Morgunblaðið - 27.08.1975, Page 22

Morgunblaðið - 27.08.1975, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1975 Vigdís Helgadótt- ir—Minningarorð Fædd 20. febrúar 1898. Dáin 18. ágúst 1975. Aðeins nokkur kveðjuorð til elsku Vigdísar. Þegar hún svo brosleit og létt leit inn til okkar Huldu í Höfn á Vesturgötunni, hafði hún orð á því síðast, að hún hlakkaði til að fara í sumarfrí. Hún ætlaði að heimsækja vini sina á Akureyri. Nú er hún komin í sitt sumarfrí, með öðrum hætti en maður bjóst við, en sem betur fer veit maður svo lítið. Einhvern tima hefur hún sjálfsagt fundið til, en hún kvartaði aidrei fyrir sjálfa sig. Hún var of upptekin í■ líknarstarfi sinu að hugsa um aðra, sem eitthvað áttu bágt, en það munu mér aðrir færari skrifa um. Þetta eru bara fátækleg kveðjuorð frá okkur hjónunum, börnum okkar og tengdabörnum, með þakklæti fyrir tryggð hennar fyrr og síðar. Ég bið góðan Guð að styrkja eftirlifandi eiginmann hennar, Jón Þorvarðsson, upp- eldisbróður minn og frænda, sem hún var traustur förunautur um margra ára bil. Ég bið einnig fyrir afkomendum hennar, sem ég vona að muni góða móður, tengda- móður, ömmu og langömmu. + Litli drengurinn okkar, og bróðir PÁLL GUÐMUNDUR PÁLSSON sem andaðist á Bel Air sjúkra- húsinu í Thionville í Frakklandi, þann 1 7. ágúst sl., var jarðsettur frá Fossvogskirkju þann 26 þ.m Ólina Jónasdóttir, Páll Andrésson og böm. Hvíl þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Aðalheiður Eyjólfsdóttir. Mánudaginn 18. ágúst 1975 and- aðist frú Vigdís Helgadóttir, Laugavegi 137 hér í borg, eftir stutta legu. Hún verður til moldar borin í dag, miðvikudaginn 27. ágúst, frá Fossvogskirkju. Vigdís varð 77 ára gömul, fæddist 20. febrúar 1898 að Ósabakka á Skeiðum, en þar bjuggu foreldrar hennar, Krist- jana Einarsdóttir og Helgi Jóns- son frá Iðu. Börn þeirra hjóna urðu alls 5, tveir synir og þrjár dætur. Af þeim hópi eru nú aðeins tvær systur á lífi, Sigríður, búsett f Gerðahreppi, og Kristín, búsett hér í borg. Við snöggt frá- fáll Helga bónda varð það hlut- skipti þessarar fjölskyldu sem svo margra annarra við slík áföll að hætta varð búskap og koma börn- unum fyrir. Vigdís fór á tólfta ári að Álfsstöðum í sömu sveit til hjónanna Ingveldar og Eiriks Ás- björnssonar. Þegar svo Ingveldur varð að bregða búi, fluttist hún í Laugardalinn og þangað fór Vig- dís einnig: Ingveldur fór að Laugardalshólum en Vigdís að Miðdal. Þar kynntist hún eftirlif- andi manni sínum, Jóni Þorvarðs- + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför KATRÍNAR EINARSDÓTTUR, Valgeir A. Einarsson, og aðrir vandamenn. + Útför GUNNARS SIGURBJÖRNSSONAR, Borgarnesi fer fram fimmtudaginn 28. ágúst kl. 2 e.h. í Borgarneskirkju. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi. Aðstandendur. + Útför eiginmanns míns, GUÐMUNDAR HRÓBJARTSSONAR frá Landlyst í Vestmannaeyjum fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 28. þ.m klukkan 15. Fyrir hönd aðstandenda Þórhildur Guðnadóttir + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, BENEDIKTS JÓNSSONAR. Jóhanna Jóhannesdóttir, Helga Benediktsdóttir, Jónas Sigurðsson, JóhannesÁ. Benediktsson, Sigrún Sigurðardóttir, Benný Sigurgeirsdóttir. og barnaböm. