Morgunblaðið - 27.08.1975, Page 23

Morgunblaðið - 27.08.1975, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGUST 1975 23 Helmings afeláttur hjá Hótel Húsavík NÚ ÞEGAR aðal ferðamanna- straumurinn er liðinn hjá hefur Hðtel Húsavfk tekið upp þá ný- breytni að bjðða innlendu ferða- fðlki upp á sfðsumarverð. Er ferðafðlki gefinn helmings af- sláttur frá verði. Kostar dvöl á hðtelinu 3500 krðnur fyrir mann- inn á sðlarhring og er þá innifal- in gisting og fullt fæði, þ.e. morg- unverður, hádegisverður, mið- degiskaffi og kvöldverður. Einar Olgeirsson hótelstjóri sagði f samtali við Mbl., að hann vonaðist til að fólk sem væri seint Lögbannsmáli var frestað FÓGETARÉTTUR Seltjarnar- ness tók síðdegis í gær fyrir lög- bannsmál Reykjaprents hf. gegn Jónasi Kristjánssyni fyrrverandi ritstjóra vegna fyrirhugaðrar notkunar þess síðarnefnda á nafninu Nýr Vísir að frjálsu dag blaði. Var málinu frestað um einn dag til þess að Jónasi gæfist kost- ur á að semja og leggja fram greinargerð. Lögmaður Jónasar er Logi Guðbrandsson, en lögmað- ur Reykjaprents hf. er Sigurgeir Sigurjónsson. Léleg berja- spretta á Norðurlandi Húsavik 26. ágúst. EINMUNATÍÐ er búin að vera allan þennan mánuð og hafa margir bændur lokið heyskap og allir fengið góða verkun á hey sem komin eru f hlöðu. Þrátt fyrir þetta góða veðurfar virðist berja- spretta ætla að verða mjög lítil. Á þessum tíma árs er venjulega orð- in töluvert mikil berjaspretta hér um slóðir en þeir sem til berja hafa farið koma aðeins með lftt þroskuð bláber og telja að aðal- bláberja og krækiberjaspretta muni’verða lítil á þessu ári. ' — fréttaritari. á ferð í sumarleyfinu notfærði sér þennan afslátt og notaði tæki- færið og skoðaði þá náttúrufeg- urð sem Þingeyjarsýslur hefðu upp á að bjóða. „Og svo hefur veðrið engan svikið í sumar, sann- kallað Mallorkaveður næstum upp á hvern einasta dag,“ sagði Einar að lokum. Heyfengur góður í Mývatnssveit Vogum, Mývatnssveit, 25. ágúst. MARGIR hafa lokið heyskap hér og sumir jafnvel fyrir nokkru. Heyfengur er víðast orðinn all- mikill og verkunin nánast ágæt. Bláberjaspretta er sums staðar orðin góð, en þó frekar misjöfn. Krækiber sjást hins vegar varla, hvað sem veldur. — Vegagerð í Námaskarði fer senn að ljúka. Þetta er geysimikil framkvæmd. Þá er einnig byrjað á svokölluð- um Kröfluvegi. Stefnt er að því að ljúka þeirri vegagerð i haust. — Búið er að leggja jarðsímastreng frá Reykjahlíð norður f Kröflu. Verið var að tengja símann nú um helgina. Leyfi hefur fengizt til að setja uþp sjálfvirka símstöð með 100 númerum í Reykjahlfðar- hverfi. Munu framkvæmdir fljót- lega hefjast. Áformað er að hægt verði að taka simann í notkun fyrir áramót. — Kristján. Enska knatt- spyrnan Úrslitin í ensku deildarkeppninni í gærkvöldi: Arsenal — Norwich City 2—0 Everton — Sheffield 3—0 Leeds — Liverpool 0—3 Middlesbrough —■- Birmingham City 2—0 Wolverhampton Wanderers — Queens Park Rangers 2—2 Nýr símstjóri á Selfossi SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ skipaði í gær Jón Skagfjörð full- trúa til að vera stöðvarstjóra pósts og síma á Selfossi frá og með 1. september næstkomandi. Umsækjendur um stöðuna voru 23. — Lézt Framhald af bls. 24 Broncojeppa sem kom á móti og síðan beint framan á Fiatbifreið sem var þar rétt á eftir. Var árekstur þessara tveggja fólksbíla geysiharður, en hámarks- hraði á þessum vegakafla er 80 km. Þrennt var í Broncónum