Morgunblaðið - 27.08.1975, Page 24

Morgunblaðið - 27.08.1975, Page 24
PLAST ÞAKRENNUR Sterkar og endingagóðar q i, Hagstætt verð. Nýborgp Ármúla 23 — Sími 86755 J auí;lVsiní;asímí\n er. 22480 JH#r0unbt«t>ií> MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÍJST 1975 Maður beið bana og annar stórslasaðist — í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi LIÐLEGA þrftugur maður beið bana og annar maður stórslasaðist í mjög hörð- um árekstri á Vesturlands- vegi, skammt vestan við Korpúlfsstaði um klukkan 12.30 í gærdag. Þrír fólks- bílar skemmdust meira og minna f árekstrinum: Nafns mannsins sem lézt verður ekki birt að svo stöddu, þar eð ekki hafði tekizt að ná f alla ættingja hans í gærkvöldi. Slysið varð með þeim hætti, að bifreið af Cort- inugerð var á leið eftir Vesturlandsvegi í átt til Kröflulínan kostar 700 milljónir kr. AÆTLAÐUR kostnaður við að leggja lfnu frá Kröfluvirkjun til Akureyrar og uppsetning á spennistöð á Akureyri er nú 700 millj. krðna. Kom þetta fram í viðtali, sem Morgun- blaðið átti við Valgarð Thoroddsen rafmagnsveitu- stjóra rfkisins í gær. Valgarð sagði, að Ieggja þyrfti 132 kw. Ifnu frá Kröflu til Akureyrar og á Akureyri þyrfti að setja upp sérstaka spennistöð, og ennfremur við Kröflu, en spennistöðin þar yrði sett upp á vegum virkjunaraðila en ekki Rafmagnsveitnanna. Hann sagði einnig, að Raf- magnsveiturnar hefðu aðeins fengið fjármagn til þess að mæla út lfnustæðið og það væri búið að gera, en fjárveit- ing fyrir Ifnulögninni hefði enn ekki fengizt. Eitt ár tæki að leggja þessa Ifnu, en hann sagðist halda að þegar til kæmi, myndi ekki standa á fínulögninni. Reykjavíkur. Sjónarvottar segja, að annað framhjól bifreiðarinnar hafi skyndi- lega lent utan steypta vegakantsins og við það hafi bifreiðarstjórinn misst vald á bifreið sinni. Skipti engum togum að bif- reiðin þeyttist yfir á hinn vegarkarrfinn lenti þar á Framhatd á bls. 23 Rússneskur dráttarbátur á sveimi við Reykjanes SOVÉZKUR dráttarbátur hefur undanfarna daga lónað undan Reykjanesi án þess að nokkurt verkefni fyrir hann sé sýnilegt. Flugmenn Landhelgisgæzlunnar urðu fyrst varir við bátinn, sem er 200—300 lestir að stærð, á sunnu- dag, 36 mílur 236 gráður réttvís- andi frá Reykjanesi og var hann þá í hægri hringsólun. Á mánu- dag var hann á svipuðum slóðum og í gær var hann 34 sjómílur 304 gráður réttvísandi frá Reykja- nesi. Ekkert annað sovézkt skip er á þessum slóðum, en fyrir nokkrum dögum lá þarna stórt sovézkt birgðaskip og voru skips- menn að mála skipið að utan. Auk þess má nefna að í fyrradag kom stór sovézkur togari tii Reykjavíkur, degi á undan heim- sókn fastaflota Atlantshafsbanda- lagsins. GULLFOSS — Þessi mynd var tekin við Gullfoss á dögunum og eru þeir eflaust fáir ljósmyndararnir sem hafa myndað hann frá þessu sjónarhorni. Ljósm. Mbl. Friðþjófur Látinn borga 100 þús. króna toll af kostinum Skemmdi fyrir hundruð þúsunda LÖGREGLAN handtók snemma f gærmorgun 22 ára gamlan mann f húsakynnum ferðaskrifstofunnar Sunnu við Lækjartorg. Hafði maðurinn gengið berserksgang á skrifstofu fyrirtækisins, brotið þar allt og bramlað, stórskemmt og eyðilagt skrifstofuvélar og hent bókhaldsgögnum út um allt. Er tjónið sem maðurinn olli met- ið á hundruð þúsunda króna. ÞEGAR sfldveiðiskipið Gfsfi Arni kom heim frá síldveiðum í Norður- sjó fyrir skömmu ákvað tollgæzlan, að útgerð skipsins yrði gert skylt að borga um 100 þús. krónur f toll af kosti skipsins, en slfkt mun ekki hafa tfðkazt áður, þar sem þetta eru matvæli, sem ætluð eru til neyzlu um borð f skipinu. ÍJtgerðarstjóri skipsins fór fram á það við tollyfir- völd, að matvælageymslur skipsins yðru innsiglaðar, þar til skipið færi út til veiða á ný, en þvf hefur verið neitað. Júlfus Ingibergsson útgerðar- stjóri Gísla Árna sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann f gær, að alls væri upphæðin, sem þeir ættu að borga, kr. 98.276 og þar af þyrftu þeir að greiða kr. 1.108 í vátryggingakostnað og 5.035 krónur í flutningsgjöld. Slíkt hefði hann aldrei heyrt áð- ur, og hætt væri við að þetta kæmi illa við marga útgerðina. Tollgæzlan taldi allar þær vör- ur, sem voru f birgðageymslum Gísla Árna og er allt talið til sem í geymslunum var eins og t.d. 20 kg. af nautakjöti, 15 kg af svína- læri, 5 kg af smjöri, 1 dós appel- sínumarmelade, 4 túbur af kaví- ar, 5 kg kaffi, 18 1 mjólk, 2 pakkar af grófu salti, 6 pakkar