Morgunblaðið - 27.08.1975, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.08.1975, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGUST 1975 Útgefandi Framkvaamdastjóri Ritstjórar Ritstjómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundssón. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6, slmi 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800.00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 40,00 kr. eintakið Flotadeild Nató í heimsókn Ifyrradag kom fasta- floti Atlantshafsbanda- lagsins í opinbera heim- sókn til Islands og er hér um að ræða sex herskip, frá Kanada, Bandaríkjun- um, Hollandi, Portúgal, Vestur-Þýzkalandi og Bret- landi. Fastaflota þessum var komið á fót á árinu 1968, en þangað til hafði ekki verið um að ræða sam- eiginlegan flota Atlants- hafsbandalagsins. Verk- efni fastaflotans er annars vegar, að tiltæk sé flota- deild undir sameiginlegri stjórn Atlantshafsbanda- lagsins, ef á þarf að halda og einnig að tækifæri gef- ist til að þjálfa saman flota aðildarríkjanna. Þessi flotadeild Atlants- hafsbandalagsins er vel- komin hingað til Islands. Hún minnir okkur á það gagnmerka samstarf, sem nú hefur staðið innan At- lantshafsbandalagsins hátt á þriðja áratug og við Is- lendingar höfum verið aðil- ar að frá upphafi. Þetta varnarsamstarf frjálsra þjóða í vesturálfu hófst af brýnni nauðsyn eftir að hvert ríkið á fætur öðru hafði fallið undir járnhæl kommúnismans í Austur- Evrópu og ríkjum Vestur- Evrópu stóð ógn af hinu nýja herveldi í austri. Frá því að Atlantshafsbanda- lagið var stofnað á árinu 1949, hefur ekki þumlung- ur lands í Vestur-Evrópu fallið undir yfirráð Sovét- ríkjanna eða leppríkja þeirra. Þessi staðreynd er til marks um, hve starf- semi Atlantshafsbanda- lagsins hefur verið árang- ursrík. Á síðustu árum hefur at- hygli manna beinzt í vax- andi mæli að flotaveldi Sovétrikjanna og umsvif- um þess á öllum heimshöf- um og höfum við íslending- ar að sjálfsögðu fyrst og fremst tekið eftir flotaum- svifum Sovétríkjanna á Norður-Atlantshafi. Hér er um að ræða alveg nýjan þátt í öryggismálum okkar heimshluta, sem ekki var til staðar, þegar Atlants- hafsbandalagið var stofn- að, en sannleikurinn er sá, að með tilkomu sovézka flotans á Norður- Atlantshafi sem hefur stöð- ugt aukið umsvif sín á haf- svæðinu í kring um ísland, hefur aðild okkar á At- lantshafsbandalaginu feng- ið alveg nýja þýðingu^mik- ilvægi þess er í raun og veru margfalt á við það sem var, þegar við upphaf- lega gerðumst alilar að bandalaginu. Við getum sett okkur í þau spor, að við værum hér ein og óvar- in norður í Atlantshafi og hefðum engan þátt tekið f varnarsamstarfi frjálsra þjóða, þannig að þær ættu engum skyldum að að gegna við okkur, og að við slíkar aðstæður færu um- svif sovézks flota stórvax- andi í námunda við Island. Öllum má Ijóst vera, að ef þannig væri málum komió, mundi ísland smátt og smátt komast undir áhrifa- vald Sovétríkjanna. En til- vist Atlantshafsbandalags- ins og aðild okkar að því skapar það mótvægi, sem dugar til þess, að við getum lifað sem frjáls þjóð í frjálsu landi. En til þess að þetta mót- vægi hafi einhverja þýð- ingu, þarf Atlantshafs- bandalagið að hafa afl til að standa við orð sín og skuldbindingar. Það er hluti af þessu afli sem við höfum séð í Hvalfirði og á ytri höfninni í Reykjavík síðustu daga. Þessi sex her- skip eru í hópi þeirra her- deilda sem í raun og veru tryggja öryggi Islands og frelsi. Þessa mættum við gjarnan minnast í tilefni þessarar heimsóknar. Því er stundum haldið fram á Vesturlöndum, að of miklu fjármagni sé varið til varnarmála og ástæða sé til að draga