Morgunblaðið - 27.08.1975, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1975,
7
I------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------1
I Batamerki í
I gjaldeyrismálum
Olafur Jóhannesson,
■ viðskiptaráðherra. sagSi
nýlega I blaðaviðtali, að
um augljós batamerki
• væri að ræða I gjaldeyris-
1 málum þjóðarinnar. Þró-
unin væri mun hagstæð-
■ ari nu en á sama tíma fyrir
• ári. Hinsvegar væri um st-
| felldan barning að ræða t
■ þessu efni og erfitt að
' segja fyrir um framvindu
[ mála. Astæða væri þó til
■ að vona, að gjaldeyrisbat-
I inn héldi áfram, ef miðað
I væri við fyrirliggjandi
• tölulegar staðreyndir.
I Þannig hefðu gjaldeyris-
I kaup umfram gjaldeyris-
- sölu verið umtalsverð á
I fyrri helmingi þessa mán-
I aðar eða 182.6 m.kr. hinn
15. ágúst sl.
J Ráðherrann sagði m.a.
I að „á ttmabilinu
aprtl—júní í ár hefðu
| gjaldeyriskaupin verið
I 7,3% meiri en gjaldeyris-
I__________________________
salan. Ef litið æri á sex
fyrstu mánuði þessa árs,
kæmi í Ijós, að gjaldeyris-
kaupin væru 4% meiri t
krónum en á sömu mán-
uðum t 1974. Gjaldeyris-
salan var á sama tlma
8,9% minni en á sömu
mánuðum fyrra árs. Ef
janúar er undanskilinn, er
gjaldeyrissalan 15%
minni."
Óhagstæður vi&
skiptajöfnuður
I máli ráðherra kom
fram, að viðskiptajöfn-
uður fyrstu 6 mánuði
þessa árs hefði verið
óhagstæður um þrettán
og hálfan milljarð á móti
sjö og hálfum milljarði
króna á sama tlma í fyrra.
Ef tölur um útflutning og
innflutning t janúar—júnt
1974 væru hinsvegar
færðar til núverandi
gengis, yrði viðskiptajöfn-
uður það tímabil óhag-
stæður um 11,183,2
m.kr. Ef útflutningur á áli
og innflutningur til álfé-
lagsins er dreginn frá
heildartölum, var vöru-
skiptajöfnuður óhagstæð-
ur um 12.827,1 m.kr. t
janúar—júlt 1974, reikn-
að með núverandi gengi,
á móti 11.406.1 m.kr. á
sama tíma t ár.
Ráðherrann sagði að
greiðslufrestur á innflutt-
um vörum 1. júlt sl. hefði
verið 6.3 m.kr. en 7.6
m.kr. á sama tima í fyrra,
miðað við núverandi
gengi.
Um útflutningsbirgðir
sagði ráðherrann m.a.:
Verðmæti þeirra vóru
7.843.1 m.kr. t lok júnt
1975 en 8.391,7 m.kr. á
sarha ttma í fyrra (um-
reiknað á núverandi
gengi). Birgðir af freðfiski
á Bandartkjamarkað vóru
14.641 tonn og að verð-
mæti 3.194,1 m.kr.
(3.266,3 m.kr. á sama
ttma l fyrra). Freðfisk-
birgðir fyrir aðra markaði
5.687 tonn að verðmæti
643.1 m.kr. (394.6 m.kr.
t fyrra).
Birgðir af saltfiski vóru
9.900 tonn að verðmæti
l. 944,0 m.kr. (2.721,8
m. kr. í fyrra). Skreið 900
tonn að verðmæti 324.0
m.kr. (377.5 m.kr. t
fyrra). Loðnumjöl 14.000
tonn að verðmæti 477
m.kr. (880 m.kr. t fyrra).
Hvalafurðir, verðmæti 84
m.kr. (139 m.kr. í fyrra).
Birgðir af rækju 520 tonn
að verðmæti 286 m.kr. á
móti 37 tonnum að verð-
mæti 45 m.kr. t fyrra.