af búðing- um, 12 kassar af kjúklingum, 4 dósir af steiktum lauk, 24 dósir af blönduðum ávöxtum o.s.frv. Þá er tekið fram í skýrslu tollgæzlunn- ar, að gizkað hafi verið á þyngd kílóvarnings, þar sem engin vigt hafi verið til staðar. Morgunblaðið hafði samband við Kristinn Ölafsson tollgæzlu- stjóra í gær og spurði hann hvers vegna matarbirgðir þessa eina Framhald á bls. 23 Undirmenn sömdu Verkfalli á kaupskipunum frestað SAMNINGAR tókust um kvöld- matarleytið í gær með samninga- nefndum skipafélaganna og undirmanna á kaupskipunum. Var samkomulag undirritað með venjulegum fyrirvara um sam- þykki félaga. Hefur verkfallinu á kaupskipaflotanum, sem undir- menn höfðu boðað frá og með Þorskklakið lélegt — síldar og loðnuklak hinsvegar gott HINUM árlegu rannsóknum Hafrannsóknarstofnunarinnar á magni og útbreiðslu fiskungviðis er nú lokið, og kom rannsóknarskipið Arni Friðriksson úr þeim til Reykjavfkur f gær. 1 þessum rannsóknum hefur komið f ljós, að þorskstofninn frá þvf í vetur er undir meðallagi, en þó hefur klakið heppnazt betur en f fyrra. Sfld fannst hins vegar á stærra svæði en mörg undanfarin ár, og vekur það vonir hjá vfsinda- mönnum um að stofninn sé á uppleið. Þá fúndust loðnuseiði á mjög stóru svæði og verður árgangurinn að teljast nokkuð góður, þótt seiðin virðist óvenjulega smá. Ungkarfi fannst einnig nokkuð vfða, en ekki f eins rfkum mæli og í fyrra. Morgunblaðið náði tali af Hjálmari Vilhjálmssyni leið- angursstjóra á Arna Friðrikssyni í gær og spurði hann um þennan árlega leiðangur. Hjálmar sagði, að þátt i þessum rannsóknum hefðu tekið þrjú skip, tvö frá ís- landi og eitt frá Rússlandi, en þetta er fjórða árið, sem Rússar taka þátt í rannsóknunum, en sjötta árið, sem rannsóknirnar fara fram. Rússneska skipið var mest við rannsóknir á sunnan- verðu Grænlandshafi, en Árni Friðriksson þar fyrir irorðan og á grunnslóðum vestanlands og norðan. Síðan rannsakaði Bjarni Sæmundsson svæði úti fyrir Aust- ur- og Suðurlandi. — Ennþá eig- um við eftir töluverða vinnu við að ganga frá niðurstöðum, en samt sem áður vitum við að mestu hvernig klak hefur heppnazt á þessu ári, sagði Hjálmar. Hann sagði að þorsksseiði hefðu fundizt á stóru svæði frá Reykja- nesi vestur um og norður og allt suður á móts við Stöðvarfjörð. Oti fyrir Norðurlandi fannst þorskur- inn langt til hafs allt að 68° n. br. en magn á hverjum stað var yfir- leitt lítið, mest á fjörðum og grunnsævi norðanlands, djúpt úti af Kögri og vestur af Vestfjörð- um. Eftir ætti að leggja endan- lega dóm á stærð stofnsins, en niðurstaðan yrði að llkindum sú, að þorskárgangurinn 1975 yrði undir meðallagi. Þar að auki væri mikill hluti seiðanna smár og eft- ir ætti að koma í Ijós, hvernig þau slyppu frá vetrinum. Aðspurður sagði Hjálmar, að ástæðan fyrir þessum litlu seiðum væri að líkindum sú að annað- hvort hefði þorskurinn hrygnt mikið úti fyrír Norðurlandi eða klakið við SV-land, þaðan sem fal- legustu seiðin eiga að koma,verið misheppnað. Þá sagði Hjálmar að útbreiðslu- svæði loðnunnar væri mjög stórt og I heild hefði loðna fundizt á jafnstóru svæði og I fyrra, en þá var um metárgang að ræða frá því að rannsóknir á loðnustofninum hófust árið 1970. Mest fannst af Framhald á bls. 23 miðnætti annað kvöld verið frest- að til miðnættis á þriðjudag, en þá liggja fyrir úrslit atkvæða; greiðslunnar hjá undirmönnum. Guðmundur Hallvarðsson, einn úr samninganefnd undirmanna, tjáði Mbl. 1 gærkvöldi, að nefnd- irnar hefðu setzt að samninga- borði hjá sáttasemjara, Guðlaugi Þorvaldssyni, klukkan 16.30 I gærdag. Áður höfðu nefndirnar setið á fundi frá því klukkan 14 á mánudag til klukkan 7 í gærmorg- un. Sem fyrr segir tókst sam- komulag um klukkan 19 í gær- kvöldi. Ekki vildi Guðmundur tjá sig um efni samninganna annað en það, að með þeim fengjust ýmsar lagfæringar á fyrri samn- ingi og tilfærslur milli aldurs- flokka. Samkomulagið verður skýrt á félagsfundi I Lindarbæ klukkan 14 f dag og að loknum fundi hefst atkvæðagreiðsla sem stendur til klukkan 17 n.k. þriðju- dag. Siglfirðingar fá stóra borinn Siglufirði 26. ágúst. ÞAÐ LYFTUST heldur betur brúnir á Siglfirðingum þegar fréttist í dag, að von væri á stór- um bor nú í vikunni til að bora eftir heitu vatni í Skútudal. Hing- að til hafa aðeins litlir borar verið þar að verki en nú fáum við stóra borinn sem var I Ólafsfirði. m.j.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.