og slapp það án teljandi meiðsla, en bif- reiðastjórar fólksbílanna, ^sem voru einir í bílum sín- um, slösuðust mjög mikið og voru þegar fluttir á slysadeild Borgarspítalans. Lézt annar þeirra skömmu eftir að komið var með hann þangað, en það var bifreiðarstjóri Fiat- bilsins, sem var á réttum vegarhelmingi þegar slysið varð. Bilstjóri Cortínunnar liggur á gjörgæzludeild Borgarspítalans, mjög þungt haldinn. Hann er 44 ára gamall. Báðir mennirn- ir eru úr Mosfellssveit. — Viðræður Framhald af bls. 1 um Ródesiustjórnar og afriskra þjóðernissinna. John Vorster, for- sætisráðherra Suður Afríku sagði þegar hann kom aftur til Pretoriu „bæði Kaunda, forseti Zambiu og ég, sem vorum aukaaðilar að fundinum, munum halda áfram umleitunum okkar um að sam- komulag náist.“ Kenneth Kaunda sagði á blaða- mannafundi í Lusaka að árangur hefði náðst í viðræðunum við Viktoriúfossa. „Það eru eitt eða tvö atriði, sem þarfnast nánari athugunar við og ég býst við að á næstu tíu dögum verði þeir kann- aðir nánar", sagði hann. Káunda sagði að eitt mesta vandamálið hefði verið lagahelgi leiðtoga Anc í Ródesiu. Leiðtogar Anc sögðu að ef meiriháttar ráð- stefna ætti að fara fram í RÓdesiu yrði að tryggja það að þeir yrðu ekki handteknir, en Ian Smith neitaði að tryggja það. Að minnsta kosti tveir leiðtogar Anc eiga handtöku yfir höfði sér þar. — Tollur Framhald af bls. 24 skips hefðu verið tollaðar. Hann sagði, að tollgæzlan hefði sína reglugerð til að vinna eftir og þegar skip kæmi úr utanlandssigl- ingu bæri að greiða aðflutnings- gjöld af vistarbirgðum og full- nægja öðrum innflutningsskilyrð- um. Vistarbirgðir Gisla Arna hefðu að mati tollgæzlunnar verið óeðlilega miklar og þvi ákveðið að útgerðin borgaði aðflutningsgjöld af þeim. — Portúgal Framhald af bls. 1 Deildin hefur haft forystu í áróð- ursherferð fyrir þvi að Vasco Goncalves héldi embætti forsætis- ráðherra eftir að níu liðsforingjar höfðu gert tilraun til að fá hann settan af. Siðasta sólarhring hef- ur Costa Gomes forseti tvisvar borið til baka yfirlýsingar, sem deildin hefur látið frá sér fara. Stjórn Portúgals fór i dag fram á það við Kurt Waldheim aðal- framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að hann ýtti á eftir þvi að alþjóðlegt hjálparstarf verði hafið á eynni Tímor, ef ekkert ríki i nágrenninu aðhefst eitthvað til bjargar mannslifum, innan sól- arhrings. Er þetta siðasta beiðni Portúgala til S.Þ. vegna borgara- stríðsins á Timor. I bréfi, sem dagsett er í gær, en afhent í dag, segir sendiráðs- ritari Portúgala hjá S.Þ. að til- kynningar hefðu verið sendar stjórnum Indónesíu og Ástraliu, þar sem þær eru beðnar um að gera ráðstafanir til þess að hægt verði að halda áfram að flytja flóttamenn frá eynni. — Samkomulag Framhald af bls. 1 spurður að því, hvað Arabalöndin hefðu upp úr samkomulagi Egypta og Israelsmanna, svaraði hann: „Það samkomulag er ekki aðeins hagur Araba, heldur einn- ig friðarins. Ef samkomulag tekst táknar það að sprengja hefur ver- ið gerð óvirk.