Að lokum sagði við-
skiptaráðherra að gjald-
eyrisforðinn, þ.e. sá er-
lendi gjaldeyrir, sem til
ráðstöfunar er, um mitt
þetta ár, væri 6581 m.kr.,
en hann segði t raun til
um sjóðastöðu þjóðarbús-
ins.
Óeðlileg
samkeppni
Blaðið Ttminn fjallar ný- ■
verið um sjónvarpsauglýs- >
ingar og segir þá orðrétt:
„Nokkrar umræður ■
hafa átt sér stað að ■
undanfornu um erfiðleika I
blaðanna og þá óeðlilegu •
samkeppni, sem sjónvarp- I
ið veitir þeim I auglýs- I
ingaöflun. Einhvern tíma ,
munu hafa verið settar á- ■
kveðnar reglur um auglýs- I
ingamagn t sjónvarpinu, .
en á liðnum árum hafa I
þær reglur verið þver- I
brotnar án þess að
nokkuð hafi verið að gert. I
Það er vissulega alvarlegt I
mál, að rtkisstofnun skuli {
leyfa sér að virða á þenn- I
an hátt að vettugi reglur, I
sem settar voru t ákveðn- .
um tilgangi. I
Auglýsingatekjur blað- I
anna eru ein meginfor-
senda þess, að unnt sé að I
halda þeim úti. Þessar I
tekjur hafa minnkað hlut-
fallslega á undanförnum |
árum, aðallega vegna I
samkeppninnar við sjón-
varpið sem ekki einungis |
leyfir sér að hafa ótak- I
markað rúm fyrir auglýs- :
ingar, heldur býður aug- |
lýsendum tiltölulega lágt I
auglýsingaverð. Hér er :
um óeðlilegan sam- |
keppnisgrundvöll að I
ræða, sem er engum til J
góðs, þegar til lengdar |
lætur." |
-----------------------1
spurt &
1 \
Hringið í síma 10100
milli kl. 10.30 og 11.30
frá mánudegi til
föstudags og spyrjið um
Lesendaþjónustu Morg-
unblaðsins.
_____________
DRYKKURINN
TAB
Lilja Leifsdóttir, Reynimel
34, Reykjavfk, spyr:
„I Bandaríkjunum er á
markaðnum sykurlaus drykk-
ur, sem nefnist Tab. Þessi
drykkur er framleiddur hjá
Coca-Cola fyrjrtækinu, og mig
langar til að spyrja umboðs-
aðila þeirra hér á landi, hvers
vegna þessi drykkur er ekki
seldur hér?“
Pétur Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Coea-Cola verk-
smiðjunnar, svarar:
„Það var augnabliksákvörð-
un, sem varð þess valdandi, að
drykkurinn Tab er ekki seldur
hér á landi. Þaðvarfyrir nokkr-
um árum að við hér hjá Coca-
Cola ætluðum að hefja fram-
leiðslu sykurlauss drykkjar og
var ætlunin að það yrði Tab. A
síðustu stundu kom á markað-
inn hjá Coca-Cola I Banda-
ríkjunum nýr sykurlaus
drykkur, Freska, og náði hann
strax miklum vinsældum. Því
ákváðum við að taka frekar
Freska en Tab. Um það hvort
við tökum upp framleiðslu á
Tab get ég ekki sagt en annars
eru sykurlausir drykkir I sókn
á heimsmarkaðnum m.a. vegna
hækkaðs sykurverðs."
Kvikmyndagagnrýni
dagblaðanna
Brynjólfur Karlsson, Háaleit
isbraut 20, Reykjavfk spyr:
„Eftir hverju fara kvik-
myndagagnrýnendur dagblað-
anna, þegar þeir dæma myndir.