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför UNNAR ÓLAFSDÓTTUR, Hagamel 22, Gísli Jakobsson, böm, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför móður okkar og tengdamóður JÓNU Þ. BJARNADÓTTUR, Arnarhrauni 23, Hafnarfirði Sérstakar þakkir viljum við færa hjúkrunarkonum, læknum og öðru starfsfólki á Landakotsspltala fyrir góða hjúkrun og umönnun í hinni löngu legu hennar þar Böm og tengdabórn. Jón Bjarni Krist- insson —Minning syni, sem alizt hafði upp hjá móð- urbróður sfnum, Magnúsi á Laugarvatni. Erfiðleikar mættu ungu hjón- unum í fyrstu: hvergi var jarð- næði að fá, og því varð það úr að flytjast upp í Laugardalsvelli og setjast að í helli þeim, sem er sunnan í Reyðarmúlanum, en þar hafði verið búið nokkrum árum áður. Þurfti þar margt til að taka svo byggilegt gæti talizt. Bjuggu þau sér þar sæmilega vistlegt heimili. En í þá daga var allmikið farin leiðin milli Þingvalla og Laugarvatns um Laugardalsvelli og var því nokkur gestakoma hjá þeim hjónum. Þar fæddust þeim þrjú börn og hefur þess þáttar í ævi Vigdísar verið getið opinber- lega áður. En því er þessa minnzt hér að hann gefur nokkra hug- mynd um þá miklu erfiðleika, sem við var að etja á árunum 1918—1922, og þá hugprýði, sem Vígdís var gædd. I fjögur ár bjuggu þau í hellinum og það sagði Vígdís þeim, er þetta ritar, að þótt bóndi hennar væri ekki heima, þá hafi hún aldrei fundið til hræðslu þar, henni fannst allt- af einhver vera hjá sér. Af Laugardalsvöllum lá leið þeirra hjóna fram í Gaulverja- bæjarhrepp, þar sem þau bjuggu á ýmsum stöðum, lengst af í Meðalholtum, þar til þau fluttust til Reykjavíkur árið 1957. Þá var Vigdís komin fast að sextugu og búin að ala upp 7 mannvænleg börn og það áttunda að nokkru leyti. En vinnudegi hennar var ekki lokið, þótt hún yfirgæfi sveitalífið. Hún hóf að starfa fyrir heimilishjálp Reykjavíkurborgar, þar sem hún vann til þess er hún veiktist í júlí s.l. Þau urðu æði mörg heimilin, sem nutu starfs- krafta hennar á þessum 18 árum. Það var í eðli Vigdísar að vilja heldur vera veitandi en þiggjandi og. í starfi sínu fyrir heimilis- hjálpina kom sá eiginleiki mjög greinilega fram. Vigdís var and- lega sinnuð kona. Hún var ekki í vafa um, að á meðal okkar væru starfandi andar framliðinna lækna og til þeirra væri gott að Ieita. Enda hafði hún sambönd Framhald á bls. 21 Fæddur 11. febrúar 1922. Dáinn 19. ágúst 1975:— Fregnin kom óvænt og snögg- lega: Bjarni mágur var dáinn. Vafalaust hefur fáa órað fyrir því, sem til hans þekktu, að Bjarni mundi brátt hverfa héðan yfir móðuna miklu, svo mikill atorkumaður og fullur lffsþróttar sem hann var, mitt í uppbyggingu mikils atvinnurekstrar. Jón Bjarni Kristinsson var sonur hjónanna Kristins Péturs- sonar blikksmíðameistara og konu hans Guðrúnar Ottadóttur. Þau sæmdarhjón bjuggu á Vesturgötu 46a alla sína búskapartíð. Börn þeirra voru: Pétur, Otti, Bjarni, Helga, Guðmundur og Anna. Hugurinn hvarflar aftur til stríðsáranna. Þá bundust þau heitböndum Erna systir og Bjarni. Þau giftust 27. nóvemþer 1943. Ég man þann dag. Þá las Helgi Hjörvar söguna um Bör Börsson í útvarp, einn frábærasti útvarpsflutningur, sem um getur að minni hyggju. Þó brúðkaup- veizla stæði sem hæst sátu nokkr- ir veizlugestir við útvarpstækið, meðal annarra Guðrún, móðir Bjarna, ég og nokkrir fleiri. Þetta var ánægjulegur dagur. Bjarni og Erna byrjuðu búskap í lítilli íbúð i húsi foreldra minna á Seltjarn- arnesi. Þar eignuðust þau sitt fyrsta barn, Maríu, sem var fyrsta