“ Samkomulagið mun fela það í sér að Israelsmenn flytja her- menn sína til austurs inn í Sinai eyðimörkina og afsala sér yfir- ráðum bæði yfir Giddi og Mitla skörðum og olíulindunum í Abu Rudeis. Öljósara er um eftirgjafir Egypta. Sadat forseti er sagður hafa sam- þykkt að draga úr efnahagslegri og pólítískri baráttu gegn Israels- mönnum, en allt er á huldu um á hvern hátt það yrði gert, enda er meiningin að þvi verði haldið leyndu um sinn. Sadat gaf þó í skyn í upphafi viðræðnanna i kvöld, að Egyptar landa á ráðstefnu óháðra þjóða í mundu ekki styðja tillögu Araba- Lima um að Israel verði vikið úr Sameinuðu þjóðunum. Bráðabirgðasamkomulagið mun byggjast á þvi að samningur við Sþ. um friðargæzlu samtakanna i Sinai verði framlengdur um 3 ár, en bandariskir embættismenn álita að barátta Arabalanda fyrir brottrekstri Israels úr Sameinuðu þjóðunum sé ekki sízt í þeim til- gangi að koma i veg fyrir að af þeirri framlengingu verði. — Þorskklak Framhald af bls. 24 loðnuseiðum úti fyrir Norður- landi og sömuleiðis frá Reykja- nesi norður um og allt vestur und- ir Grænland. Sömu sögu er að segja um stærð loðnuseiðanna og þorsksins, þau eru i smærra lagi, en til þess geta legið nokkrar ástæður. En engu að siður ætti árgangurinn að teljast mjög góð- ur. Hjálmar sagði, að eins og venju- lega hefði verið mikið um karfa á Grænlandshafi, en fjöldi seiða þó minni en 1973, sem var mjög gott. Fljótt á litið virtist karfamagnið vera 'A og V$ af því sem það var I fyrra og miðað við tvö s.l. ár væru karfaseiði i færra lagi. Þess mætti geta, að árið 1973 hefðu fundizt um 74 milljónir karfaseiða á hverja fersjómílu sjávar, þar sem karfinn fannst I ríkum mæli. Að lokum sagði Hjálmar Vil- hjálmsson, að eðlilega hefðu þeir ekki orðið varir við seiði sumar- gotsildar frá því i sumar, en árs gömul seiði hefðu fundizt frá Isa- fjarðardjúpi að Axarfirði í mikl- um mæli. Þetta væri mun meira en þeir hefðu orðið varir við und- anfarin ár og vekti það vonir um að stofninn væri að ná sér vel á strik. i jl,'”—11 ■ lí Bjami PI || Ólafsson. FramtíÓ fiam- kvæmdastjórans Nokkrum dögum áður en sýningin hófst, spáði tölva fyrirtækisins Iðntækni hf. (Wang) fyrir Bjarna Ólafssyni, framkvæmdastjóra sýningarinnar. Spáin er um A andríki H heilsu og T tilfinningalíf. Samkvæmt spánni fyrir ágúst (sem ekki er birt hér), hrakaði heilsu hans frá 14. ágúst og fram yfir opnun sýningarinnar. Það var eðlileg afleiðing af miklum vökum og vinnuálagi. Andríki og tilfinngalíf Bjarna hresstist jafnt og þétt frá 11. ágúst fram yfir opnun sýninar, en fer 'u stöðugt versnandi. Ástæðan fyrir þessu er sú, að þegar sýningm hafði verið opnuð og séð var að allt hafði „sloppið , þá slaknaði á spennu hjá framkvæmdastjóranum. Hér birtist septemberspáin, sem sýnir að heilsan er aftur á hraðri uppleið fram til 6. september, en hrakar síðan jafnt og þétt Þetta kemur heim og saman við fyrri reynslu, framkvæmdastjórinn er útkeyrður þegar sýningunni lýkur (7. sept ). Aftur á móti sýnir septemberspáin að andríkið og tilfinningalífið (sem nú er enn á niðurleið), hressist við lok sýningarinnar (7. sept.) og stígur stöðugt úr því. ÞAÐ GÆTI VERIÐ FORSPÁ UM ÞAÐ HVERNIG SÝNING TEKST TIL. TÖLVAN SPÁIR FYRIR SÝNINGARGESTI HVERNIG SKYLDI ÞÍN SPÁVERA? Happdrættisvinningur dagsins er: 18 manna langferðabifreið og bílstjóri til ráðstöfunar í 3 daga. Tiskusýningar i dag kl. 4.30 og i kvöld kl. 8.45. Karon sýnir. ALÞJOÐLEG VORUSYNING REYKJAVIK 1975 KADPSTEFNAN REYKJAVlK »K ní iðn ITÆKNIHF ALÞIOÐLEG VORUSYNING REYKJAVIK 1075 'trrn t ------------------f- rfri-L-LiR——FTFn=rrr:— TöLVUSPR VÐRF' FVRIR SFPT 1975 SKRIFUÐ RF WRNG-TöLVU 23. RGUS7 1975 R—RNDRIKI H—HEILSR T—TIl.FINNINGRL IF T fl R T R T fl T T R R R R R R R 3 4 5 67 8 9 10 11 12 13 14 15 w 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.