskólann. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og blaðamenn skoða framkvæmdir við þriðja áfanga Vfðistaðaskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.