úr því og leggja það fé til þarfari málefna. Þetta sjónarmið er skiljan- legt. En jafnvel þótt frels- isunnandi þjóðir á Vestur- löndum vildu gjarnan af- vopnast með öllu og verja því fé sem nú rennur til að halda uppi vörnum til ann- arra málefna verður ekki horft fram hjá því, að þjóð- félögum okkar er ógnað af hervaldi úr austri, sem er aldeilis ekki á þeim buxun- um að draga úr framlögum til varnarmála. Þess vegna verðum við að halda vöku okkar. Við íslendingar þurfum ekki að verja fé til varna eða halda uppi herafla. Okkar framlag til varnar- samstarfs Atlantshafs- bandalagsþjóðanna hefur verið að veita aðstöðu til eftirlits frá íslandi um leið og við njótum þeirra varna, sem felast í tilvist bandarísks varnarliðs á Is- landi. Það er framlag, sem máli skiptir, ekki sízt fyrír fámenna þjóð að leyfa dvöl erlends varnarliðs í landi sínu. Það gerum við vegna þess, að við viljum verja frelsi okkar eigin þjóðar og leggja okkar af mörkum til þess að frelsi annarra þjóða verði varið. Fulltrúar á aðalfundi Skógræktarfélags íslands. Skógræktarfélögin gróðusettu 350 þús. plöntur á sl. ári — og vöröu 20 millj. kr. til skógrœktarstarfa AÐALFUNDUR Skógræktar- félags tslands var haldinn að Bifröst f Borgarfirði dagana 22.-24. þ.m. Fundurinn var settur kl. 10.00 á föstudag af formanni félagsins, Jónasi Jónssyni, ritstjóra, sem jafnframt flutti ávarp og yfirlit yfir störf stjórnar Skógræktar- félags Islands. Landbúnaðarráð- herra, Halldór E. Sigurðsson, ávarpaði fundinn og þakkaði áhugafólki um skógrækt fyrir þau mikilvægu störf, sem það vinnur til eflingar skógræktar og landgræðslu I landinu. Hann minntist sérstaklega starfa Hákonar Bjarnasonar, skógræktarstjóra, sem nú væri búinn að gegna þvf starfi f 40 ár, af mikilli eljusemi og áhuga. Snorri Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri, flutti skýrslu um starfsemi Skógræktarfélags Is- lands og aðildarfélaganna. Þar kom fram m.a. að á vegum skóg- ræktarfélaganna voru gróður- settar yfir 350 þús. plöntur á s.l. ári. AIls vörðu skógræktarfélögin um 20 milljónum til skógræktar- starfa á s.l. ári. Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri, flutti yfirlit um skóg- ræktarmál í landinu, og lýsti m.a. framkvæmd á skógræktarþætti Landgræðsluáætlunar, sem sámþykkt var á Alþingi 28. júlí, 1974. Kom þar fram, að m.a. verður byggð ný gróðrarstöð á Mógilsá á Kjalarnesi, þar sem beitt verður nýjustu aðferðum við plöntuuppeldi. Að öðru leyti verður höfuðáherzla lögð á friðun nýrra landa til skógræktar og úti- vistar. Þá 'gat skógræktarstjóri Jess, að unnið væri að skýrslu- gerð um skógræktarmöguleika og árangur skógræktar f landinu. Á þessari skýrslu yrði síðan byggð áætlun um skógrækt í framtfð- inni. Kristinn Skæringsson, gjald- keri félagsins, gerði grein fyrir reikningum félagsins. Auk þessa gáfu formenn eða fulltrúar aðildarfélaganna skýrslur um störf þeirra hvers og eins. Síðar á fundinum flutti Snorri Sigurðsson erindi um plöntu- framleiðslu og gæðamat skógar- plantna. Út frá því spunnust um- ræður um aðferðir við plöntuupp- eldi. Á föstudag var íarin skoðunar- ferð í Jafnaskarðsskóg undir leið- sögn Danfels Kristjánssonar skógarvarðar. Á laugardag var skógrækt í Skorradal skoðuð, þar sem Ágúst Árnason, skógarvörð- ur, leiðbeindi. Á báðum þessum svæðum hefur náðst mjög góður árangur af plöntun barrtrjáa síð- ast liðin 20 — 25 ár. Úr Skorradal var farið til Borgarness og þegið kaffi í boði sýslunefnda Mýra- og Borgafjarðarsýslu og Skógræktar- félags Borgarfjarðar. Um kvöldið stóð Skógræktar- félag Borgarfjarðar fyrir kvöld- vöku með fjölbreyttri dagskrá. Fundurinn kaus Daníel Kristjánsson, skógarvörð á Hreða- vatni, heiðursfélaga Skógræktar- félags íslands í viðurkenningar- skyni fyrir nær 40 ára störf að skógræktarmálum. Þá var Benedikt Guðlaugssyni, garðyrkjubónda í Vfðigerði, veitt viðurkenning fyrir störf við skóg- rækt og garðyrkju. Á sunnudag voru mál afgreidd og samþykkti fundurinn 18 tillög- ur og ályktanir um skógræktar- mál og skyld efni. Að lokum var stjórnarkosning. Úr stjórn áttu að ganga Bjarni Helgason og Jónas Jónsson, og voru þeir báðir endurkjörnir. I varastjórn voru þau endurkjörin Andrés Kristjánsson og Hulda Valtýsdóttir. Fundinn sátu um 60 fulltrúar fyrir 20 aðildarfélög, en með gest- um voru fundarmenn nær eitt hundrað. Á aðalfundi Skógræktarfélags íslands voru m.a. samþykktar eftirfarandi tillögur: Fundurinn beinir því til stjórn- ar félagsins, að hún kanni leiðir til að tryggja héraðsskógræktar- félögunum öruggan tekjustofn, sem renni óskiptur til skógrækt- ar. Benda má á þá leið, að sveita- félögin veiti vissan hundraðs- hluta af skattskyldum tekjum. Fundurinn þakkar Skógrækóg- ræktarfélagi Borgarfjarðar og öðrum félagasamtökum, sem stuðlað hafa að fegrun og trjá- rækt við heimili manna, og hvetur önnur skógræktarfélög til að taka upp slíka starfsemi. Fundurinn lýsir ánægju sinni með ný lög um landgræðsludaga skólafólks og beinir því til stjórn- ar félagsins og einstakra félaga víðsvegar um landið að stuðla af fremsta megni að því, að hlutur skógræktar verði mikill í því starfi. Væri æskilegt, að félögin ættu aðild að framkvæmd máls- ins, hvert á sfnum stað og styddu skólana við hana með leiðbeining- um, verkefnavali, plöntuútvegun og verkstjórn. Jafnframt beinir fundurinn þeim eindregnu óskum til menntamálaráðuneytisins, sem samkvæmt lögum þessum er falin yfirumsjón með starfinu, að hraða sem frekast er unnt, að þessi lög komist í framkvæmd. Fundurinn beinir því til stjórn- ar félagsins og Skógræktar rfkis- ins að leitað verði leiða til þess að auka leiðsögn og fræðslu meðal sumarferðafólks um helztu skóga Iandsins og árangur skógræktar- innar á sfðasta áratugnum. Fundurinn ítrekar fyrri ályktanir um nauðsyn stöðlunnar plöntugæða. Telur fundurinn f því sambandi æskilegt að stjórn félagsins komi á fót sérstakri nefnd eða nefndum gróðrarstöðv- anna og fulltrúa skógræktarfélag- anna. Fundurinn þakkar Náttúru- verndarráði frumkvæði þess um friðun Stakkholts og^Steinholts í Vestur-Eyjafjallahreppi og vænt- ir þess, að friðunaraðgerðum verði hraðað ekki síst vegna þess, að mikill birki-nýgræðingur er í bráðri hættu í Goðalandi meðan sauðfé gengur þar. Fundurinn beinir þeim tilmæl- um til skógræktarstjóra og rann- sóknarstöðvarinnar á Mógilsá, að stórefldar verði kerfisbundnar áburðartilraunir á sviði skóg- ræktar, og niðurstöður þeirra kynntar jafnóðum eftir því, sem föng eru á. Ennfremur vill fund- urinn vekja athygli á tillögu nr. 5 f samþykktum félagsins (aðal- fundar) 1972. Einingahús austur á land Siglufirði, 25. ágúst. HÉR VAR verið að skipa út fjórum einingahúsum frá Húsein- ingum hf. og er þetta það mesta sem skipað hefur verið út í einu, frá verksmiðjunni. Tvö húsanna fara á Raufarhöfn og hin tvö á Vopnafjörð. — Stálvík er nýkom- in inn með 110 lestir af góðum fiski. ______ —M.J. Valtý veitt lausn frá embætti MORGUNBLAÐINU barst f gær eftirfarandi fréttatilkynning frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu: Forseti Islands hefur hinn 22. þ.m., samkvæmt tillögu dóms- málaráðherra, veitt Valtý Guð- mundssyni sýslumanni f Suður- Múlasýslu og bæjarfógeta á Eski- firði lausn frá embætti að eigin ósk frá 1. janúar 1976 að telja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.