barnabarn foreldra minn^. Hún var augasteinn allra f fjölskyld- unni. Bjarni var kappsfullur og dugnaðarforkur. Hann var sívinn- andi. Fljótlega fluttust ungu hjónin niður á Ránargötu í nábýli við foreldra Bjarna óg vinnustað. Ekki leið þó á löngu áður en þau voru farin að byggja sér íbúðar- hús í Sörlaskjóli 8. Þar bjuggu þau lengst og þar eignuðust þau önnur börn sín: Anton, Guðrúnu og Pétur. Sfðar byggðu þau sér hús.að Einimel og bjuggu þar í mörg ár. Síðustu árin bjuggu þau í Garðahreppi, þar sem Bjarni var i nábýli við fyrirtæki sitt, Gler- borg h.f. í Hafnarfirði. Bjarni var lærður blikksmiður. Hann vann lengi við fyrirtæki föður síns og föðurbróður, Bjarna, sem hann hét í höfuðið á. Þeir bræður, Kristinn og Bjarni, ráku saman blikksmiðju og stál- tunnugerð og síðar járnvöru- verzlun á Ægisgötunni undir nafninu J.B. Pétursson. Þeir voru velþekktir vesturbæingar á sinni tíð, miklir dugnaðar og atorku- menn. Eftir lát föðurbróður síns tók Bjarni við stjórn fyrirtækisins og stýrði því í mörg ár. Hann tók þátt í stofnun'fleiri fyrirtækja, en fyr- ir fáum árum stofnaði hann fyrirtækið Glerborg h.f. í Hafnarfirði og helgaði- því alla starfskrafta sína. Hann var langt kominn að byggja þar upp mjög myndarlegt fyrirtæki á íslenzkan mælikvarða er hann var skyndi- lega hrifinn á brott, langt um aldur fram aðeins 53 ára gamall. Mig uggir, að vinnuálag og streita hafi þar miklu um ráðið. Bjarni var hár vexti og þrekinn, samsvaraði sér vel. Hann var höfðinglegur í framgöngu og snillingur í höndunum. Hann var röggsamur og snyrtimenni. Um það bera vitni þeir vinnustaðir, sem hann réð fyrir. Þar situr snyrtimennska í öndvegi. Ég kom oft á heimili systur minnar og mágs, sérstaklega á fyrri árum, þegar ég oftlega gætti Maríu litlu. Síðar vann ég I nokkurn tíma hjá Bjarna meðan Framhald á bls. 17. Þorkell Þórðarson —Minningarorð í dag verður til moldar borinn frá Fossvogskirkju Þorkell Þórðarson, sem lést þann sautjánda þessa mánaðar á Landakotsspítala, eftir langvar- andi sjúkdómslegu. Lokað eftir hádegi í dag, vegna jarðarfarar Jóns forstjóra. Bjarna Kristinssonar m IF Þorkell fæddist 7. febrúar árið 1918 I Eilífsdal í Kjós, næst- yngstur níu systkina, og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Þórður Oddsson bóndi og kona hans Þór- dís Ölafsdóttir. Hann lauk prófum frá Bændaskólanum á Hvanneyri og bjó síðan í Eilffsdal í sambýli við Odd bróður sinn frá 1941 til 1947, en þá flutti hann í Hvamm í Hvalfirði og bjó þar til ársins Vegna jarðarfarar Jóns Bjarna Kristinssonar forstjóra verða skrifstofur okkar að Ægisgötu 7, lokaðar fimmtudaginn 27. ágúst klukkan 1 —3 e.h. Innkaup h. f. Friðrik Jörgensen Raftækjaverzlun íslands h. f. Tækniver h. f. Lokað vegna jarðarfarar kl. 12—3 e.h. 27. ágúst. J.B.Pétursson, Bljkksmiðja, verksmiðja og járnvöruverzlun, Ægisgötu 7. 1952 er hann fluttist til Reykja- víkur. t Hvammi eignaðist hann dótt- ur, Þórdísi, með Jóhömnu Guð- mundsdóttur, fyrri konu sinni. Eftir að til Reykjavíkur kom, stundaði hann ýms þau störf sem til féllu, vann I fiski og var kokkur á bát og þess háttar, en svo hóf hann vinnu hjá varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli og starfaði þar við pípulagnir svo lengi sem honum entist heilsa til, eða í sextán ár. Árið 1962 giftist hann eftirlif- Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.