Dæma þeir þær frá sínu eigin
sjónarhorni eða frá tæknilegri
hlið þeirra?“
Sigurður Sverrir Pálsson,
Morgunblaðinu, svarar:
„Gagnrýnandi hlýtur alltaf
að fara eftir sinum eigin sjónar-
miðUm við dóma sfna. Heildar-
áhrif myndarinnar, efni og
samsetning auk tæknilegrar
hliðar hennar eru þeir
þættir, sem mestu máli
skipta við dóma. Eftir
að gagnrýnandi hefur horft
á mynd ber hann viðkom-
andi mynd saman við aðrar
myndir um svipað efni en í
skrifum mínum hef ég reynt að
vera frekar upplýsandi t.d. um
tæknilegar nýjungar fyrir les-
endur heldur en að ég sé að
setja fram mitt eigið álit.“
Þorsteinn Jónsson, Þjóðvilj-
anum, svarar:
„Ég forðast að dæma myndir
frá mfnu sjónarhorni og leitast
við að dæma þær hlutlægt,
tæknilega, innihaldslega og
fagurfræðilega. Ég lít ekki á
mig fyrst og fremst sem gagn-
rýnanda heldur reyni ég að
upplýsa um einstakar kvik-
myndir og kvikmyndir al-
mennt.“
Jón Björgvinsson, Vfsi, svar-
ar:
„Ég held, að þeir sem mikið
horfa á kvikmyndir, hvort sem
það eru gagnrýnendur eða aðr-
ir komist fljótt að þvf hvað skil-
ur hismið frá kjarnanum.
Frumleiki í myndbyggingu og
efnivið, fagleg vinnubrögð og
þýður leikur eru meðal þeirra
þátta, sem auka möguleika á
stjörnum. Ahrif myndarinnar í
heild eru einnig þung á metun-
um. Mat á kvikmyndum verður
að nokkru leyti að fara eftir
sjónarmiðum gagnrýnenda og
þá hefur það jafnframt mikið
að segja við umsögn um mynd-
ir, hvort leikstjórinn nær tök-
um á því efni, sem hann velur
sér, þannig á t.d. leiksjóri, sem
velur sér einfaldan efnivið og
kemur honum vel til skila meiri
möguleika á góðri umsögn en
sá, sem velur sér erfitt verkefni
ofar getu sinni. Frá mfnu sjón-
armiði er því engin tegund
kvikmynda fyrirfram útilokuð
frá að hljóta góða dóma.“
ÞORSTEINN JÓNSSON:
myndakompa
ÚTSALA
á kvenskóm
hefst á morgun
SKÓSEL,
Laugavegi 60
Nýkomið
Regnúlpur nr. 36 — 56 kr. 1785.00. —
2139.00.
Denimbuxur útvíðar kr. 1868.00
Rifl. flauelsbuxur kr. 231 5.00
Skyrtur, köflóttar kr. 1295.00
Fyrirliggjandi karlamannaföt kr. 9080.00
Terylenebuxur, nærföt, frakkar kr. 3550.00
lítil og meðalnúmer, nylonúlpur o.fl. ódýrt.
Opið til kl. 22 föstudaga og 1 2 laugardaga.
Andrés Skólavörðustíg 22.
Þjálfun hefst 1. september fyrir
Mólk á öllum aldri.
Léttar yogaæfingar, öndunar-
þjálfun og slökun, saunaböð,
Ijósaböð. Innritun hafin í síma
27710 frá kl. 1—6.
Yogasöðin
Heilsubót,
Hátúni 6 a.
Seljumídag:
1974 Scout II V8 sjálfskiptur með vökvastýri
1974 Chevrolet Pick up með framdrifi
1974 Vauxhall Viva de Luxe
1974 Chevrolet Vega
1974 Scout II 6 cyl. beinskiptur með vökvastýri
1974 Buick Apollo
1974 Volvo 144 de Luxe
1974 Volkswagen 1200
1974 Volkswagen 1303
1974 Ford Escort 4ra dyra
1974 Saab 96 KM 12000
1973 Chevrolet Malibu
1973 Buick Century
1973 Saab 99
1973 Fiat 125 station
1973 Toyota Crown 4 cyl.
1973 Landrover diesel
1973 Volvo 144 Grand Luxe sjálfskiptur
1973 Mazda 616
1972 Vauxhall Viva station
1972 Chevrolet Chevelle sjálfskiptur með vökvastýri
1972 Opel Rekord II
1972 Toyota Celika ST
1971 Opel Rekord 4ra dyra
1969 Opel Commador Coupé
Samband
Véladeild
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENU